Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Bandarískir hermálasérfræðingar segja að stöðugt meiri hætta stafi af kjarnorkuvopnaáætlun Norður- Kóreu og umheimurinn eigi ekki að láta blekkjast af þeirri glansmynd sem þarlend stjórnvöld hafa sýnt umheiminum af sér í tengslum við Vetrarólympíuleikana í Suður- Kóreu. „Norður-Kórea ógnar í sífellt meiri mæli Bandaríkjunum og hagsmunum þeirra,“ sagði Daniel Coats, yfirmaður bandarísku leyni- þjónustunnar þegar hann bar vitni fyrir bandarískri þingnefnd í vik- unni. Sagði hann að norðurkóresk stjórnvöld hefðu ítrekað lýst því yf- ir að þau mundu ekki semja um að hætta þróun kjarnorkuvopna og eldflauga. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar Kim Yo-jong, systir Kims Jong-un, leiðtoga Norður- Kóreu, kom til Suður-Kóreu til að vera viðstödd setningarathöfn ól- ympíuleikanna og afhenti Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, bréf frá bróður sínum. Þar bauð hann suðurkóreska forsetanum til fundar við sig í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, og sagðist vilja bæta samskipti ríkjanna tveggja. Ríkisfréttastofa Norður-Kóreu hafði síðan eftir Kim Jong-un að mikilvægt væri nýta það tækifæri sem Ólympíuleikarnir hefðu gefið til að bæta samskiptin og auka gagnkvæman skilning. Engin breyting Mike Pompeo, forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, sagði fyrir þingnefndinni að Bandaríkja- menn ættu að muna að systir norðurkóreska leiðtogans væri yfir- maður áróðursmála í norðurkóreska stjórnkerfinu. „Það bendir ekkert til þess að Kim Jong-un hafi breytt grundvallarafstöðu sinni og hann vill ráða yfir kjarnorkuvopnum til að geta ógnað Bandaríkjunum,“ sagði hann. Fleiri sérfræðingar hafa tekið í sama streng og lýst þeirri skoðun að tilgangur Norður-Kóreu með þessari „brosherferð“ sé að reyna að reka fleyg milli Suður-Kóreu og Bandaríkjanna og draga þannig úr samstöðu alþjóðasamfélagsins um að neyða Norður-Kóreu til að hætta að þróa kjarnorkuvopn. Japönsk stjórnvöld lögðu í vik- unni áherslu á mikilvægi þess að framfylgja af fullu afli ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og fá Norður-Kóreu til að til að breyta um stefnu. Alþjóða- samfélagið mætti ekki láta norð- urkóresku brosherferðina blinda sig. Mike Pence, varaforseti Banda- ríkjanna, sem var viðstaddur setn- ingu Ólympíuleikanna í Suður- Kóreu sagði um síðustu helgi að bandarísk stjórnvöld væru opin fyr- ir viðræðum við Norður-Kóreu. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði hins vegar að ekki væri tímabært að tala um beinar viðræður. Klókir Kóreumenn Breska blaðið Financial Times segir í fréttaskýringu um þessi mál að það sé miður að Donald Trump Bandaríkjaforseti vilji draga upp einskonar skrípamyndir af and- stæðingum sínum. Hann hafi m.a. kallað Kim „litla eldflaugamanninn“ í twitterfærslum og „sjúkan hvolp“. Staðreyndin sé hins vegar sú að Kim hafi beitt mun meiri klókindum en vesturveldin og sú ákvörðun að senda háttsetta embættismenn og klappstýrur á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu hafi verið „meistara- klassi í alþjóðasamskiptum“ sem hafi bæði keypt Kim Jong-un meiri tíma og afhjúpað veikleika Banda- ríkjanna. Kim Yo-jong hafi fengið gríðarlega umfjöllun í alþjóðlegum fjölmiðlum. Og þótt hún hafi ekkert sagt opinberlega hafi hún brosað á réttum stöðum – í hrópandi mót- sögn við fýlusvipinn á Mike Pence. Norður-Kórea í sviðsljósinu  Brosherferð Norður-Kóreumanna „meistaraklassi í alþjóðasamskiptum“ Fæddur 1912 Systir Kim Jong-Il Kim Jong-un KimYo-jong Kim Chun Song Kim Jong-nam Myrtur 13. feb. 2017 í Malasíu Sung Hye Rim KimYong Suk Ko Yong Hui Giftust ekkiGiftust ekki Í hjónabandi Eiginkonur/ sambýliskonur 1971 1984 Fæddist á tímabilinu 1987-1989 Kim Sol-song 1974 Býr í Norður-Kóreu Starfar fyrir Verkamannaflokkinn Ekkert vitað um hana Heimildir: Yonhap/Suður-kóreska leyniþjónustan KCNA og KNS Kim Jong-chul 1981 Býr í Norður- Kóreu Leiðtogi Norður-Kóreu 2011 - Stýrir áróðurs- málum stjórnarinnar Skipuð í stjórnmála- ráð Norður-Kóreu í október 2017 Kim-ættarveldið í Norður-Kóreu Kim Han-sol Stundaði nám í Sciences-Po háskólanum í París 1995 Jang Song ThaekKim Kyong Hui Kim Il-Sung „Mikli leiðtogi og eilífi forseti” 1948 - 1994 Tekinn af lífi 12. des. 2013 Gerð að fjögurra stjörnu hers- höfðingja 2010* „Hreinsaður”vegna „glæpa”og fyrir að leiða„gagn- byltingarhóp” Kim Jong-il „Kæri leiðtogi” 1994 - 2011 1941 eða 1942 *Suður-kóreska leyniþjónustan sagði 2015 að hún væri enn á lífi þótt hún hefði ekki sést lengi opinberlega 1946 1946 Ri Sol-ju Giftust árið 2009 2010 2013 2017 Ekki vitað um kyn barnanna. Bandaríski körfubolta- maðurinn Dennis Rodman sagði eftir ferð til Norður-Kóreu 2013 að eitt barnið væri stúlka sem héti Ju-Ae Ekki vitað hvar hann er niðurkominn Lorem ipsum AFP Bros Kim Yo-jong og Moon Jae-in. Kista Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar, var í gær flutt frá Fredensborgarhöll á Sjálandi, þar sem hann lést, til Amalíuborgarhallar í Kaupmanna- höfn. Kistan verður í dag flutt í kirkj- una við Kristjánsborgarhöll og þar mun hún standa uppi fram á mánu- dag. Útförin fer fram á þriðjudag. Fjöldi fólks hefur lagt blóm og kveðjur á torgið við Amalíuborgar- höll. Synir Hinriks og Margrétar, þeir Friðrik og Jóakim, komu út á torgið í gær með fjölskyldum sínum, heilsuðu fólki og lásu kveðjur. Danska ríkisútvarpið, DR, hefur eft- ir Nikoline Vestergaard, sem var á torginu í gær, að fólk hefði haft á orði að það gæti aðeins gerst í Dan- mörku, að kóngafólk gæfi sér tíma til að hitta almenning þegar svona stæði á. „Skyndilega stóð ég við hliðina á Maríu krónprinsessu. Fólk sýndi þeim mikla virðingu, vék úr vegi og leyfði fjölskyldunni að syrgja í næði og skoða blómin og kveðjurnar,“ segir Ditte Haue, blaðamaður DR, á vef útvarpsins. AFP Blómahaf Friðrik, krónprins Danmerkur, skoðar blóm og kveðjur á hallar- torginu við Amalíuborgarhöll í gær ásamt eiginkonu og börnum sínum. Kista Hinriks flutt til Kaupmannahafnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.