Morgunblaðið - 16.02.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2018
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Ljósmyndir Rutar og Silju
MYND ER MINNING
Fermingarmyndir
Við erum á facebook
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Gallabuxur
Kr. 11.900, str. 36-46
Sídd 80 og 86
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Róbert Wessman, Árni Harðarson
og Magnús Jaroslav Magnússon
voru í gær dæmdir fyrir Hæstarétti
til að greiða Matthíasi H. Johannes-
sen 640 milljónir króna auk vaxta
fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum.
Endanleg upphæð sem þremenning-
arnir þurfa að greiða Matthíasi er þó
mun hærri en samkvæmt heimildum
má ætla að hún sé í það minnsta 1,2
milljarðar króna að teknu tilliti til al-
mennra vaxta af skaðabótum og
dráttarvaxta. Um er að ræða ein-
hverjar hæstu skaðabætur sem
stjórnendum hér á landi hefur verið
gert að greiða í máli af þessum toga.
Selt á undirverði árið 2010
Forsaga málsins er sú að Matthías
átti tveggja prósenta hlut í félaginu
Aztiq Pharma Partners á móti þre-
menningunum en það félag átti
óbeint 30 prósenta hlut í lyfjafyrir-
tækinu Alvogen sem var keyptur í
september 2009. Skömmu eftir kaup-
in slitnaði upp úr samstarfi Matthías-
ar og þremeninganna og hætti Matt-
hías störfum hjá Aztiq Pharma
Partners í byrjun mars 2010.
Í júlí árið 2010 voru allir hlutir Azt-
iq Pharma Partners í dótturfélagi
þess sem hélt utan um hlutinn í Alvo-
gen seldir á undirverði til félags í
eigu Árna. Greiðslan fyrir hlutina
nam að mati Hæstaréttar um 1,5
milljónum króna þegar verðmæti
hlutafjárins var gróflega metið tæpir
1,7 milljarðar króna.
Með dómi Hæstaréttar í nóvember
2013 var viðurkennt að Matthías
hefði átt forkaupsrétt að hlutunum
ásamt þeim Árna og Magnúsi vegna
framsals hlutar Róberts til Árna. Fór
Matthías því fram á að hann yrði eins
settur fjárhagslega og hann hefði
orðið ef forkaupsréttur hans að þriðj-
ungs hlut í Aztiq Pharma Partners.
Háttsemin ólögmæt og saknæm
Í dómi Hæstaréttar segir að þeir
Róbert, Árni og Magnús hafi með
„ólögmætri og saknæmri háttsemi“
staðið því í vegi að Matthías fengi
notið réttinda sinna sem hluthafi fé-
lagsins. Með því að selja hlutina í
dótturfélaginu á undirverði hefðu
„hagsmunir eins hluthafa í félaginu
með ótilhlýðilegum hætti verið teknir
fram yfir hagsmuni félagsins og þar
með annarra hluthafa“, segir í dómn-
um.
Héraðsdómur hafði áður komist að
þeirri niðurstöðu að Árni, Róbert og
Magnús væru skaðabótaskyldir
vegna þess tjóns sem Matthías varð
fyrir. Hæstiréttur taldi rétt að miða
tjón Matthíasar við verðmæti hlut-
arins í dótturfélaginu á þeim tíma-
punkti sem það var selt, í júlí árið
2010, en ekki við það verðmæti sem
þriðjungshlutur í dótturfélaginu væri
í dag, en aðalkrafa hans um tæplega
3,1 milljarð byggðist á því.
Taldi Hæstiréttur sönnunarbyrð-
ina um að söluverð hlutanna hefði
verið lægra á umræddu tímamarki
liggja hjá þremeningunum í ljósi
þess að þeir hefðu gerst sekir um
ólögmæta háttsemi. „Þá sönnunar-
byrði hafa þeir ekki axlað og verður
samkvæmt því lagt til grundvallar að
aðaláfrýjandi eigi rétt til skaðabóta
óskipt úr hendi gagnáfrýjenda sem
svari til annarrar varakröfu hans
með vöxtum,“ segir í dómnum.
Í tilkynningu sem Róbert, Árni og
Magnús sendu frá sér í kjölfar dóms-
ins segja þeir miður að Hæstiréttur
hafi horft fram hjá nokkrum lykilat-
riðum í málinu og því séu það tals-
verð vonbrigði fyrir þá að vera
dæmdir bótaskyldir gagnvart Matt-
híasi.
„Málaferli Matthíasar Johannes-
sen eiga sér langa sögu en hann var
við upphaf starfsemi Alvogen starfs-
maður sem boðið var að kaupa 2% í
fjárfestingafélagi sem þá var nýbúið
að fjárfesta í Alvogen. Hann hætti
þar störfum í mars 2010 og hóf
skömmu síðar störf hjá Björgólfi
Thor Björgólfssyni. Í nær átta ár
hefur Matthías sóst eftir ævintýra-
legri ávöxtun sem hluthafi í félaginu
Aztiq Pharma Partners sem hann
keypti 2% hlut í fyrir 10.000 krónur
árið 2009,“ segir í tilkynningu frá
þremenningunum.
„Menn velta fyrir sér hvernig
æðsti dómstóll landsins getur komist
að þeirri niðurstöðu að margra millj-
óna prósenta ársávöxtun á fjárfest-
ingu geti verið eðlileg niðurstaða.“
Yfir milljarður í bætur í Alvogen-máli
Saknæm háttsemi við sölu þriðjungshlutar í Alvogen að verðmæti 1.700 milljónir á 1,5 milljónir króna
Morgunblaðið/Kristinn
Hæstiréttur Þriðjungshlutur í
Alvogen var seldur á undirverði.
Lögreglumenn voru beittir ofbeldi
níu sinnum í nýliðnum janúar-
mánuði. Ofbeldi gagnvart lög-
reglumönnum hefur aukist milli
mánaða síðustu þrjú ár. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í mán-
aðarlegri afbrotaskrá lögreglustjór-
ans á höfuðborgarsvæðinu. Skráðum
brotum þar sem lögreglumaður var
beittur ofbeldi hefur fjölgað, alls
voru skráð níu tilvik í mánuðinum. Í
janúar í fyrra voru tilvikin sex, fimm
árið 2016 og fjögur 2015.
Það sem af er ári hafa því verið
skráð um 80% fleiri tilvik þar sem
lögreglumaður var beittur ofbeldi en
skráð voru að meðaltali síðustu þrjú
árin á undan.
Þá voru skráð þrjú tilvik í janúar
þar sem lögreglumanni var hótað of-
Eignaspjöllum fjölgar
Í janúar voru skráð 143 eigna-
spjöll sem er fjölgun milli ára en 124
eignaspjöll voru skráð í janúar í
fyrra. Skráðum brotum fjölgaði í
janúar einnig miðað við útreiknuð
efri mörk síðustu sex og síðustu tólf
mánuði. Á milli mánaða fjölgaði til-
kynningum um veggjakrot og ann-
ars konar minniháttar eignaspjöll.
Þá voru alls skráð 155 brot um akst-
ur undir áhrifum ávana- og fíkniefna
í janúarmánuði. Slíkum brotum hef-
ur fjölgað um 103% það sem af er ári
samanborið við meðatal á sama
tímabili síðustu þrjú ár.
Þá voru 83 brot skráð þar sem
ökumaður var grunaður um ölvun
við akstur.
Ofbeldi gegn lögreglu eykst
Lögreglumenn níu sinnum beittir ofbeldi í janúar
Fíkniefnaakstur eykst um 103% samanborið við sl. þrjú ár
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Við störf Ofbeldi gegn lög-
reglumönnum hefur aukist.
beldi. Í janúar í fyrra var aðeins til-
kynnt eitt tilvik, tvö í janúar 2016 og
þrjú í janúar 2015.
Glitnir HoldCo
hefur áfrýjað
dómi héraðsdóms
í svokölluðu lög-
bannsmáli til
Landsréttar.
Þetta staðfestir
Ólafur Eiríksson,
lögmaður Glitnis
HoldCo. Málið
snýst um gögn innan úr Glitni banka
sem Stundin og Reykjavík Media
hafa undir höndum um viðskiptavini
bankans og unnar voru fréttir upp úr.
Glitnir HoldCo fór fram á lögbann á
notkun gagnanna sem sýslumaðurinn
á höfuðborgarsvæðinu samþykkti.
Héraðsdómur staðfesti ekki lögbann-
ið með dómi 2. febrúar. Með því að
áfrýja málinu verður lögbannið áfram
í gildi meðan málið verður rekið fyrir
dómstólum. „Það er óboðlegt íslensku
lýðræði að forræði á því að fram-
lengja til lengri tíma bann á tjáningu
og upplýsingagjöf til almennings um
helsta áhrifafólk samfélagsins liggi
hjá þrotabúi gjaldþrota banka,“ segir
meðal annars í yfirlýsingu frá Stund-
inni og Reykjavík Media.
Glitnir
HoldCo
áfrýjar
Lögbann heldur
fram að niðurstöðu