Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 13

Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 13
Morgunblaðið/Eggert Lífsgleði Birna Guðmundsdóttir og sonardóttirin Móey Rósenkranz Arnarsdóttir njóta samverunnar í sundi. grunnskólakennari eftir 37 ár. „Ég stóð á sundlaugarbakk- anum síðasta daginn, horfði á börnin og hugsaði, Birna, hvernig tímir þú að hætta þessu? En það var kominn tími til að hleypa öðrum að og ég hafði mörgum öðrum verkefnum að sinna,“ segir Birna. Hún hefur kennt líkamsrækt frá 1978 og segir að auk hreyfingar- innar hafi hún félagslegt gildi. „Það fylgir því mikill félags- skapur að vera í leikfimi hjá okkur Óla. Við höldum haust- og vorfagn- að, jólahlaðborð, þorrablót og förum í jeppaferðir og göngur á laugar- dögum. Síðasta laugardag fórum við út á Seltjarnarnes og skoðuðum öll útilistaverkin þar,“ segir Birna sem telur nauðsynlegt að fólk finni líkamsrækt sem henti. Sumir vilji æfa einir í tækjasal á meðan aðrir vilji æfa í hóp. Enn aðrir vilji þjálfa sig í vatni. Heilun og friður í vatni Birna hóf að kenna skriðsund fyrir fullorðna árið 1992, vatns- leikfimi 1996, ungbarnasund 2004 og meðgöngusund árið 2006. „Það er svo mikil heilun og frið- ur í vatninu og þar dvelja iðkendur í núinu. Þeir verða svo léttir og það er auðvelt að gera æfingar sem taka á. Það gerir mótstaðan í vatninu. Það er hægt að taka hörkupúlæfingu í vatni og þú getur verið að fá það sama út úr því og að lyfta lóðum,“ segir Birna. Hún segir að ungbarnasund sé ekki sundkennsla heldur sé verið að tryggja vellíðan barnsins í vatni og stuðla að eðlilegum hreyfiþroska. Ungbarnasund sé yndisleg sam- verustund fjölskyldunnar án utan- aðkomandi truflunar. Það hafi sýnt sig að börn sem fara í ungbarnasund séu styrkari og með betra jafnvægi en börn sem ekki hafa farið í sundið og sund hafi örvandi áhrif á börn á margan hátt. Birna segir mikið gagn að með- göngusundi. „Margar verðandi mæður þjást af grindarverkjum. Hreyfing í vatni þar sem lögð er áhersla á stöðug- leikaþjálfun mjaðmagrindar og mjó- baks skiptir miklu máli. Ég mæli alltaf með að konur byrji fyrr en seinna á meðgöngu og nýti sér með- göngusundið á fyrirbyggjandi hátt.“ Eingöngu kvenfólk sækir sund- leikfimi hjá Birnu. „Það hefur þróast þannig. Það var karlmaður sem kom í eitt skipti en hann mætti aldrei aftur, honum fannst þetta of erfitt minnir mig,“ segir Birna hlæjandi og bætir við að hún sé alveg til í að kenna í sér karlatímum, það yrði gaman. Birna fer greinilega sjálf eftir þeim ráðleggingum sem hún gefur öðrum til þess að viðhalda góðri heilsu. „Ég hef alltaf hugsað um að borða hollan mat, borða reglulega og hreyfa mig. Það er allt sem þarf til þess að láta sér líða vel,“ segir Birna „Ég haga mér eins og mér líður og ég segi eins og amma mín sagði alltaf að henni liði eins og hún væri ekki degi eldri en 39 ára.“ Birna segir jákvæðni koma í kjölfarið á því að huga vel að matar- æði og hreyfingu. „Einstaklingur sem situr og gerir ekki neitt er í meiri hættu á að fá lífsstílssjúkdóma og verða þung- lyndur en sá sem líður vel eftir góða æfingu og er ánægður með sjálfan sig,“ segir Birna. Hún segir að það sé mikilvægt að passa upp á að auka þol, gera styrktaræfingar, huga að miðjunni, liðleika og jafnvægi. „Það er alltaf ljós við endann á göngunum ef maður passar sig að sjá þau. Það reyndi ég sjálf þegar ég gekk í gegnum leiðinlegan skilnað. Ég tel mig sterkari á eftir en lífið er jú allt einn skóli. Birna leggur mikla áherslu á já- kvæðni í líkamsrækt og að fólk taki sér tíma til þess að gleðjast og njóta líðandi stundar. „Stundum er fólk alltaf að bíða eftir því að hitt og þetta gerist. Ég ætla ekki að vera þar. Ég ætla að njóta þess sem ég hef og vera sátt við sjálfa mig. Ég vil koma til dyr- anna eins og ég er klædd,“ segir Birna sem hagar sér eins og hún sé 39 ára þrátt fyrir að kennitalan segi annað. Samvera Aríana sátt með foreldrum sínum Sunnevu Björk og Ólafi. Vellíðan Ungir sundgarpar og foreldrar njóta lífsins í Sjálandslauginni. Traust María og Arnar njóta sín í öruggum höndum feðra sinna. Sýnt hefur verið fram á að ungbarnasund hafi örvandi áhrif á börn á margan hátt. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 eða pottaleppa. Hægt er að nota hvaða garn sem er og garnafganga ef þeir eru ekki of fínir eða of dökkir. Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla og ekki er verra að hafa tekið Mósaíkmunst- ursnámskeið 1, en það er ekki skil- yrði. Heklnámskeið 1 fer fram í dag milli 15.00 og 17.00. Heklnámskeið 2 stendur í tvo tíma, frá 15.00 til 17.00, og þurfa þátttakendur að hafa með sér garn, minnst tvo liti, og heklunál við hæfi. Skráning og allar frekari upplýs- ingar eru á fésbókarsíðunni Hekl- námskeið Tinnu. Handverk Með heklunál og garni er hægt að búa til falleg teppi og dúka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.