Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 20

Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 20
SVIÐSLJÓS Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Piet de Bruyn er skýrslugjafi Evr- ópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. De Bruyn er einn af gestum málþingsins Mannréttindi intersex fólks: Ný nálg- un til framtíðar sem haldið er af Intersex Ísland, Samtökunum ’78 og Íslandsdeild Amnesty International í dag í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132, frá kl. 12-16. „Ég er flæmskur sagnfræðingur og stjórnmálamaður frá Belgíu sem var skipaður í Evrópuráðið af þinginu. Evrópuráðið inniheldur 47 aðildarríki sem vinna saman að fram- gangi mannréttinda, laga og lýð- ræðis. Þar vann ég í nefnd sem ég starfa fyrir að skýrslu um fólk með ódæmigerð kyneinkenni (e. intersex). Skýrslan var tekin upp af allsherjar- þinginu og nú er ég að kynna niður- stöður hennar í aðildarríkjunum 47 ásamt Íslandi.“ Leyndarhyggja viðtekin venja Á vef Amnesty á Íslandi kemur fram að undanfarna hálfa öld hafi int- ersex fólk verið látið sæta óaftur- kræfum skurðaðgerðum og horm- ónameðferðum til að laga kyn- einkenni þeirra að væntingum um dæmigert útlit. Oft séu inngripin framkvæmd á ungbörnum þrátt fyrir að bið myndi ekki stefna líkamlegri heilsu þeirra í hættu. Leyndarhyggja hafi verið viðtekin venja innan lækna- stéttarinnar og intersex fólki ekki sagt frá eigin breytileika eða ráðlagt að ræða ekki breytileika sinn. Malta hafi árið 2015 orðið fyrst ríkja til að lögfesta líkamlega frið- helgi intersex fólks og sambærileg vinna sé hafin víðar í Evrópu, s.s. í Belgíu, Bosníu og Hersegóvínu, Grikklandi, Noregi og á Íslandi. „Sjálfur er ég hommi þannig að ég þekki málefni hinsegin fólks mjög vel. En intersex málefnin voru ný fyrir mér, ég kynntist þeim fyrst á ráð- stefnu í Svartfjallalandi árið 2015 þar sem fulltrúi Evrópuráðsins kynnti ritgerð um mannréttindi intersex fólks. Ég varð forvitinn og leitaði upplýsinga, stakk upp á því við félaga mína í nefndinni sem ég starfa fyrir að við skyldum rannsaka þau málefni betur,“ segir De Bruyn, spurður um aðkomu hans að málaflokknum. Algengara en fólk heldur „Byrjum á að útskýra hvað inter- sex er, fáir eru hugtakinu kunnugir. Intersex fólk fæðist með ódæmigerð líkamleg kyneinkenni sem gera það að verkum að erfitt getur verið að flokka þau sem karl- eða kvenkyns eða þar á milli. Þetta er talsvert al- gengara en fólk gerir sér í hugarlund. Um er að ræða 1,5 af hverjum hundr- að manneskjum sem fæðast. Það er gríðarlegur fjölbreytileiki í birting- armynd einkenna. Stundum eru börn einkennalaus þar til þau verða full- orðin en stundum er það skýrt frá fæðingu. Fjölbreytileikinn veldur líka erfiðleikum við að koma fram fyrir hönd intersex einstaklinga, þar sem sumum þeirra finnst þeir ekki til- heyra sama hópi og aðrir sem eru intersex.“ De Bruyn segir að þar til nýlega hafi intersex einkenni verið með- höndluð sem sjúkdómur eða afbrigði- leiki. Læknar hafi „breytt“ ungbörn- um með róttækum aðgerðum eins og t.d. skurðaðgerðum og/eða horm- ónum í karl eða konu án tillits til hvernig einstaklingurinn síðar þrosk- ast og án upplýsts vilja einstaklings- ins sjálfs. Í mörgum tilfellum hafi því börnum sem hefðu með tímanum þroskast líkamlega og/eða andlega í annað hvort kynið verið breytt af læknum í rangt kyn. Foreldrar þurfi einnig stuðning þegar þeir eignist intersex barn, þar sem slíkt komi oft- ast á óvart og valdi áhyggjum sem gætu leitt til óafturkræfrar ákvarð- anatöku fyrir hönd barnsins. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að við leggjum til að öll Evrópu- ríki banni aðgerðir og hormóna- meðferðir á ungum intersex börnum. Ung börn geta ekki veitt upplýst samþykki fyrir ónauðsynlegum og óafturkræfum inngripum, sem er brot á mannréttindum þeirra. Bíða ætti þar til barnið verður nógu gam- alt til að geta veitt upplýst samþykki sitt. Öll lönd ættu jafnframt að leitast við að upplýsa sérfræðinga og stuðla að kerfisbreytingum með stuðningi við fjölskyldur og einstaklinga sem þurfa að fást við málefnið í huga.“ Málþing um intersex málefni  Piet de Bruyn kynnir skýrslu nefndar Evrópuráðsins um mannréttindi fólks með ódæmigerð lík- amleg kyneinkenni  Ónauðsynleg inngrip í líkama barna án samþykkis þeirra mannréttindabrot Intersex Piet de Bruyn er staddur hér til að kynna skýrslu nefndar Evrópuráðsins um mannréttindi intersex fólks. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Hindberjajógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ! Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Kitty Andersen er formaður samtakanna Intersex Ís- land. Hún er sjálf einn þeirra einstaklinga sem fædd- ust með ódæmigerð kyneinkenni (e. intersex). „Það er erfitt að svara hve margir Íslendingar séu með ódæmigerð kyneinkenni, líklega vita margir ekki af því. Hollensk rannsókn segir að eitt af hverjum 200 börnum og unglingum með ákveðnar líkamlegar greiningar séu í hættu á að verða fyrir læknisfræði- legum inngripum og einn af 2.000-4.500 fæðist með sjáanlega ódæmigerð ytri kynfæri.“ Um sé að ræða afar fjölbreyttan hóp fólks með líkamleg einkenni sem stafa ýmist af genafjölbreytni, líkamlegum breytileika eða ódæmigerðri hormóna- starfsemi. Tíma geti tekið fyrir kyneinkenni intersex barna að koma fram og örvefir eftir aðgerðir vaxi ekki með börnunum heldur teygist og verði við- kvæmir. Kitty segir skráningum á læknisfræðilegum inn- gripum á intersex börnum hafa verið ábótavant í heil- brigðiskerfinu á Íslandi. Hún vilji því hvetja yfirvöld til að stunda gagnsæ vinnubrögð og tryggja öryggi intersex einstaklinga. Afar fjölbreyttur hópur fólks ERFITT AÐ SVARA HVE MARGIR ÍSLENDINGAR ERU INTERSEX Læknisfræði Skráningu intersex fólks er ábótavant í heilbrigðiskerfinu á Íslandi segir Kitty Andersen. Dægurlagamessa séra Eðvarðs Ing- ólfssonar, sóknarprests á Akranesi, Ragnars Bjarnasonar söngvara og Þorgeirs Ástvaldssonar tónlistar- manns verður í Akraneskirkju á morgun, sunnudag, og hefst klukk- an 17. Messunni var frestað um liðna helgi vegna veðurs en nú stöðvar ekkert félagana. „Við urðum að fresta messunni, Kjalarnesið var lokað, Raggi er enginn „fjallagarp- ur“ og Þorgeir sá ekki einu sinni bíl- skúrinn heima hjá sér í hríðarsort- anum, svo að þessu var sjálfhætt,“ segir Eðvarð. Þetta er 11. árið í röð sem þríeyk- ið blæs til þessarar tónlistarguðs- þjónustu. Að vanda syngur Ragnar þekkt lög við píanóundirleik Þor- geirs en Eðvarð flytur stutta hug- vekju á milli laga. Rakel Pálsdóttir verður gesta- söngvari í ár. Hún syngur meðal annars tvö lög með Ragnari, „Þann- ig týnist tíminn“ og „Heyr mína bæn“,“ og eitt að eigin vali. Samvinna þeirra hefur varað lengi. Eðvarð var í hópi fyrstu dag- skrárgerðarmanna á Rás 2 undir stjórn Þorgeirs og kynntist Ragnari, þegar hann ritaði ævisögu hans 1992. Þorgeir starfaði með Ragnari í Sumargleðinni í fjögur sumur og síð- an lágu leiðir þeirra allra saman í Akraneskirkju. steinthor@mbl.is Dægurlagamessan verður á Skaganum  Tónlistarguðsþjónusta 11. árið í röð Kappar Frá vinstri: Ragnar Bjarna- son, Eðvarð Ingólfsson og Þorgeir Ástvaldsson tilbúnir í slaginn. fasteignir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.