Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 27

Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Nikolas Cruz, nítján ára Banda- ríkjamaður, hefur játað að hafa orð- ið sautján manns að bana í skotárás á nemendur framhaldsskóla í bæn- um Parkland á Flórída á miðviku- dag. Cruz hafði verið vikið úr skólanum fyrir agabrot. Fyrrverandi skóla- bræður hans segja að það hafi ekki komið þeim á óvart að hann skuli hafa framið ódæðið því að hann hafi verið heltekinn af byssum og jafnvel átt það til að kynna sig sem „skóla- skotmann“ þegar hann heilsaði fólki. Ennfremur hefur verið skýrt frá því að fjöldamorðinginn var félagi í hreyfingu hvítra þjóðernissinna á Flórída og hafði fengið þjálfun í vopnaburði á vegum hennar. Hreyf- ingin kveðst þó ekki hafa staðið fyrir skotárásinni. Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur viðurkennt að hún hafi fengið ábendingu í september síðastliðnum um að maður með notandanafnið Nikolas Cruz hafi sett inn mynd- skeið á YouTube þar sem hann sagð- ist ætla að verða „atvinnuskólaskot- maður“. FBI kveðst hafa kannað málið en segir að ekki hafi tekist að bera kennsl á þann sem setti mynd- skeiðið inn. „Get gert miklu betur“ Cruz hafði einnig birt myndir af sér með byssur og hnífa á Instagram og sett inn skilaboð á YouTube um skotárás í New York síðastliðið sum- ar þegar árásarmaður skaut einn til bana og særði sex með sjálfhlaðandi riffli. „Ég get gert miklu betur en þetta,“ skrifaði Cruz, að sögn CNN- sjónvarpsins. Cruz var ættleiddur þegar hann var á barnsaldri, en kjörfaðir hans dó fyrir fjórtán árum. Þegar kjör- móðir hans lést í október síðastliðn- um tóku foreldrar skólabróður Cruz hann inn á heimili sitt. Sagður hafa verið heltek- inn af byssum  Lögreglan viðurkennir að hún hafi fengið ábendingu um fjöldamorðingjann Glock 17-skammbyssa SIG Sauer MCX Heimildir: Mother Jones/Yfirvöld í Connecticut-ríki/FBI/bandarískir fjölmiðlar/Ruger Helstu vopn í mannskæðustu árásunum í Bandaríkjunum frá árinu 2012 Washington DC 16. sept. 2013 Sandy Hook-skólinn, Newtown 14. des. 2012 Umpqua Community- skólinn, Roseburg 1. okt. 2015 Byssurnar sem notaðar voru í skotárásunum Charleston 17. júní 2015 9 12 12 9 26 Orlando 12. júní 2016 49 Las Vegas 1. október 2017 58 biðu bana Aurora 20. júlí 2012 Bushmaster .223 Remington 870 Express Glock 9 mm Glock 41, hlaupvídd .45 Einnig sjálfhlaðandi skammbyssa, haglabyssa Tveimur skamm- byssum einnig beitt AR-15 sjálfhlaðandi riffill M.a. Smith & Wesson M&P15 22 aðrar byssur 5 aðrar byssur Afsagað hlaup og skaft Fyrsta baptista- kirkjan, Sutherland Springs, Texas 5. nóv. 2017 Ruger AR- árásarriffill 26 San Bernardino 2. des. 2015 14 Árásarriffill, hlaupvídd.223 Sjálfhlaðandi skammbyssa Parkland 14. febr. 2018 AR-15-sjálf- hlaðandi riffill 17 Ein skotárás á viku » Rúmlega 290 skotárásir hafa verið gerðar í skólum í Bandaríkjunum frá janúar 2013. Að meðaltali hefur verið gerð ein slík skotárás á viku. » Á síðasta ári voru gerðar 65 skotárásir í bandarískum skól- um. » Bandaríkjamenn eru um 4,4% af íbúum heimsins en eiga tæpan helming allra skot- vopna sem eru í einkaeigu. TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Rennibekkur Lata Verð 139.800,- Tifsög Deco-flex Verð35.520,- Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Bútsög HM80L Verð 18.290,- Slípivél BTS800 Verð 35.820,- Fræsari Verð 49.980,- Hefill HMS850 - 2 stærðir Verð frá 57.500,- Súluborvél DP13 - 3 stærðir Verð frá 24.770,- Tifsög SD1600V Verð 19.700,- Smabyggð vél Combi 6 Verð 227.900,- Rennibekkur DMT 460 Verð 58.190,- Iðnaðarsuga HA1000 Verð 21.100,- Bandsög Basa 1 Verð 45.150,- Slípivél OSM100 Verð37.850,- Ný vefverslun brynja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.