Morgunblaðið - 17.02.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.02.2018, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Senn líður að því að það reyni á ríkisstjórn Katr-ínar Jakobsdóttur fyrir alvöru.Í frétt á mbl.is, netútgáfu Morgunblaðsins,sl. miðvikudag segir, að meirihluti félags- manna Rafiðnaðarsambandsins vilji að kjarasamn- ingum verði sagt upp vegna svonefnds forsendubrests. Í fréttinni sagði: „Meirihluti félagsmanna vill að kjarasamningum verði sagt upp núna og eru ákvarðanir kjararáðs á undanförnum árum sagðar veigamesti þátturinn, sem hefur áhrif á viðhorf félagsmanna. Í tilkynningunni segir ákvarðanir kjararáðs stuðli að misskiptingu í samfélaginu.“ Í annarri frétt á mbl.is segir frá ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar á Húsavík þar sem hvatt er til uppsagnar kjarasamninga og síðan segir orðrétt: „Það er ef Samtök atvinnulífsins fallast ekki á að leiðrétta forsendubrest og þá misskiptingu sem endur- speglast í launahækkunum til annarra hópa launafólks umfram félagsmenn ASÍ.“ Talsmenn atvinnulífsins hafa ekki síður verið harð- orðir vegna ákvarðana kjararáðs en verkalýðsfélögin enda finna þeir auðvitað þrýsting innan einstakra fyrirtækja á launahækkanir til samræmis við ákvarðanir kjararáðs og vita mætavel að í atvinnulífinu er enginn grundvöllur fyrir slíkum kauphækkunum, nema hugsanlega í einhverjum undan- tekningartilvikum. Nú á auðvitað eftir að koma í ljós hvort yfirstand- andi viðræður á milli ríkisstjórnar og aðila vinnumark- aðar leiða til einhverrar niðurstöðu. Ef svo vel vildi til að það tækist er ljóst að slíkir samningar mundu kosta umtalsverða fjármuni úr ríkissjóði, en slík lausn mundi kalla yfir þing og ríkisstjórn ásakanir um að friður vegna launahækkana kjararáðs til æðstu embættis- manna, þingmanna og ráðherra hefði verið keyptur dýru verði á kostnað almennings. Sú samstaða, sem verið hefur á milli allra þingmanna á Alþingi utan Pírata, að ræða ákvarðanir kjararáðs ekki, er athyglisverð og sýnir að þrátt fyrir allt geta þingmenn nær allra flokka snúið bökum saman ef mik- ið liggur við – fyrir þá sjálfa. Þetta er ekki lítið mál og snýst ekki bara um krónur og aura. Þetta er eitt af þeim málum, sem valda því að fólk treystir stjórnmálamönnum illa. Nefndir leysa þann vanda ekki. Greiðslur til alþingismanna vegna bifreiðakostnaðar þeirra hafa verið mikið í fréttum að undanförnu. En þar koma fleiri við sögu en þingmenn einir. Getur verið að slíkar kostnaðargreiðslur, sem byggjast á ákvörðun nefndar innan stjórnarráðsins, séu ákvarðaðar „ríf- lega“? Og er hugsanlegt að það sama eigi við um annan kostnað eins og annars konar greiðslur vegna ferðalaga á vegum opinberra aðila? Allt skapar þetta þá tilfinningu hjá almennum borg- urum að það sé að verða til eins konar bandalag þeirra, sem hafa aðstöðu til að njóta góðs með ýmsum hætti á kostnað skattgreiðenda. Þar koma fleiri við sögu en embættismenn, þingmenn og ráðherrar. Innan lífeyrissjóðakerfisins hefur verið unnið ötul- lega að því að færa rök fyrir því, að launakjör stjórn- enda þeirra eigi að taka mið af kjörum stjórnenda banka, sem aftur hafa haft tilhneigingu til að bera sig saman við fjármálafyrirtæki í öðrum löndum. Í kommúnistaríkjunum fyrr á tíð varð til Hin nýja stétt Milovans Djilas, sem var bandalag embættis- manna og starfsmanna kommúnistaflokkanna. Það hagsmunabandalag æðstu stjórnenda hér og þar í íslenzku samfélagi, sem er að verða til, er ekki ósvip- að lýsingu Djilas á því, sem gerðist í kommúnistaríkj- unum. Í þeim ríkjum var almenningi haldið niðri með her- valdi. Í lýðræðisríkjum gerist það við og við að almenn- ingur rís upp og tekur völdin. Það gerðist t.d. í Ice- save-málinu hér, sem forystumenn í stjórnmálum og sérfræðingar af ýmsu tagi höfðu hvatt þjóðina til að samþykkja en hún neitaði. Stjórnendur lands og þjóðar verða að átta sig á að haldi þeir áfram að láta sem ákvarðanir kjararáðs séu ekki til eða skipti engu máli eru þeir að safna glóðum elds að höfði sér. Það er ómögulegt að segja til um hvenær fólk verður búið að fá nóg eða hvernig bresturinn verður – en hann verður. Þeir sem stjórna af vizku láta svona hluti ekki ger- ast. Þess vegna voru kjaradómar afnumdir með lögum a.m.k. tvisvar sinnum á síðasta aldarfjórðungi. Framvinda þessara mála getur haft áhrif á úrslit sveitarstjórnarkosninga í vor og ólíklegt að það verði með þeim hætti að auka fylgi stjórnarflokkanna. En inn í þessa mynd kemur verkalýðshreyfingin líka. Líklegt má telja að skiptar skoðanir séu innan verkalýðsfélaga um hvort segja eigi upp samningum. Alla vega hefur verið erfitt að festa hendur á því hver hin raunverulega skoðun forseta ASÍ er. Síðdegis í fyrradag fóru línur hins vegar að skýrast. Niðurstaða meirihluta starfshóps ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar var að leggja til frystingu á launum starfshópa, sem kjararáð hefur ákvarðað launahækk- anir síðustu misseri. Í þeirri tillögu felst viðurkenning á því að of langt hafi verið gengið.ASÍ gagnrýnir þá til- lögu með þeim hætti að gæti bent til að niðurstaðan verði uppsögn kjarasamninga. En það eru tvær vikur til stefnu og á þeim tíma getur ýmislegt gerzt. Pólitískt séð verður þetta mál erfiðast fyrir VG og forsætisráð- herrann. Á vinstri kanti verður spurt um samstöðu með verkalýðshreyfingu. Í atvinnulífinu verður spurt hvort launahækkanir til embættismanna og kjörinna fulltrúa réttlæti að hleypa vinnumarkaði í uppnám og afkomu fyrirtækja í hættu. Þess vegna getur ögur- stund ríkisstjórnarinnar verið að nálgast. Ögurstund ríkisstjórnar nálgast Stundum geta þingmenn snúið bökum saman! Af innlendum vettvangi ... Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is www.gilbert.is FRISLAND 1941 TÍMALAUS GÆÐI VIÐ KYNNUM Pétur Gunnarsson orti einu sinni um átján barna föður í Álf-heimum. Sá bjó reyndar í lítilli íbúð í fjölbýlishúsi við Álf-heima – eins og Pétur sjálfur á þeim tíma. Skemmtilegtdæmi um það hvernig skáldin endurlífga gamalt efni. Þorsteinn frá Hamri hefur líka haft álfasöguna um barnamann- inn í huga þegar hann orti hið dulmagnaða kvæði Vaggan: Það svaf og ég heyrði sæng þess lyft og sagt: Ó hér ertu loksins fundið. Og allt er breytt: mér er bylt og hrundið. Ég er vagga einhvers sem um var skipt. Í minningu Þorsteins frá Hamri skulum við glíma við eftirfarandi spurningar: 1. Hver svaf? 2. Hver sagði: „Ó hér ertu loksins fundið“? 3. Hver heyrði sænginni lyft? 4. Hvers vegna er vöggunni bylt? [Sjá svör neðst í pistlinum.] Ljóð og umskiptingar: Kennslustundinni er bjargað! Kannski voru umskiptingar börn, alheilbrigð í upphafi, sem höfðu mátt þola illa meðferð, t.d. verið skilin eftir ein, og sturlast af hræðslu meðan fólkið var við útiverk eða í kirkjuferð. Sögur af umskiptingum hafa líklega átt að skýra breytta hegðun barns; en jafnframt voru þær áminning til móð- ur að fara undir engum kringumstæðum frá barninu sínu! Í gönguferðum með ungri dóttur sinni Svandísi lét Svavar Gestsson hana fallbeygja lymskuleg nafnorð. Þetta kom fram í útvarpsviðtali við þau feðginin. Tíminn var nýttur vel í þá daga, og árangurinn var eftir því. Ég hef stundum sagt við nem- endur að gott vald á móðurmálinu geti fleytt þeim langt. „Ég læt […] lítið á mér bera. Líf mitt út á við fer fram í kyrr- þey …,“ segir Ragnar Helgi Ólafsson í nýjustu bókinni sinni, Handbók um minni og gleymsku (bls. 33). Ragnar Helgi er óvenju- legur og bráðsnjall höfundur. Innlegg í umræðu um kynvitund og málfræði: Oddbjörg spákona var „gleðimaður“ (Víga-Glúms saga). Ég vek í þessu sambandi at- hygli á skemmtilegum spjallþáttum þeirra Péturs Gunnarssonar og Ævars Kjartanssonar þessar vikurnar á rás 1 um tunguna og sögu hennar. Tveir launfyndnir viðmælendur þeirra Ævars og Péturs eru fyrr- verandi prófessorar í málfræði, Kristján Árnason og Höskuldur Þráinsson. Mér heyrðist þeim báðum vera illa við latneska orðið emeritus sem æ oftar er skeytt aftan við prófessorstitil manna sem látið hafa af störfum. Ég tek undir með þeim: þetta er tilgerðar- legt. Spakmæli úr samfélagsmiðlum: „Við þurfum að nálgast ein- staklinginn heildstætt.“ Og loks gullvæg athugasemd um loftslagsmál: „Loftslagið er bara lag sem er samið út í loftið.“ Svör við spurningum: 1) mennska barnið; 2) álfkonan sem sá mennska barnið í vöggunni; 3) vaggan; 4) af því að umskiptingur hefur verið lagður í hana. PS. Það er tvennt sem ekki má hrósa á Íslandi: Ríkisútvarpið og Morgunblaðið. Ég hef þegar brotið þessa reglu að hálfu leyti og geng nú alla leið og mæli með örpistlum um tungumálið (Málið), sem birtast daglega í Morgunblaðinu á krossgátusíðunni. „Líf mitt fer fram í kyrrþey“ Tungutak Baldur Hafstað bhafstad@hi.is Franski heimspekingurinn Jean-Paul Sartre var í talsverðum metum á Íslandi um og eftir miðja síðustu öld. Eftir hann hafa þrjú rit komið út á íslensku, skáldsagan Ten- ingunum er kastað, minningabókin Orðin og heimspekiritið Tilvistar- stefnan er mannhyggja. Í heimspeki Sartres eru heilindi eitt aðalhugtakið. Menn skapa sjálfa sig með gerðum sínum í guðlausum heimi og verða að vera trúir sjálfum sér. Sartre heim- sótti Ísland haustið 1951. Tvö leikrit Sartres voru flutt í Ríkisútvarpinu, Í nafni velsæmisins 1949 og Dauðir án grafar 2003, og þrjú sett á svið, Flekkaðar hendur 1951, Læstar dyr 1961 og Fangarnir í Altona 1964. Síðast nefnda leikritið er um efnaða þýska nasistafjölskyldu, von Gerlach. Annar sonurinn ber nafnið Werner von Gerlach. Það er einkennileg tilviljun, að þessi sögu- hetja Sartres er alnafni þýska ræðis- mannsins á Íslandi 1939-1940, hins ákafa nasista Werners Gerlachs, nema hvað „von“ hefur verið skotið á milli fornafns og ættarnafns. Eða er það engin tilviljun? Eftir að Bretar tóku Gerlach höndum við her- námið vorið 1940 fluttu þeir hann til Manar, þar sem hann var geymdur ásamt öðrum stríðsföngum frá Ís- landi. Haustið 1941 komst hann til Þýskalands í fangaskiptum, og árin 1943-1944 var hann menningar- fulltrúi í þýska sendiráðinu í París. Sartre bjó þá í París og hefur vænt- anlega vitað af menningarfulltrúan- um. Sartre hlaut Nóbelsverðlaun í bók- menntum 1964, en hafnaði þeim. Það hlýtur hins vegar að vera áhuga- mönnum um heilindahugtak hans rannsóknarefni og jafnvel ráðgáta, að Sartre hafði 1975 samband við Sænska lærdómslistafélagið, sem út- hlutar verðlaununum, til að grennsl- ast fyrir um, hvort hann gæti fengið verðlaunaféð, þótt hann hefði hafnað heiðrinum. Var málaleitan hans hafnað. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sartre og Gerlach á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.