Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 31

Morgunblaðið - 17.02.2018, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Kaka ársins 2018 Höfundur kökunnar er Sigurður Már konditormeistari í Bernhöftsbakarí Kakan samanstendur af browniesbotn, súkkulaðikremi með niðurskornum Þristi, sacherbotn og súkkulaðiganache. Kakan fæst hjá okkur Að vinna tvö gull í keppnifimm aldursflokka áNorðurlandamóti ein-staklinga 20 ára og yngri er alltaf góð niðurstaða. Í Vieru- maki í Finnlandi um síðustu helgi tókst Oliver Aron Jóhannessyni og Hilmi Frey Heimissyni að ná sigri í sínum aldursflokkum og Jón Krist- inn Þorgeirsson nældi sér í brons- verðlaun. Þessi frammistaða er einkar ánægjuleg og má geta þess að Al- exander Oliver Mai var einnig í færum að vinna miðflokkinn en lenti þar í 5. sæti. Hann vanmat möguleika sína í næstsíðustu um- ferð mótsins er hann samdi jafn- tefli með hartnær unnið tafl. Oliver Aron, sem er rólyndis- maður, tefldi af mikilli keppnis- hörku og skákir Hilmis Freys Heimissonar voru afar viðburða- ríkar. Hann missti af tækifæri á bráðsnjöllum biskupsleik til c7 í skák sinni við Einar Hjalta Jens- son á Skákþingi Reykjavíkur og birtist hér í blaðinu á dögunum en tækifærið kom aftur til hans í Finnlandi! Þar var hið vinsæla Lundúna-afbrigði tekið til með- ferðar: NM 2018; 2. umferð: Hilmir Freyr Heimisson – Mil- ton Pantzar Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 Rf6 2. Bf4 d5 3. e3 c5 4. dxc5 Da5+ 5. Rc3 e6 6. a3 Dxc5 7. Rb5 Ra6 8. Rf3 Bd7 9. a4 Be7 10. Be2 0-0 11. 0-0 Hfc8 12. c3 Db6 13. Rfd4 Rc5? Hann hefði betur valdað c7- reitinn með 13. … Re8. 14. Bc7! Fangar drottninguna, 14. … Hxc7 er svarað með 15. a5 o.s.frv. 14. … Da6 15. a5! Hann gat unnið drottninguna fyrir tvo létta með 15. Rd6 en þetta er enn betra. 15. … b6 16. axb6 Db7 17. Hxa7 Hxa7 18. bxa7 Re8 19. Bb8 Ra6 20. Da1 Hd8 21. Da5 Hxb8 22. axb8=D? Mun sterkara var 22. Dxa6! sem vinnur strax. 22. … Rxb8 23. f4 f6 24. Ha1 Bc5 25. b4 Bb6 26. Da8 Dc8 27. Ha3 Kh8 28. f5 e5 29. Dxd5 exd4 30. Bc4? Rc7 31. Rxc7 Bxc7 Í tímahrakinu sást báðum kepp- endum yfir snjallan millileik, 31. … dxe3! sem heldur jafnvægi. 32. cxd4 Bxf5 33. b5 Bg6 34. Ha7 Bb6 35. Hb7 Ba5 36. Dd6! – og svartur gafst upp. Óopinber keppni milli Norður- landaríkjanna fer einnig fram en þar er samanlagður vinningafjöldi keppenda frá hverju landi lagður til grundvallar. Skákbylgjan í Noregi talar þar sínu máli: 1. Noregur 38½ v. 2. Ísland 33½ v. 3.-4. Svíþjóð og Finnland 32½ v. Finnland 5. Danmörk 27 v. 6. Fær- eyjar 16 v. Jóhann og Helgi Áss efstir í A- flokki skákhátíðar MótX Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson voru efstir í A-flokki skákhátíðar MótX fyrir lokaumferð- ina sem er á dagskrá næstkomandi þriðjudag. Þeir höfðu báðir hlotið 4½ vinning af sex mögulegum og ákváðu raunar að flýta viðureign sinni vegna utanferðar Jóhanns á skákmót í Austurríki sem hefst í dag. Úrslitaviðureignin fór fram sl. miðvikudag en úrslitunum er haldið leyndum fram á þriðjudag. Fyrir lokaumferðina eru Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson, Björgvin Jónsson, Þröstur Þórhallsson og Jón Viktor Gunnarson í 3.-7. sæti með 4 vinninga. Í b-flokki er Siguringi Sigurjóns- son efstur með 5 vinninga af sex mögulegum. Í 2.-3. Sæti eru Gauti Páll Jónsson og Hilmir Freyr Heimsson með 4½ v. Meðal „hvítra hrafna“ dró til tíðinda í 4. umferð þegar forsprakki þessa móts, Jón Þorvaldsson, lagði Braga Hall- dórsson að velli og komst í efsta sætið ásamt Braga og Júlíusi Frið- jónssyni. Þeir eru allir með 2½ vinn- ing af fjórum mögulegum. Tvenn gullverðlaun Íslendinga á Norð- urlandamótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Björn Ívar Verðlaunahafar Íslands á NM Jón Kristinn Þorgeirsson, Hilmir Freyr Heimisson og Oliver Aron Jóhannesson. Ég hef aldrei hitt nokkurn mann sem þarf ekki að glíma við sjálf- an, eðli sitt, trú og sjálf- an dauðann. Einhverja óáran í lífi sínu, sjúk- dóma, brot, syndir eða sorg, mannlegan breyskleika, vandræði í samskiptum, óásætt- anlega hegðun, ein- hvers konar vanlíðan, áhyggjur og vonbrigði. Öll gerum við mistök Ég veit heldur ekki um neinn sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti hugsað illa til náungans og jafnvel hugsað honum allt að því þegjandi þörfina. Öll hlaupum við á okkur og gerum einhvers konar mistök. Með því að beita valdi og jafnvel ofsa þar sem mögulega meintum fýsnum eða girndum, græðgi og yfirgangi er sval- að á einhvern hátt, sem við virðumst greinilega ekki alltaf hafa fullkomna stjórn á og virðumst jafnvel ráða bara eitthvað svo ferlega illa við. Og hver hefur ekki borið einhvers konar ljúgvitni gegn náunganum og bara sjálfum sér eða stolið með ein- hverjum hætti, kannski bara pínu smá af því að það sá það enginn? Er- um við ekki öll þarna með einhverju móti, einhvern tíma, á einhverjum tímapunkti, meira eða minna. Hversu oft gerum við ekki það sem við í raun- inni viljum ekki og sjáum eftir? Og hversu oft látum við ekki ógert að gera það góða sem við vildum hafa gert? Ekkert afsakar samt gerðir okkar eða ranga hegðun eða breytni og við getum ekki skýlt okkur á bak við eðli okkar, hugsanlega mis- beitingu í fortíð eða af því að okkur finnst við eiga eitthvað skilið eða eiga eitthvað inni. Upp til hópa erum við samt ekki hættulegir glæpamenn sem þarf að taka úr umferð eða uppræta. En við þurfum sannarlega stöðugt að vera að vinna í okkur sjálfum og hegðun okkar og vera í stöðugri endur- menntun í lífsleikni. Við getum öll bætt okkur Verum fólk sem hugsar sig tvisvar um. Verum fólk sem á frumkvæði að því að biðjast fyrirgefningar og meina það. Leitumst við að bæta okkur í samskiptum. Horfum í eigin barm og spyrjum okkur daglega og hverja stund: Hvernig get ég bætt líðan fólksins míns, samstarfsfólks og sam- ferðarfólks yfirleitt? Hvað get ég lagt af mörkum til að fólkinu í kringum mig líði sem best? Og þá ekki út frá mínum hagsmunum og þörfum held- ur þeirra sem við umgöngumst. Leitumst við að lifa í friði og sátt við alla menn með flæðandi en agaðan kærleika að leiðarljósi þar sem raun- veruleg umhyggja og velvild nærir okkur í orða- og samskiptum í allri framkomu og daglegum erli. Látum ágreining, misklíð og óvild aldrei verða kærleikanum yfirsterk- ari. Vöndum okkur í samskiptum og fyrir alla muni hættum ekki að segja eitthvað fallegt við hvert annað, upp- örva og hvetja, sjá fólk með hjartanu, sýna hlýju og bara hreinlega að faðm- ast og reynast fólki öxl, faðmur og skjól, þegar á þarf að halda. Okkar eini tilgangur í þessu bless- aða jarðlífi er nefnilega að vera far- vegur kærleikans, sáttargjörðar, fyrirgefningar og friðar. Lítum í eigin barm og leggjum okkar af mörkum. Vöndum okkur. Við þurfum að bæta okkur og við getum það hæglega ef vilji er fyrir hendi. Stöndum saman. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið! Ævinleg glíma við sjálfan sig Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Vöndum okkur í samskiptum og fyrir alla muni hættum ekki að segja eitthvað fallegt við hvert annað, upp- örva og hvetja, sýna hlýju og bara faðmast. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.