Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 34

Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Ég er í forsvari fyr- ir útflutningsfyrirtæki sem hefur rekið einka- mál til innheimtu skuldar á hendur er- lendu fyrirtæki og hefi nú um nokkurra mán- aða skeið verið í sam- skiptum við Hæstarétt vegna áfrýjunar á málinu sem hefur þróast á þann hátt að mér finnst að brotið sé á mér og fyrirtækinu sem ég er í forsvari fyrir. Málið í hnotskurn Útlenda fyrirtækið, sem er belg- ískt, segir skuldina greidda og bendir í því sambandi á undirrit- aðar greiðsluviðurkenningar á öll- um útgefnum reikningum, vitnis- burð meðeiganda míns, forsvars- manns hins belgíska fyrirtækis, og niðurstöðu dómkvaddra sérfræð- inga því til staðfestingar. Ég held því hins vegar fram að um saman- tekin svik meðeiganda míns og hins belgíska fyrirtækis sé að ræða og hvað mig varðar séu undirritan- irnar falsaðar. Þeir höfðu í fórum sínum margar undirritanir eftir mig sem hafi verið notaðar sem fyrirmyndir. Þá hafi engin greiðslugögn verið lögð fram sem sýni fram á greiðslur til lúkningar skuldinni. Þær greiðsluviðurkenn- ingar sem lagðar hafa verið fram samræm- ast ekki neinum öðr- um gögnum málsins og stangast beinlínis á við þau þannig að þær virðast vera eftirágerningur. Síðastliðið sumar fengu tveir erlendir sérfræðingar á mín- um vegum, hvor úr sinni sérgrein, leyfi til þess að rannsaka gögnin í réttarsal. Það leiddi til atburða- rásar sem endaði á því að sex sér- fræðingar frá fjórum löndum gáfu álit sitt á hinum umdeildu undirrit- unum og komust að þeirri niður- stöðu að annaðhvort hefði falsari augljóslega ritað þær eða að ómögulegt væri að átta sig á því hvort ég eða falsari hefði stýrt pennanum. Allir sex eru sammála um að undirritun mína sé óvenju auðvelt að falsa, sérstaklega vegna þess að hún sé rituð með eins kon- ar blokkskrift þar sem pennanum sé lyft eftir ritun flestra stafa. Málinu tapaði ég eins illa og unnt var í héraðsdómi. Belgíska fyrirtækið var sýknað og fyrir- tækið sem ég er í forsvari fyrir dæmt til þess að greiða fimm millj- ónir króna í málskostnað. Dóm- inum var strax áfrýjað og af minni hálfu mikið lagt fram af nýjum gögnum. Þau eru samtals um 1.250 blaðsíður. Forsaga málsins í Hæstarétti Um leið og skilað var greinar- gerð til Hæstaréttar sendi ég beiðni um skriflegan málflutning í örstuttu bréfi. Ég hringdi ein- hverjum dögum síðar og bauð fram frekari rök en var sagt að þess væri ekki þörf þar sem þegar væri búið að samþykkja beiðnina. Í sama samtali eða a.m.k. um svipað leyti var ég upplýstur um að skila ætti skriflegum málflutningi í október eða nóvember 2017. Þar sem málið yrði flutt skriflega myndi það komast þetta snemma að óháð biðröð vegna munnlegs málflutnings. Hinn 13. september sl. barst mér bréf frá Hæstarétti þess efnis að málsaðilum væri veittur frestur til 4. október sl. til þess að ljúka gagnaöflun í málinu. Á þeim tíma hélt ég að stutt væri í skil vegna skriflegs málflutnings og bað því einungis um hálfs mánaðar viðbót- arfrest. Í raun þurfti ég lengri frest en taldi mig ekki geta beðið um það vegna tímamarka varðandi skil á skriflegum málflutningi. Svar frá Hæstarétti barst 28. september sl. þess efnis að ákveðið hefði verið að framlengja frestinn einungis um eina viku. Andstaða gagnaðila er tilgreind sem ástæða. Ýmislegt náðist (einkum álit hinna sex sérfræðinga) þrátt fyrir styttri frest. Nú er verið á lokametrunum að afla gagna sem væntanlega munu varpa skýrara ljósi á þennan þátt málsins. Um þetta leyti vann ég að skrif- legum málflutningi með þá stefnu í huga að vera búinn að sjá fyrir endann á honum þegar kallið kæmi. Þegar ekkert hafði heyrst einhvern tímann í fyrri hluta nóvember hringdi ég í Hæstarétt og spurði hvenær taka ætti málið fyrir. Var mér þá tjáð að það lægi ekki ljóst fyrir ennþá. Nú fór undirbúningurinn í ró- legri farveg. Hratt leið að jólum. Upp úr áramótum var farið að sjá fyrir endann á vinnunni. Var nú enn hringt í Hæstarétt (8. janúar 2018) og spurt hvenær taka ætti málið fyrir. Þá var því óvænt svar- að að ákveðið væri að málflutning- urinn yrði munnlegur. Mér hefði verið tilkynnt breytt ákvörðun í bréfi frá 13. nóvember sl. Óvíst væri hvenær hinn munnlegi mál- flutningur færi fram, væntanlega þó næstkomandi haust. Ég sagðist sem satt var ekki hafa fengið neitt bréf frá Hæstarétti um þetta efni. Við lestur þess kemur fram að ástæða fyrir breytingu á ákvörð- unum er að gagnaðili setti sig upp á móti. Rökstuðningur fyrir beiðni um skriflegan málflutning Í framhaldi af samtalinu sendi ég nokkuð langt bréf til Hæsta- réttar þar sem ég gerði grein fyrir mínu máli og setti efnislega fram eftirfarandi rökstuðning fyrir skriflegum málflutningi:  Ég heyri illa í sölum og þar sem skvaldur er og aukahljóð eins og t.d. er algengt á kaffihúsum. Annars er heyrnin ekki vandamál.  Ég er ólöglærður forsvars- maður kröfuhafa og hefi hvorki þjálfun til málflutnings af þessu tagi né þekki hin ýmsu lög til hlít- ar. Ég stend því höllum fæti gagn- vart mótaðila ef málflutningurinn er munnlegur þar sem ég get ekki leitað ráðgjafar.  Það mál sem um er að ræða er að verulegu leyti tæknilegs eðlis þar sem tölur og tákn skipta miklu máli auk þess sem sífellt er verið að vísa í hin og þessi málsskjöl. Skriflegur málflutningur hentar því óvenjulega vel ef hið sanna og rétta á að koma fram. Spurt var að lokum: Ef hér að ofan eru ekki færð fram nægileg rök fyrir skriflegum málflutningi hvað þarf þá til? Er það virkilega gagnaðili sem ræður för? Í sama bréfi gerði ég með einni undantekningu þær kröfur sem fram koma í lok þessa bréfs og taldi mig ekki geta betur séð en að belgíska fyrirtækið nyti fyrirfram greinilegra yfirburða í málinu inn- an Hæstaréttar sem það nýtti sér fullkomlega. Ég áréttaði að mér væri misboðið og að traust mitt á réttinum hefði beðið hnekki nema komið yrði til móts við kröfur mín- ar eins og mögulegt væri þannig að ljóst væri að það væri vilji réttar- ins að mál þetta fengi sanngjarnan framgang. Hringt var í mig fáeinum dögum eftir að ég sendi bréfið og var sagt að það eina sem unnt væri að gera fyrir mig væri að munnlegur mál- flutningur færi fram í marsmánuði. Því var hafnað að ég gæti komið frekari gögnum að í málinu. Frekari rök Ég sætti mig ekki við þessi málalok og sendi í kjölfarið tölvu- póst til Hæstaréttar þar sem ég bætti við röksemdum fyrir skrif- legum málflutningi og fór m.a. fram á að fá rökstuðning fyrir því hvers vegna munnlegur málflutn- ingur væri tekinn fram yfir skrif- legan í málinu og yrði gert ljóst að úrskurðurinn væri sanngjarn einn- ig með tilliti til annarra mála sem hafi verið úrskurðuð eða samþykkt skrifleg. Þar benti ég einnig á að tilvís- anir í gögn yrðu einungis leystar almennilega með skriflegum mál- flutningi þar sem stanslaust er unnt að benda nákvæmlega á við- komandi skjöl og staði í þeim og dómarar geta flett upp því sem þeir vilja. Slíkt yrði að skera niður við trog í munnlegum málflutningi. Annars myndi umfjöllun verða of flókin og taka allt of langan tíma. Samviskusamir dómarar myndu því þurfa að eyða miklu meiri tíma í málið ef það væri flutt munnlega. Viðbrögð Hæstaréttar voru þau að 29. janúar fékk ég tölvupóst þar sem mér var tilkynnt að málflutn- ingur í málinu yrði 8. mars næst- komandi og hvor aðili máls fengi hálfa klukkustund til þess að skýra sitt mál. Nokkrum dögum síðar fékk ég bréf með þau svör að öllum mínum kröfum væri hafnað. Eina raunverulega skýringin sem gefin var er að meginreglan sé að mál séu flutt munnlega. Atvik séu ekki með þeim hætti að ástæða sé til þess að víkja frá því og Hæstiréttur telji munnlegan mál- flutning líklegri til þess að draga fram meginatriði málsins og þau sönnunargögn sem mestu máli skipta. Mér finnst þetta staðhæf- ingar en ekki rök. Ég spyr enn hvað þurfi til þess að skriflegur málflutningur fáist samþykktur. Auk þess er mér enn bannað að leggja fram frekari gögn. Niðurstaða Hér finnst mér hreinlega valtað yfir mig. Ég er greinilega tæplega talinn svaraverður. Beiðni mín um rökstuðning fyrir stjórnvalds- ákvörðun er hundsuð. Tilvísanir í gögn eru óhugsandi á þessum skamma tíma sem úthlutað er til hins munnlega málflutnings og því síður tími til þess að varpa upplýs- ingum á tjald. Málið snýst einungis um það hvernig ég geti „soðið nið- ur“ aðalatriði málsins og svarað meginatriðum í greinargerð belg- íska fyrirtækisins. Ég vinn nú af kappi við að finna leið til þess, sem mér hefur ekki tekist. Í þessu sam- bandi er rétt að árétta að ég get ekki betur séð en að hinn stutti tími sem gefinn er komi sér einkar vel fyrir gagnaðila. Mér finnst að málið sé í þeim farvegi að það sé ég sem verði að koma með rök- semdirnar og skýringarnar en að gagnaðili verði hins vegar í því hlutverki að telja upp fullyrðingar. Hið grátbroslega er að Hæsti- réttur virðist vera að reyna að stytta málflutning til þess að spara vinnu til þess að vinna sem fyrst á þeim málafjölda sem bíður þess að komast að. Í þessu máli er reyndin hins vegar sú að skriflegur mál- flutningur er einmitt leiðin til tímasparnaðar vilji dómarar um leið kynna sér gögn málsins sem allra best þannig að sem réttastur dómur verði kveðinn upp. Munn- legur málflutningur leiðir til þess að dómarar verða að þrautlesa gögn málsins í miklu meira mæli til þess að geta sannfærst um að mál- flutningur styðjist við gögn máls- ins. Geri þeir það ekki er einfald- lega verið að vinna á málahaugnum með því að kasta hendinni til hins væntanlega dóms. Með skírskotun til samskipta minna við Hæstarétt óttast ég hið síðarnefnda til við- bótar því að ég óttast það að vera ekki álitinn sá sem taka þurfi tillit til. Samkvæmt bréfum sem ég hefi fengið frá Hæstarétti er gjarnan vísað til afstöðu gagnaðila í málinu enda þótt umrætt lagaákvæði kveði á um ákvörðun dómsins m.t.t. sérstöðu máls. Hingað til hefur Hæstiréttur ekki talið ástæðu til þess að bera eitt né neitt undir mig. Ég tel á mér brotnar reglur stjórnarskrár, laga og mannréttindasáttmála um jafnræði málsaðila og réttláta málsmeðferð. Eins og málum er háttað finnst mér ég vera öruggari með málið í hæfilegu „ljósi“ fjölmiðla og sam- félagsmiðla. Ég leyfi mér að leggja áherslu á eftirfarandi kröfur:  Að skriflegur málflutningur fari fram í málinu.  Til vara að útskýrt verði fyrir mér með vísan til 70. greinar stjórnarskrárinnar um sanngjarna málsmeðferð og annarra mála þar sem skriflegur málflutningur hafi náð fram að ganga að það sé sann- gjarnt, hagkvæmt fyrir réttinn að svo verði ekki og að mér verði a.m.k. gefinn tími til þess að skýra mitt mál og svara stefnda á jafn- réttisgrundvelli m.t.t. heyrnar- vanda míns.  Einnig til vara, sem nú hefur komið á dagskrá, að mér verði a.m.k. gert kleift að skýra mitt mál fyrir réttinum.  Mér verði gert kleift að koma til Hæstaréttar gögnum til þess að varpa sem bestu ljósi á málið. Ég vil að lokum árétta eftirfar- andi: Ef unnt var að breyta fyrri ákvörðunum þá er augljóslega unnt að breyta þeim sem síðar voru gerðar. Opið bréf til Hæstaréttar Eftir J. Ingimar Hansson »Hér verður fjallað um gagnrýniverða málsmeðferð dómskerf- isins í máli sem bréfrit- ari hefur rekið undan- farin ár. J. Ingimar Hansson Höfundur er verkfræðingur. Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.