Morgunblaðið - 17.02.2018, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.02.2018, Qupperneq 40
Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Þar fór einn sem ég hefði ekki bann- að að talaði yfir mér látnum. Þessi piltur var víst 18 ára þegar hann rakst heim til mín á Langholts- vegi 1 ásamt jafnöldrum mínum Þorgeiri Þorgeirssyni og Hreiðari Jónssyni frá Akureyri. Og þá þegar var hann raunar í svörtum kufli. Ég á enn skrif- aðar í gestabók 19. maí 1956 þessar ljóðlínur með hans fal- legu rithendi: Það freistaði mín að vitja á þinn veg og væta minn þurra akur og því er ég rakur … Þetta var upphaf að áratuga góðkynnum sem fólust ýmist í glaðværð og gamansemi ellegar alvarlegum hugleiðingum. Börn okkar og jafnvel gæludýr áttu stundum samleið. Þorsteinn var með afbrigðum vel að sér í ljóðarfi þjóðarinnar hvort heldur var á hærra eða lægra stigi ell- egar þar í millum. Hann kynnti okkur meðal annars fyrstur Jesúrímur Tryggva Magnús- sonar og þeir Jón frá Pálmholti höfðu mikið dálæti á vísum Æra-Tobba. Til Þorsteins var farsælast að leita um kveðskap sem óvíst var um höfund að. Og myndi hann ekki í svipinn var hann ekki í rónni fyrr en hann hafði fundið það sem vantaði. Þorsteinn var ekki vígamaður en einkar markviss í greiningu á mönnum og málefnum. Og fáir voru ráðhollari í þjóðlegri bar- áttu hvort heldur í hlut átti Þorsteinn Jónsson ✝ Þorsteinn Jóns-son frá Hamri fæddist 15. mars 1938. Hann lést 28. janúar 2018. Útför Þorsteins fór fram 13. febr- úar 2018. braskaralýður heimsins eða sjálft bandaríska her- veldið. Og hann var ólatur við að leggja hvert það lið sem hann mátti. Það var ómæld upphefð að komast í þann hóp sem hann ávarpaði ósjaldan sem bróður. Og það jaðraði við helgistund að koma einu sinni heim í hlað á Hamri. Frítt var orðafarið úr reið- mennskunni sem við þekktum báðir úr sveitinni og viðhaft var þegar hugað skyldi að góðra vina fundi. Ættum við kannski að fara að leggja á hestana? Ertu með einhverja á járnum? Hann lagði slíka reiðtúra reynd- ar af fyrir áratugum, sagðist eitt sinn hafa skaflajárnað. Ekki ætla ég mér þá dul að ræða um hinn einlæga skáld- skap Þorsteins. Mín orð yrðu þar marklítil. Ég leyfi mér á hinn bóginn að kveðja með sömu orðum og hann áritaði ævintýri sitt Himinbjargarsaga eða skógardraumur: með samhug í öllu kófinu. Árni Björnsson. Margar áttum við stundirnar saman og allar góðar. Með þakklæti og söknuði. Hreinn Friðfinnsson. Það er nokkuð í fang færst að skrifa minningargrein um þjóð- skáld og ekki auðséð hvaða fangbrögð duga við þess háttar steinatök. Það er fjarri þeim sem hér ritar að látast vera þar á heimavelli en örfá kveðjuorð í garð fyrrverandi sveitunga mætti ætla að væri viðráðanlegt. Undirritaður hafði þó ekki ná- in kynni af Þorsteini frá Hamri; hitti skáldið stöku sinnum við ýmis tækifæri og fæst skáldleg. Fimm ára aldursmunur á ung- lingsárum getur einnig verið all- breitt bil að brúa og fyrr en varði hafði Þorsteinn hleypt heimdraganum, farinn suður, farinn til fundar við sína líka, til fundar við listagyðjuna og til að bergja af skáldamiðinum. Eitthvað af ljóðum hans hafði birzt í blöðum og tímaritum en tvítugur að aldri kvaddi hann sér hljóðs svo eftir var tekið er út kom hans fyrsta ljóðabók sem hann nefndi Í svörtum kufli. Að ævikvöldi skipta ljóðabækur hans nokkrum tugum auk sagnarita af ýmsum toga. Að sönnu hefur mörgum þótt glím- an við Þorsteinn snúin og ekki allt auðskilið. Aðrir hafa nautn af og víst er að Þorsteinn frá Hamri hefur fyrir löngu unnið til þess að kall- ast þjóðskáld. Það er óumdeilt. Sama má segja um vald hans á íslenzkri tungu og að þar í liggi kynngi hans. Á Snorrahátíð í Reykholti á seinni hluta sjötta áratugar síð- ustu aldar (líklegast 1956) voru hagyrðingar á palli, m.a. þjóð- þekktir úr skemmtiþáttum ríkis- útvarpsins. Þar í hópi, auk hinna þjóðþekktu, var Þorsteinn á Hamri. Á heimleið frá hátíðinni kom til umræðu frammistaða pall- verja og ljóst að meira þótti hafa farið fyrir hinum þjóð- kunnu. Á meðal farþega í bíln- um var Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður frá Arnbjargarlæk, Þverhlíðingur og þjóðkunnur bókasafnari á sinni tíð. Um hóg- værð nafna síns sagði Þorsteinn sýslumaður efnislega að nafni hans á Hamri væri skáld, ekki hagyrðingur og reyndist sann- spár í því efni. Þorsteinn fæddist á Hamri árið 1938 og ólst þar upp, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti 1954 en fór eftir það til náms við Kennaraskóla Ís- lands en fann sig ekki þar og lauk ekki námi. Þrátt fyrir að Þorsteinn væri alfarinn til Reykjavíkur um eða fyrir tví- tugt var hann ávallt í mínum huga sveitamaður í beztu merk- ingu þess orðs. En búmaður hefði hann sennilega aldrei orðið. Fyrst og fremst var hann maður bóka og bókmennta og samneyti við slíka togaði í hann. Þorsteinn var meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel, fríð- ur sýnum og hafði þægilega nærveru en var einnig nokkuð út af fyrir sig. Um árabil ann- aðist hann áhugaverða þjóðlífs- þætti í ríkisútvarpinu um sitt- hvað sem hann gróf upp svo sem um fólk og fátækt fyrri tíðar. Rödd hans var frekar lág- stemmd en áheyrileg, djúp og hlý. Þorsteinn frá Hamri var spar á orð en vandaði þeim mun betur val þeirra þannig að engu orði var ofaukið né nokkurs vant. Nákomnum öllum skulu hér færðar hugheilar samúðarkveðj- ur sem ég veit að sveitungar taka undir. Jón G. Guðbjörnsson. Í garðinum heima á Smára- götu stendur lítil eik í skjóli annars gróðurs. Þarna stendur hún kyrr í moldinni og bíður vorsins. Þetta er eikin hans Þor- steins frá Hamri. Fjölbreytileiki í veðri og nátt- úru síðustu daga er viðeigandi bakgrunnur fyrir allar þær góðu hugsanir – og minningar – sem fram hafa streymt við fráfall míns kæra vinar og nágranna. Ein þessara dýrmætu minn- inga er frá fallegum september- degi síðastliðins hausts, þegar við húsráðendur gróðursettum eikina. Lauf hennar enn fagur- græn og hauslitirnir varla farnir að sýna sig. Við nutum stund- arinnar og vináttunnar. Seinna þegar haustvindarnir rifu og tættu í sig lauf trjánna í kring, stóð eikin kyrr og logarauð langt inn í veturinn. Síðasta laufblað hennar féll ekki fyrr en í desember. Það hefur verið gæfa okkar Alistairs að búa í sama húsi og Laufey, Þorsteinn og Guðrún í hartnær þrjátíu ár. Betra sam- býlisfólk er ekki hægt að hugsa sér. Í mínum huga var Þor- steinn frá Hamri ímynd alls hins besta. Hann laðaði fólk að sér; hógvær og hjartahlýr. Manni leið alltaf vel í návist hans. Hann þröngvaði hvorki skoð- unum sínum né verkum upp á aðra. Athugasemdir hans voru alltaf málefnalegar; ekki löng orðræða en beint að kjarna málsins. Ávallt vildi hann færa allt til betri vegar. Málstaðurinn ætíð með þeim sem áttu undir högg að sækja, sem þörfnuðust vernd- ar og skjóls. Það hefur verið dýrmætt að kynnast þessum mæta manni. Það hafa verið forréttindi að hafa átt hann að vini. Á skiln- aðarstundu er efst í huga þakk- læti fyrir vináttuna, umhyggj- una og samfylgdina alla. Nú situr logndrífa á greinum eikartrésins í garðinum okkar. Senn kemur vorið og eikin hans Þorsteins okkar frá Hamri verð- ur á sínum stað. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minning- argreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á net- fangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Innlegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, ÞORVALDAR SNÆBJÖRNSSONAR rafvirkjameistara. Guðrún Margrét Kristjánsdóttir og fjölskylda Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN EMILSSON, Laxárhlíð, Hrunamannahreppi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 12. febrúar. Útför fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 24. febrúar klukkan 14. Sigríður Guðmundsdóttir Emil Guðjónsson Alma Guðmundsdóttir Eyrún Guðjónsdóttir Guðmundur Guðjónsson Berglind Bára Hansdóttir Steinar Guðjónsson Hrönn Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KATRÍN JÓHANNA GÍSLADÓTTIR, Skjóli við Kleppsveg, lést aðfaranótt laugardagsins 10. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju 23. febrúar klukkan 11. Þórunn Ísfeld Sigurfinnur Björk Rúnar Bergs tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Kærar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, langalangömmu og systur, ÞÓRUNNAR ÓLAFÍU KRISTBJARGAR SIGURÐARDÓTTUR Þóru Sigurðardóttur. Starfsfólki Vitatorgs á Hrafnistu í Reykjavík eru færðar sérstakar þakkir fyrir umhyggju og góða umönnun á undanförnum árum. Sigríður Pétursdóttir Jónas Már Ragnarsson Þorgerður R. Pétursdóttir Öyvind Glömmi Gísli Pétursson Bjarni Júlíus Einarsson Rúna Pétursdóttir Egill Lárusson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Guðrún Sigurðardóttir Bragi Guðnason Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, GÚSTAF ÓLAFSSON, Faxabraut 13, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi fimmtudaginn 1. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs fyrir frábæra umönnun. Anna Gústafsdóttir Tryggvi Ingvason Sigurður Hjálmar Gústafs. Inga Hildur Gústafsdóttir Gísli Jón Gústafsson Bahija Zaami barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar systur okkar, STEFANÍU ÓLAFAR ANTONÍUSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Hömrum. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hamra. Hanna S. Antoníusdóttir Anna Antoníusdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.