Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 54

Morgunblaðið - 17.02.2018, Síða 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudaginn 18. febrúar kl. 14: Leiðsögn: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudaginn 18. febrúar kl. 14: Fjölskylduleiðsögn Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. Draugasmiðja fyrir börn í Listasafni Íslands í tengslum við sýninguna Korriró og Dillidó - þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Laugardaginn 17. febrúar kl. 13. Sunnudagsleiðsögn um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur, 18. febrúar kl. 14 ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 1.3.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Jæja, síðasta kvöld var … ja … ekk- ert neitt voðalega sérstakt verður að segjast. Og ég veit að sumir telja mig heldur hófstilltan í því mati. All- tént komust tvö sterkustu lögin áfram og er það vel. En hvað er í gangi í kvöld? Golddigger Höfundar lags: Jóel Ísaksson, Oskar Nyman og Sveinn Rúnar Sigurðsson Höfundur texta: Valgeir Magnússon Flytjandi: Aron Hannes Emilsson OK, þetta er hresst! Og miðað við himinhrópandi slappleikann sem ég hef upplifað fram að þessu tek ég þessu fagnandi. Lagið er í fönkuðum gleðigír; hróp og köll, brass og blást- ur, stuð og gleði. Bruno Mars svífur þarna um og útfærslan á þessu öllu virkar. Einfalt og sleppir aldrei tök- unum, viðlagið kröftugt og grípandi, textinn grallaralegur og hæfilega flippaður. Algerlega eftir formúl- unni og bara hið besta mál. Aron flytur þetta á einkar sannfærandi hátt. Þetta gæti farið langt. Óskin mín Höfundur lags og texta: Hallgrímur Bergsson Flytjandi: Rakel Pálsdóttir Hugljúf ballaða, nánast vögguvísa. Þekkilegt og þægilegt en óþægilega einkennalaust. Ergo: Hljómar eins og þúsundir annarra laga af svip- uðum toga. Undirspilið hæfir, gítar- plokk og strengir, en bygging lags- ins er fulleintóna og lítið að frétta þegar á líður. Söngmelódían og lagið passa líka ekki nógu vel saman, dá- lítið stirðbusalegt flæði á þessu. Rakel gerir eins vel og hægt er með takmarkaðan efnivið. Svaka stuð Höfundar lags: Agnes Marinósdóttir, Aron Þór Arnarsson og Marinó Breki Benjamínsson Höfundar texta: Agnes Marinós- dóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir Flytjendur: Agnes Marinósdóttir, Regína Lilja Magnúsdóttir og Stefanía Svavarsdóttir Jæja, þá erum við komin að enda áttunda áratugarins eða svo og diskótjúttið í algleymingi. Það er eitthvað íslenskt við þetta lag, ég fer að hugsa um Þú og ég og Geimstein. Diskómotturnar sem malla hérna eru allar hárréttar en lagasmíðin sjálf er óttalegt þunnildi, meira svona grúv-hjakk en alvörulag. Textinn er hallærislegur, nær ekki að fara hringinn einu sinni og flutn- ingurinn er furðu andlaus. Maður trúir því trauðla að flytjendur séu í svaka stuði, það er eitthvert nor- rænt hrím yfir sem bara gerir sig ekki. Brosa Höfundar lags og texta: Fannar Freyr Magnússon og Guðmundur Þórarinsson Flytjendur: Gyða Margrét Kristjáns- dóttir og Þórir Geir Guðmundsson Þeir Fannar og Guðmundur áttu einnig lagið „Litir“ og þetta lag er í svipuðum gír, lauflétt smíð sem rennur einhvern veginn í gegn án þess að þú takir eftir henni. Þetta lag hér er þó aðeins „feitara“ en Lit- irnir en bara rétt svo. Einfalt lag og eitthvað svona afgerandi er hvergi að finna. Flutningur er sæmilegur, Þórir gerir vel en Gyða hefði mátt vera framfærnari. Virðist með ágæta rödd en hún heldur of mikið aftur af sér. Það er ekki gott merki þegar maður er farinn að bíða eftir því að lag endi eftir ca eina og hálfa mínútu. Í stormi Höfundur lags: Júlí Heiðar Halldórs- son Höfundar texta: Júlí Heiðar Söngvabeygjur og -sveigjur Hér verður síðari skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðvanna tekinn til kostanna. 900-9901 Aron Hannes syngur Golddigger eftir nokkra höfunda. 900-9902 Rakel flytur Óskin mín eftir Hallgrím Bergsson. Söngvakeppnin 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég leitaði innblásturs víða, allt frá textum til kvikmynda og teikni- mynda,“ segir Steen Nikolaj Hansen um tónverk sitt Ferðina til Val- hallar sem hann stjórnar á tón- leikum Stór- sveitar Reykja- víkur í Silfurbergi Hörpu í dag, laugardag, kl. 16. Í rúm þrjátíu ár var Hansen leið- andi básúnu- leikari í Stórsveit danska ríkisútvarpsins í Kaupmanna- höfn og stjórnaði hljómsveitinni reglulega síðustu sex árin ásamt því að leika sem gestaleikari með stór- sveitum í París og New York. „Síðustu árin hef ég líka stjórnað öllum herlúðrasveitum Danmerkur og lúðrasveit konunglegu lífvarðar- sveitarinnar,“ segir Hansen, sem samhliða því að sinna hljómsveitar- stjórn í auknum mæli hefur snúið sér að tónsmíðum og útsetningum, en meðal þeirra sveita sem hann hefur útsett fyrir auk Stórsveitar danska ríkisútvarpsins eru Stórsveit BBC, Sinfóníuhljómsveit Danmerkur og Sinfóníuhljómsveitirnar í Óðinsvéum og Álaborg. Samhliða þessu hefur hann um árabil kennt básúnuleik í Óðinsvéum, Esbjerg og Álaborg. Spurður um tilurð þess að hann stjórnar eigin verki hérlendis segist Hansen lengi hafa gengið með þann draum í maganum að færa verkið áheyrendum á víkingaslóðum. „Við Sigurður [Flosason] höfum þekkst í mörg ár, en það eru rúm 20 ár síðan við spiluðum fyrst saman á tónlistar- hátíð í Svíþjóð. Eftir frumflutning Ferðarinnar til Valhallar í Danmörku haustið 2015 fannst mér tilvalið að fara með verkið til Íslands í ljósi þess að umfjöllunarefni þess tengist vík- ingum nánum böndum,“ segir Han- sen og lýsir ánægju sinni með að fá tækifæri til að vinna með Stórsveit Reykjavíkur, en svo skemmtilega vill til að í dag, á tónleikadeginum sjálf- um, fagnar sveitin 27 ára starfs- afmæli sínu. „Ferðin til Valhallar var fyrsta stóra tónverkið sem ég samdi,“ segir Hansen og lýsir verkinu sem svítu í níu þáttum fyrir stórsveit og raf- eindatól. „Mörg tónverk hafa verið skrifuð innblásin af grískum og róm- verskum guðum og því fannst mér kominn tími á verk um norrænu goð- in,“ segir Hansen, en meðal goða sem koma fyrir í verkinu eru Þór, Loki, Freyja, Týr, Njörður, Hel og Óðinn. „Mér fannst hæfa best að láta bassa- klarínettuna túlka Óðin. Það er ein- hver dulúð yfir hljómnum í því hljóð- færi sem hæfir þessu göldrótta goði. Ég flétta síðan raftónlist inn í verkið,“ segir Hansen og rifjar upp að þegar verkið var frumflutt í Danmörku á sínum tíma hafi rafhljóðin verið tekin upp fyrirfram, en að þessu sinni séu þau leikin lifandi. „Þannig verða raf- hljóðin eins og aukahljóðfæri í sjálfu sér sem spilar með stórsveitinni sem verður spennandi að heyra,“ segir Hansen. Aðspurður um stíl verksins segist hann hafa leitað fanga víða. „Verkið felur í sér ferðalag sem hefst á víg- vellinum við sólarupprás, en þaðan liggur leiðin til Valhallar um Bifröst og að lokum aftur til Miðgarðs,“ segir Hansen og tekur fram að verkið beri þess merki að hann hafi menntað sig í kvikmyndatónlist. „Verkið er undir sterkum áhrifum frá hefðbundinni stórsveitartónlist, en ég vitna líka í hipphopp, rokk og klassíska sam- tímatónlist. Verkið spannar allt frá hljómmiklum köflum yfir í lýrík á milli þess sem hljóðheimurinn verður á köflum stórskrýtinn, enda er þetta lýsing á ferðalagi út í hið óþekkta.“ Þess má geta að sérstakur gestur tónleikanna er Einar Kárason sem verður bæði kynnir og sögumaður. „Leitaði inn- blásturs víða“  Stórsveit Reykjavíkur leikur Ferð- ina til Valhallar á 27 ára afmæli sínu Afmælisgleði Stórsveit Reykjavíkur leikur Ferðina til Valhallar á tónleikum í Silfurbergi Hörpu í dag kl. 16. Steen Nikolaj Hansen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.