Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Fróðir menn segja flóknara aðfinna siðprúða kvikmynda-
mógúla en hitt. Sumir afsaka girnd-
argaurana og benda á að siðferði-
legt þrek þurfi til að krækja sér
ekki í ber í eigin berjalandi þar sem
allt sé krökkt.
Harvey varð ekkiá hvers manns
vörum fyrr en bróð-
ir hans „lak“ hátta-
lagi hans í valdaspili
bræðranna um billj-
ónafyrirtækið,
framferði hans var í
áratugi verst
geymda leyndarmál
í Hollywood.
Vinir hans í demókrataflokknumþekktu það, en töldu hans pen-
inga ekki verri fyrir það, fyrr en
eftir fjaðrafokið.
Þá harmaði flokkurinn þessar„óvæntu“ fréttir og sagðist
láta seinasta framlagið ganga til fé-
laga sem styðja laskaðar konur. Nú
komst upp að flokkurinn endur-
sendi Weinstein 23.000 dollara
framlag hans frá fyrra ári. Sá hefur
vissulega sýnt áhuga á málefnum
kvenna.
Flokkurinn segir, eftir að uppkomst, að þetta séu færslumis-
tök. Til sé afrit af ávísun sem sýni
að fjárhæðin hafi sannanlega verið
send kvennasamtökum. Hnýsni
blaðamanna í bókhaldið hefur því
kostað flokkinn 23.000 dollara
aukalega.
En á móti koma stuðnings-framlög Harveys áratugum
saman, auk sérstakra stórframlaga
til frambjóðendanna, Obama og
Hillary, sem voru aufúsugestir
heima hjá mógúlnum og þá greiddu
stjörnurnar meðal gestanna vel í
pottinn.
Harvey Weinstein
Hræsni hefnir sín
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.2., kl. 18.00
Reykjavík 7 alskýjað
Bolungarvík 8 alskýjað
Akureyri 7 skýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 4 léttskýjað
Ósló -9 skýjað
Kaupmannahöfn -6 snjókoma
Stokkhólmur -12 snjókoma
Helsinki -17 heiðskírt
Lúxemborg -5 léttskýjað
Brussel -1 léttskýjað
Dublin 2 skúrir
Glasgow 0 skúrir
London -1 skúrir
París -2 alskýjað
Amsterdam -1 léttskýjað
Hamborg -4 léttskýjað
Berlín -5 skýjað
Vín -7 skýjað
Moskva -15 heiðskírt
Algarve 17 skýjað
Madríd 3 rigning
Barcelona 2 snjókoma
Mallorca 5 alskýjað
Róm 2 heiðskírt
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg -10 heiðskírt
Montreal 1 léttskýjað
New York 9 heiðskírt
Chicago 8 skýjað
Orlando 23 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:39 18:43
ÍSAFJÖRÐUR 8:49 18:42
SIGLUFJÖRÐUR 8:32 18:25
DJÚPIVOGUR 8:10 18:11
„Stálið er sterkt og gott, en báturinn þarf þó
margs svo hann geti öðlast það hlutverk sem við
viljum,“ segir Böðvar Eggertsson, sem situr í
stjórn Hollvinasamtaka Magna.
Hinn gamli hafnsögubátur, sem á sitt fasta
pláss í Vesturhöfninni við Grandagarð nærri Sjó-
minjasafninu, var í gær dreginn til skoðunar upp í
brautina í slippnum við Reykjavíkurhöfn. Vitað er
að þótt byrðingur bátsins sé góður og járnið traust
þarf að laga flest sem er innanborðs í bátnum, sem
var tekinn í notkun árið 1955. Hann var lengi not-
aður í Reykjavíkurhöfn, m.a. við að draga og færa
til skip og þurfti því stóra vél. Sú var 1.000 hestöfl
og dugði til 1987 þegar hún bræddi úr sér og þar
með var báturinn úr leik og hefur ekki verið not-
aður síðan. Nú er ætlun hollvina Magna að setja
nýja og stærri vél í bátinn svo hann megi nota til
dæmis í skemmtisiglingar og til kennslu.
„Við gefum þessu endurbótaverkefni fimm ár.
Þetta kostar sitt og fyrirhöfnin er talsverð – en
það er líka áhugavert að fá Magna aftur í notkun,“
segir Böðvar Eggertsson. sbs@mbl.is
Magni er kominn í dráttarbrautina
Morgunblaðið/Hari
Tilfæringar Magni var dreginn til í Reykjavíkurhöfn í gær og verður nú ástand hans kannað.
Endurbætur á dráttar-
bátnum gamla hafnar