Morgunblaðið - 28.02.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
1.259.000
Austurvegur 69 - 800 Selfoss // Lónsbakk i - 601 Akureyr i // Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Verð frá
m. vsk
VIÐTAL
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Við byrjuðum vorið 2017 en það á
sér lengri aðdraganda. Reglugerðin
var sett í ESB árið 2016 með
tveggja ára innleiðingarfresti í Evr-
ópu. Við vorum því með þetta „á
ratsjánni“ en byrjuðum í vor að
keyra þetta í gang hjá okkur,“ segir
Kristján Hákonarson, öryggisstjóri
hjá Advania, um undirbúning fyr-
irtækisins fyrir innleiðingu nýrrar
reglugerðar ESB um persónu-
vernd.
Aðspurður hvernig kröfur reglu-
gerðarinnar muni snerta tölvukerfi
á Íslandi, sem geyma og vinna per-
sónuupplýsingar, telur Kristján að
svörin eigi enn eftir að koma end-
anlega fram.
„Það á eftir að reyna á hvernig
sum atriði reglugerðarinnar verða
túlkuð og innleidd af íslenskum
stjórnvöldum en almennt eftir
orðanna hljóðan nær hún til allra
upplýsinga sem eru persónugrein-
anlegar. Það eru upplýsingar sem
má rekja til einstaklinga. Við notum
kennitölur á Íslandi, en það veitir
okkur svo sem ekki neina sérstöðu.
Persónulega finnst mér of langt
gengið í kennitöluskráningum, best
væri ef hægt væri að komast hjá
því að skrá persónuupplýsingar. Í
flestum tilfellum er engin ástæða til
að rekja t.d. viðskipti niður á ein-
staklinga, svo sem þegar fólk fer í
klippingu eða pantar sér pitsu.“
Hann segir að í vaxandi mæli sé
verið að notast við smáforrit í sím-
um til að safna persónuupplýsing-
um eins og símanúmerum, netföng-
um og öðrum auðkennum.
„Upplýsingum er líka safnað um
staðsetningu og hegðun. Reglu-
gerðin er e.t.v. hugsuð til að
stemma stigu við þessum vinnu-
brögðum og við Íslendingar ættum
að taka þeim skilaboðum. Við hjá
Advania byrjuðum á að skoða kerfi
með marga viðskiptavini, t.d. bók-
halds- og launakerfin. Það sem ég
reikna með að gerist í þjóðfélaginu
er vitundarvakning, fólk fari að
ræða þetta af alvöru og skynsemi.
Kröfurnar munu koma skýrar fram
og taka örugglega einhver misseri í
innleiðingu hérlendis. Við erum enn
í því ferli að ræða við okkar við-
skiptavini hvað sé skynsamlegast
að gera.“
Ekki ástæða til að örvænta
Kostnaður geti orðið tvennskon-
ar, annarsvegar í formi stjórnvalds-
sekta ef í ljós kemur að reglunum
hefur ekki verið hlítt og hinsvegar í
formi innleiðingar- og rekstrar-
kostnaðar við að hlíta þeim.
„Ég tel þó enga ástæðu til að ör-
vænta, þetta er hugarfars- og þjóð-
félagsbreyting sem mun taka tíma
svipað og vinnuverndarlöggjöfin á
sínum tíma. Við erum búin að gera
hlutina á ákveðinn hátt í mörg ár og
breytingarnar munu gerast hægt.“
Kristján mælir að lokum með að
lítil og meðalstór fyrirtæki í al-
mennri starfsemi leiti upplýsinga
t.d. á vef Persónuverndar en stofn-
anir og fyrirtæki sem eru stór eða
hafa vinnslu persónuupplýsinga
sem meginstarfsemi fái aðstoð sér-
fræðinga á sviði persónuverndar.
Breytt hugarfar gæti tekið tíma
Advania byrjaði innleiðingarferli persónuverndarreglna í fyrravor Of langt gengið í skráningu
persónuupplýsinga hérlendis Vinnsluaðilar leiti á vef Persónuverndar eða fái sérfræðiaðstoð
Morgunblaðið/Kristinn
Vinnsla persónuupplýsinga Við söfnun og vinnslu upplýsinga um einstaklinga þarf hugarfarsbreytingu.
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
„Ég held að allir sem starfa í leik-
skólum séu sammála um að leikskóla-
börn séu of mikið í leikskólanum,“
segir Soffía Guðmundsdóttir, leik-
skólastjóri á Seltjarnarnesi, við
Morgunblaðið en viðvera barna í leik-
skólum á Seltjarnarnesi er talsvert
yfir meðaltali hér á landi, en 92,7%
leikskólabarna eru átta tíma eða
lengur í skólunum, að því er fram
kom í Nesfréttum nýverið.
Árið 1998 voru 40,3% leikskóla-
barna hér á landi átta tíma eða lengur
í leikskóla að meðaltali, en árið 2016
var meðaltalshlutfallið komið í 87,3%.
Skýrsla Efnahags- og framfara-
stofnunar Evrópu (OECD) frá 2016
vitnar um met Íslendinga í dvalar-
tíma leikskólabarna í leikskólum,
bæði í dagafjölda og klukkutímum.
Börnum sem dvelja átta tíma á dag
eða lengur fjölgi stöðugt.
Niðurgreidd pláss fullnýtt
„Rætt er um að grunnskólabörn fái
vetrarfrí til að hvíla sig frá skóla-
starfinu, en það hefur ekki verið rætt
fyrir leikskólabörn.“ Soffía bætir við
að rýmið fari minnkandi í leikskól-
unum og mikill hávaði geti myndast
við það að mörg börn og fullorðnir
séu saman rúma átta tíma á dag í
þrengslum.
Ástæður þróunarinnar telur Soffía
m.a. kostnaðarhlut foreldra, sem hafi
lækkað úr því að vera um 60% af
kostnaði við leikskólavist barnsins í
innan við 10% (mismunandi eftir
sveitarfélögum). Keypt sé full dvöl
fyrir börnin þó fólk sé e.t.v. ekki alltaf
að vinna fullan vinnudag.
Áður hafi giftir og fólk í skráðri
sambúð ekki mátt kaupa fullan dag í
leikskólanum og þá þótti hæfilegt að
hafa t.d. 18 börn í ákveðnu rými en nú
séu þau 27 í samskonar rými.
„Leikskólakennarar sem hafa ver-
ið lengi í starfi eru sumir farnir að
missa heyrn og treysta sér illa til að
vinna fullan vinnudag sökum hávaða
og áreitis. Maður spyr sig þá hvaða
áhrif svona mikil viðvera geti haft á
börnin.“
Atvinnuþátttaka hefur aukist
„Atvinnuþátttaka foreldra er meiri
í dag og líka búið að byggja og bjóða
upp á meira af rýmum hjá sveitar-
félögunum en var árið 1998,“ segir
Kristín Dýrfjörð, dósent í leikskóla-
fræðum við Háskólann á Akureyri,
um mögulegar ástæður þess að börn í
dag eru meira í leikskólanum en áð-
ur. Hún segir sum sveitarfélög bjóða
upp á grunntíma en láti aukaklukku-
stundir kosta meira.
„Það eru of mörg börn of lengi í
leikskólanum. Lausnin er ekki að
fjölga leikskólakennurunum, þá
verða bara enn fleiri í litlu rými og
enn meiri læti. Nú er það þannig að
börnin koma um kl. 8.45 og eru
kannski ekkert sótt fyrr en um kl. 16-
17. Í gamla daga var meira um að
„dagurinn dó út“. Það þýðir að börnin
voru sótt smám saman yfir daginn og
þeim fækkaði eftir því sem leið á
hann.“
Kristín segir að eflaust megi einnig
færa rök fyrir því að það væri gott
fyrir þau að hafa lengri vökutíma
með fjölskyldunni og að lausnin yrði
því ekki að fólgin í að færa börn úr
einni vist yfir í aðra. „Börnin eru jafn-
vel lengur „í vinnunni“ en foreldrarn-
ir, en ferðatími foreldranna bætist
við.“
Bæði Kristín og Soffía vonast til að
umræða um styttri vinnutíma haldi
áfram. Kristín segir m.a. að það hljóti
að vera hægt að finna leið til að stytta
vinnutíma án þess að framleiðni
minnki, en sú umræða þurfi að fara
fram í samfélaginu.
Leikskólabörnin of
lengi „í vinnunni“
Af OECD-ríkjunum er dvalartíminn einna lengstur á Íslandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Leikskólar Börn á Íslandi dvelja almennt lengi í leikskóla á dag.
Tvöföldun á 20 árum
» Árið 1998 voru 40,7% barna
8 tíma eða lengur í leikskóla á
dag að meðaltali á Íslandi.
» Tuttugu árum síðar er lands-
meðaltalið orðið 87,3%.
» Viðvera íslenskra barna í
leikskóla er með því mesta
sem gerist í OECD-ríkjunum.
» Leikskólapláss mikið niður-
greidd og mögulega meira nýtt
en nauðsynlegt er.
Átta umsóknir bárust um tvö emb-
ætti sóknarprests sem biskup Íslands
auglýsti nýlega laus til umsóknar.
Fimm sóttu um embætti sóknar-
prests Staðastaðarprestakalls á Snæ-
fellsnesi. Þeir eru: séra Arnaldur
Bárðarson, séra Ursula Árnadóttir
og guðfræðingarnir Arnaldur Máni
Finnsson, Karen Hjartardóttir og
Kristinn Snævar Jónsson.
Þrír sóttu um embætti sóknar-
prests Patreksfjarðarprestakalls.
Það eru guðfræðingarnir Alfreð Örn
Finnsson, Arnaldur Máni Finnsson
og Kristján Arason.
Biskup Íslands skipar í embættin
frá 1. mars nk. til fimm ára. Umsókn-
ir hljóta umfjöllun matsnefndar um
hæfni til prestsembættis og að feng-
inni niðurstöðu hennar fjallar kjör-
nefnd prestakallsins um umsókn-
irnar. Kjörnefnd kýs að því búnu milli
umsækjendanna og skipar biskup Ís-
lands þann umsækjanda sem hlýtur
löglega kosningu.
Embætti sóknarprests í Patreks-
fjarðarpestakalli var aulýst laust til
umsóknar í fyrrahaust og bárust
tvær umsóknir. Biskup Íslands
komst að þeirri niðurstöðu að veru-
legir annmarkar hefðu verið á kosn-
ingu kjörnefndar því fjórir fulltrúar
af ellefu hefðu ekki verið kosnir á al-
mennum safnaðarfundum eins og
starfsreglur kveða á um heldur hefðu
þeir verið tilnefndir á sóknarnefndar-
fundum.
Biskup áleit að þessi annmarki
gæti ógilt skipun sóknarprests og
ákvað að auglýsa embættið að nýju.
sisi@mbl.is
Átta sóttu um tvö
prestsembætti
Guðshús Kirkjan á Patreksfirði.