Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Elliðaárdalur Elliðaárnar hafa vaxið mikið í vatnavöxtunum undanfarna daga og ofarlega í Elliðaárdal hafði áin breitt vel úr sér og flotið langt upp á bakkana. Árni Sæberg Ég fagna því að Alþingi sé að tala um frjálsan leigu- bílamarkað. Það er tímabært og nauð- synlegt. Eftirlits- stofnun EFTA gaf það út í fyrra að fyrirkomulag leigu- bílaþjónustu í Nor- egi stangaðist á við reglur EES. Norð- menn vinna nú að breyttu fyr- irkomulagi en þeirra fyr- irkomulagi svipar mjög til fyrirkomulagsins hérna heima. Starfshópur sem var skipaður af Jóni Gunnarssyni, þáverandi samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, vinnur nú að því hvernig sé hægt að taka á þess- ari löggjöf og verður athygl- isvert að sjá hvernig hópurinn tekur á málinu. Upp á síðkastið hefur um- ræða um samgöngumál á höf- uðborgarsvæðinu helst snúist um Borgarlínu og sjálfkeyrandi bíla. Borgarlínan á að vera tilbúin 2040 og sjálfkeyrandi bílar eiga líka langt í land, þá sérstaklega á Íslandi. Í allri þeirri umræðu finnst mér stundum gleymast þau vanda- mál sem við stöndum frammi fyrir í umferðinni í dag og hverju við getum breytt á næstu fjórum árum. Umferðin á morgnana er ekki að breytast og við erum ekki nægilega dug- leg að nýta okkur almennings- samgöngur. Flestir kjósa einka- bílinn en við getum hinsvegar nýtt bílinn betur því að lang- flestir sem keyra í umferðinni á háannatímum eru farþegalausir. Löggjöfin stendur því ekki bara í vegi fyrir frelsi á leigubíla- markaði heldur einnig fyrir tækninýjungum sem að ýmsar farveitur á borð við Uber og Lyft hafa þróað síðustu ár og er verið að bjóða upp á út í heimi. Nútímanotandinn sem pantar sér Dominos í snjallsímanum og borgar vinum sínum með Aur eða Kass vill geta pantað sér far með svipuðu og einfölduðu móti. Hjá farveitunum er not- endaupplifunin í fyrirrúmi enda fyrirtæki sem eru byggð upp sem tæknifyrirtæki frekar en leigubílaþjónusta. Leigubíla- þjónustum hér heima hefur mistekist að blanda sér í þá keppni og treystir á að fólk hringi í númerið sem allir muna. Yngra fólkið er orðið vant því að panta Uber erlend- is, það er ódýrara og „snjallara“ og það kemst frá A til B. Það sem lög- gjöfin bannar líka eru hinar svoköll- uðu hópfarveitur (carpooling). Þar getur farþegi A verið að fara frá miðbæ Reykjavík- ur upp í Árbæ og farþegi B verið að fara frá Kringl- unni og upp í Grafarvog en far- ið yrði samnýtt. Það myndi taka mann aðeins lengri tíma að sækja 1-2 farþega í leiðinni en á móti myndi fargjaldið vera minna. Farveiturnar umtöluðu Uber og Lyft hafa þróað slíkar hóp- farveitur á undanförnum árum og tekist vel til. Uber kynnti lausn á dögunum sem nefnist Uber Pool Express sem miðar að því að gera leið bílstjórans að forgangsmáli og að farþeg- inn gæti þurfti að labba 2-3 mínútur á næsta götuhorn til þess að fá bílinn sem hann bið- ur um áður en hann nær í næsta farþega. Verðið á þessari þjónustu er líka orðið sam- keppnishæft við eitt fargjald í strætó vestanhafs. Að slíkar farveitur fái að starfa hér samhliða íslenskum leigubílaþjónustum er ósköp sjálfsagt. En þetta snýst ekki bara um að koma Uber til Ís- lands. Þetta snýst um að frelsa leigubílaþjónustu til þess að auka nýsköpun og bjóða borg- arbúum upp á enn fjölbreyttari samgöngur. Ég tel að hópfarveitur geti hjálpað til við umferðarvandann strax í dag. Við þurfum ekki að bíða í 20 ár eftir tækninni. Hún er til staðar og mér finnst mik- ilvægt að við nýtum hana. Með henni nýtum við bílinn betur, við förum betur með umhverfið og við búum til okkar eigin samgöngu-Frama. Eftir Magnús Sigurbjörnsson »Þetta snýst ekki um að koma Uber til Íslands. Þetta snýst um að breyta kerfinu til þess að auka ný- sköpun og bjóða upp á fjölbreyttari sam- göngur. Magnús Sigurbjörnsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Snjallari umferð Alþýðusamband Ís- lands vakti fyrir skömmu athygli á því að und- anfarin tvö ár hefðu mjólkurvörur hækkað í verði á sama tíma og flest önnur matvara lækkaði í verði. Þannig hefur mat- vöruverð í heild lækkað um 0,7% á tveimur árum, fyrst og fremst vegna styrkingar krónunnar, en mjólkurvörurnar hækk- uðu um 7,4%. „Þetta skýrist af því að lítil eða eng- in samkeppni er á Íslandi á mjólk- urvörumarkaði og því svigrúm til hækkana þrátt fyrir ytri aðstæður eins og gengisstyrkingu,“ sagði í tilkynn- ingu ASÍ. Einokun innanlands, girt fyrir erlenda samkeppni Þetta er því miður hárrétt greining hjá Alþýðusambandinu. Stjórnvöld hafa búið þannig um hnúta að und- anfarna áratugi hefur samkeppni í rauninni minnkað á mjólkurmarkaði, með því að mjólkuriðnaðurinn fékk undanþágu frá ákvæðum samkeppn- islaga um samráð, samruna og verð- tilfærslu. Samkeppniseftirlitið fékk ekki rönd við reist þegar flestum mjólkurbúum landsins var slegið sam- an í eina samsteypu, Mjólkursamsöl- una. MS og Kaupfélag Skagfirðinga sitja nú saman að nánast öllum mark- aðnum og hafa með sér náið samráð og samstarf, sem í öðrum geirum atvinnu- lífsins væri ólöglegt og í sumum til- vikum refsivert. Um leið og einni samsteypu hafa þannig verið tryggð yfirráð á mjólk- urmarkaðnum hafa stjórnvöld við- haldið gríðarlega háum tollum á mjólk- urvörur, sem gera að verkum að erlend samkeppni við innlendan mjólkuriðnað er sáralítil. Við slíkar aðstæður hefur mjólkuriðnaðurinn engan hvata til að leita hagræðingar og lækka verð eins og aðrar innlendar framleiðslugreinar hafa þurft að gera til að mæta lækk- andi verði á innflutningi vegna geng- isstyrkingarinnar. Nýlegt svar Kristjáns Þórs Júl- íussonar landbúnaðarráðherra við fyr- irspurn Þorsteins Víglundssonar, þing- manns Viðreisnar, á Alþingi staðfestir þá þróun sem Alþýðusambandið vekur athygli á. Þar eru birtar tölur um verðþróun mjólkurvara 2004-2015. Eftir að hafa lækkað framan af tíma- bilinu hafa mjólkurvörur hækkað veru- lega í verði síðustu ár; umfram vísitölu neyzluverðs, umfram aðra matvöru, langt umfram aðra drykkjarvöru og umtalsvert meira en aðrar innlendar búvörur, þ.e. kjötvörur þar sem sam- keppni á milli framleiðenda er tals- verð. Samkeppnin sem ekki kom Í svarinu er rakið að undanþága mjólkuriðn- aðarins frá ákvæðum samkeppnislaga hafi upp- haflega verið hugsuð til að ná fram hagræðingu og bregðast við fyr- irsjáanlegri samkeppni vegna tollalækkana á al- þjóðavettvangi. Það hef- ur hins vegar láðst að geta þess í svarinu að sú þróun gekk alls ekki eftir. Doha- viðræðulota Alþjóðaviðskiptastofn- unarinnar um tollalækkanir og tak- markanir á ríkisstuðningi við land- búnað fór út um þúfur og íslenzku ofurtollarnir á búvörur hafa lifað góðu lífi. Eina breytingin varðandi tolla á mjólkurvörur varð þegar Ísland samdi við Evrópusambandið árið 2007 um af- ar takmarkaða tollfrjálsa innflutnings- kvóta fyrir ost. Íslenzk stjórnvöld hafa séð til þess að þær innflutningsheim- ildir verði ekki of hagstæðar fyrir neyt- endur með því að bjóða þær upp og innheimta útboðsgjald af innflytj- endum. Þannig hefur orðið til afar óheppileg staða; búinn var til einokunarrisi til að mæta erlendri samkeppni sem kom ekki. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki reynt að ýta undir samkeppni á mjólkurmarkaði síðustu ár; þau hafa þvert á móti unnið gegn henni. Í bú- vörusamningunum sem þáverandi landbúnaðarráðherra gerði við Bænda- samtök Íslands 2016 voru ákvæði sem eru fallin til að festa enn frekar í sessi einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar og tengdra fyrirtækja og undanþágu mjólkuriðnaðarins frá samkeppn- islögum. Þá fólst í búvörusamning- unum að ríkið samdi við einkaaðila, þ.e. Bændasamtökin, um að hækka skatta á keppinautum hans, innflytjendum matvöru, með því að hækka duglega tolla á innfluttum mjólkurvörum. Þetta hljómar eins og skáldskapur en er engu að síður staðreynd. Talsmenn mjólkuriðnaðarins kveinka sér stundum undan því að samkeppni frá innflutningi hafi aukizt að undanförnu. Vissulega er það rétt að innflutningur mjólkurvara jókst talsvert síðastliðið ár, aðallega vegna tilkomu Costco, sem í krafti fjárhags- legs styrks hefur treyst sér til að flytja inn búvörur á fullum tollum og hafa af þeim sáralitla framlegð. Engu að síður kemur fram í svari landbúnaðarráð- herra að þrátt fyrir aukinn innflutning er innflutningur á öllum tegundum mjólkurvara fyrir almennan neyt- endamarkað innan við 1% af innan- landsframleiðslu, nema á ostum þar sem innflutningurinn nemur 8%. Það er nú öll ógnin. Kannski ræður þessi mjög svo takmarkaði innflutningur á ostum þó einhverju um að þeir eru sá flokkur mjólkurvara sem hefur hækk- að minnst í verði umfram almennt verðlag og aðrar vörur. Ekkert gert með umbótatillögur Talsmenn mjólkuriðnaðarins og landbúnaðarráðherrar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa verið dugleg- ir að vitna í fáeinar málsgreinar í skýrslu Hagfræðistofnunar um mjólk- urmarkaðinn frá 2015, þar sem kom fram að hagræðing vegna sameiningar mjólkursamlaga hefði skilað sér til neytenda. Tölur Hagfræðistofnunar náðu til ársins 2014; eftir það hefur sig- ið á ógæfuhliðina eins og áður sagði og mjólkurafurðir hækkað umfram aðrar vörur. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu lagði Hagfræðistofnun til að undanþága mjólkuriðnaðarins frá samkeppn- islögum yrði afnumin, tollar yrðu lækk- aðir til að gera mjólkurvörur frá ná- grannalöndunum samkeppnishæfar hér á landi og í framhaldinu yrði af- numin opinber verðlagning á nokkrum grunnmjólkurvörum, sem enn er í gildi. Þessum tillögum Hagfræðistofn- unar hafa stjórnvöld ekki gefið neinn gaum. Sjónarmið þeirra sem tala fyrir aukinni samkeppni í mjólkuriðnaðinum virðast almennt ekki eiga upp á pall- borðið, að minnsta kosti hafði núver- andi landbúnaðarráðherra fyrir því að fækka slíkum röddum í samráðshópi um endurskoðun búvörusamninga sem átti að stuðla að „þjóðarsamtali“ og „þjóðarsátt“ um landbúnaðinn. Allir hafa gott af samkeppni Fáir draga í efa mikilvægi kúa- og sauðfjárbúskapar fyrir atvinnulíf, byggðir og menningu landsins. Ís- lenzkur mjólkuriðnaður framleiðir frá- bærar vörur sem neytendur hafa tekið vel. En hann þarf samkeppni eins og aðrar atvinnugreinar. Allir hafa gott af samkeppninni; það vita þeir vel sem stýra fyrirtækjum í heild- og smá- söluverzlun og hafa þurft að gera betur til að standast aukna erlenda sam- keppni eftir innkomu fyrirtækja eins og Costco og H&M á íslenzkan mark- að. Það er löngu tímabært að leyfa vindum frjálsrar samkeppni að leika um íslenzkan mjólkuriðnað. Hún er á endanum alltaf bezt fyrir hagsmuni heildarinnar. Eftir Ólaf Stephensen » Stjórnvöld hafa ekki reynt að ýta undir samkeppni á mjólkurmarkaði síðustu ár; þau hafa þvert á móti unnið gegn henni. Ólafur Stephensen Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Mjólkum samkeppnina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.