Morgunblaðið - 28.02.2018, Page 21
Útskúfun til eilífðar
Nýverið kom að máli
við mig ungur maður
sem taldi sig hafa
greitt sekt sína við
samfélagið með úttekt
á dómi sem hann hlaut.
Hann var dæmdur fyr-
ir kynferðisbrot og er
að feta sín fyrstu skref
út í samfélagið á ný eft-
ir að hafa lokið af-
plánun dómsins. Mað-
urinn, sem er rétt
rúmlega tvítugur, greindi mér frá því
að hann hefði undanfarið sótt um, án
afláts, hin og þessi störf og nær ávallt
í fyrstu fengið góð viðbrögð og jafnvel
vilyrði fyrir ráðningu. Sama svar
barst honum svo frá öllum vinnuveit-
endum eftir fáeina daga: þakkað var
fyrir umsóknina en henni jafnframt
hafnað.
Ég hafði því miður fá ráð til að
veita þessum unga manni. Þetta er
veruleikinn sem blasir við fyrrver-
andi föngum á Íslandi og þá sér-
staklega þeim sem dæmdir hafa verið
fyrir kynferðisbrot, alveg burtséð frá
alvarleikastigi eða öðrum þáttum, s.s.
aldri, sakaskrá að öðru leyti, mennt-
un eða reynslu á vinnumarkaði.
Hver viljum við sem samfélag að sé
tilgangur dóma? Eiga dómþolar ekki
að eiga afturkvæmt í samfélagið eftir
afplánun dóms?
Í mínum huga er augljóst, að ef
einstaklingur hefur hvorki þak yfir
höfuðið né möguleika til að fram-
fleyta sér eftir að hann hefur afplánað
dóm, þá leiðist viðkomandi út á
hættulega braut; hefur
engu að tapa! Oft er því
haldið fram að í fang-
elsum landsins séu
framleiddir glæpa-
menn. Ef fangavistin
hefur ekkert innihald
og ekkert tekur við að
lokinni afplánun dóms,
þá er það óhjá-
kvæmilegt; að dómþol-
ar haldi áfram fyrri iðju
og engin betrun eigi sér
stað.
Ef refsa á til eilífðar,
þeim sem hljóta dóma, eru tveir
kostir eru í stöðunni; annars vegar
að dæma þá bara menn í lífstíð-
arfangelsi eða veita þeim styrk til að
flytjast búferlum úr landi. Það er að
segja ef við sem samfélag ætlum að
gefast upp á þeim samfélagssáttmála
sem telja mátti í gildi hér á landi, og
öðrum siðuðum samfélögum, þar
sem einstaklingar eru aðstoðaðir við
að fóta sig að nýju – en ekki útskúf-
aðir til æviloka.
Eftir Guðmund
Inga Þóroddsson
Guðmundur Ingi
Þóroddsson
»Hver viljum við sem
samfélag að sé til-
gangur dóma? Eiga
dómþolar ekki að eiga
afturkvæmt í sam-
félagið eftir afplánun
dóms?
Höfundur er formaður Afstöðu,
félags fanga á Íslandi.
formadur@afstada.is
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
Það er æðioft sem
afleiðingar af neyzlu
áfengis og annarra
vímuefna koma við
sögu, en lakara er það
hve mér þykir almennt
sem fólk gefi þessu
ónógan gaum og enn
frekar að það setji þær
ekki í eðlilegt og raun-
sætt samhengi.
Það fór máski ekki
mikið fyrir frásögninni um fjölgun til-
kynninga um heimilisofbeldi, óhugn-
anlegt barnaníð oft á tíðum, en
hræddur er ég um að enn færri hafi
gefið því gaum að meira en helm-
ingur þessara alvarlegu afbrota er
tengdur neyzlu áfengis og annarra
vímuefna.
Þetta er ekki ný saga og í hug mér
kemur gamla afsökunin ef einhver
gekk berserksgang í fylleríi heima
eða heiman: Æ, hann var svo fullur
greyið, og þar með átti það mál nú að
vera úr sögunni. Þetta kemur hvergi
nærri á óvart, en verst er hversu öll
umræða um skaðlegasta vímuefnið
áfengi er í skötulíki. Áfengið er þó
sannanlega svo ótaloft undanfari ann-
arrar neyzlu sem getur oft leitt til
enn meiri skelfingar. Menn skyldu
því aldrei taka þátt í léttvægri um-
ræðu um áfengismál eins og nýlega
sást glögglega í meirihlutaáliti starfs-
hóps um fjölmiðla og auglýsingar
sem lagði til að bann við tóbaks- og
áfengisauglýsingum
yrði afnumið.
Ég segi bara: Þvílík
glópska, ef þá ekki allt
annað ræður ferð svo
sem einhverjir ann-
arlegir hagsmunir. Þeim
mun vænna þótti mér
um það þegar Krabba-
meinsfélagið var með
eitt áherzluatriða sinna
að fylgja áfram banni
við áfengisauglýsingum.
Það gladdi mig líka að
sjá ræðubrot frá Andr-
ési Inga Jónssyni, þingmanns VG, í
Fréttablaðinu þar sem hann er
greinilega í umræðum um hið fræga
frelsi sem menn tala um í sambandi
við frjálsa og óhefta sölu áfengis.
Orðrétt sagði Andrés Ingi: „Það er jú
frelsi líka að vera frjáls undan van-
sæld, sjúkdómum og þjáningum.“
Hafi hann heill mælt.
Nokkur umræða og afar þörf hefur
verið nú að undanförnu um hin svo-
kölluðu smálán, okurlánin sem ein-
hver auðskrímsli standa fyrir og eru
orðin að stórvandamáli hjá embætti
Umboðsmanns skuldara og dregur
ugglaust eftir sér langan óþverra-
slóða. Þessi smálán verða nefnilega
oft að stórlánum með sínum ok-
urvöxtum, sem ég hélt að væru bann-
aðir með lögum. Og hversu mörg
þessara smálána skyldu vera tekin í
einhverri örvæntingu fólks sem er
undir áhrifum áfengis eða annarra
vímuefna, enda alls ekki um ástand
spurt af þessum skrímslum sem að
baki smálánunum standa.
Er ekki kominn tími til að tengja
við þessi tilvik og fjölmörg önnur og
koma böndum á þessi auðskrímsli?
Af heimilisofbeldi
og okrurum
Eftir Helga Seljan
Helgi Seljan
»Menn skyldu því
aldrei taka þátt í
léttvægri umræðu
um áfengismál.
Höfundur er fyrrverandi
alþingismaður.
Frumvarp níu
þingmanna úr fjórum
stjórnmálaflokkum,
Framsóknarflokki,
Vinstri grænum,
Flokki fólksins og
Pírötum, þar sem
umskurn drengja er
gerð að saknæmu at-
hæfi að viðlögðu allt
að sex ára fangelsi
hefur vakið heims-
athygli og er hart
tekist á um það. Vægi frumvarps-
ins er grundvallað á málflutningi
áhrifamanna úr læknastétt hér
heima en 2013 skrifuðu nokkrir
þeirra ásamt umboðsmanni barna
fyrir hönd Íslands undir sam-
norræna yfirlýsingu þar sem um-
skurn drengja var fordæmd. Í kjöl-
farið var umskurn drengja á
íslenskum sjúkrahúsum mikið til
aflögð og hafa foreldrar sem óskað
hafa eftir slíku þurft að fara með
syni sína í slíkar aðgerðir erlendis.
Um eða yfir þriðjungur karl-
manna um allan heim er umskor-
inn og er það ýmist á trúar-,
menningar- eða heilbrigðis-
forsendum. Það eru einkum gyð-
ingar og múslimar sem aðhyllast
umskurn á trúarlegum forsendum
en innan kristindóms hefur hún í
langflestum tilfellum ekkert vægi.
Páll postuli sagði umskurn engu
skipta heldur væri aðalatriðið í
samfélaginu við Jesúm Krist „trú
sem verkar í kærleika“ (Gl 5:6).
Þegar kristnir menn m.a. í Banda-
ríkjunum láta umskera er það al-
farið að ráði þarlendra heilbrigð-
isyfirvalda eða vegna viðtekinna
menningarhefða. Innan íslensku
þjóðkirkjunnar eru skiptar skoð-
anir um frumvarpið en þeir sem
helst gagnrýna það telja það fela í
sér afar skaðlega aðför að minni-
hlutahópum og trúarhefð þeirra.
Tekist er á um tvö mannrétt-
indasjónarmið sem stangast á,
annars vegar það sjónarmið að
börn eigi ekki að þurfa að sæta
óafturkræfu inngripi á eigin líkama
nema líf þeirra og heilsa sé í hættu
og hins vegar það sjónarmið að
það sé réttur barna að fá að alast
upp við trúarlegar og menningar-
legar grundvallar-
hefðir foreldra sinna
sem móta sjálfsmynd
þeirra og þess sam-
félags sem þau til-
heyra.
Hér ber að spyrja
hversu alvarlegt inn-
grip umskurn sé á lík-
ama drengja. Ekki eru
allar trúarlegar eða
menningarlegar hefðir
af hinu góða og ýmsar
þeirra geta stórskaðað
viðkomandi börn til
lífstíðar eins og sá sið-
ur að reyra fætur stúlkubarna í
Kína fyrr á tímum. Athygli vekur
að heilbrigðisyfirvöld og lækna-
samtök víða um heim sjá ýmist
ekkert athugavert við umskurn
drengja eða hreinlega styðja hana.
Sömuleiðis hafa komið fram ís-
lenskir læknar sem andmælt hafa
frumvarpinu. Flutningsmenn frum-
varpsins hér heima telja umskurn
drengja ennfremur ekki alvarlegri
en svo að þeir mæla með því að
þeir „drengir sem vilja láta um-
skera sig af trúarlegum eða menn-
ingarlegum ástæðum taki ákvörð-
un um slíkt þegar þeir hafa sjálfir
náð aldri og þroska til þess að
skilja hvað felst í slíkri aðgerð“.
Stuðningsmenn frumvarpsins
hafa margir uppi stór orð um al-
varleika umskurnar drengja og
tala þar m.a. um limlestingar og
pyntingar. Grundvallarmunur er
þó á umskurn drengja þar sem að-
eins forhúðin er skorin burt og
limlestingum á kynfærum stúlkna.
Vissulega er ágreiningur meðal
lækna um alvarleika umskurnar
drengja en þeir læknar eru samt
fjölmargir víða um heim sem halda
því fram að hún sé ekki skaðleg.
Þá hefur því einnig verið ranglega
haldið fram að umskurn drengja sé
brot á Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna en hvergi er minnst á
hana þar og ekkert sem mælir þar
gegn henni. Hvergi í heiminum er
umskurn drengja bönnuð.
Þótt færa megi rök fyrir því að
umskurn drengja geti reynst vara-
söm ef rangt er að henni staðið
ber ekki síður að spyrja hvort
lagasetning, sem geri hana refsi-
verða og þar með gyðingdóm og
íslam að glæpsamlegum trúar-
brögðum, geti valdið mun meiri
skaða.
Umskurn drengja er algjört
grundvallaratriði í gyðingdómi og
forsenda þess að viðkomandi geti
talist gyðingur (1M 17). Þeir sem
afneitað hafa umskurn eins og Páll
postuli hafa sagt skilið við gyðing-
dóm eða endurskilgreint sig á eig-
in forsendum. Lagasetningin hefði
það í för með sér að gyðingar gætu
ekki lengur stofnað hér fjölskyldu
nema snúa baki við gyðingdómi.
Í íslam getur óumskorinn karl-
maður að vísu flokkast sem músl-
imi en engu að síður er litið svo á
að fylgja beri fordæmi spámann-
anna sem allir hafi verið um-
skornir. Þar sem flestir múslimar
telja að hvers kyns sharíaákvæði
víki fyrir landslögum myndu marg-
ir sækjast eftir umskurn erlendis
við misæskilegar aðstæður eða
hreinlega flytjast af landi brott.
Foreldrar drengja sem í ljós
kemur að hafi verið umskornir hér
heima eða erlendis eftir að frum-
varpið hefur verið fært í lög geta
lent í verulegum vandræðum enda
um glæp að ræða sem kallar á að-
komu barnaverndaryfirvalda og
lögreglurannsókn. Þessir foreldrar
gætu misst börn sín og verið
dæmdir í allt að 6 ára fangelsi.
Þeir sem styðja frumvarpið á
grundvelli þess að um óafturkræft
inngrip sé að ræða á líkama barns
verða að gæta að því að inngripið
er að mati margra lækna léttvægt
en bann við því getur hins vegar
reynst grafalvarlegt. Nær væri að
leggja fram frumvarp þess efnis að
umskurn drengja verði aðeins
leyfð í umsjón lækna en það myndi
þýða að minnihlutahópar gyðinga
og múslima og íbúar landa eins og
Bandaríkjanna yrðu ekki glæpa-
væddir og aðgerðin áfram fram-
kvæmd erlendis ef engir læknar
fást til þess hér.
Eftir Bjarna Rand-
ver Sigurvinsson
Bjarni Randver
Sigurvinsson
»Nær væri að leggja
fram frumvarp þess
efnis að umskurn
drengja verði aðeins
leyfð í umsjón lækna.
Höfundur er trúarbragðafræðingur.
Umskurn drengja
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is