Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 22
Óli Björn, væri
ekki einfaldara
og áhrifaríkara að
ganga í ESB?
Óli Björn Kárason,
sem er Sauðkræk-
ingur, eins og reynd-
ar undirritaður, og af
sómafólki kominn,
skrifar ágæta og
málefnalega grein,
eins og við var að bú-
ast, í þetta blað hinn
14.2. 2018 með fyr-
irsögnina „EES-
samningur á kross-
götum“.
Óli Björn er, eins og kunnugt er,
formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis fyrir sjálfstæðis-
menn.
Hann veltir fyrir sér stöðu EES-
samningsins, sem er aldarfjórðungs
gamall, og þýddi í raun, að Ísland
gekk allt að 80% í ESB. Við bættist
svo aðild að Schengen-samkomulag-
inu, sem í huga undirritaðs jók
þátttöku Íslands í ESB um allmörg
frekari prósent.
Óli Björn slær því réttilega föstu,
að „EES-samningurinn hafi reynst
okkur mikilvægur“, enda eru 80-
90% af utanlandsviðskiptum okkar
við Evrópu, en þökk sé EES- og
EFTA-samningnum, þá höfum við
frjálsan og tollalausan aðgang að 31
evrópskum markaði – ESB plús
Noregur, Sviss og Liechtenstein –
með framleiðsluvörur okkar, á sama
hátt og við getum keypt afurðir
þessara landa tollfrjálst og hindr-
unarlaust.
Ef langtímasamningar eru gerðir
þarf auðvitað að vaka yfir þeim, því
forsendur og skilyrði breytast stöð-
ugt; nánast daglega. Það er því van-
ræksla yfirvalda hér, að EES-
samningurinn hafi ekki verið skoð-
aður og um hann endursamið, eftir
þörfum, til að bestu viðskiptakjör
væru jafnan tryggð.
Það er því rétt, sem Óli Björn
segir, að kostir EES-samningsins
hafi að nokkru rýrnað „vegna eigin
sinnuleysis“.
Óli Björn vitnar í Bjarna Bene-
diktsson, sem reyndar er ekki skýr-
asti maður landsins um málefni
EES og ESB, þó að klár sé í ýmsu
öðru, eins og dæmin sýna, en sá
síðarnefndi fárast mikið yfir „boð-
valdi, úrslitavaldi og sektarákvörð-
unum“ ESB, og hefur Óli Björn
þetta eftir; svona sem vinarbragð.
Í framhaldinu má vekja þá spurn-
ingu, ef þetta er nú allt svona
óbærilegt, af hverju var þá a) um
það samið í upphafi og b) af hverju
var þá ekki reynt að endursemja
um þetta í millitíðinni?
Sannleikurinn er líka sá, að það
regluverk, sem frá ESB kemur, og
EFTA- og ESB-þjóðir taka að jafn-
aði upp, gengur aðallega út á
neytendavernd, dýra- og umhverfis-
vernd, heilsuvernd, öryggi hvers
konar heima fyrir, á ferðalögum og
á vinnustað, réttindi þjóðríkja og al-
mennings gagnvart alþjóðlegum
stórfyrirtækjum, svo sem flug-
félögum, símafélögum og öðrum
slíkum, eftirlit með því, að risa-
fyrirtækin borgi sína skatta og
skyldur til samfélagsins o.s.frv.
Öllum ætti að vera ljóst, að
regluverk ESB sé af hinu góða fyr-
ir almenning á Íslandi og annars
staðar, þar sem það gildir.
Bjarni Bendiktsson mætti gjarn-
an birta lista um það „boðvald og
úrslitavald“ ESB, sem hann telur
Íslendingum í óhag og nánast
óbærilegt. Ef hann finnur eitthvað
slíkt má hann líka gjarnan spyrja
sjálfan sig og fyrrverandi vin sinn,
Sigmund Davíð, af hverju rík-
isstjórn þeirra á árunum 2013 til
2016 samdi ekki um
endurbætur eða leið-
réttingar.
Óli Björn kvartar yfir
smæð EFTA, og veltir
upp spurningunni um
það hvort EFTA yrði
ekki miklu sterkari og
fengi betri samninga við
ESB, ef af Brexit verð-
ur – sem alls ekki liggur
fyrir. Þetta er góð hug-
leiðing, en fyrir mér
aldeilis óraunsæ, því að,
af hverju ætti ESB að
veita Bretum, með eða án fjögurra
smáþjóða EFTA, betri samning en
Bretar hafa sem fullgildur ESB-
meðlimur og aðrir ESB-meðlimir
hafa?
Ef Bretar fengju betri samning
við ESB en aðildarþjóðirnar sjálfar,
hvað yrði þá um ESB? Þetta er
auðvitað út í hött!
Bestu samningarnir við ESB
verða að sjálfsögðu aðeins tryggðir
með fullri aðild að ESB, og engan
veginn með öðrum hætti. Með fullri
aðild myndum við tryggja okkur
bestu mögulegu viðskiptakjör og
önnur kjör og réttindi, og ekki nóg
með það, heldur myndum við fá
þingmenn inn á Evrópuþingið, einn
kommissar, eins og allar hinar
ESB-þjóðirnar, og gætum loksins
látið að okkur kveða, komið okkar
málum á framfæri á réttan hátt og
á réttum stöðum og haft áhrif!
Hér skal á það sérstaklega
minnt, að engin meiriháttar ákvörð-
un er tekin innan ESB nema allar
aðildarþjóðirnar – nú 28 – sam-
þykki. Hver þjóð hefur því neit-
unarvald, og er jafn mikið lýðræði, í
samstarfi sjálfstæðra þjóða, óþekkt
í sögunni.
Það má líka minnast á það hér,
að ESB hefur síðustu ár og misseri
gert stórfellda nýja fríverslunar-
samninga; við Suður-Kóreu, Japan
og Kanada, þjóðir sem hafa um 210
milljónir efnaðra neytenda, og nær
fríverslunarsvæði ESB þannig til
700 milljóna manna.
Að þessum risamarkaði – þeim
langstærsta í heimi – hefðum við
fullan aðgang, með sölu og kaupum
og öllum þeim forréttindum og
bestu kjörum, sem ESB býður.
Breytir þá litlu hvort af Brexit
verður eða ekki, með 65 milljónum
þegna, sem hvort sem er verða að
leita inn á ESB-meginlandsmark-
aðinn því þeir hafa engan annað
markað við húsdyrnar. Bretland
verður því alltaf með, viljugt eða
óviljugt, en óviljugt með niður-
færðum og lakari kjörum.
Ágæti Óli Björn, í stað þess að
stofna sjálfstæða fastanefnd um
EES á Alþingi, heldurðu ekki að
það væri einfaldara og margfalt
vænlegra til árangurs, fyrir land
okkar og þjóð, að ríkisstjórnin
gengi í það að semja um ESB-aðild
að nýju, svo ekki sé nú talað um
upptöku evru, til að tryggja lands-
mönnum loksins – loksins stöðug-
leika, öryggi og vissu um stöðu sína
og framtíð?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
Ole Anton
Bieltvedt
» Óli Björn vitnar í
Bjarna Benedikts-
son, sem reyndar er
ekki skýrasti maður
landsins um málefni
EES og ESB, þó að
klár sé í ýmsu öðru
eins og dæmin sýna.
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
SÉRBLAÐ
PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 12. mars.
Fermingarblað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn 16 mars
Fermingarblaðið er eitt af
vinsælustu sérblöðum
Morgunblaðsins.
Fjallað verður um allt
sem tengist fermingunni.
Svo virðist sem
Dagur borgarstjóri
ákveði fyrst sjálfur
hvað hann ætlar að
gera með Reykjavík
og íbúa hennar. Hann
sér Reykjavík fyrir
sér sem útópíu. Hann
hefur ákveðið, að hún
verði þéttbyggð borg,
laus við bíla og komi
hágæða samgöngu-
kerfi í staðinn. Allt
sem borgin gerir skal þjóna því
markmiði.
Þannig kom það til, að borgin lá á
lóðum sínum austan Elliðaár, ein-
mitt þeim lóðum sem fólk vildi
byggja, en fékk ekki því þær hent-
uðu ekki útópíunni. Uppskeran varð
lóðaskortur og íbúðaskortur, sem
kom auðvitað mest niður á þeim sem
síst skyldi.
Umferðin um borgina var einnig
tekin ákveðnum tökum. Lagst var á
sem flestar úrbætur á helstu um-
ferðaræðum borgarinnar meðan
umferð fór hratt vaxandi og tafir
margfölduðust. Verstu slysa-
gatnamót landsins héldu áfram að
vera nákvæmlega það, en ekkert
mátti gera, því það flýtti ekki komu
draumsýnarinnar.
Það fé, sem ríkið annars hefði
veitt til umferðarmannvirkja var
tekið í tilraun til að fjölga við-
skiptavinum Strætó. Tilraunin mis-
tókst fullkomlega, því hlutfallsleg
aukning varð varla marktæk þrátt
fyrir mikið fé og hratt vaxandi um-
ferðatafir.
Þá kom þáttur Borgarlínu. Nú
skyldi Reykjavík kippt inn í tutt-
ugustu og aðra öldina með glæsi-
brag. Hvernig borgarstjóra datt í
hug að kynna svo risastóra fjárfest-
ingu í hágæða samgöngukerfi á þann
hátt sem hann gerði í kjölfarið á mis-
heppnaðri en rándýrri tilraun til að
fjölga í strætó er mörg-
um hulið. Þetta gerði
hann samt, þótt borgin
sé með skuldastöðu sem
er verri en sveitarstjórn-
arlög almennt leyfa. Til
að bera þetta og annað
strætókerfi við hliðina
þarf að sjá þessu sam-
göngukerfi fyrir þrefalt
fleiri farþegum en
Strætó fær nú hlutfalls-
lega reiknað. Augljóst
er, að það gerist ekki ef
umferðartafir minnka. Í
ofanálag var svo beitt blekkingum
með því að setja kostnaðartölur í
villandi samhengi. Það var engin
furða að fólk risi upp og úr yrði
„óvæntasta kosningamálið“ svo not-
uð séu orð Dags borgarstjóra.
Áfram ganga samt gæluverkefnin.
Nú sitja menn og teikna hvert borg-
arhverfið af öðru og kynna á glær-
um. Þarna eru fleiri þúsund íbúðir
og menn farnir að nefna pláss fyrir
atvinnutækifæri í framhjáhlaupi.
Götumyndin er gjarnan kynnt sem
hrein gata með vel hirtum gras-
flötum, stök tré í röðum og nokkrar
gangandi hræður. Þar eru fáir bílar,
en til hliðar rísa húsin eins og virk-
isveggur sem enginn kemst yfir
nema fuglinn fljúgandi og slík hverfi
eru teiknuð samfelld frá 101 svo
langt sem borgin nær. Hér er ekkert
svigrúm og lítil sól. Þó tæknin bjóði í
næstu framtíð upp á aðrar leiðir þá
verða þær lokaðar, svo þétt verður
borgin sniðin að Borgarlínu. Það er
nákvæmlega þannig sem Dagur
borgarstjóri virðist helst vinna, eng-
in leið skal vera út af því spori sem
hann markar.
Það hefur verið sagt í gamni, að
með þéttingu byggðar sé verið að
skapa vandamál sem hægt er að
leysa með Borgarlínu. Öllu gamni
fylgir nokkur alvara, en Borgarlínan
leysir engin mál. Bæði hún og
byggðaþéttingin eru hluti af út-
ópískri borgarímynd Dags borgar-
stjóra. Gallinn við útópíu er að þang-
að kemst enginn maður. Annað
hvort færist útópían fjær, eða maður
fellur í fenið á leiðinni og þangað
stefnir vinstri meirihlutinn.
Nú er hætt að ræða Borgarlínu
sem lausn á umferðarvanda, þess í
stað er rætt um að vandinn leysist
með því að fólk breyti ferðavenjum
sínum. Það er þróun sem vitað er að
tekur langan tíma, lengri en örfá ár
og innan þess tíma glittir í nýja um-
ferðartækni og nýja ferðamáta. Það
er því afskaplega óvarlegt að keyra
svo áfram með þéttingu byggðar
sem borgarstjóri gerir.
Það eru líka ýmsir aðrir hlutir
sem hægt er að gera og setja þarf
nýja löggjöf vegna sumra þeirra.
Nefna má samnýtingu leigubíla með
eða án bílstjóra, bílaflota í sameign
margra og svo framvegis. Sennilega
þarf Alþingi að snúast í hringi í ein-
hver ár í þessum málum og því ekki
seinna vænna að hefjast handa. Það
er örugglega ekki einfalt mál, að
gera deilihagkerfi fyrir sjálfkeyr-
andi bíla mögulegt. Svo væri ef til
vill ekki úr vegi að gera íbúðaskipti
fólks einfaldari og ódýrari svo auð-
veldara verði að flytja nær vinnunni.
Engin lög nái yfir það atferli Dags
borgarstjóra og hans vinstri liðs-
heildar, sem hefur valdið verðbólgu
á húsnæðismarkaðnum, vaxandi um-
ferðartöfum og viðhaldi á slysatíðni
til verulegs tjóns fyrir venjulegt
fólk. Ljóst er þó, að árangurinn hefði
varla orðið meiri þótt einbeittur
brotavilji væri fyrir hendi. Við get-
um ekki tekið til baka orðin slys, en
það má fara hratt í að bæta úr á
verstu gatnamótunum. Það erum við
skyld að gera.
Ó Ó Dags míns borg
Eftir Elías Elíasson
Elías B. Elíasson
» Gallinn við útópíu
er að þangað kemst
enginn maður. Annað
hvort færist útópían
fjær, eða maður fellur
í fenið á leiðinni og
þangað stefnir vinstri
meirihlutinn.
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
SMARTLAND