Morgunblaðið - 28.02.2018, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
✝ Magnús S.Oddsson fædd-
ist í Steinsholti í
Leirársveit 30.
nóvember 1925.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 15.
febrúar 2018.
Foreldrar hans
voru Oddur Odds-
son, f. á Krossi í
Borgarfirði 2. októ-
ber 1889, d. 21. ágúst 1932, og
Kristín Magnúsdóttir, f. í Efra-
voru Jón, f. 13. október 1911, d.
1987, og Sigurveig, f. 22. mars
1923, d. 1986. Hálfsystkini sam-
mæðra eru Guðrún Erla Hall-
dórsdóttir, f. 31. janúar 1942, gift
Þorsteini Björnssyni, f. 1942, og
Oddur Kristinn Halldórsson, f. 8.
febrúar 1946.
Magnús flutti ungur að árum
úr Borgarfirðinum á Akranes
ásamt systkinum sínum, móður
og föðurömmu og síðan til
Reykjavíkur. Hann lauk ung-
lingaprófi frá Austurbæjarskóla.
Byrjaði ungur að vinna hjá Vald.
Poulsen og starfaði hjá því fyr-
irtæki alla sína starfsævi í rúm 60
ár. Hann var ógiftur og barnlaus.
Magnús verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík í
dag, 28. febrúar 2018, klukkan
15.
Skarði í Borgarfirði
6. apríl 1902, d. 6.
október 1973. Al-
systkini Magnúsar
eru Sigríður Oddný
Oddsdóttir, f. 11.
nóv. 1926, gift
Gunnari Ásmunds-
syni, f. 1922, d.
2006, og Ásta Sig-
rún Oddsdóttir f.
26. okt. 1928, d.
2009, gift Hans
Blomsterberg f. 1928, d. 2005.
Hálfsystkini Magnúsar samfeðra
Það var bara einn Maggi
frændi og þvílík lukka fyrir
okkur barnabörn ömmu Siggu,
eftirlifandi systur hans Magga,
að hafa haft hann í lífi okkar.
Maggi var einstaklega hress og
skemmtilegur karakter. Hann
var duglegur að mæta í hin
ýmsu fjölskylduboð, vopnaður
Olympus-filmumyndavélinni
sinni og smellti af við hvert
tækifæri, framkallaði og sýndi
okkur afraksturinn í næstu
boðum á eftir. Þá var Maggi
mikill sögumaður og hafði sér-
staklega gaman af að segja
sögur frá því í gamla daga,
okkur fjölskyldumeðlimum til
gamans.
Maggi var frændinn sem gaf
okkur fallegar barnabækur í
jólagjöf á hverju ári, og seinna
meir laumaði hann að okkur
pening til að viðhalda þeirri
hefð gagnvart börnunum okkar.
Í dag er sérstaklega gaman
fyrir okkur að geta dregið upp
barnabók fyrir kvöldlesturinn,
jafnvel merkta sem jólagjöf frá
Magga frænda fyrir um 20
árum.
Maggi bjó einn en var ein-
staklega félagslyndur og vina-
margur.
Hann var duglegur að synda,
keyrði út um allan bæ á milli
staða þar sem hann hitti kærar
vinkonur sínar í bridds og fór í
sumarbústaðaferðir með þeim.
Maggi frændi var einstakur
maður sem við minnumst fyrst
og fremst sem góðrar og
skemmtilegrar manneskju,
hann var yndislegur og mik-
ilvægur bróðir ömmu okkar
Siggu.
Þau áttu einstaklega fallegt
systkinasamband og er það
ákveðin huggun harmi gegn að
hann hafi fengið að kveðja með
hana sér við hlið.
Elsku Maggi, takk fyrir allt
og allt.
Þínar frænkur,
Kristín Brynja Gústafsdóttir
Erla Tinna Stefánsdóttir.
Maggi frændi er fallinn frá á
93. aldursári. Hann var bróðir
hennar mömmu og hafa þau
alltaf verið mjög náin og fylgst
að og með hvort öðru í gegnum
tíðina. Þau systkinin fæddust
að Steinsholti í Borgarfirði og á
þessar slóðir fórum við þrjú á
hverju ári. Byrjað var á að fara
í Leirárkirkjugarð að leiðum
föður þeirra og afa. Einnig var
keyrt um sveitina og heim að
hlaðinu í Steinsholti. Þá kom í
ljós hve vel Maggi þekkti til
allra staðhátta í sveitinni sinni.
Við enduðum ferðina hjá
frændfólki okkar á Skaganum
og farið yfir gamla tíma. Ein-
staklega skemmtilegar ferðir
sem voru tilhlökkunarefni
hverju sinni.
Maggi flutti úr sveitinni á
Akranes og síðan til Reykjavík-
ur. Lengst af bjó Maggi og
stórfjölskyldan á Kárastíg 8.
Árið 1979 keypti hann íbúð í
Valshólum 4 sem var byggð af
VR. Þar bjó hann til dauða-
dags. Hann hóf störf 15 ára
gamall hjá Vald. Poulsen og
starfaði þar í 62 ár. Til stóð að
hann byrjaði að vinna á laug-
ardegi en eitthvað var hann illa
fyrir kallaður og kaus að byrja
á mánudegi. Mánudagur til
mæðu hvað.
Árið 1996 í nóvember fóru
foreldrar mínir, Maggi og ég til
Dublin að horfa á landsleik í
fótbolta. Þar nutum við þess að
skoða borgina og þar náði hann
frændi minn sér aldeilis á
skrið.
Mikill áhugi á sögu og landa-
fræði og þekking hans og stál-
minni á því efni sem hann hafði
lesið í gegnum tíðina kom þar
berlega í ljós. Að vera saman á
leiknum var líka upplifun og
gleði og lauk leiknum með jafn-
tefli.
Maggi var mikill áhugamað-
ur um íþróttir og hefur fylgst
vel með öllum fjölskyldumeð-
limum í gegnum tíðina. Hann
var mjög frændrækinn og var
hann alls staðar aufúsugestur.
Mikill samgangur var hjá hon-
um við fjölskyldu Vald. Poulsen
fyrirtækisins. Iðulega sáum við
myndir af þeim því eitt af
áhugamálum hans var að taka
ljósmyndir við öll tækifæri úr
lífi fólksins í kringum hann.
Maggi var fastagestur í Breið-
holtslaug og spilaði bridds víða
og þótti vel liðtækur við bridds-
borðið.
Heima fyrir var hann með
bækur og blöð í kringum sig,
útvarpið og sjónvarpið í gangi á
sama tímanum. Hann hafði
áhyggjur af því hvað yrði um
allar bækurnar eftir hans dag
og minntist á það mjög reglu-
lega við okkur. Einnig tefldi
hann mikið og hittust þeir
bræður, hann og Oddur, til að
taka í skák. Áður fyrr tefldi
hann við systur sínar og borg-
aði þeim túkall fyrir. Þær skák-
ir stóðu stutt yfir. Eins og sjá
má voru áhugamálin margvís-
leg og lifði hann frændi minn
lífinu lifandi og alltaf var hann í
góðu skapi og viðræðugóður.
Ég þakka fyrir þennan góða
frænda og allar góðu minning-
arnar. Hvíl í friði.
Guðrún Gunnarsdóttir.
Kurteis, glöggur, fjölfróður,
heiðarlegur, vingjarnlegur,
traustur, áreiðanlegur og
skemmtilegur. Allt eru þetta
lýsingar á Magnúsi Oddssyni,
Magga frænda, sem nú hefur
horfið á vit feðra sinna 92 ára
að aldri. Maggi var reyndar
ekki frændi minn heldur móð-
urbróðir Völu eiginkonu minn-
ar. Magnús var ókvæntur og
barnlaus og bjó einn öll sín bú-
skaparár.
Hann starfaði alla sína
starfsævi hjá Vald. Poulsen, hóf
störf þar 15 ára gamall og
starfaði þar sleitulaust í um 60
ár. Það segir mikið um mann-
inn og staðfestu hans. Magnús
fylgdist vel með ættingjum sín-
um og börnum þeirra og pass-
aði upp á að börnin fengu jóla-
gjafir frá sér.
Og alltaf var myndavélin
með þegar fjölskyldan kom
saman. Hann var duglegur að
framkalla og sýna myndirnar
sínar. Hann var mjög fróður og
ég er viss um að hefði hann á
sínum tíma átt þess kost að
ganga menntaveginn hefði
hann komist langt á einhverju
fræðasviðinu. Hann las mikið
og átti gott bókasafn. Hann var
einstakur sögumaður og lifnaði
allur við þegar spurt var út í
söguleg atriði. Þá var hann í
essinu sínu. Það var einnig
gaman að heyra hann segja frá
ferðalögum sínum, en hann
ferðaðist mikið bæði innanlands
og erlendis.
Maggi var öflugur bridds-
spilari og tók reglulega þátt í
mótum og félagsstarfi á þeim
vettvangi. Í fjölskyldu minni
höfum við hlegið mikið að þeim
tíma þegar við vorum að hefja
búskap og Maggi gaf mér
gamlan Lödubíl þegar hann
endurnýjaði sinn. Stór göt voru
í gólfinu á bílnum og Erlu, elsta
barninu okkar, þótti gaman að
sulla í pollinum sem myndaðist
aftur í bílnum.
Þessi gjöf undirstrikaði
hversu góður og umhyggjusam-
ur Magnús var. Það var gaman
að fylgjast með systkinunum,
tengdamóður minni og Magga.
Þau töluðu reglulega saman og
áttu í afar góðu sambandi. Og
nú er þessi öðlingur farinn yfir
í Sumarlandið. Við fjölskyldan
erum þakklát fyrir að hafa
fengið að ferðast með og kynn-
ast Magnúsi Oddsyni. Guð
geymi minningu hans.
Stefán Snær Konráðsson.
Magnús S. Oddsson, eða
Maggi frændi eins og við fjöl-
skyldan kölluðum hann, er lát-
inn. Hann var yndislegur fyrir
svo margt, sanngjarn og rétt-
sýnn maður, mikill grúskari og
mjög fróður.
Hann var mikill bókmennta-
maður og jólagjafirnar frá hon-
um einkenndust af góðum
barnabókum hér á árum áður.
Hann fylgdist með börnunum í
fjölskyldunni og spurði alltaf
þegar við hittumst hvernig
gengi.
Síðustu ár hafa verið breyt-
ingar á bókagjöfum frá Magga
frænda en þegar kom að því að
aðstoða við kaup á jólagjöfum
til barnanna okkar Benna
fannst okkur spil frá Magga
frænda vera réttast í stöðunni,
enda var Maggi frændi spila-
maður mikill og gekk mjög vel í
bridsinu enda mikill bridsspil-
ari.
Ég hef alist upp við það að
Maggi frændi og Oddur frændi
komi í mat til ömmu á jóladag
þar sem pabbi minn heitinn
hjálpaði til við uppstúfinn og ég
kíkti í kirkjugarðinn og svo til
ömmu á Suðó að hitta Magga
og Odd. En í ár var það öðru-
vísi.
Í heimsókn minni til Magga
frænda rétt fyrir áramót voru
bækurnar á sínum stað á stofu-
borðinu, en hann var hálfslapp-
ur svona eins og hann sagði
sjálfur og heilsan mætti vera
betri en ekki kveinkaði hann
sér. Jæja, er mjúkur pakki í ár
Sigga mín?
Já, sagði ég. Fékkstu ekki
svolítið af bókum? Jújú og
Maggi taldi þær upp fyrir mér,
hann var byrjaður að lesa og
njóta. Einstaklega hæglátur og
ljúfur maður hann Maggi
frændi og hugsaði örugglega
meira en hann tjáði sig um.
Hann var fróður maður og vildi
láta lítið fyrir sér fara.
Maggi frændi hafði einstakt
lag á ljósmyndun og þar var nú
ekki tækninni fyrir að fara en
hann var einn af þeim fáu sem
voru með myndavél í eldri
kantinum og sendu í framköll-
un. Hann var duglegur að sýna
okkur hinum myndirnar þegar
þær komu úr framköllun og
segja frá.
Við minnumst Magga frænda
með þakklæti.
Hver minning dýrmæt perla að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug
þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Maggi frændi, minn-
ing þín lifir og takk fyrir allt og
allt
Þín frænka,
Sigríður Ólafsdóttir
og fjölskylda.
Magnús Oddsson var vinnu-
félagi okkar um áratuga skeið
og varð í raun hluti af stórfjöl-
skyldunni.
Hann hóf störf sem sendi-
sveinn hjá Verzlun Vald.
Poulsen hinn 1. maí 1940, þá 14
ára gamall, og vann þar óslitið
til 30. apríl 2001, eða samtals í
61 ár.
Það er einstakt lán fyrir
stjórnendur fyrirtækis að hafa
slíkan mann innanbúðar, sem
kunni allt og þekkti alla og ekki
var síður mikilsvert að kynnast
svo ljúfum og lífsglöðum manni
sem Maggi var.
Hann var ungur þegar hann
missti föður sinn og kom til
Reykjavíkur ásamt móður sinni
og tveim systrum. Þótt skóla-
gangan væri ekki löng hélt
hann áfram að mennta sig, og
lærði bæði dönsku og ensku,
var til dæmis áskrifandi að
Newsweek, og las tæknibækur
á þeim tungumálum.
Á 61 ári breyttist margt
bæði í umhverfi viðskiptanna
og innan fyrirtækisins. Magnús
var alltaf með á nótunum og
aðlagaðist öllum breytingum.
Sem dæmi má nefna að hann
handskrifaði allt verð í verzl-
uninni inn í innbundnar bækur
en lærði allt verðið jafnóðum.
Því var oftast fljótlegra að
fletta upp í honum en bókun-
um.
Þegar kom að því að verzl-
unin tölvuvæddist fór hann
beint í tölvuna og skrifaði út
reikninga eins og hann hefði
aldrei gert neitt annað.
Magnús hafði þann sjald-
gæfa eiginleika að hann lét við-
skiptavinina alltaf finna að þeir
væru velkomnir og þyrftu ekki
að bíða lengi eftir afgreiðslu.
En þótt fyrirtækið, kúnnarnir
og eigendurnir ættu hug hans
hafði hann mörg önnur áhuga-
mál.
Hann hafði gaman af íþrótt-
um, sundi og ekki síst brids.
Hann fór á Ólympíuleikana í
Róm og í margar utanlands-
ferðir með góðu fólki.
Annar sérstakur eiginleiki
var hans góða geð, sem gerði
hann eftirsóttan bridsfélaga.
Hann gerði oft góðlátlegt grín
að þeim sem eyddu meiri tíma í
að rífast en í spilin.
Magnús var ógiftur og barn-
laus en átti fallegt heimili og
var vinmargur. Hann átti gott
líf og náði 92 ára aldri. Við fjöl-
skyldan og vinnufélagar minn-
umst hans með hlýhug og
þakklæti fyrir allt sem hann
gaf okkur.
Ingólfur Árnason
og fjölskylda.
Magnús S.
Oddsson
Langri og giftu-
ríkri ævi er lokið.
Dídí, tengdamóðir
mín, varð 94 ára.
Hún hélt reisn sinni til hinstu
stundar. Til marks um það, þá
var henni ekkert um að nota
göngugrind, eins og „gamla fólk-
ið“, því hún var hrædd um að
verða háð henni. Hún var einnig
vel með á nótunum miðað við ald-
ur, var sílesandi alla tíð og hafði
alltaf bókastafla nærri sér. Dídí
var sterkur persónuleiki og hafði
ákveðnar skoðanir á hlutunum,
sem ekki var auðvelt að hnika.
Fyrir sjö árum fór Dídí í
hjartaskurðaðgerð og dró þá úr
veraldarvafstri hennar og er ekki
laust við að kjarkur og lífsgleði
hafi þá minnkað, sérstaklega eft-
ir að lífsförunautur hennar til 68
ára, Magnús Guðmundsson, lést
fyrir þremur árum. Í kjölfar fót-
brots 2015 fór Dídí á Hjúkrunar-
heimilið Mörk og lifnaði þá held-
ur betur yfir henni, því hún varð
óþreytandi í heimsóknum, kaffi-
húsaferðum og öðru útstáelsi
með sínum nánustu eftir það.
Fjölskylda Dídíar var henni afar
náin og heimsótti hana oft og
hvatti hana til dáða. Er þar á eng-
an hallað þó minnst sé á Stefán,
dótturson hennar, sem var
óþreytandi við að koma við hjá
ömmu sinni og fá hana út á meðal
fólks, þó ekki væri nema á kaffi-
hús. Oftar en ekki lá leiðin heim
til Lillýjar, systur Dídíar og Guð-
rúnar Drafnar, dóttur Lillýjar, í
matarkræsingar og langt og gott
spjall um dægurmál og gamla
daga. Þær stundir voru Dídí afar
kærar og var hún Stefáni mjög
þakklát fyrir ræktarsemina.
Ég kynntist Dídí fyrst fyrir 15
árum, þegar ég og Una Þóra,
dóttir hennar, rugluðum saman
reytum, þó ég hafi þekkt vel til
fjölskyldunnar og ættingjanna
frá Ísafirði alla tíð. Ég er þakk-
látur fyrir, hve mér var vel tekið
af þeim öllum og þakka Dídí fyrir
alltof stutt, en elskuleg kynni.
Blessuð sé minning hennar.
Hörður Högnason.
Elsku fallega amma mín. Mik-
ið er leiðinlegt að þú sért farin frá
okkur. Það leynir sér ekki að það
er nokkuð tómlegt án þín og á eft-
ir að taka smá tíma að átta sig á
Agnete Simson
✝ Agnete Simson(Dídí) fæddist 9.
september 1923.
Hún lést á 23. jan-
úar 2018.
Útför Agnete fór
fram 16. febrúar
2018
fjarveru þinni. Það
var virkilega erfitt
að sjá þig svona
veika síðustu daga
þína. En núna ert
þú komin til afa
þannig að allt verð-
ur miklu betra.
Eins góðri og
hlýrri manneskju
hef ég aldrei
kynnst. Hún var
hin fullkomna
formúla að ömmuímyndinni.
Því verður ekki á móti mælt að
hún amma lifði mjög þægilegu og
góðu lífi. Hún var mikil sögukona
og hafði gaman af því að sega frá
gamla tímanum. Hún hafði
græna fingur og hafði góða hæfi-
leika til að mála myndir. Hlíðar-
gerði og garðurinn var henni allt.
Garðurinn í Hlíðargerði vakti
mikla athygli á sumrin enda var
hann sem glæsilegastur. Hún
lagði mikla vinnu í að halda hon-
um við og var það hennar allra
helsta áhugamál.
Maður á svo margar góðar
minningar með ömmu í garðinum
á sumrin. Þegar maður kom heim
í Hlíðargerði var það fyrsta sem
amma spurði um hvort maður
væri ekki svangur. Það var mjög
fyndið við hana ömmu að alltaf
var hún að bjóða manni upp á
sætindi, en á sama tíma og hún
rétti manni kex þá talaði hún um
að maður þyrfti nú að passa sig
að fitna ekki. Amma var mjög
nægjusöm og stundum einum of,
en þegar kom að því að versla í
Rúmfatalagernum þá mátti sko
eyða enda frábær verslun að
hennar sögn. Amma var mikill
lestrarhestur og henni fannst
mjög gaman að koma á bóka-
markaðinn í Perlunni. Í fyrra fór
ég með henni á bókamarkað, ég
er ekki frá því að hún hafi lesið
aftan á allar bækurnar á mark-
aðnum.
Að lokum langar mig til þess
að þakka þér fyrir samveruna
síðustu 29 ár og þá sérstaklega
síðustu þrjú ár. Við áttum virki-
lega góðar stundir saman eftir að
þú fórst á Mörkina og munu þær
lifa með mér til æviloka. Takk
fyrir að hafa alltaf staðið þétt við
bakið á mér og stutt mig áfram í
lífinu.
Takk fyrir þau fallegu orð sem
þú sagðir við mig á spítalanum,
betra veganesti væri ekki hægt
að taka með sér út í lífið. Þú munt
alltaf eiga stað í hjarta mér og
minna mig á það góða í lífinu.
Megi sál þín verða að fallegu
blómi sem festir rætur sínar í
garðinum í Hlíðargerði, þar sem
þér leið best.
Stefán Þórarinsson.
Hann Lúlli bak-
ari er látinn.
Það eru margar
ljúfar minningar
sem renna í gegnum hugann þeg-
ar ég minnist hans Lúlla afa
(tengdaafi minn) sem lést núna 5.
febrúar að verða 88 ára gamall.
Á hverju ári eftir að við Stein-
ar kynntumst fórum við í Ólafs-
víkina og nutum gestrisni og
skemmtilegra stunda með Lúlla
afa og Sissu ömmu. Fjölskyldan
óx og alltaf var jafn mikilvægt að
koma aftur að ári.
Alveg sama hvenær sólar-
hringsins við mættum á svæðið
og hversu oft við sögðumst vera
Lúðvík
Þórarinsson
✝ Lúðvík Þór-arinsson fædd-
ist 6. apríl 1930.
Hann lést 5. febr-
úar 2018.
Lúðvík var jarð-
sunginn 16. febrúar
2018.
búin að borða þegar
við komum stóðu
kræsingarnar á
borðinu og þau tóku
brosandi á móti okk-
ur. Það var mikill
missir þegar Sissa
amma dó en móttök-
urnar voru enn jafn
ljúfar og góðar hjá
Lúlla afa.
Við kveðjum því
ákaflega ljúfan og
skemmtilegan mann sem hafði
góðan húmor fyrir lífinu og fylgd-
ist vel með hvað afkomendurnir
voru að bralla. Skemmtilegar
samræður um allt milli himins og
jarðar, og fannst honum ekki
slæmt að koma smá hita í um-
ræðuna, sem er auðvitað nauð-
synlegt til að hafa gaman af. Við
munum ávallt sakna þessara
stunda en minningin lifir.
Steinar, Guðrún Anna,
Finnbogi, Ríkharður Ingi
og Sólrún Elsa.