Morgunblaðið - 28.02.2018, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018
Stundum er erfitt
að skilja gang lífs-
ins. Það er bæði sár
og undarleg tilfinn-
ing að sjá á bak elsku systur minni
Dúu Stefaníu fyrir rúmum mánuði
og nú eiginmanni hennar, mági
mínum og kærum vini, Arnóri
Eggertssyni.
Dúa systir mín er í minning-
unni sú sem barnsminnið segir
mér að hafi stutt mig og leitt
heima á Siglufirði, þar sem við
fæddumst og ólumst upp. Síðar
varð það hennar hlutskipti að
eignast þann sómadreng að eig-
inmanni, sem við kveðjum nú,
Arnór Eggertsson. Frá upphafi
var ljóst að þar fór mannsefni,
enda hefur Arnór staðið í stafni,
sem góður eiginmaður, faðir
þriggja dætra og sjö annarra af-
komenda, allt hið gjörvilegasta
fólk. Reyndar verð ég að viður-
kenna, að hafa verið á varðbergi í
upphafi heimsókna Arnórs á
heimili okkar á Brávallagötunni,
en það lagaðist er fram í sótti,
enda ljóst að Dúu systur varð ekki
haggað. Hugur hennar og kær-
leikur stóð til þessa unga og
gjörvilega manns og þurfti engan
að undra, sem síðar kom á daginn.
Það var líka gott að eiga þau að á
mótunarárum mínum, en þá
bjuggu þau í Sörlaskjólinu og
þangað lágu spor mín oft. Eftir
stúdentspróf hóf Arnór nám í end-
urskoðun og lauk því á tilskildum
tíma. Síðan varð það hlutskipti
hans að vinna hjá Endurskoðun
Björns E. Árnasonar, þar til leiðir
skildi og Arnór vann sjálfstætt
eftir það. Mikil ásókn var að kom-
ast í viðskipti hjá Arnóri og þeir
sem einu sinni komust inn fyrir
þröskuldinn voru þar eftir aufúsu-
gestir, sum meðal stærstu fyrir-
tækja landsins. Sagt er um endur-
skoðunina, að þeir sem ekki hafi
þolinmæði og þrek ættu að fá sér
aðra vinnu. Báða eðliskostina
hafði mágur minn til að bera í rík-
um mæli. Mér er t.d. ekki eðlis-
lægt að halda utan um bókhalds-
gögn og skjöl og þaðan af síður að
skila öllu af mér í einu, en þetta
var allt til staðar hjá mér? Svör
endurskoðandans voru skýr. Nei,
elsku drengurinn minn, engu
verður lokið fyrr en tilheyrandi
skjöl koma í hús og þá fyrst var
„minn maður“ sáttur.
Þrátt fyrir annir átti Arnór sér
áhugamál sem hann rækti eftir
getu. Hann var liðtækur hand-
boltamaður á yngri árum og ekki
má gleyma KR, sem, að fjölskyldu
og vinum undanskildum, stóð
huga hans næst.
Arnór var góður bridsspilari og
var vinahópurinn, sem kom reglu-
lega saman um áratuga skeið,
honum mjög kær. Arnór var góð-
ur skotveiðimaður, naut þess að
ganga til rjúpna þegar færi gafst.
Í seinni tíð hafði Arnór ánægju af
að spila golf. Ekki get ég skilið við
mág minn án þess að minnast á
pólitík, en við sem teljumst til
þessarar fjölskyldu erum þekkt
fyrir skoðanir á því sviði. Því mið-
ur voru systkini mín oft ósammála
mér, en þegar allt ætlaði um koll
að keyra reyndi Arnór að bera
klæði á vopnin.
Arnór og Dúa höfðu mikla
ánægju af að ferðast innanlands
sem utan og ógleymanleg er sigl-
ing okkar Ingu með þeim fyrir
fjórum árum um Miðjarðarhaf.
Þegar ég nú ígrunda hve sam-
heldin og dugleg þessi góðu hjón,
Dúa og Arnór, voru, hjálpsöm og
áreiðanleg, verður manni hugsað
til foreldra okkar, sem blásnauð
komu í heiminn norður í Fljótum
og ekki síður til Arnórs heitins,
sem einstæð móðir kom til manns,
Arnór Eggertsson
✝ Arnór Egg-ertsson fædd-
ist 6. júlí 1941.
Hann lést 20. febr-
úar 2018.
Útför Arnórs fór
fram 26. febrúar
2018.
sem allir vildu eiga
að vini er kynntust
honum vegna mann-
kosta hans og dugn-
aðar.
Erfið og þungbær
veikindi hafa að
sönnu reynt á okkur
öll. Nú hefur verið
lögð líkn við þraut.
Við sendum fjöl-
skyldunni okkar
dýpstu samúðar-
kveðjur.
Ágústa Inga og Jónas
Hallgrímsson.
Ég kvaddi Arnór, mág minn,
þremur dögum áður en hann dó.
Sat hjá honum drjúga stund. Beið
eftir myndum sem hafa verið mér
ofarlega í huga lengi.
Ég sit í amerískum kagga með
Arnóri, Svenna Kjartans og
Gvendi Björns. Þetta voru miklir
gæjar. Ég er einn af þeim. Bíllinn
svífur um Vesturbæinn og niður á
rúntinn. Það er talað um allt milli
himins og jarðar. Loksins fékk
maður að komast inn í veröld
þeirra sem höfðu frá svo mörgu
spennandi að segja, MR, öllum
sætu stelpunum sem þeir voru
bálskotnir í, hinum fræknu
hetjum í KR og öllu því forboðna
sem drengur rétt fermdur varð
heillaður af. Um stund varð maður
hluti af lífi þessara lífsglöðu ungu
manna. Já, óskaplega var það
skemmtilegt að trúa því um stund
að maður væri að verða átján.
Það sem einkenndi Arnór á
þessum árum var hvað hann var
gjafmildur á tíma sinn til okkar,
systkina Dúu. Allt frá því að Arn-
ór kom inn í fjölskyldu okkar elsk-
uðum við hann öll. Mest fyrir
mannkosti hans, góða nærveru og
vinsemd. Líklega þótti mömmu
samt vænst um hann. Spurð af
hverju henni þætti svona mikið til
um Arnór, svaraði hún eftirminni-
lega: Hann hreinsar svo vel af
sviðahausum. Slíkir menn eru
vandfundnir og oft góðmenni,
sagði hún. Það voru sannmæli.
Aðra mynd á ég af Arnóri þeg-
ar hann undirbjó stórkostlega
veiðiferð okkar að Gíslholtsvatni
þar sem ég átti að læra silungs-
veiði. Við vatnið vorum við dag-
langt í dýrlegu veðri. Ég hafði í lok
dags fengið bestu kennslu í veiði-
skap, hafði dregið níu silunga en
hann tvo. Þetta er skrýtinn dagur,
sagði hann. Í barnsminni mínu var
þetta ævintýri. Við sátum tveir
einir heilan dag saman og spjöll-
uðum. Jafningjar.
Fyrir nokkru rifjaði Torfi,
bróðir Arnórs, það upp með mér
að Arnór, stóri bróðir, hefði sagt
við hann ungan að hann hlakkaði
til þeirrar stundar þegar Torfi
yrði nógu þroskaður til að lesa
bókina Veröld sem var eftir Stef-
an Zweig. Þessi gersemi evr-
ópskra bókmennta er eftirlæti
allra frelsisunnandi jafnaðar-
manna. Torfi taldi þetta vera til
marks um hvað jöfnuður var
Arnóri mikils virði. Það væri á
ábyrgð hans að koma þessum boð-
skap til yngri bróður síns.
Arnór var mikill útilífsmaður
og íþróttaunnandi alla tíð. En
mest af öllu unni hann fjölskyldu
sinni. Hún var ætíð í fyrirrúmi.
Það var líka alltaf gaman að heim-
sækja Dúu og Arnór og njóta
gestrisni þeirra og vinarþels til
okkar og barna okkar. Við eigum
líka einn Arnór sem barnabarn og
það er ekki erfitt að finna fyrir-
myndina. Börnin okkar Köru eiga
öll góðar minningar um Arnór og
góða nærveru hans og góðvild.
Meðan við Kara vorum ung og
áttum ekkert nema hvort annað,
voru Arnór og Dúa hluti af örygg-
isneti okkar. Þá þurfti að skrifa
upp á skuldbindingar fyrir eigna-
laust fólk. Alltaf sjálfsagt af þeirra
hálfu og hluti af þeirri góðu arf-
leifð sem fylgdi þeim báðum til
systkina og barna.
Fyrir allt þetta erum við Kara
þakklát. Við munum sakna Arn-
órs. Hann kvaddi bara allt of
snemma.
Þráinn og Kara.
Góður vinur er fallinn frá.
Ég hitti Arnór fyrst fyrir tæp-
um sjötíu árum vestur á Báru-
götu. Hann nýfluttur þangað með
Jóhönnu móður sinni, indælli
konu sem ég kynntist vel. Okkur
varð strax vel til vina og þar bund-
umst við þeim vináttuböndum sem
aldrei rofnuðu.
Það var gaman að vera
stráklingur í Vesturbænum á
þessum árum. Fótbolti á Landa-
kotstúni og á Framnesvegsvelli,
ævintýraferðir út í Örfirisey eða
veiðar á smábátabryggjunum svo
eitthvað sé nefnt. Nú eru breyttir
tímar frá því sem þá var.
Arnór dvaldi í sveit á sumrin,
eins og þá var algengt, hjá móð-
urfólki sínu prestshjónunum í
Vatnsfirði og sagði hann mér ný-
lega að það hefði verið góður tími
sem gaf honum mikið og hann
hefði ekki viljað missa af.
Arnór var góður íþróttamaður.
Á sínum yngri árum lék hann
knattspyrnu með Val, reyndar
fyrir misskilning því hann var
mikill KR-ingur og lék handbolta
með KR. Fyrir nokkrum árum hóf
hann svo að spila golf og hafði af
því mikla ánægju. Haustið 2015
heimsótti hann okkur Þorbjörgu
ásamt spilafélögum okkar til Ed-
inborgar þar sem við spiluðum
saman golf í viku tíma og naut
hann þess til hins ýtrasta.
Snemma árs 1965 stofnuðum
við bridsklúbb ásamt Birni
Bjarnasyni og Guðjóni Margeirs-
syni. Spilað var einu sinni í viku á
veturna í yfir hálfa öld og ekki féll
úr spilakvöld nema vegna fjar-
vista erlendis. Alltaf var tilhlökk-
unin jafn mikil enda félags-
skapurinn góður. Í hálfa öld
þáðum við góðar veitingar hjá
konum okkar, sem nú er þakkað
fyrir, þar á meðal Dúu konu Arn-
órs sem lést í janúarmánuði sl. eft-
ir erfið veikindi
Eftir stúdentspróf hóf Arnór
nám í endurskoðun og að því námi
loknu starfaði hann sem endur-
skoðandi hjá Endurskoðunar-
skrifstofu Björns E. Árnasonar
þar sem hann síðar varð meðeig-
andi og svo hjá Deloitte þar til eft-
irlaunaaldri var náð. Arnór var
fær endurskoðandi og sérlega
vinnusamur. Það var gott að leita
til hans um aðstoð þegar á þurfti
að halda.
Arnór kynntist Dúu konu sinni
á menntaskólaárunum. Þau giftu
sig árið 1964 og urðum við Þor-
björg þess heiðurs njótandi að
eiga með þeim skemmtilega
kvöldstund á brúðkaupsdaginn.
Síðan er liðinn langur tími og við
hjónin erum lánsöm að hafa átt
þau að vinum öll þessi ár. Þau
eignuðust þrjár góðar dætur, Arn-
dísi, Jóhönnu og Valdísi, sem hafa
reynst foreldrum sínum einstak-
lega vel í erfiðum veikindum
þeirra beggja.
Við Þorbjörg sendum dætrun-
um og öðrum ættingjum okkar
innilegustu samúðarkveðjur
vegna fráfalls þeirra.
Guðmundur Björnsson.
Með söknuði kveð ég minn góða
vin, Arnór Eggertsson.
Okkar fyrstu kynni voru sem
smá guttar, þegar safnast var
saman á Landakotstúni eða
Framnesvelli þar sem ótal mörg
strákaknattspyrnulið úr Vestur-
bænum kepptu sín í milli frá
morgni til kvölds.
Arnór var hetja í öllu sem hann
kom nálægt og átti það bæði við
leik og störf. Hann var bæði ná-
kvæmur, heiðarlegur, ákveðinn og
setti sér ætíð há markmið. Þetta
þekki ég sem vinur hans í árarað-
ir. Hann var e.t.v. seintekinn en
var traustur vinur vina sinna og
undir hægu yfirborðinu leyndist
glettinn og einstaklega ljúfur
drengur.
Þegar við vorum komnir rétt
yfir tvítugsaldurinn var stofnaður
bridsklúbbur með sameiginlegum
vinum okkar þeim Birni Bjarna-
syni og Guðmundi I. Björnssyni.
Herbert Haraldsson kom í klúbb-
inn þremur árum eftir stofnun en
hætti fljótlega vegna starfa er-
lendis.
Þessi ágæti spilaklúbbur okkar
starfaði á tímabilinu september til
loka apríl og sleitulaust í 52 ár. Þá
var bæði spilað af kappi og rætt
um landsins gagn og nauðsynjar
og málefni sem uppi voru á hverj-
um tíma. Í minningabankanum
eru líka skemmtilegar ferðir sem
við félagarnir fórum til London til
að fylgjast með fótboltanum og
núna nýlega ljúf minning frá golf-
ferð til Edinborgar. Þessi ár sem
spilaklúbburinn starfaði voru
ótrúlega skemmtileg og er margs
að minnast frá þeim tíma. Því mið-
ur koma þeir góðu tímar ekki aft-
ur en þá er gott að eiga dýrmætar
minningar.
Arnór byrjaði að spila golf fyrir
nokkrum árum með okkur félög-
unum. Það var hrein unun að
fylgjast með hve ótrúlegum fram-
förum hann náði á stuttum tíma,
enda kappsamur og ástundunin
góð. Nutum við góðs af því fé-
lagarnir þar sem hann dreif okkur
með sér.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(GJ)
Arndís, Jóhanna,Valdís og fjöl-
skyldur, ég bið ykkur Guðs bless-
unar.
Kæri vinur, farðu í Guðs friði og
megi hið eilífa ljós vísa þér veginn.
Guðjón Margeirsson.
Við andlát vinar míns, Arnórs
Eggertssonar, birtast í huga mín-
um óteljandi ánægjuleg minning-
arbrot frá liðnum áratugum.
Leiðir okkar Arnórs lágu fyrst
saman þegar ég kom suður, til
náms í Háskóla Íslands, að af-
loknu stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri, vorið 1963.
Samstúdent minn, vinur og
bridsfélagi úr MA, Guðmundur
Björnsson, þekkti tvo álitlega
drengi sunnan heiða, þá Arnór og
Guðjón Margeirsson.
Svo fór, að við fjórmenningarn-
ir mynduðum spilaklúbb í janúar
1965.
Síðan þá höfum við spilað nær
vikulega alla vetur, síðast þann 13.
mars síðastliðinn, eða í liðlega 52
ár. Öll þessi ár hefur alltaf verið
jafn gaman að hitta félagana og
aldrei hefur skugga borið á vinátt-
una.
Arnór var mjög áhugasamur
skotveiðimaður og þar lágu
áhugasvið okkar vel saman.
Þær voru óteljandi ferðirnar
sem við fórum saman, vítt og
breitt um landið, til rjúpna- og
gæsaveiða. Margar af ferðum
þessum voru ógleymanlegar æv-
intýraferðir í misjöfnum veðrum
og færð. Oft þurfti að losa bíla úr
sköflum og aurbleytu og þá komu
sér vel þolinmæði og þrautseigja
Arnórs.
Betri veiðifélaga en Arnór var
vart hægt að hugsa sér.
Hin síðari ár ánetjaðist hann
golfíþróttinni, ef til vill fullseint á
ævinni, en áhuginn var mikill og
ánægjan einnig. Í golfinu áttum
við einnig góða samleið.
Og ekki má gleyma KR-ingnum
Arnóri og óhætt er að fullyrða, að
fáir voru dyggari stuðningsmenn
félagsins en hann.
Ekki má hjá líða að nefna þá
eiginleika sem honum voru svo
ríkulega í blóð bornir, hjálpsemi,
heiðarleiki, dugnaður og þraut-
seigja.
Með þessum orðum kveð ég
þig, kæri vinur, með þakklæti fyr-
ir allar ánægjulegu samveru-
stundirnar.
Við Hanna sendum Arndísi, Jó-
hönnu, Valdísi og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Arnórs.
Björn R. Bjarnason.
Í dag kveð ég
móður mína eftir
stutta sjúkrahús-
vist.
Margt kemur upp í hugann á
svona stundu og rifjast upp liðnir
tímar, eins og segir „Margs er að
minnast, margs er að sakna“. Það
var alltaf nóg að gera hjá móður
minni meðan þau pabbi bjuggu í
sveitinni, næg voru verkefnin og
reyndi maður oft að rétta hjálp-
arhönd eftir bestu getu. Minnis-
stætt er þegar ég var barn að við
fórum saman á haustin í berjamó
og var ekki hætt að tína fyrr en
var búið að fylla þær fötur sem
við vorum með. Hún sagði oft við
mig: voðalega eru fljót að fylla
fötuna þína,. Já, sagði ég það er
vegna þess að ég tíni bara stóru
berin.
Svo gerði hún sultu og saft.
Hún var einstaklega lagin við að
elda góðan mat og var listakokk-
ur og einnig bakaði hún góðar
kökur og voru kleinurnar hennar
sérstaklega góðar og pönnukök-
urnar. Þegar ég var unglingur
settumst við niður á kvöldin með
handavinnu og hlustuðum á
kvöldsöguna í útvarpinu, þetta
voru okkar sérstöku samveru-
stundir og gott að grípa í handa-
vinnu eftir eril dagsins, því það
var nóg að gera í sveitinni og ekki
tími til að sitja við útsaum eða
Guðrún
Hjartardóttir
✝ Guðrún Hjart-ardóttir fædd-
ist 5. október 1923.
Hún lést 30. janúar
2018.
Útför Guðrúnar
fór fram 16. febr-
úar 2018.
prjónaskap að degi
til. Mamma var mik-
il hannyrðakona og
voru margar mynd-
ir hengdar upp á
vegg hjá henni og ég
tala nú ekki um alla
púðana sem hún
hefur saumað. Hún
saumaði líka föt á
okkur krakkana
þegar við vorum lítil
og var einstaklega
lagin við að nýta þau efni sem hún
hafði til að sauma úr.
Þegar þau fluttu til Reykjavík-
ur fór ég oft með henni í hann-
yrðabúðir svo hún gæti keypt sér
eitthvað fallegt til að sauma. Þeg-
ar hún átti orðið erfitt með að
fara út sendi hún mig til að kaupa
fyrir sig einhvern útsaum, þetta
var hennar besta afþreying. Þeg-
ar hún var orðin slæm í höndun-
um þá sagði hún oft við mig: „Æ
viltu ekki taka þetta og klára fyr-
ir mig?"
Þá var það eitthvað sem var
svo fínlegt að hún réð ekki við að
sauma það.
Ég gæti rifjað upp margt,
margt fleira en segi þetta gott.
Það má segja að hún hafi verið
búin að skila sínu þegar hennar
tími kom.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Minning þín lifir.
Ingunn.
Morguninn 1.
febrúar vaknaði ég
á mínum venjulega
tíma eins og alla virka morgna.
Nema þennan dag átti ég af-
mæli. Mér leið allan tímann á
meðan ég var að gera mig til-
búna í daginn eins og eitthvað
vantaði. Fann fyrir einhverju
tómarúmi. Svo þegar ég er á
leiðinni út tekur pabbi á móti
mér í forstofunni og segir mér
að þú hafir kvatt þennan verald-
lega heim fyrr um nóttina. Mér
leið í smástund eins og tíminn
hefði stoppað í nokkrar sekúnd-
ur.
Það var rosalega erfitt að
heyra þessi orð og ná að með-
taka þessar fréttir. Ég er að
reyna mitt allra besta til þess að
vera sterk fyrir þig en það er
mjög erfitt. Héðan í frá verður
þessi dagur ekki bara minn dag-
ur heldur verður hann dagurinn
okkar.
Elsku afi minn, ég sit hér og
hugsa til baka eins langt og ég
get munað. Rifja upp þær minn-
ingar sem ég á sem eru mér svo
dýrmætar. Það er mér mjög erf-
itt að hugsa til þess að þú sért
farinn frá okkur. Að ég muni
aldrei geta talað við þig aftur.
En á sama tíma get ég ekki ann-
að en fyllst af þakklæti. Þakk-
læti fyrir það að hafa fengið að
vera hluti af lífi þínu.
Það var alltaf gaman að koma
Jóhannes Her-
mann Ögmundsson
✝ Jóhannes Her-mann Ög-
mundsson fæddist
8. júlí 1930. Hann
lést 1. febrúar
2018.
Útför Jóhann-
esar fór fram 9.
febrúar 2018.
til ykkar ömmu.
Maður gat alltaf
treyst á það að þeg-
ar maður kom til
ykkar tókst þú á
móti manni með
bros á vör og faðm-
lagi. Það sem ég
myndi gefa fyrir
bara eitt afaknús í
viðbót. Þú varst
einstakur karakter
enda afi minn.
Minningarnar sem ég á um
þig eru mér ómetanlegar. Öll
áramótin sem við eyddum hjá
þér og ömmu í Hrauntungunni,
eða eins og í minningunni var
það í höllinni hjá ömmu og afa.
Því að jú, þetta var eins og höll
þegar maður var svona lítil. Það
fyrir mér voru bestu áramótin.
Eða þegar við krakkarnir lékum
okkur saman hjá ykkur þegar
við vorum yngri. Allar sumar-
bústaðaferðirnar sem við fórum
saman bæði í bústaðinn ykkar og
í húsið úti á Snæfellsnesi.
Ég var svo heppin að hafa
fengið að fara með ykkur ömmu
ein til Spánar. Vá hvað ég man
að mér fannst það ekkert smá
spennandi. Fá að fara til lands
sem ég hafði aldrei komið til áð-
ur og án mömmu og pabba. Allir
göngutúrarnir sem við fórum
saman að skoða sveitina,
markaðirnir sem við fórum á. Í
þessari ferð brölluðum við ým-
islegt skemmtilegt saman. Þær
eru svo ótrúlega margar góðar
og fallegar minningar sem ég á
að ég gæti hent í heila bók. Þess-
ar minningar mun ég varðveita
um ókomna tíð.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Þangað til næst.
Þín
Hjördís (minni).