Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 28.02.2018, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 2018 Frá morgnifyrir allafjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 • www.itr.is Laugarnar í Reykjavík NÆRING FYRIR LÍKAMA OG SÁL AF KVIKMYNDUM Hulda Rós Guðnadóttir Við Íslendingar höfum eignast okk- ar eigin Skömm. Það kom í ljós í myrkum sal í Húsi menninga heims- ins í Berlín síðastliðinn fimmtudag. Kvikmynd leikstýrunnar og Berl- ínarbúans Maríu Sólrúnar, Adam, var þá frumsýnd þar í flokknum „Kynslóð14+“ eða „Generation- 14plus“ á Kvikmyndahátíðinni í Berlín. Flokkurinn er tileinkaður kvikmyndum fyrir ungt fólk frá fjór- tán ára aldri og er lögð áhersla á að bera á borð fyrir þau nýjar uppgötv- anir og myndir af háum gæðastaðli víðsvegar að úr heiminum. Kynslóðarflokkurinn er hugsaður sem vettvangur þar sem fólk á öll- um aldri mætist með það göfuga og um leið mikilvæga markmið að leiðarljósi að gefa börnum og ung- lingum tækifæri til að taka þátt í umræðu um fagurfræði kvikmynda. Það má segja að það hafi tekist. Á hverju ári sækja um 65.000 áhorf- endur sýningar á kvikmyndunum undir þessum hatti. Frekar en að fara á frumsýningu Adam ákvað fréttaritari Morgunblaðsins að fara frekar á aðra sýningu myndarinnar í meginstraumskvikmyndahúsinu Cinemax á Potsdamer Platz klukk- an 11 á föstudagsmorgni. Og ef dæma má af fjölda unglinga í saln- um þá má draga þá ályktun að heimsókn á kvikmyndahátíðina þyk- ir mikilvægur liður í að mennta krakkana í sjónlistum og myndmáli. Þetta er ekki bara spurning um að horfa á kvikmyndina heldur bjóða umræður áhorfenda, kvikmynda- gerðarmanna og fagfólks að sýningu lokinni upp á tækifæri fyrir ung- linga til að þjálfa sig í gagnrýnni nálgun á kvikmyndir og sjá kvik- myndir frá öðru sjónarhorni en vanalega gefst í meginstraums- kvikmyndahúsum. María Sólrún vinnur í flæði Adam er Berlínarmynd eða nánar tiltekið Neukölln-mynd – og ef við eigum að vera alveg nákvæm Wes- erstrasse-mynd. Neukölln er hverfi í suðausturhluta borgarinnar þar sem margir ungir listamenn borg- arinnar hafa fundið sína hillu í lífinu. Weserstrasse er aðalgatan í þessari kreðsu og er nágrönnum á götunni þakkað í lok myndar. Leikstjóri og aðalleikari búa þar í íbúð sem verð- ur einmitt svið kvikmyndarinnar. Þetta er stórborgarmynd sem, eins og norsku sjónvarpsþættirnir Skömm, tekur á raunsæjan hátt á heimi unglings. Við undirbúning Skammar var leitast við að fá til þátttöku unglinga vítt og breitt um Noreg í handrits- og hugmyndaskrif og svipað gerðist í vinnslu Adam. Aðalleikari myndarinnar, Magnús Maríusson, er sonur Maríu. „Magn- ús var að klára kvikmyndaskóla. Við vorum með þessa íbúð og okkur langaði að gera kvikmynd. Mánuði eftir að hugmyndin vaknaði fóru fyrstu tökur fram. Við tókum upp efni og klipptum smá og tókum svo upp meira efni. Þannig var myndin unnin án handrits en í flæði þess sem gerðist á milli þess sem við tók- um upp efni,“ segir María þegar hún er spurð út í vinnslu myndar- innar. Einskonar spunaleikur hér á ferð og kallast þannig á við vinn- ingsmynd hátíðarinnar Touch Me Not þó myndirnar séu ólíkar. Það sýnir hugrekki Maríu, sérstaklega í ljósi þess hvað hún er fær handrits- höfundur, en handritsskrif og -ráð- gjöf hefur verið hennar aðalstarf um árabil. Hún fer ekki auðveldu leiðina heldur skorar sjálfa sig á hólm með góðum árangri. Magnús vinnur stórsigur Magnús nær miklum hæðum í túlkun sinni á hinum heyrnarlausa Adam sem er að fást við móður- missi. Móðirin, teknólistakona um fertugt, hefur fengið heilabilun og er að týnast inni í sjálfri sér á stofn- un í hverfinu. Myndin fjallar um hörmulegar aðstæður en verður samt aldrei melódramatísk. Hún kemur hinsvegar sífellt á óvart og er fyndin á frumlegan hátt. Magnús lifir sínu lífi og verður ástfanginn á Tinder, á sama tíma og hann er að kljást við ákveðna valþröng sem skilaboðaskjóða frá móður hans í fortíð hefur komið honum í. Í kvik- myndinni er velt upp til hvers má ætlast af ástvinum, sérstaklega börnum sínum. Rammi kvikmyndar- innar í skapandi iðu Neukölln, himnaríki unglingsins, er samhengi sem gerir unglingum dagsins í dag auðveldara með að finna til hlut- tekningar en oft gerist með amer- ískt unglinga- og barnaefni. Heim- urinn er nær þeim og ekki er verið að tala niður til þeirra. Hér er partí á ferðinni en persónan Adam er marglaga og flókin og það er ánægjulegt fyrir unglinginn að fá að spegla sig í flækjunni. Þetta er heimilismynd eða sjálfs- fjármögnuð kvikmynd og gerð með aðstoð vina og fjölskyldu. Tónlistin var í höndum dóttur og tengdasonar leikstýrunnar, Magneu og Haraldar Þrastarsonar, og Magnús sá einnig um framleiðslu. Það hefur ekki nei- kvæð áhrif á gæði myndarinnar heldur þveröfugt. Þeim hefur tekist að finna aðferð og nálgun sem gerir heimilisframleiðslu að kosti frekar en takmörkun. Myndin tók þrjú ár í vinnslu og fór að lokum í eftir- vinnslu í Mexíkó en aðalframleið- endur kvikmyndarinnar eru þaðan og annast Kvikmyndamiðstöðin í Mexíkó sölu á henni. Kvikmyndin er tileinkuð móður Maríu og ömmu Magnúsar og Magneu sem lést árið 2012.  Ný kvikmynd Maríu Sólrúnar, Adam, var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Berlín í liðinni viku  Leikstýran „fer ekki auðveldu leiðina heldur skorar sjálfa sig á hólm með góðum árangri“ Ljósmynd/Hulda Rós Guðnadóttir Leikstjórinn María Sólrún mætir á rauða dregilinn fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Adam í Berlín. Big Key Film/Joanna Piechotla Ljósmynd/Hulda Rós Guðnadóttir Veggspjöld Adam kynnt með myndum í flokknum „Kynslóð14+“.Adam Magnús Maríuson í aðalhlutverkinu. Myndin var tekin í Berlín. Okkar eigin Skömm Sýning Guðlaugar Gunnarsdóttur, 17. júní, hefur verið opnuð í Liststofunni að Hringbraut 119 og er það sjötta einkasýning hennar. Í tilkynningu segir að í verkunum sínum leitist Guð- laug við að finna kjarna tilveru sem sameinar lifandi verur náttúrunni í hinu stóra samhengi hlutanna. Sak- leysið, lífið, dauðinn, ljósið og myrkrið leika stór hlut- verk í list hennar. Á sýningunni eru tvær seríur, jarðar- faraskreytingar unnar í kol, þar sem lykilblóm mynda form sem getur haft ákveðna táknræna þýðingu, og op- inberum portrettum merkisfólks úr íslensku þjóðlífi, sem prentuð eru á ljósritunarpappír, er umbreytt í dýr með kolum og krít. Guðlaug nam í Danmörku og lauk framhaldsnámi í Nice í Frakklandi. Hún hefur sýnt víða í Evrópu á undanförnum árum. Guðlaug Gunnarsdóttir í Listastofunni Eitt verka Guðlaugar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.