Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Í HELGUM STEINI TABULA GRATULATORIA Karl Sigurbjörnsson, biskup, er áhrifamikill prédikari sem talar beint inn í íslenskan samtí- ma. Hann leggur út af guðspjallstextum af hugkvæmni og dýpt. Kímnin er aldrei langt undan enda undirstrikar hún iðulega alvöru málsins á sinn margræða hátt. Lesandinn fer með honum um ýmsar slóðir kunnugra texta úr Biblíunni og verður margs vísari. Hann vefur með listilegum hætti inn í texta sinn tilvitnanir í sígild íslensk skáld sem erlend, spekinga, alþýðufólk og börn, og varpar með því oft óvæntu ljósi á samhengi textans. Hver prédikun verður eins og lítið listaverk, ofin úr mörgum traustum þráðum sem sameinast að lokum í einum punkti: manneskjunni and- spænis Guði. Lestur einnar prédikunar kallar á lestur annar- rar því þær laða lesandann til sín með einlægri boðun sinni, baráttugleði, speki og hnyttni. Með hverri prédikun eru teikningar og tákn úr fórum höfundar, ljósmyndir og ljóð. Í bókinni verður Tabula Gratulatoria – heilla- óskaskrá. Þau sem vilja skrá sig á heillaóska- skrána, geta skráð sig og um leið gerst áskrifendur að bókinni, en hún kostar kr. 4.900 sem er forsöluverð. Skálholtsútgáfan annast útgáfu bókarinnar. Karl Sigurbjörnsson, biskup, varð sjötugur á síðastliðnu ári. Af því tilefni hafa vinir hans og velunnarar tekið höndum saman og ákveðið að gefa út safn prédikana eftir hann, en þær eru að mestu leyti frá þjónustu hans við Dómkirkjuna í Reykjavík síðastliðin þrjú ár. Hægt er að panta bókina á netfanginu skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is eða í síma 528 4200. VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg mun á næstu fimm árum fjárfesta fyrir um 200 milljarða í innviðum og þjónustu borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þetta um tvöföldun frá síðustu fimm árum. Borgin hafi aldrei fjár- fest svo mikið á fimm árum. „Ég held að það megi fullyrða að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta. Við erum á mesta uppbygging- arskeiði í sögu borgarinnar. Fjárfest- ingar borgarsjóðs eru t.d. 20 millj- arðar í ár. Þetta eru líka fyrirtækin og auðvitað er Orkuveitan lang- stærst. Hún er að koma inn með end- urnýjun veitna og fjárfestingar sem hafa í sumum tilfellum beðið. Alls er þetta því svona umfangsmikið.“ Fjárfest í félagslegum íbúðum „Hér eru líka taldir með Félags- bústaðir sem eru að fjárfesta mikið í nýju félagslegu leiguhúsnæði á tíma- bilinu. Þetta er þríþætt. Í fyrsta lagi skólar, leikskólar, sundlaugar, átak í malbiki og aðrir innviðir borgarinn- ar. Í öðru lagi veitur og aðrar fram- kvæmdir á vegum Orkuveitunnar og í þriðja lagi þetta mikla uppbygg- ingarátak í félagslegu húsnæði.“ Dagur vék m.a. að þessari fjárfest- ingu í fyrirlestri í Ráðhúsinu í gær- morgun (sjá grein fyrir neðan). Spurður hvort þetta verði því að jafnaði 40 milljarðar á ári næstu fimm ár segir Dagur fjárfestinguna meiri í ár og á næsta ári en árin þar á eftir. Fjárfestingin sé „framþung“. Spurður um fjármögnun segir Dagur hér horft til langs tíma. „Þessar framkvæmdir eru meðal annars fjármagnaðar af fyrirtækjum borgarinnar. Þau eru auðvitað vön að vera í svona langtímafjárfestingum. Sumt af því er tekið að láni en við er- um líka að greiða niður býsna mikið af lánum. Borgarsjóður fær tekjur af sölu byggingarréttar og gatnagerð- argjöld vegna uppbyggingarinnar. Við erum því í raun að taka mjög lít- inn hluta þeirra að láni. Á þessu ári erum við til dæmis að taka að láni um þrjá milljarða af þeim 20 sem við er- um að fjárfesta fyrir [hjá borgar- sjóði]. Þannig að við erum að nýta fjárhagslegan styrk til þess að fjár- festa í innviðum.“ Spurður hvernig efnahagsreikn- ingur borgarinnar verði að loknu þessu framkvæmdaskeiði segir Dag- ur að hann verði „svipaður og núna“. „Við náðum algjörum umskiptum í fjármálum borgarsjóðs á miðju þessu kjörtímabili; áður hafði okkur [tekist] að snúa við stöðu Orkuveitunnar sem var lykilatriði. Á síðustu fimm árum höfum við greitt niður skuldir um 100 milljarða í samstæðu borgarinnar. Og erum að nýta þá sterku stöðu til þess að fjárfesta í innviðum og íbúð- um,“ segir Dagur. Sveitarstjórnar- kosningar fara fram laugardaginn 26. maí næstkomandi. Spurður hvernig stefnan í skatta- málum muni birtast borgarbúum á næsta kjörtímabili nefnir Dagur til dæmis skatta af fasteignum. Lækkuðu fasteignaskatta „Skattastefnan mun birtast í því að Reykjavíkurborg er með einhverja lægstu álagningu fasteignaskatta á íbúðarhúsnæði í landinu. Við vorum að lækka hana um 10% og er álagn- ingin því nú 0,18%. Til viðbótar erum við með eina hæstu afslættina fyrir eldri borgara og öryrkja. Það tekur mið af tekjum, þannig að tekjulægri eldri borgarar og öryrkjar fá allt að 100% afslátt af fasteignasköttunum. Við erum með þá stefnu að stilla gjaldtöku í hóf. Við erum með sér- stök markmið varðandi barnafjöl- skyldur. Við viljum að það sé hag- stæðast fyrir barnafjölskyldur að vera í Reykjavík þegar allir skattar og gjöld eru tekin saman. Það er að- eins Seltjarnarnes sem er á svipuð- um slóðum. Þannig að ég er mjög stoltur af því hvernig þessum málum er háttað. Og svo má ekki gleyma að um 3,5 milljarðar af útsvari Reykvík- inga fara árlega í að niðurgreiða skólamál úti á landi í gegnum jöfn- unarsjóð sveitarfélaga.“ Hann segir aðspurður tilefni til að endurskoða þetta fyrirkomulag. „Það vekur alla vega spurningar að hluti þessa fjár rennur til stönd- ugra sveitarfélaga, til dæmis Garða- bæjar. Ég held að það sé fyllsta ástæða til að fara yfir það.“ Mikil þjónusta kallar á útsvarið Spurður um útsvarsprósentuna á komandi kjörtímabili segir Dagur borgina fullnýta þann tekjustofn „eins og flestöll sveitarfélög“. „Það er almennt ekki mikill munur á útsvar- sprósentum sveitarfélaga. Útsvarið er hugsað til að standa undir góðri og öflugri þjónustu við borgarbúa,“ seg- ir Dagur. Spurður hvaða áhrif fyrirhuguð uppbygging atvinnuhúsnæðis mun hafa á tekjur borgarinnar segir Dag- ur að til skamms tíma kalli þetta á mikil útgjöld borgarinnar. Til lengri tíma jafnist það út með tekjum. Hann tekur dæmi af Vogabyggð en þar verða á annað þúsund íbúðir. „Þar þurfti sérstaka samninga við uppbyggingaraðila um að deila inn- viðakostnaði með borginni svo það yrði ekki eftir himinhár reikningur fyrir skattgreiðendur út af því nýja hverfi, en uppbyggingaraðilar fengju allan ábatann af nýju skipulagi. Þess- ir útreikningar sýndu að þrátt fyrir aukin fasteignagjöld og útsvarstekj- ur til framtíðar dugir það rétt fyrir þeirri öflugu þjónustu sem sveitar- félögum er ætlað að veita íbúum. Stofnkostnaðinn þarf líka að fjár- magna,“ segir Dagur. Boðar 200 milljarða fjárfestingu  Borgarstjóri boðar átak í uppbyggingu innviða  Fram undan séu mestu framkvæmdir í sögunni  Vegna eignasölu þurfi borgin ekki að taka mikil lán  Þjónustukrafan kalli á núverandi útsvar Teikning/VA arkitektar Drög Deiliskipulag við Skúlagötu og Frakkastíg. Hér er búið að teikna 8 hæða íbúðaturn fyrir miðri mynd og nýbyggingar meðfram Sæbrautinni. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti uppbyggingu og lóðaframboð í borginni á fundi í Ráðhúsinu í gær. Þar greindi hann frá hugmyndum um gerð ylstranda í Gufunesi og við Laugarnes. Þær verði minni en ylströndin í Nauthólsvík. Dagur kynnti líka hugmyndir um uppbyggingu á landi meðfram Skúla- götu á horni Frakkastígs. Þar stendur til að reisa 8 hæða hús með tugum íbúða. Landið er þar á móti, milli Sæ- brautar og Skuggahverfis. „Það má sjá fyrir sér heilsutengda starfsemi á þessari landræmu. Það er ekki mikið framboð af líkamsrækt, jóga eða öðru slíku í miðborginni,“ segir Dagur en svæðið er eitt þriggja sem borgin þróar í alþjóðlegu verkefni 40 borga. Miðar það að umhverfis- vernd og sjálfbærni. Þá greindi Dagur frá áformum um samstarf borgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um uppbyggingu golf- aðstöðu og vinnu við deiliskipulag fyr- ir nýjar atvinnulóðir. Þá bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum. Fram kom í máli Dags að Reykja- víkurborg hefði úthlutað 2.028 lóðum undir íbúðir 2014-17. Til samanburðar hefði Kópavogur úthlutað 413 lóðum, Hafnarfjörður 395 lóðum, Garðabær 42 lóðum og Mosfellsbær 200 lóðum. Til viðbótar mun borgin úthluta lóðum fyrir 1.173 íbúðir í vor. Umræðan fellur í skotgrafir Spurður hvort þessi samanburður sé heiðarlegur, í ljósi þess að hin sveit- arfélögin séu að byggja upp á svæðum sem séu í einkaeigu en sveitarfélögin samþykktu nýjar byggingarheimildir í skipulagi, segir borgarstjóri borgina bæði í fararbroddi í lóðaúthlutunum og samþykktu skipulagi. „Umræðan dettur stundum í póli- tískar skotgrafir. Þá er talað um eitt- hvað sem geti komið höggi á einhvern pólitískt. Það hefur verið mikil um- ræða um lóðaúthlutanir borgarinnar og ég biðst ekki undan því. Það er hins vegar svolítið furðulegt að þegar kem- ur í ljós að Reykjavík hefur úthlutað miklu fleiri lóðum en nokkur annar megi ekki lengur tala um lóðaúthlut- anir.“ Má ekki vantelja íbúðirnar Dagur segir borgina að yfirfara skráningu nýrra íbúða með Þjóðskrá Íslands og öðrum hagsmunaaðilum. „Þessar tölur hafa verið mikið á reiki og þess vegna þarf að leggjast yfir þær. Eitt af því sem við lærðum í hruninu var að byggingariðnaðurinn byggði ákvarðanir á mjög ófull- komnum gögnum. Þetta viljum við bæta. Það má hvorki oftelja né van- telja. Það er ýmislegt sem virðist stangast á í þeim tölum sem liggja fyr- ir. Við höfum til dæmis í þrjú ár í röð afgreitt metfjölda byggingarleyfa fyr- ir nýjar íbúðir. Við sjáum á krönunum að þessi svæði eru í uppbyggingu en við sjáum það ekki koma inn í tölur yf- ir fokheldar íbúðir eða fullgerðar íbúð- ir af sama krafti. Mestu skiptir að þetta sé rétt. Þetta eru hlutir sem við þurfum að fara yfir,“ segir Dagur. Þá kom fram í máli Dags að borgin hefði fengið 3,6 milljarða fyrir sölu bygging- arlands og fasteigna í Gufunesi. Þar á að reisa kvikmyndaþorp. bald- ura@mbl.is Ylstrendur og jóga á Skúlagötu  Lóðir teiknaðar á landi golfklúbbs Morgunblaðið/Hari Í Ráðhúsinu Dagur B. Eggertsson kynnir framboð af lóðum í borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.