Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
Málþing verður haldið á Kjarvals-
stöðum í dag, laugardag, kl. 14 til
16 í tengslum við sýninguna Líð-
andin – la durée. Á sýningunni
getur að líta mörg verk Jóhann-
esar S. Kjarvals frá fyrri hluta
síðustu aldar, þegar hann komst
fyrst í kynni við framúrstefnu-
hreyfingar í listum í Evrópu.
Frummælendur á málþinginu
eru Aldís Arnardóttir, sýning-
arstjóri sýningarinnar, Benedikt
Hjartarson, prófessor í almennri
bókmenntafræði við Háskóla Ís-
lands, og Ólafur Ingi Jónsson,
deildarstjóri forvörsludeildar
Listasafns Íslands.
Aldís mun meðal annars fjalla
um það hvernig hugmyndir heim-
spekingsins Bergson tengjast
myndmáli Kjarvals, Benedikt bein-
ir sjónum að samræðu í verkum
Kjarvals við verk ítalska fútúr-
ismans og Ólafur Ingi fjallar um
rannsóknir sínar á hinu kunna
verki listamannsins Hvítasunnu-
dagur.
Árlegir vortónleikar Skóla-
hljómsveitar Kópavogs verða
haldnir í Háskólabíói á morgun,
sunnudag, og hefjast kl. 14.
Á tónleikunum koma fram um
150 börn og unglingar sem búsett
eru í Kópavogi og flytja þau, sam-
kvæmt tilkynningu, hressilegt og
fjölbreytt tónlistarprógramm. Með-
al annars munu hljóma lög úr Star
Wars-kvikmyndunum, Florentiner
Mars, ýmis þjóðlög og popptónlist,
djasstónlist og tónverk samin fyrir
lúðrasveitir.
Miðasala er í Háskólabíói frá kl.
10 á tónleikadag.
Skólahljómsveit Kópavogs var
stofnuð á haustdögum 1966 en af-
mælisdagur hennar alltaf miðaður
við fyrstu tónleikana sem voru
haldnir 22. febrúar 1967.
Tónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs
Leikgleði Félagar í Skólahljómsveit
Kópavogs bregða á leik eftir tónleika.
Nótan – uppskeruhátíð tónlistar-
skóla verður haldin í níunda skipti
á sunnudag, í Eldborgarsal Hörpu.
Á efnisskrá tvennra tónleika, sem
hefjast kl. 12 og kl.14, eru 24 tón-
listaratriði sem hafa verið valin á
svæðistónleikum Nótunnar út um
landið. Þátttakendur koma því
víðsvegar að og leggja sumir í
langt ferðalag til að stíga á svið
Hörpu.
Í tilkynningu segir að ómæld
vinna liggi að baki, æfingar í allan
vetur, en tæplega eitthundrað
nemendur muu stíga á svið og
„uppskera eins og til var sáð“.
Á lokaathöfn kl. 16.30 verða
veittar ýmsar viðurkenningar og
m.a. útnefnir dómnefnd besta at-
riði Nótunnar 2018.
Uppskeruhátíð tónlistarskóla í Hörpu
Einbeiting Frá Nótunni í fyrra. Nær eitt-
hundrað hljóðfæraleikarar koma nú fram.
Sýning á verkum ljósmyndarans
Pauls Bevan verður opnuð í sýning-
arsalnum Ramskram, að Njálsgötu
49, klukkan 17 í dag, laugardag.
Ramskram er sýningarsalur fyrir
metnaðarfulla samtímaljósmyndun.
Sýninguna kallar Bevan In Su-
perposition: Ice and land. Hann
sýnir annarsvegar myndröð þar
sem saman koma hugmyndir um
ljósmyndun, gjörningalist og rann-
sókn eða athugun. Hann sýnir einn-
ig tvær myndraðir frá 9. áratug lið-
innar aldar, þar sem skrásettir eru
gjörningar hans.
Paul Bevan er yfir meistaranámi
í tískuljósmyndun við London Col-
lege of Fashion. Hann hefur unnið
innan háskóla í þrjá áratugi og mót-
að námsgreinar sem ganga þvert á
myndlist, hönnun og tísku.
Bevan sýnir ljósmyndaverk í Ramskram
Gjörningar Hluti verks eftir Paul Bevan
á sýningunni í Ramskram.
Í fyrirlestri á vegum Richard Wag-
ner félagsins í Hanesarholti á laug-
ardag kl. 15 mun Árni Blandon
fjalla um Richard Wagner og Franz
Liszt. Fyrirlesturinn kallar hann
„Wagner og Liszt: Vinátta, óvin-
átta, vinátta.“
Í erindinu er fjallað um það á
hvaða forsendum vinátta tónskálds-
ins Richards Wagners og píanó-
snillingsins og tónskáldsins Franz
Liszt byggðist, meðal annars á því
hvernig Liszt auglýsti verk Wag-
ners og styrkti hann fjárhagslega.
Og síðan hvernig súrnaði í vinátt-
unni vegna maka og sambýlis-
kvenna snillinganna. Og að lokum
hvernig Wagner tókst að koma vin-
áttunni á aftur með snilldarlega
stíluðu bréfi til Liszt, þannig að út-
koman er sú að ekki er nóg með að
stytta af Wagner og eiginkonu hans
(dóttur Liszt) sé fyrir utan Hátíða-
leikhús Wagners í Bayreuth, heldur
er samsvarandi stytta af Liszt þar
líka.
Vinátta og óvinátta Wagners og Liszt
Fyrirlesarinn Árni Blandon fjallar um
tónskáldin Wagner og Liszt.
Sýningarstjóri Aldís Arnardóttir.
Málþing um Kjarval, tengt Líðandinni
What Will People Say
Bíó Paradís 20.00
A Gentle Creature
Bíó Paradís 22.00
Antboy: Rauða refs-
inornin
Bíó Paradís 14.00
Before We Vanish
Bíó Paradís 22.30
Montparnasse Bien-
venue
Bíó Paradís 18.00
Redoubtable
Bíó Paradís 20.00
Call Me By Your
Name
Metacritic 93/100
IMDb 8,3/10
Bíó Paradís 14.00
Óþekkti
hermaðurinn
Morgunblaðið bbbnn
Bíó Paradís 20.00
Women of Mafia
Bíó Paradís 22.30
The Florida Project
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 92/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 14.00, 17.45
Fullir vasar 12
Laugarásbíó 18.00, 20.00,
22.10
Smárabíó 15.40, 18.30,
20.00, 22.20
Háskólabíó 18.20, 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.30
The Post 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 83/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Kringlunni 15.00,
17.30
Fifty Shades Freed 16
Metacritic 32/100
IMDb 4,3/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Smárabíó 20.40
Darkest Hour
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 75/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Álfabakka 14.20,
17.00, 19.40
Winchester 16
Metacritic 28/100
IMDb 5,3/10
Sambíóin Egilshöll 22.10
The 15:17 to Paris 12
Metacritic 45/100
IMDb 5,2/10
Sambíóin Egilshöll 17.50,
20.00
Maze Runner: The
Death Cure 12
Metacritic 52/100
IMDb 7,2/10
Smárabíó 21.00
The Shape of
Water 16
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 86/100
IMDb 7,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
19.40
Háskólabíó 20.50
Three Billboards
Outside Ebbing,
Missouri 16
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 88/100
IMDb 8,4/10
Háskólabíó 15.30, 20.30
Jumanji: Welcome to
the Jungle 12
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 18.00
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,0/10
Háskólabíó 18.00
The Greatest
Showman 12
Metacritic 68/100
IMDb 6,4/10
Háskólabíó 18.10
Steinaldarmaðurinn
Metacritic 48/100
IMDb 8,0/10
Laugarásbíó 14.00, 16.00,
18.00
Smárabíó 12.50, 15.20,
17.40
Háskólabíó 15.40
Borgarbíó Akureyri 13.40,
15.40
Lói – þú flýgur aldrei
einn Morgunblaðið bbbbn
Laugarásbíó 14.00, 16.10
Smárabíó 13.00, 15.10,
17.20
Háskólabíó 16.00
Bling Sambíóin Álfabakka 13.30,
15.40, 18.00
Sambíóin Egilshöll 13.00,
15.30
Sambíóin Kringlunni 13.00
Sambíóin Akureyri 15.40
Ævintýri í
Undirdjúpum IMDb 4,0/10
Sambíóin Álfabakka 13.00,
15.00
Sambíóin Egilshöll 13.00
Paddington 2 Metacritic 89/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 13.50
Smárabíó 13.30, 16.00
Ferdinand Metacritic 58/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 13.00
Coco Metacritic 81/100
IMDb 8,7/10
Sambíóin Álfabakka 13.20,
15.40
T’Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að
vernda land sitt frá óvinum bæði erlendum
sem innlendum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,1/10
Laugarásbíó 17.00, 19.50, 22.35
Sambíóin Álfabakka 14.30, 17.30, 20.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 14.00, 15.00, 17.00, 18.00, 20.00, 21.00,
22.45
Sambíóin Kringlunni 13.40, 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.30
Black Panther 12
Red Sparrow 16
Dominika Egorova er elskuleg
dóttir sem er staðráðin í því að
vernda móður sína, sama hvað
það kostar.
Metacritic 56/100
IMDb 5,4/10
Laugarásbíó 19.50, 22.40
Sambíóin Kringlunni 13.40, 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.20
Smárabíó 13.00, 16.00, 19.00, 19.30, 22.00, 22.30
Háskólabíó 17.50, 20.50
Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.00
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio
Game Night 12
Vinahjón sem hittast vikulega
og spila leiki fá um nóg að
hugsa þegar nýr morðleikur er
kynntur fyrir þeim.
Metacritic 70/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00, 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20
Sambíóin Keflavík 22.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna