Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
Ársfundur 2018
fimmtudaginn 22. mars
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn
22. mars 2018 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura kl. 17:15.
Dagskrá
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur 2017 og tryggingafræðileg athugun á fjárhag samtryggingarsjóðs.
3. Kynning á fjárfestingarstefnu.
4. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning endurskoðenda eða endurskoðunarfélags.
7. Ákvörðun um laun stjórnar.
8. Önnur mál.
Vakin er athygli á því að framboðum til stjórnar
(aðalmenn) skal skila viku fyrir ársfund sjóðsins.
Framboðsfrestur til stjórnar rennur út þann
15. mars 2018 kl. 24:00.Hægt er að senda inn
framboð á netfangið almenni@almenni.is.
Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur konum og þremur
körlum. Á ársfundi lýkur kjörtímabili tveggja kvenna
og því skal kjósa tvær konur í aðalstjórn. Að auki
skal kjósa einn varastjórnarmann.
Ársreikningur sjóðsins, nánari upplýsingar um
ársfundinn og breytingar á samþykktum eru á
heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.
Nánar á nýjum vef
www.almenni.is
- Hæsta raunávöxtun 2017: 7,9%
- Heildareignir: 209 milljarðar
- 44 þúsund skráðir sjóðfélagar
- 1/3 lágmarksiðgjalds í séreign
- Sjö ávöxtunarleiðir í boði
- Lífeyrissjóður ársins 2017 í Evrópu*
*samkvæmt fagtímaritinu European Pensions
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Kostnaður vegna framkvæmda á veg-
um norska Stórþingsins hefur farið
109% fram úr áætlun og veldur nú
pólitískum usla í Noregi.
Árið 2011 var ákveðið að fara í end-
urbætur á byggingum þingsins og
áttu þær að kosta um 70 milljónir
norskra króna. Árið 2014 var fleiri
framkvæmdum bætt við, meðal ann-
ars nýju pósthúsi, nýrri vörumóttöku
og 250 metra löngum bílagöngum.
Með þessum breytingum var gert ráð
fyrir að kostnaður yrði 1,1 milljarður
norskra króna. Nýlega fréttist að
heildarútgjöld til þessa eru 2,3 millj-
arðar norskra króna (tæpir 30 millj-
arðar íslenskra króna), sem er 1,2
milljarða norskra króna (15,5 millj-
arðar íslenskra króna) fram úr upp-
haflegri áætlun samkvæmt umfjöllun
norska ríkisútvarpsins NRK.
Olemic Thommessen, forseti Stór-
þingsins, tilkynnti þinginu hinn 20.
desember síðastliðinn að kostnaður-
inn væri 1,8 milljarðar en gæti þurft
að taka minniháttar breytingum. Um
miðjan febrúar kom í ljós að heildar-
útgjöld vegna framkvæmdanna
stæðu í 2,3 milljörðum og í kjölfarið
sagði framkvæmdastjóri þingsins,
Ida Børresen, starfi sínu lausu.
Jonas Gahr Støre, formaður
Verkamannaflokksins, lýsti því yfir í
gær að hann teldi að forseti þingsins
ætti að segja af sér vegna málsins, en
Støre ætlar ekki að leggja fram van-
traust á Thomessen. „Segi hann ekki
af sér verður meirihlutinn að finna
annan til þess að sinna starfinu,“
sagði Støre við fjölmiðla.
Þingmaður Hægriflokksins og for-
maður fjárlaganefndar þingsins,
Henrik Asheim, hefur hinsvegar talið
ótímabært að ræða framtíð Thomes-
sen þar sem greinargerð um málið
verður lögð fram á þriðjudag. „Við
þurfum fyrst að finna lausn í málinu
með hag skattgreiðenda í huga og það
verður að klára framkvæmdirnar sem
fyrst,“ segir Asheim.
Stefnt er að því að verkinu ljúki í
haust, en það krefst frekari fjár-
magns til þess að af því verði.
Yfirlit um ýmsar greiðslur úr fram-
kvæmdasjóði þingsins hefur verið
birt og talsvert um þær fjallað í
norskum fjölmiðlum. Þá hafa
greiðslur til ráðgjafarfyrirtækisins
Multiconsult þótt athyglisverðar, en
Stórþingið stefndi fyrirtækinu í des-
ember á síðasta ári þar sem þingið tel-
ur fyrirtækið ábyrgt fyrir auknum
kostnaði framkvæmdanna, krefst
þingið 125 milljóna norskra króna í
skaðabætur.
Útgjöld 109% umfram áætlun
Framkvæmdir á vegum norska Stórþingsins eru 1,2 milljarðar norskra króna
umfram áætlun Verkamannaflokkurinn krefst þess að þingforsetinn segi af sér
Ljósmynd/Stortinget
Stórþingið Vegna breytinga á skrifstofubyggingu norska Stórþingsins hefur allt verið rifið að innan og er búið að
grafa undir bygginguna, útveggir hússins eru varðir með 130 tonnum af stálgrindum.
Áður óþekkt og blómlegt nýlendu-
svæði adélie-mörgæsa hefur upp-
götvast á afskekktum eyjaklasa við
austanvert Suðurskautslandið. Þessi
uppgötvun hefur komið vísinda-
mönnum verulega á óvart þar sem
þessi mörgæsategund hefur verið
talin í mikilli hættu í vesturhluta suð-
urskautsins vegna bráðnandi hafíss
segir í frétt AFP.
750 þúsund pör
Þegar fyrstu talningu lauk á Dan-
ger-eyjum kom í ljós að þar eru yfir
750 þúsund pör adélie-mörgæsa,
sem eru fleiri mörgæsir af þessari
tegund en á Suðurskautsskaganum
öllum. „Þetta kemur vissulega á
óvart og mun hafa veruleg áhrif á
það hvernig við munum stjórna
svæðinu,“ er haft eftir Heather
Lynch við Stony Brook-háskóla.
Danger-eyjar, eða Hættu-eyjar,
eru við enda Suðurskautsskaga,
næst Suður-Ameríku, og eru sjaldan
heimsóttar. Eyjarnar fundust ekki
fyrr en 1842 af James Clark Ross,
sem gaf eyjunum þetta nafn vegna
þess að þær voru faldar bak við
þykkan hafís og sáust ekki fyrr en
skip hans hafði nánast strandað.
„Það er ástæða fyrir því að þær eru
kallaðar Danger-eyjar,“ er haft eftir
Lynch. Þessar erfiðu aðstæður út-
skýra hugsanlega hvers vegna þessi
mörgæsanýlenda hefur ekki upp-
götvast fyrr, en mörgæsirnar fund-
ust með notkun gervihnatta.
Með stærri mörgæsum
Adélie-mörgæsir eru meðal
stærstu núlifandi mörgæsa í heimi.
Þær geta orðið 3-5 kg, 70 cm á hæð
og þær geta lifað í allt að 20 ár. Varp-
tími þeirra er frá desember til febr-
úar og velja pörin ávallt sama hreið-
urstað á hverju ári.
Þessi tegund mörgæsa er kjötæta
og getur ferðast allt að 300 km í leit
að æti. gso@mbl.is
1000 km
1,5 milljónir fugla í mörgæsa-
byggð
Heimildir:AFP Photos, IUCN
Weddell-
haf
Danger-
eyjar
Meginísinn
200 km
Adélie-mörgæs
Pygoscelis adeliae
Suðurpóllinn
Suðurskautslandið
SUÐUR-
ATLANTSHAF
Síle
Mörgæsabyggð
kom á óvart
1,5 milljónir fugla á afskekktri eyju
Kosið er til
þings á Ítalíu á
sunnudag og
hefur Silvio
Berslusconi,
fyrrverandi for-
sætisráðherra,
snúið aftur á
svið ítalskra
stjórnmála.
Þrátt fyrir að
hafa átt litríkan stjórnmálaferil
mælist kosningabandalag Berlus-
conis með mest fylgi í könnunum,
eða 37,5%.
Matteo Renzi og mið-vinstra
bandalagið hefur tapað talsverðu
fylgi og mælist með 25,9%. Fimm-
stjörnuhreyfingin, undir forystu
hins 31 árs gamla Luigi Di Maio,
mælist óvænt með 26,3%.
Kjósa á í 630 þingsæti og 350 öld-
ungadeildarsæti.
ÍTALÍA
Berlusconi efstur –
stefnir í óvissu
Silvio Berlusconi
Í dag er haldinn
fundur í ráð-
gjafarráði kín-
verska Komm-
únistaflokksins.
Í ráðinu sitja
meðal annars
yfir 150 auðkýf-
ingar. Sam-
kvæmt AFP er
virði samanlagðra auðæfa þess-
ara fulltrúa um 650 milljarðar
bandaríkjadala, eða þrjátíu og
tvisvar sinnum þjóðarframleiðsla
Íslands.
KÍNA
Ríkir fulltrúar
kommúnista