Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 39
Kveðja frá Íþrótta- og ól- ympíusambandi Íslands Jóhannes Sigmundsson, fyrr- verandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hruna- mannahreppi og heiðursfélagi ÍSÍ, er látinn, 86 ára að aldri. Heiðursfélagi ÍSÍ er æðsta við- urkenning innan vébanda ÍSÍ og hana hljóta þeir sem helgað hafa líf sitt íþróttum. Jóhannes stundaði íþróttir alla tíð og tók þátt í félagsmálum frá unga aldri. Hann var m.a. í stjórn Ungmennafélags Hruna- manna, í varastjórn Ungmenna- félags Íslands og formaður Hér- aðssambandsins Skarphéðins í tíu ár. Hann átti einnig sæti í mörgum nefndum og ráðum inn- an vébanda HSK og var kjörinn heiðursformaður sambandsins á árinu 2011. Hann var einnig for- maður Kennarafélags Suður- lands og Ferðamálasamtaka Suðurlands og sat í Ferðamála- ráði Íslands fyrir ferðaþjón- ustuna á Suðurlandi. Jóhannes var kjörinn heiðurs- félagi ÍSÍ á 60. Íþróttaþingi ÍSÍ árið 1990 og var alla tíð afar áhugasamur um starfsemi og verkefni ÍSÍ. Hann sótti flesta viðburði sem heiðursfélögum ÍSÍ er boðið til og var ötull talsmað- ur og stuðningsmaður íþrótta. Verður hans sárt saknað, ekki síst af félögum hans í hópi heið- ursfélaga ÍSÍ. Stjórn og starfsfólk Íþrótta- og ólympíusambands Íslands sendir eftirlifandi konu hans og afkomendum öllum dýpstu sam- úðarkveðjur. Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ. Jóhannesi Sigmundssyni frá Syðra-Langholti í Hrunamanna- hreppi kynntist ég fyrst er leiðir okkar lágu saman í Héraðsskól- anum á Laugarvatni haustið 1948. Við hófum þá nám í eldri deild skólans en svo var 2. bekk- ur kallaður. Kom brátt í ljós að Jóhannes var afburða námsmað- ur og mikill félagsmálamaður. Hann var valinn formaður nem- endafélagsins er við settumst í landsprófdeild haustið eftir. Á þessum árum störfuðu fram- haldsdeildir við Héraðsskólann. Bjarni Bjarnason skólastjóri og kennarar hans stefndu mark- visst að því að menntaskóla í sveit tæki til starfa á Laugar- vatni. Varð sá draumur að veru- leika 12. mars 1953 er Mennta- skólinn að Laugarvatni var stofnaður. Eftir landspróf, vorið 1950, héldu allmargir nemendur Héraðsskólans áfram námi á Laugarvatni og ýmsir fleiri bættust í hópinn úr öðrum skól- um. Bekkjarbræður Jóhannesar í stærðfræðideild voru þeir Árni Ólafsson frá Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum, Óskar H. Ólafsson frá Fagradal í Mýrdal, Sveinn Sveinsson frá Selfossi og Tryggvi Sigurbjarnarson frá Ytri-Njarðvík. Þeir luku allir námi frá ML vorið 1954 ásamt þeim bræðrum Árna og Herði Bergmann úr Keflavík, Unnari Stefánssyni frá Hveragerði, Víg- lundi Þorsteinssyni frá Vest- mannaeyjum og Þórði Kr. Jó- hannssyni frá Neskaupstað, sem voru í máladeild. Þetta voru því 10 fyrstu stúdentarnir sem út- skrifuðust úr Menntaskólanum Jóhannes Sigmundsson ✝ Jóhannes Sig-mundsson fæddist 18. nóv- ember 1931. Hann lést 19. febrúar 2018. Útför Jóhann- esar fór fram 2. mars 2018. að Laugarvatni. Eftir stúdentsprófið dreifðist hópurinn, allmargir hófu nám við Háskóla Íslands og héldu þar vel hópinn. Þeir sem hafa verið saman í heimavistarskóla 4-6 ár bindast ævi- löngum vináttu- böndum. Við fé- lagarnir höfum alltaf hist á 10 ára fresti við skólaslit á Laugarvatni. Á Laugarvatni kynntist Jó- hannes eftirlifandi konu sinni, Hrafnhildi Jónsdóttur frá Sauð- árkróki. Hún var þá við nám við Húsmæðraskóla Suðurlands á staðnum. Eftir Laugarvatnsárin hófu þau hjónin búskap að Syðra-Langholti og Jóhannes var jafnframt kennari við Grunn- skólann á Flúðum. Einnig voru þau hjón um margra ára skeið með ferðaþjónustu að Syðra- Langholti. Eins og áður kom fram var Jóhannes mikill félags- málamaður. Hann var m.a. for- maður Skarphéðins í áratug. Jó- hannes var ágætur íþróttamaður og náði afburða árangri í stang- arstökki. Á seinni árum stundaði hann golf af miklum áhuga. Mér er minnisstætt þegar við fé- lagarnir héldum upp á 50 ára stúdentsafmælið 2004 og fórum í ferð um Snæfellsnes og gistum í Langaholti. Þegar við komum í morgunverð komu Jóhannes og Sveinn Sveinsson í hús, höfðu verið að spila golf frá því kl. 6 um morguninn. Þau Jóhannes og Hrafnhildur eignuðust sjö börn og er afkom- endahópurinn orðinn býsna stór og glæsilegur. Við Margrét sendum Hrafnhildi og börnunum innilegar samúðarkveðjur. Óskar H. Ólafsson. Nú er skarð fyrir skildi innan HSK. Í dag kveðjum við Jóhann- es Sigmundsson, góðan vin og samstarfsmann í gegnum árin. Jóhannes var afar ljúfur, hlýr, ákveðinn og röskur í allri fram- göngu. Það var gott að vera í ná- vist hans, mikill húmoristi, þægi- leg persóna að umgangast. Hann var heiðarlegur og heill í störfum sínum fyrir HSK. Lífið er fjölbreytt og litskrúð- ugt af því að við erum ólíkir ein- staklingar. Í samfylgd okkar er- um við sífellt að miðla, gefa og þiggja. Jóhannes kunni vel þetta mikilvæga samspil. Hann var góðum gáfum gæddur og hæfi- leikar hans komu fram í látlausu og hógværu lífi. HSK á að baki rúmlega 100 ára sögu. Jóhannes á þar stóran kafla, en sögusvið hans spannar yfir 60 ár. Guðríður naut góðs af þegar hún tók við formennsku í HSK að geta leitað í smiðju til Jóhannesar. Hann var ávallt reiðubúinn að fræða og aðstoða og var ávallt til staðar þegar hjálpar var þörf. Við kunnum vel að meta störf hans og leiðsögn og við bárum virðingu fyrir framlagi hans í þágu Skarphéð- ins. Störf sjálfboðaliðanna er helsti drifkraftur okkar í íþrótta- starfinu. Árið 2017 ákvað Jó- hannes að láta staðar numið að sinni í nefndarsetu á vegum sambandsins eftir rösklega 60 ára setu í stjórn eða nefndum hjá HSK. Jóhannes var mikill íþrótta- maður og vann oft til verðlauna á íþróttamótum. Ungur að árum var hann liðtækur frjálsíþrótta- maður. Þá var hann árum saman leikmaður í körfuboltaliði Hrunamanna og einnig HSK. Hin síðari ár áttu bridds og golf hug hans allan. Jóhannes keppti samfleytt á héraðsmótum HSK í meira en hálfa öld. Jóhannes var einstakur maður og er sjálfsagt afar fátítt að fyrrverandi for- maður, sem hætti sem slíkur fyr- ir 35 árum, taki svo virkan þátt í starfinu sem raun bar vitni. Stjórn HSK samþykkti einróma á fundi sínum árið 2011 að gera Jóhannes að heiðursformanni HSK á 80 ára afmælisári sínu og má segja að hann hafi verið vel að því kominn. Lán okkar HSK-félaga er sá kærleikur og umhyggja sem Jó- hannes sýndi sambandinu alla tíð. Án hans framlags hefði sam- bandið ekki staðið jafn traustum fótum og raun ber vitni. Við vit- um að héraðsþingið okkar í næstu viku verður fábrotnara nú þegar Jóhannes er fallinn frá. Við söknum góðs vinar í stað og kveðjum góðan, hlýjan og traust- an félaga. Um öll hans góðu störf fyrir Héraðssambandið Skarp- héðin mætti hafa mörg orð og enginn vafi er á að orðstír hans á því sviði mun lengi vera í hugum okkar. Við HSK félagar þökkum vini okkar, Jóhannesi Sigmundssyni, samfylgdina sem hefur verið okkur ómetanleg og sannarlega sett mark sitt á Héraðssamband- ið Skarphéðin. Hann var sann- arlega góður vinur, sannur vin- ur, vinur vina sinna. Einlægur í öllu því sem hann tók sér fyrir hendur, sannur ungmennafélagi. Stjórn HSK vottar ástvinum Jóhannesar okkar dýpstu sam- úð. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Guðríður Aadnegard, formaður HSK, Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK. MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæra JÓNS ÞORBERGS EGGERTSSONAR, fyrverandi skólastjóra. Ólafur Ólafsson Alda Konráðsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir Kjartan Oddur Þorbergsson Þórdís Elva Jónsdóttir Hafsteinn Ágústsson Guðríður Erna Jónsdóttir Ólafur Ágúst Gíslason Jórunn Linda Jónsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR KRISTVARÐSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fyrir alúð og umhyggju fær starfsfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði. Agnar Erlingsson Elín Erlingsson Þorkell Erlingsson Margrét Hrefna Sæmundsd. Ólafur Erlingsson Anna Arnbjarnardóttir Kristinn Ágúst Erlingsson Sølvi Aasgaard barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, GUÐJÓNS EMILSSONAR, Laxárhlíð, Hrunamannahreppi. Sigríður Guðmundsdóttir Emil Guðjónsson Alma Guðmundsdóttir Eyrún Guðjónsdóttir Guðmundur Guðjónsson Berglind Bára Hansdóttir Steinar Guðjónsson Hrönn Erlingsdóttir og afabörnin öll Elsku mamma, tengdamamma, amma og langamma, INGUNN SIGHVATSDÓTTIR frá Túnprýði, Stokkseyri, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, miðvikudaginn 21. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegt þakklæti sendum við starfsfólki á hjúkrunarheimilunum Kumbaravogi, Stokkseyri og Ási, Hveragerði. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri FALLEGIR LEGSTEINAR til 15.mars af öllum legsteinum Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Afsláttur Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURS SIGURÐSSONAR efnafræðings, Funafold 48. Jóhanna Ólafsdóttir Helgi Pétursson Guðný Unnur Jökulsdóttir Tryggvi Pétursson Kristín Hrönn Guðmundsdóttir Þorkell Pétursson barnabörn Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, SIGRÍÐUR KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, lést á Borgarspítalanum laugardaginn 10. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eyrún Olsen Jensdóttir Hjörtur Þórarinsson Ásberg Ástþórsson Auðunn Ástþórsson Ástkær frændi okkar og vinur, FRIÐRIK ÁRNASON, Fiddi, Njarðarvöllum 2, Njarðvík, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, mánudaginn 19. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir sérstaklega góða umönnun og hlýju. Aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN ÞORKELSSON, Lyngholti 9, Akureyri, lést á öldrunarheimilinu Hlíð 28. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. mars klukkan 10.30. Oddný Óskarsdóttir Þorkell Björnsson Elísabet Sveinsdóttir Sigrún Ósk Björnsdóttir Pétur Ægir Hreiðarsson Björn Óskar Björnsson Ásta Einarsdóttir Ingvi Þór Björnsson Jónína Freydís Jóhannesdóttir Eidís Anna Björnsdóttir Jóhann Elvar Tryggvason afa- og langafabörn Elskuleg móðir okkar, ERLA SIGRÍÐUR HANSDÓTTIR, Akranesi, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða 23. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 9. mars klukkan 13. Ólafía Guðrún Ársælsdóttir Ellert Ársælsson Edda Björk Ársælsdóttir Gunnar Ársæll Ársælsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.