Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Svona verkefni hefur ekki komið upp hjá okkur í slökkviliðinu á Ísa- firði svo ég viti til og alla vega ekki síðan ég byrjaði í þessu, en maður er svo sem alltaf tilbúinn í hvað sem er,“ segir Hlynur Kristjánsson, varðstjóri á Ísafirði. Hann var annar tveggja slökkviliðsmanna frá Ísafirði, sem tóku þátt í leit að manni í Blágnípu- jökli í Hofsjökli á miðvikudagskvöld. Fjölmennt lið björgunarfólks var kallað út til leitar og aðstoðar og seg- ir Hlynur að samstarf allra aðila og stjórnun verkefnisins hafi verið til fyrirmyndar. Allt starfið hafi verið unnið af fagmennsku. Tilviljanir réðu Hlynur segir að tilviljanir hafi ráð- ið því að hann og nafni hans, Hlynur Steinn Þorvaldsson, sem er í varaliði slökkviliðs Ísafjarðarbæjar en jafn- framt í lögreglunni, hafi farið í þetta verkefni, en þeir eru þjálfaðir og reyndir reykkafarar. Þyrla Land- helgisgæslunnar hafi verið í eftirlits- flugi fyrir vestan þegar útkallið kom og metið hafi verið að fljótlegast væri að óska eftir aðstoð á Ísafirði. Þeir hafi þegar brugðist við og tek- ið með sér sitt hvort reykköfunar- tækið og aukakúta með lofti, auk slökkvigalla. Verkefnið hafi verið að nota búnaðinn í hellinum við jökulinn til eiturefnaköfunar vegna lélegra loftgæða. „Veðuraðstæður voru þannig að ekki var hægt að lenda við hellinn, svo þyrlan lenti 3-4 kílómetra frá slysstað,“ segir Hlynur Kristjáns- son. „Þaðan fórum við á vélsleðum starfsmanna í Kerlingarfjöllum að hellinum og vorum komnir þangað upp úr klukkan átta um kvöldið, en við þessar aðstæður er maður svo sem ekki að fylgjast nákvæmlega með klukkunni.“ Þeir byrjuðu á því að meta að- stæður og koma upp öryggislínum. Að þeim undirbúningi loknum fóru Ísfirðingarnir inn í hellinn. Hlynur segir að aðkoman að hellinum hafi ekki verið erfið þó að snjórinn hafi verið þungur og blautur og ekki hafi þurft að síga inn í hellinn. Þeir hafi komið inn í stóra hvelfingu og þar hafi þeir fljótlega fundið manninn, en hann var þá látinn. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Gildi brennisteinsdíoxíðs var þá orð- ið mjög hátt og segir Hlynur að hann hafi fengið upplýsingar um að ef gildin færu yfir 50 væru þau illviðráðanleg. Inni í hellinum hafi þau hins vegar toppað í yfir 250 mælieiningum. Var að taka til kvöldmatinn Þeir nafnarnir fóru með þyrlunni til Reykjavíkur og voru komnir upp í rúm í Slökkvistöðinni í Hafnarfirði um klukkan fjögur um nóttina. „Það er mjög gott samstarf á milli slökkviliða og þeir höfðu pláss fyrir okkur,“ segir Hlynur. Heim til Ísafjarðar var síðan flogið með fyrstu vél á fimmtudags- morgun. Hlynur segir að vissulega sé það sérstakt að menn séu fluttir um lang- an veg vegna útkalla, en í starfi slökkviliðsmanns megi búast við ýmsu. „Eftir venjulegan miðvikudag var ég kominn heim og var að taka til kvöldmatinn. Það hvarflaði ekki að mér að klukkustundu síðar yrði ég kominn um borð í þyrlu Landhelg- isgæslunnar og væri á leið í átt að Hofsjökli,“ segir Hlynur. „Alltaf tilbúinn í hvað sem er“  Óvænt útkall tveggja slökkviliðsmanna á Ísafirði í Blágnípujökul í Hofsjökli  Bjuggu sig undir eiturefnaköfun  Gott samstarf og svefnpláss í Hafnarfirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Á Ísafirði Í starfi slökkviliðsmannsins má búast við ýmsu. Nafnarnir Hlynur Kristjánsson og Hlynur Steinn Þorvaldsson á slökkvistöðinni í gærdag. Alls fengu 9.024 starfsmenn Reykja- víkurborgar greidd laun í janúar 2018. Þetta kemur fram í svari borg- arstjóra og borgarritara við fyrir- spurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins um búsetu starfsfólks borgarinnar eftir sveitarfélögum. Fyrirspurnin var lögð fram á fundi borgarráðs 15. febrúar og svarið var lagt fram á fimmtudaginn. Með svarinu er birt tafla sem sýn- ir hvernig skráð lögheimili starfs- manna Reykjavíkurborgar dreifast eftir sveitarfélögum. Þar eru talin upp 69 sveitarfélög vítt og breitt um landið. Athygli vekur að 104 starfs- menn borgarinnar eru með skráð lögheimili erlendis eða óskráð lög- heimili. Í töflunni má sjá að langflestir starfsmannanna búa í Reykjavík, eða 6.891, eða 76% starfsmanna. Þar á eftir koma Kópavogur (692), Hafn- arfjörður (328), Garðabær (197), Mosfellsbær (196) og Seltjarnarnes (115). Þá vinna 58 Akureyringar hjá Reykjavíkurborg, 53 Selfyssingar, 52 Akurnesingar, 22 Borgnesingar og 22 Vestmannaeyingar svo nokkur dæmi séu tekin. sisi@mbl.is Alls 9.024 starfa hjá borginni  Starfsmenn skráð- ir í 69 sveitarfélögum Svæði Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar nær frá Ísafirði upp á Dynjandisheiði, í Álftafjörð og að Óshlíðargöngum. Bæirnir Ísafjörður, Suðureyri, Þingeyri og Flateyri eru á svæði slökkviliðsins, auk Jökulfjarða og friðlandsins á Hornströndum. Þrír fastir starfsmenn eru nú í slökkviliðinu en að auki fjölmennt út- kallslið í bæjunum fjórum. Sjálfstæð slökkvilið eru í Bolungarvík og Súðavík, en liðin aðstoða hvert annað ef farið er fram á það. Víðáttumikið svæði slökkviliðs ÞRÍR FASTIR STARFSMENN OG FJÖLMENNT ÚTKALLSLIÐ Umferðin í Hvalfjarðargöngunum í febrúar dróst saman um 7% í sam- anburði við sama mánuð í fyrra. Linnulítil ótíð, ófærð og aðrar sam- göngutruflanir setja því mark sitt á umferðartölurnar, segir í frétt á vef Spalar. Það gerðist síðast fyrir tæpum þremur árum, þ.e. í maí 2015, að ökutækjum um Hvalfjarðargöng fækkaði milli sömu mánaða ársins, samkvæmt upplýsingum Gylfa Þórðarsonar, framkvæmdastjóra Spalar. Þrátt fyrir samdráttinn nú hefur umferð aðeins einu sinni verið meiri í göngunum í febrúarmánuði frá því þau voru tekin í notkun árið 1998. Það var árið 2017. Umferðin í nýliðnum febrúar á hringveginum dróst saman um 2,6% sé tekið mið af sama mánuði fyrir ári. Samdráttinn má líklega rekja til tíðarfarsins sem var óvenjuerfitt í mánuðinum, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar. Mest- ur mældist samdrátturinn um Vest- urland eða um 7,1% en umferðin jókst hins vegar mest um teljara- snið á Austurlandi eða um 9,1%. Hvað einstaka teljarasnið varðar þá dróst umferðin mest saman um hringveg undir Hafnarfjalli eða um 10,6%. Aftur á móti varð mesta aukningin um teljarasnið á Fagra- dal á Austurlandi eða um 10,8%. Þrátt fyrir samdrátt miðað við síðasta ár mældist umferðin, í ný- liðnum febrúar, sú næstmesta í febrúarmánuði frá upphafi mæl- inga. Tvo fyrstu mánuði ársins 2018 hefur umferð um hringveginn auk- ist um 1,5%. sisi@mbl.is Ökutækjum fækkaði í fyrsta sinn í þrjú ár Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjartan Magnús- son borgarfulltrúi hefur tekið að sér að vera pólitískur ráðgjafi Eyþórs Arnalds, borgar- stjóraefnis Sjálf- stæðisflokksins, fyrir komandi borgarstjórnar- kosningar. Verði Eyþór borgar- stjóri að loknum kosningum mun Kjartan verða aðstoðarmaður hans í því embætti, segir í fréttatilkynn- ingu frá borgarstjórnarflokknum. Þá hefur Janus Arn Guðmundsson blaðamaður verið ráðinn fram- kvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Kjartan mun að- stoða Eyþór Arnalds Kjartan Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.