Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Ííslensku eru þrjú kyn; karlkyn, kvenkyn og hvorugkyn. Orðið „kyn“ íþessu sambandi er nokkuð kynlegt og vísar ekki endilega til líf-fræðilegs kyns. Það fer eftir reynslu fólks hvort það sér fyrir sér konueða karl þegar sagt er bankastjóri, hjúkrunarfræðingur eða stræt- isvagnabílstjóri. Mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég sé viðtöl við unga karlmenn sem segjast vera flugfreyjur. Það hefur verið tilhneiging til að breyta starfsheitum ef karlar vinna „kvennastörf“. Hvað er að því fyrir karl- menn að vera flugfreyjur? Er betra fyrir konur að vera flugþjónar? Það tók tíma að venjast því að kona sé herra, eins og ráðherra, en núna kippum við okkur lítið upp við það og enginn gerir athugasemdir við starfsheitið kennari. Nú er svo komið að annað kynið ætlar að ræna tungumálinu. Á hverjum laugardegi býður Jón Gnarr til sín gestum og boðar bylt- ingu sem felst í því að konur þurfa að fá „kvenkyns“ tungumál. Aldrei er ýjað að því að breyta tungumálinu þannig að karlmenn geti ekki notað kvenkyns orð. Þetta er gert af góðum hug til að rétta hlut kvenna en ég fylgist skelfingu lostin með sirkusstjóranum skrumskæla tungumálið í nafni jafnréttis. Hann hefur búið til orðskrípi eins og „gesta“ þáttarins og vill ávarpa konur með ávarpinu „hlust- endur góðar“. Ef við ætlum að tvöfalda málfræðilegt kyn allra orða ætti næsta spurning að hljóða svo: Ætlar „manneskinn“ að stela tungumálinu frá okkur konum? En það þarf ekki að breyta tungumálinu heldur hugsuninni. Verur og sálir eru ekkert kvenlegri fyrirbæri en draugar og hugur. Og það er ekkert augljóst að það eigi allir þáttastjórnendur að vera karlmenn þó orðið sé karl- kyns. Það hefur samt laumast að mér sú hugsun þegar ég fer á milli útvarpsstöðva og karlmannsraddir heilsa mér í hverjum þættinum á fætur öðrum. Kannski er von um að kynjahlutfallið breytist ef nær fram að ganga frumvarp um ný mannanafnalög þar sem foreldrum er falið að ráða alfarið nöfnum barna sinna. Andstæðingar frumvarpsins benda á mikla ringulreið sem getur skapast við þessa breytingu þegar enginn veit hvers kyns þeir eru þríburarnir; Sigmar, Dagmar og Hróðmar Blöndal? Mannauðsstjórum er líka vandi á höndum þeg- ar umsækjendurnir Lind Hjörvar og Blær Kvaran sækja um sama starfið. Umsækjendur senda mynd en á þeim báðum er síðhært ungmenni með hnút í hnakkanum, í gallajakka og bol sem er merktur „fuck ofbeldi“. Það er ekki nokkur leið að sjá hvort þarna fer stelpa eða strákur. Kannski verður óvart ráðin stúlka í þáttastjórnun á Bylgjunni út af þessu rugli. Jafnréttisbaráttan getur tekið á sig ýmsar myndir en þegar við erum farin að blanda saman málfræðilegu kyni og líffræðilegu líst mér ekki á blikuna. Aldrei hefur mér dottið í hug að ég sé EKKI maður, gestur, viðmælandi og hlustandi vegna þess að ég er KONA. Kynlegt rán Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Kynjaverur Verur og sálir eru ekkert kvenlegri fyrirbæri en draugar og hugur. Ríkisstjórnin er heppin. Formenn verkalýðs-félaga með tæplega 53 þúsund félagsmennað baki sér vildu segja upp kjarasamn-ingum en fulltrúar um 26 þúsund fé- lagsmanna voru á móti. Hins vegar vildu 28 formenn ekki segja upp samningum en 21 vildi gera það. Þar sem þetta tvennt féll ekki saman var samn- ingum ekki sagt upp, skv. starfsreglum ASÍ. Þess vegna má kalla þessa niðurstöðu „heppni“ fyrir ríkisstjórnina. Sú niðurstaða er ekki til komin vegna þess að svo vel hafi verið á málum haldið af hennar hálfu eða þeirra flokka sem að henni standa. Þvert á móti hefur verið áberandi að svo virðist sem þeir sem að ríkisstjórninni standa hafi litla sem enga tilfinningu fyrir þeirri reiði sem er meðal al- mennra borgara vegna launaþróunar hjá fámennum þjóðfélagshópum á borð við æðstu embættismenn, þingmenn og ráðherra, og stjórnendur einstakra rík- isfyrirtækja. Það „samtal“ sem Katrín Jakobsdóttir, forsætis- ráðherra, telur að hafi farið fram af ríkisstjórnarinnar hálfu við að- ila vinnumarkaðar á undanförnum vikum virðist ekki hafa snúizt um þá þætti málsins, ef marka má op- inberar yfirlýsingar forsætisráð- herra eða fjármálaráðherra. Þessi niðurstaða skapar hins vegar frið á vinnu- markaði til áramóta, sem skiptir máli því að augljóst er að atvinnufyrirtæki almennt hafa ekkert bolmagn til að fylgja eftir þeirri launaþróun sem ákvarðanir Kjararáðs hafa lagt línur um, þótt stöku fyrirtæki kunni að hafa getu til þess. Vandinn hefur ekki verið leystur vegna þess að það hefur ekki verið tekið á honum, en – það skapast svigrúm fram að næstu áramótum til þess að gera það. Sá skortur á tilfinningu fyrir kjarna málsins, sem fram hefur komið af hálfu stjórnvalda und- anfarnar vikur, vekur hins vegar efasemdir um að stjórnvöld hafi þann skilning sem til þarf. Niðurstaða verkalýðshreyfingarinnar hefur veruleg áhrif á pólitíska þróun næstu mánaða. Sjálfstæð- isflokkurinn sækir nú fram í aðdraganda borg- arstjórnarkosninga með nýjan framboðslista, sem í raun er til marks um að kynslóðaskipti eru að verða í flokknum að ráði í fyrsta sinn í fjóra áratugi. Sú framsókn hefði orðið mjög erfið fyrir flokkinn ef óvissa hefði ríkt á vinnumarkaði í aðdraganda kosninganna í vor. Nú er sú hætta ekki lengur yf- irvofandi, sem gerir það að verkum að frambjóðendur flokksins geta einbeitt sér að málflutningi um borg- armál sérstaklega. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með mál- flutningi talsmanna samtaka atvinnuveganna á síð- ustu vikum. Þeir hafa talið eftirspurn eftir „ró og yf- irvegun“ á vinnumarkaði. Það er skiljanlegt sjónarmið af þeirra hálfu en þeir vita mæta vel, að vegna ákvarðana Kjararáðs síðustu misseri hefur skapast þrýstingur innan fyrirtækja um sambæri- legar launahækkanir í einkageiranum. Verði hann knúinn fram á næsta ári með verkfallsaðgerðum er eina svarið sem fyrirtækin eiga að fækka fólki til að halda kostnaði í skefjum. Þeir sem starfa í opinbera geiranum virðast ekki skilja þessi einföldu sannindi vegna þess að þau hafa aldrei snúið að þeim sjálfum. Víglínurnar í þjóðfélagsmálum á Íslandi snúast ekki lengur um kalt stríð eða kommúnisma og kapít- alisma. Það er liðin tíð. Víglínurnar snúast nú um átök á milli þeirra sem eru í aðstöðu til að hygla sjálfum sér á kostnað al- mennra borgara og hinna sem standa undir þeim kostnaði. Þessi grundvallarstaðreynd var viðurkennd í til- lögum starfshóps á vegum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðar fyrir skömmu, sem lagði til að „frysta“ þau launakjör sem Kjararáð hafði ákveðið til handa fámennum hópum og valdið hafa svo miklum deilum þannig að staðan jafnist út á lengri tíma. Segja má að Bjarni Benedikts- son, fjármálaráðherra, hafi horfzt í augu við þennan veruleika með viðbrögðum við fréttum um launa- breytingar hjá Landsvirkjun. Hvort aðilum vinnumarkaðar og stjórnvöldum tekst það sem eftir er ársins að ná einhverju sam- komulagi, sem tryggir atvinnufyrirtækjum lands- manna viðunandi rekstraraðstæður, byggist á því að allir flokkar sem fulltrúa eiga á Alþingi – ekki bara Píratar – viðurkenni þennan veruleika. Almenningur í landinu mun ekki sætta sig við þetta framferði fámennra hópa. Sá þrýstingur sem hefur skapast á Alþingi til þess að hafa hreinni línur í kostnaðargreiðslum til alþingismanna mun að lokum birtast með einhverjum hætti vegna umræddrar „sjálftöku“ fyrrnefndra þjóðfélagshópa. „Hin nýja stétt“, sem hefur hreiðrað um sig í op- inbera stjórnkerfinu, ríkisfyrirtækjum og stofnunum, stærstu fyrirtækjum, lífeyrissjóðum og jafnvel að ein- hverju leyti í verkalýðshreyfingunni, ef marka má furðuleg viðbrögð við þeirri „ósvífni“ hóps fé- lagsmanna í Eflingu að bjóða fram annan lista við stjórnarkjör í félaginu, mun ekki fá frið og þess vegna skynsamlegra fyrir hana að láta undan síga. Fólkið í landinu tók ekki á sig þær fórnir sem fylgdu hruninu til þess að fá eitthvað enn verra í staðinn. Þess vegna fylgja þessum orðum þær góðu óskir til núverandi ríkisstjórnar, sem spannar breiðara svið í okkar samfélagi en ríkisstjórnir hafa gert í rúmlega sjö áratugi, að hún og þeir flokkar sem að henni standa noti nú tímann sem skapast hefur til að takast á við þann kjarna vandans sem hér hefur verið gerð- ur að umtalsefni af meiri skilningi en hún hefur sýnt til þessa. Heppin ríkisstjórn „Hin nýja stétt“ mun ekki fá frið … Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Löngum var eitt helsta átakamálá Íslandi, hvort hér skyldi taka upp sameignarskipulag eins og í ríki Stalíns. Fjölmennur og áhrifamikill hópur barðist fyrir því með rausnarlegum stuðningi herr- anna í Kreml. Ólíkt því sem gerðist á öðrum Norðurlöndum var hann voldugasti hópurinn í verkalýðs- hreyfingunni, og hann réð líka um skeið langmestu í menningarlífinu. Nógir urðu til að fræða Íslend- inga um alræðisstefnu nasista, ekki síst eftir að þeir biðu ósigur í stríði. En þrír hugsjónamenn tóku að sér að kynna veruleikann að baki áróðri kommúnista. Lárus Jóhannesson hæstaréttar- lögmaður var alþingismaður Seyð- firðinga og átti Prentsmiðju Aust- urlands. Árið 1949 fékk hann málsnillinginn Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi til að þýða dæmisögu Orwells um rússnesku byltinguna, Animal Farm, sem hlaut þá nafnið Félagi Napóleon, en hefur síðar verið kölluð Dýrabær. Lárus bætti um betur, því að 1951 gaf hann út eigin þýðingu á bók Víktors Kravtsjenkos, sem flúið hafði frá Ráðstjórnarríkjunum 1944, Ég kaus frelsið. Þýðingin var sann- kallað þrekvirki, enda bók Kravtsj- enkos 564 blaðsíður, þótt læsileg sé. Tveir ungir vinir, lögfræðingarnir Geir Hallgrímsson og Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, stofnuðu bókaútgáfuna Stuðlaberg, sem gaf út þrjú öndveg- isrit um kommúnismann. Árið 1950 kom út Guðinn sem brást, þar sem sex menntamenn segja frá von- brigðum sínum með komm- únismann, þar á meðal Nób- elsverðlaunahafinn André Gide og rithöfundarnir kunnu Arthur Koest- ler, Ignazio Silone og Richard Wright. Er bókin með afbrigðum vel skrifuð. Árið 1951 kom út hrollvekja Orwells um alræðisskipulag, Nítján hundruð áttatíu og fjögur, sem iðu- lega er talin merkasta skáldsaga tuttugustu aldar. Árið 1952 kom út Bóndinn eftir Valentín González, sem verið hafði frægur herforingi í liði lýðveldissinna í spænska borg- arastríðinu, en síðan setið í þræla- búðum Stalíns. Er hún fjörlega skrifuð bók um miklar mannraunir. Þessir þrír hugsjónamenn, Lárus, Geir og Eyjólfur Konráð, eiga heið- ur skilinn. Í kalda stríðinu börðust þeir hinni góðu baráttu. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þrír hugsjónamenn gegn alræðiSæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50 tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is . Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. Arctic Star Sæbjúgnahylki Sæbjúgu eru þekkt fyrir: • Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu líkamans gegn ýmsum sjúkdómum • Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlíns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.