Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 35
✝ Heimir Klem-enzson fæddist á Akranesi 7. júlí 1991. Hann lést 20. febrúar 2018. Foreldrar hans eru Ragnheiður Steinunn Hjör- leifsdóttir, fædd 7. júní 1957, og Klemenz Hall- dórsson, fæddur 12. apríl 1953, lát- inn 3. mars 2006. Sambýlis- kona Heimis er Iðunn Hauksdóttir, fædd 4. október 1988, og eiga þau dótturina námi til stúdentsprófs frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Heimir nam við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og útskrifaðist það- an vorið 2013 sem búfræð- ingur. Sama vor lauk hann framhaldsskólaprófi í píanó- leik frá Tónlistarskóla Borg- arfjarðar. Heimir lagði stund á píanó- og söngnám og var virkur tónlistarmaður allt frá framhaldsskólaárum sínum og spilaði með ýmsum hljóm- sveitum og tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Hann var einn- ig félagi og undirleikari í karlakórnum Söngbræðrum. Frá haustinu 2017 stundaði hann nám við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands. Útför Heimis fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 3. mars 2018, klukkan 13. Ingibjörgu Heimis- dóttur, fædda 18. ágúst 2017. Eldri bróðir Heimis er Hlynur Klem- enzson, fæddur 19. desember 1983. Heimir ólst upp að Dýrastöðum í Norðurárdal við almenn sveitastörf og vann gjarnan við þau í sveitinni meðfram námi. Hann gekk í Grunnskólann að Varmalandi. Að því loknu hóf hann nám í vélvirkjun og bætti við bók- Við sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna með Heimi að tónlistinni erum hon- um ævinlega þakklát fyrir sam- starfið og vináttuna í gegnum tíðina. Heimir var mikill hæfi- leikamaður, metnaðarfullur, vandvirkur og lagði sig ætíð all- an fram við það sem hann tók sér fyrir hendur. En umfram allt var Heimir hjartahlýr og velviljaður, góður vinur sem var ávallt reiðubúinn að rétta fram hjálparhönd. Eftir lifa minning- ar um góðan dreng, þær minn- ingar geymum við að eilífu. Þó að blíðan brosi enn til mín bærast kvikir skuggar, dökk mynd þín og hún læðist á eftir mér Verst er þegar vetur hopar, þeyr og vorið kemur, allt sem tórði deyr og það læðist á eftir mér Norðanvindar bera von með sér Hún vekur ekki nokkra kennd hjá mér og hún smýgur úr greipum mér (Kristján Gauti Karlsson) Dulúðleg nóttin yfir leggst hylur mína slóð Fyrir stjörnu- og mánaskin syng ég mín fegurstu ljóð Hvert einasta lífsins blóm er grær í huga mér sáir sínum fræjum og fjölgar sér Hræðist ég vætti myrkursins einsamall geng þessa leið Um jörðina og himininn för mín var eigi greið Því hver stjarna táknar það líf er á landinu eitt sinn bjó Einmana nóttin gerir hughvörf mín svo sljó Dulúðleg nóttin yfir leggst hylur mína slóð Gegnum mistrið máninn skín syngur sín fegurstu ljóð Hvert einasta lífsins blóm er grær í huga mér sáir sínum fræjum og fjölgar sér (Jakob Grétar Sigurðsson) Iðunni, Ingibjörgu og öðrum í fjölskyldu Heimis sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Heimis er sárt saknað. Meðleikarar og samferða- menn úr tónlistinni, Agnes Björgvinsdóttir, Ásmundur Svavar Sigurðs- son, Eyþór Ingi Gunnlaugs- son, Heiðmar Eyjólfsson, Jakob Grétar Sigurðsson, Kristján Gauti Karlsson, Páll Sólmundur Eydal, Pét- ur Björnsson, Pétur Hjalte- sted, Reynir Hauksson, Þórður Helgi Guðjónsson. Það eru forréttindi að vera tónlistarkennari og fá inn til sín unga einstaklinga sem eru allir svo ólíkir. Hver og einn með blik í augum og sínar vænt- ingar. Fyrir rúmlega tuttugu árum gekk ljósrauðhærður gutti með gleraugu inn í píanó- herbergið í Varmalandsskóla þar sem ég var nýfarin að kenna og eftir það áttum við eftir að hittast að minnsta kosti tvisvar í viku yfir vetrartímann í sextán ár. Það varð fljótlega ljóst að þessi gutti var hæfi- leikaríkur og samviskusamur og námið sóttist vel, en stundum leiddust nú tímarnir aðeins út í spjall og það var einstaklega gaman að ræða við hann því orðaforðinn var á við fullorðinn. Heimir var óskaplega ljúfur og það breyttist ekkert þótt hann yrði unglingur og yxi mér yfir höfuð, en unglingsárin voru ekki bara auðveld og mikið áfall fyrir hann og alla fjölskylduna þegar Klemenz faðir Heimis lést. Þrátt fyrir það áfall þá hélt Heimir sínu striki í náminu og við fórum að fikta við að semja lög og brátt kom í ljós að þar var hann algerlega á heimavelli og hafði bæði góða hæfileika í þá átt og gleði af því. Leiðin lá í framhaldsskóla og píanónámið var kannski ekki alveg í fyrsta sæti en hann var samt alltaf að spila og það sem var meira um vert, hann fór að spila í hljóm- sveit. Það var skemmtilegt að sjá hann blómstra í því um- hverfi og hjómsveitirnar urðu nokkrar. Hann vann m.a. verð- laun í Músíktilraunum sem besti hljómborðsleikarinn og var iðinn við að fara í stúdíó og taka upp, en gjarnan spiluðu hljómsveitirnar lög sem hann hafði samið. Síðast í haust spil- aði hann fyrir mig skemmtilegt lag sem hann hafði samið og var á leiðinni í útgáfu. En Heimir var metnaðarfullur í náminu og hann vildi gjarnan klára að út- skrifast úr Tónlistarskólanum og árið 2013 lauk hann fram- haldsstigi í klassískum píanóleik og hélt af því tilefni glæsilega tónleika í Borgarneskirkju. Einnig innritaði hann sig í FÍH og var að læra jazzpíanóleik. Hann varð meðleikari karla- kórsins Söngbræðra og ýmissa annarra hópa og gott að leita til hans þar sem hann var jafn- vígur á alla tónlistarstíla. Síðast hitti ég Heimi í leik- húsi og við föðmuðumst og spjölluðum góða stund og það var svo gaman að hitta hann og Iðunni unnustu hans, mér fannst lífið brosa við þeim og litlu dóttur þeirra. En vegirnir eru órannsakanlegir og sjúk- dómurinn sem Heimir glímdi við hafði því miður að lokum yf- irhöndina. Ég get ekki lýst því í orðum hve sárt er að sjá á eftir þessum hæfileikaríka unga manni, vini mínum og hugur minn er hjá hans nánustu að- standendum; Iðunni og Ingi- björgu, Ragnheiði, Hlyni, Önju og drengjunum þeirra. Ég er þó viss um það að seinna mun ég hitta Heimi á betri stað og þangað til get ég hlustað á tónlistina hans sem hefur oft svo skemmtileg höf- undareinkenni: Hressilegur inn- gangur, svo rólegur kafli, svo sóló, hraðabreyting og svo aftur smá „grúv“ í restina. Þá getum við líka rætt betur hvort „Ham- mondsánd“ er hræðilegt eða rosalega flott en það var held ég það eina sem við vorum ekki sammála um. Jónína Erna Arnardóttir. Elsku vinur, þú hefur kvatt okkur. Við sitjum eftir harmi slegnir. Það var okkur svo mikil gleði og eftirvænting þegar þú þáðir boð okkar um að gerast meðleikari Söngbræðra fyrir um það bil fimm árum. Slíkt starf er ekki auðvelt, það þarfn- ast í byrjun mikillar ástundunar og óskir okkar er ekki alltaf létt að uppfylla. En þú efldist við hverja raun og smátt og smátt kom demanturinn í ljós sem við höfðum á meðal okkar. Þú tókst líka að þér að syngja í öðrum tenór, þegar lög voru sungin án undirleiks, en fyrir kór sem eld- ist smátt og smátt eru ungar raddir dýrmætar. Við dáðumst að þínu jákvæða viðhorfi til alls sem þú varst beðinn um, hvort sem um spilamennsku var að ræða eða eitthvað annað. Við skynjuðum vel hvað líf þitt auðgaðist þegar þú tókst saman við Iðunni og hvernig þú virtist varla snerta jörðina þegar Ingi- björg litla kom í heiminn. Allt virtist leika í lyndi, en vissulega fundum við stundum fyrir þunga þíns erfiða sjúkdóms á sálarhreysti þína. Heilsufar þitt breytti samt ekki viðhorfi þínu til Söngbræðra, því hvernig sem þér leið, varst þú alltaf til stað- ar, tókst að þér, auk undirleiks, kórþjálfun, kórstjórn og útsetn- ingu tónlistar fyrir kórinn. Það er vart hægt að hugsa sér betri félaga. Þín sýn á tónlist var okkur mörgum örvandi, því sýn þín var svo miklu fjölbreyttari en margir okkar þekktu og það var okkur hollt að kynnast fleiri hliðum tónlistarinnar. Þín verð- ur alla tíð minnst sem hæfi- leikaríks, ljúfs félaga og þín ná- vist mun fylgja okkur um langa hríð, þrátt fyrir fjarveru þína. Við sendum Iðunni og Ingi- björgu okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og fjölskyldunni allri. Fyrir hönd Karlakórsins Söngbræðra, Gunnar Örn Guðmundsson. Vinur okkar og bekkjarbróðir er fallinn frá. Það er sárt að þurfa að kveðja ungan mann í blóma lífsins. Það standa þó eft- ir margar góðar minningar sem rifjast upp á tímum sem þess- um. Heimir var indæll og hæv- erskur. Hann var hæfileikaríkur og uppfullur af metnaði til að láta gott af sér leiða. Á námsárum okkar sýndi hann frumkvæði í hópnum þeg- ar hann kallaði saman hóp drengja sem höfðu haft það fyr- ir sið að syngja Rósina á síð- kvöldum. Hann sá tækifæri til að skapa eitthvað uppbyggilegt úr þessum röddum, stofnaði og stjórnaði karlakórnum Hásir hálsar sem síðar gátu sér gott Heimir Klemenzson orð meðal samnemenda og ann- arra íbúa Hvanneyrar. Heimir var ófeiminn við að hugsa á nýjan hátt, feta ótroðn- ar slóðir í öllu sem hann tókst á við. Það skipti ekki máli hvort hlutirnir hefðu verið gerðir á vissan hátt áður ef hann var sannfærður um að hægt væri að gera þá betur. Oft skiptust menn á skoðunum í kennslu- stundum og voru ekki alltaf sammála. Jafnvel þó að umræð- urnar í bekknum færu stundum á flug og út af sporinu, hélt hann ró sinni og yfirvegun og var reiðubúinn að hlusta á aðra og skoða allar hliðar málsins. Kæri vinur, takk fyrir allar góðu samverustundirnar. Hér fylgir eitt af fyrstu lögunum sem Karlakórinn Hásir hálsar flutti. Ég ætla mér út að halda. Örlögin valda því. Mörgum á ég greiða að gjalda, það er gömul saga og ný. En Guð einn veit, hvert leið mín liggur. Lífið svo flókið er. Oft ég er í hjarta hryggur, en ég harka samt af mér. Eitt lítið knús, elsku mamma, áður en ég fer. Nú er ég kominn til að kveðja, ég kem aldrei framar hér. Er mánaljósið fegrar fjöllin, ég feta veginn minn. Dyrnar opnar draumahöllin og dregur mig þar inn. Ég þakkir sendi, sendi öllum, þetta er kveðja mín. Ég mun ganga á þessum vegi, uns lífsins dagur dvín. Ég mun ganga á þessum vegi, uns lífsins dagur dvín. (Einar Georg Einarsson) Innilegar samúðarkveðjur til Iðunnar, Ingibjargar, Ragn- heiðar og annarra aðstandenda. Minning þín lifir um ókomna tíð. Fyrir hönd búfræðinga frá Landbúnaðarháskóla Íslands, útskriftarárgangur 2013, Bjarni Rúnarsson og Guðdís Jónsdóttir. Heimir var samferðafélagi okkar í gegnum skólagönguna á Varmalandi, hluti af samheldn- um hópi 91-árgangsins. Öll er- um við sammála um að Heimir var gæddur mannkostum sem gerðu hann að einstökum fé- laga. Heiðarlegur og hreinskipt- inn. Metnaðarfullur og vand- virkur. Hógvær og nærgætinn. Örlátur og hugulsamur. Hann rétti hjálparhönd að fyrra bragði og varði sitt fólk ef hon- um fannst á það hallað. Í samsöng kunni Heimir alla textana. Stakk alla af í hraða kaflanum í „Tvær úr Tungun- um“ því hann þurfti ekki að lesa textann. Hann var gömul sál og greinilegt að hann umgekkst mikið fullorðið fólk. Hafði sér- staklega gaman af því að segja sögur af sveitungum og frænd- fólki – oftar en ekki voru það klaufasögur. Alltaf stutt í húm- orinn. Fljótlega kom snilligáfa hans í tónlist í ljós og einn tónfund- urinn er sérstaklega minnis- stæður. Þá var fyrirkomulagið yfirleitt þannig að kennarinn spilaði undirspil en nemandinn einfalda laglínu. Hjá Heimi og hans kennara var þessu öfugt farið. Hann sá um erfiðari hlut- ann en kennarinn sá um laglín- una. Seinna meir var hans atriði oftast síðast á tónfundum. Það var mikill gæðastimpill. Á unglingsárunum stofnaði Heimir hljómsveit í bekknum. Hann virkjaði marga með sér og samdi lag sem var tekið upp í hljóðveri. Svo fór hann að blómstra. Spilaði í hljómsveit- um. Söng lögin sín sjálfur. Píanó, gítar eða harmónikka. Hann var undirstaða margra tónlistarviðburða í héraðinu og hélt böll og tónleika að eigin frumkvæði. Hann kom sér áfram í tónlistinni með dugnaði, hæfileikum og kjarki. Árangur hans í tónlist var engin tilviljun. Þessir þættir komu líka fram utan tónlistarinnar. Hann hélt spurningakeppnir í frímínútum og skrifaði bæði leikrit og kvik- myndahandrit. Í íþróttum gafst Heimir aldrei upp og hafði mik- ið keppnisskap. Ekki deildi hann við dómarann en ef stiga- fjöldinn var á reiki, þá var Heimir með hann á hreinu. Á þeim stigum var tekið mark, því allir treystu Heimi. Honum datt ekki í hug að hagræða stigum sér í hag. Við áttum góðan dag með Heimi í sumar í tilefni 10 ára útskriftarafmælis úr Varma- landsskóla. Við hittumst á Varmalandi og rifjuðum upp góða tíma. Við fórum um skól- ann, hlupum um gangana, slóg- um í brunabjölluna, gengum á hamarinn og fórum í sund. Heimir grínaðist með hvað allt hefði minnkað síðan við vorum þarna fyrir 10 árum. Við fórum í hellaferð og enduðum í grill- veislu á Fróðastöðum. Heimir hélt uppi stuðinu á gítarnum. Elsku vinur, þú varst ómiss- andi hluti af bekknum okkar og við erum rík að hafa þekkt þig. Við munum þig ýmist íklæddan bláu hettupeysunni spilandi á píanóið, eða í keppnisham niðri á fótboltavelli, í stuttermabol í norðankuldanum, blautur upp fyrir haus, að öskra liðið þitt áfram. Við þökkum þér sam- fylgdina og allar minningarnar með þér, elsku Heimir. Þær munum við sko varðveita. Við vottum fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð og óskum þess að allt gott styrki þau í gegnum sorgina. Vinir þínir úr besta bekkn- um, Anna Rún, Bergþór, Dagný, Guðfinna, Guðjón, Guðný, Ingibjörg Ólöf (Inga Lóa), Jón Þór, Stein- unn, Magnús og Unnur. þá nóttin dvínar, dagur rís við ský, og dauðinn, lífsins þjónn, er vinur þinn. Já, dauðinn, hann er Drottins hinsta gjöf til dauðlegs manns, sem ferðast hér á jörð. Og, fegra líf þín bíður bak við gröf, því ber að kveðja hér með þakkargjörð. (Sveinn Víkingur) Bjarnveig Samúelsdóttir. Fallinn er frá minn ágæti mág- ur Óli Fjalar Ólason. Þegar ég hugsa til baka finnst mér hann alltaf hafa verið einn af fjölskyld- unni minni. Ég á ekki svo ýkja margar minningar fyrir þann tíma er Anna Kristín systir mín kom með þennan myndarlega og góða dreng heim. Ég var litla systirin sem fylgdi með í pakk- anum. Ég fékk að þvælast með þeim um allt eða þykjast hjálpa til og aldrei fann ég annað en að ég væri velkomin. Ég hef t.d. einu sinni á ævinni farið hringinn í kring um landið, þá var ég 11 ára og fór í sumarfrí með Önnu og Óla. Við dvöldum í nokkra daga á Eskifirði hjá fjölskyldunni hans og var mér vel tekið. Óli var alltaf kátur, spilaði á gítar og söng mörg af þeim lögum sem urðu svo mín uppáhaldslög. Hann var einnig mikill vinur, það var alltaf hægt að leita til þeirra hjóna og þar átti maður hjálpina vísa sama hvað. Hann var óskaplega dug- legur og röskur til allra verka, einn af þessum mönnum sem gátu allt og gerðu það vel. Ég hef alltaf litið sérstaklega mikið upp til hans. Maðurinn minn og Óli áttu gott vinasamband og gátu brallað margt saman, m.a. á ströndum við vélar og smíðar og margt fleira. Eins var Óli Fjalar einstaklega barngóður og börn- unum mínum fannst hann afskap- lega skemmtilegur. Við eigum eftir að sakna hans mikið. Elsku Anna, Samúel, Stefán, Heiður og Aþena, megi guð gefa ykkur styrk í sorginni. Einnig sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur til Báru móður hans, systkina og fjölskyldna þeirra. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Ásgerður Magnúsdóttir. Okkar fyrstu kynni af Óla voru þegar fjölskyldan flutti til Grundarfjarðar. Það var alltaf tekið vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn til Heiðar og Stefáns. Gott andrúmsloft ein- kenndi heimilið hjá Önnu og Óla og þar var alltaf mikil hlýja. Húmorinn var aldrei langt undan og Óli var einstaklega hnyttinn. Óli gerði sitt besta í að halda okk- ur á jörðinni þegar við vorum á okkar verstu gelgjutímum. Hann hikaði ekki við að stríða okkur að- eins og minna okkur á að taka hlutina ekki of alvarlega. Óli gat gert nánast allt, glugga á heilt einbýlishús, fallega smá- fugla eða smíðað pall. Við vinkon- urnar njótum góðs af því að Óli hafi gert Heiði okkar að þeim iðn- aðarmanni sem hún er í dag. Barátta Óla undanfarin ár var aðdáunarverð og styrkur hans var ótrúlegur. Við erum þakklát- ar fyrir að hafa kynnist Óla og munum alltaf hugsa til hans með mikilli hlýju. Það er sorglegt að hugsa til þess að Óli verður ekki hér til að sjá Heiði, Stefán, Sam- úel og Aþenu blómstra enn meira. Hugur okkar er hjá fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Samúðarkveðjur, Erna Katrín og Silja Rán. MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.