Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
Með því að vinna síðustuskák sína á opna al-þjóðlega mótinu íKragareyju í Noregi
náði Bragi Þorfinnsson þriðja og
síðasta áfanga sínum að stórmeist-
aratitli. Þá liggur fyrir að önnur
skilyrði eru uppfyllt, t.d. það að
hafa á einhverjum tímapunkti náð
yfir 2500 alþjóðleg elo-stigum.
Hann hlaut 7 vinninga af níu mögu-
legum, varð einn í 2. sæti á eftir
norska stórmeistaranum John Lud-
wig Hammer sem kom í mark með 7
½ vinning. Lykilsigrar Braga komu
í fjórðu og fimmtu umferð þegar
hann vann sænska stórmeistarann
Tiger Hillarp Persson og þann
norska, Espen Lie. Bragi lenti í
krappri vörn gegn Tiger Hillarp og
var með tapað tafl um tíma en það
reyndist Svíanum erfitt að finna
lokahnykkinn og Braga tókst með
mikilli útsjónarsemi að sleppa með
kónginn inn fyrir víglínu Svíans:
Kragareyja 2018, 4. umferð:
Tiger Hillarp Persson – Bragi
Þorfinnsson
Þegar hér er komið sögu er leið
kóngsins til d5 alls ekki greið og
eftir 56. d5! er svartur í mikilli mát-
hættu en getur samt varist með
56... cxd5 57. c6! De8! Tiger sá mest
af þessu en valdi samt aðra út-
færslu:
56. Dh7+? Ke6 57. d5+ cxd5 58.
Dxh5
Nú á hann ekki kost á að leika c-
peðinu og Bragi opnar leið fyrir
kónginn:
58. ... d4!
Gott var einnig 58. .. Hg8.
59. Dg6 De8 60. Dg7 Kd5!
Kóngurinn tekur á rás inn fyrir
varnargirðinguna.
61. Db7 Kc4 62. Df3 Kxb4 63. h5
Dg8! 64. h6
Svíinn er búinn að missa þráðinn.
Eina vonin lá í að leika 64. e6!
64. ... Dc4+ 65. De2 Dc1+ 66.
De1 Dxe1 67. Kxe1 Kc3 68. h7 Kc2
69. c6 d3 70. Bg5 b4!
Frípeð hvíts mega sín lítils gegn
peðum svarts, gegn hótuninni 71. ...
b3 er engin vörn. Hvítur gafst upp.
Seinni hluti Íslandsmóts skák-
félaga hófst á fimmtudaginn
Seinni hluti Íslandsmóts skák-
félaga hófst í Rimaskóla sl. fimmtu-
dagskvöld með keppni í efstu deild.
Eftir fyrri hlutann náði Víkinga-
klúbburinn sex vinninga á Íslands-
meistara Hugins og er fátt sem
bendir til þess sigri sveitarinnar
verði ógnað þar sem Víkingasveitin
jók forskot sitt með 6:2 sigri yfir
Fjölni en á sama tíma gerði Huginn
jafntefli við TR, 4:4. Staðan þegar
þrjár umferðir eru eftir: 1. Vík-
ingaklúbburinn 43 v. (af 48) 2.
Huginn 35 v. 3. Fjölnir 26 v. 4. SA
25 ½ v. 5. TR 25 v. 6. TG 20 ½ v. 7.
Huginn (b-sveit) 20 v. 8. SA
(b-sveit) 17 ½ v. 9. KR 15 v. 10.
Skákdeild Breiðabliks og Bolung-
arvíkur 12 ½ v.
Fjórir efstir á skákhátíð MótX
Fjórir skákmenn urðu jafnir og
efstir á Skákhátíð MótX sem lauk í
Stúkunni á Kópavogsvelli sl. þriðju-
dagskvöld. Jóhann Hjartarson,
Helgi Áss Grétarsson, Hannes Hlíf-
ar Stefánsson og Jón Viktor Gunn-
arsson hlutu allir 5 vinninga af sjö
mögulegum. Alls hófu 27 skák-
meistarar keppni í A-flokknum og
var teflt einu sinni í viku, alls sjö
umferðir. Leyfðar voru þrjár ½
vinnings yfirsetur en þess má geta
að elstu keppendur mótsins Jó-
hann, Jón L. og Benedikt Jónasson
nýttu sér aldrei þann rétt.
Í B-flokki urðu jafnir og efstir
þeir Siguringi Sigurjónsson og
Hilmir Freyr Heimisson með 5 ½
vinning af sjö mögulegum. Þeir
tryggja sér þátttökurétt í A-flokki á
næsta ári. Í 3. sæti varð Aron Thor
Mai með 5 vinninga.
Í flokki hvítra hrafna þar sem
keppendur voru sex talsins sigraði
Júlíus Friðjónsson, hlaut 3 ½ vinn-
ing úr fimm skákum.
Bragi náði loka-
áfanganum að
stórmeistaratitli
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Stórmeistari Bragi Þorfinnsson að tafli á síðasta Reykjavíkurskákmóti.
Samkvæmt lögum um heilbrigð-
isþjónustu er eitt af þremur lykilverk-
efnum Landspítala að sinna kennslu-
og vísindastarfi. Þar sem um þjóð-
arsjúkrahús Íslendinga er að ræða
verður að teljast eðlilegt að starfsemi
þess sé í fararbroddi innan heilbrigð-
isvísinda og í nánu samstarfi við heil-
brigðisvísindasvið Háskóla Íslands
auk annarra innlendra og erlendra há-
skólastofnana. Við upphaf þessarar
aldar var um þróttmikla vísinda-
starfsemi að ræða sem stóðst fyllilega
samanburð við sambærileg háskóla-
sjúkrahús á Norðurlöndunum, hvort
sem litið var til fjölda- eða tilvitn-
anastuðuls þeirra vísindagreina sem
birtust í ritrýndum vísindatímaritum,
sem er góður mælikvarði á gæði vís-
indastarfs á háskólasjúkrahúsi. Síðast
liðna mánuði hefur hver áfellisdóm-
urinn á fætur öðrum birst varðandi
þessa kjarnastarfsemi Landspítala og
ber þar hæst skýrslu Nordforsk um
stöðu vísindastarfs háskóla og há-
skólasjúkrahúsa á Norðurlöndunum.
Þar kom m.a. fram að tilvitnanir í vís-
indarannsóknir frá Landspítala hafa
hrunið frá því að vera í fyrsta sæti inn-
an Norðurlandanna niður í að vera
komið langt undir heimsmeðaltal.
Þetta er óheillaþróun sem hefur staðið
óslitið frá því skömmu eftir aldamót
og sér ekki fyrir endann á.
Auk þess er það áhyggjuefni að
fæstir þeirra sem í dag stunda vís-
indarannsóknir eru aðalrannsakendur
verkefna. En nýleg úttekt vís-
indadeildar Landspítala sýnir að hlut-
fall birtra vísindagreina þar sem
starfsmenn eru leiðandi höfundar hef-
ur lækkað undanfarin ár.
Á undanförnum árum hefur hægt
og bítandi dregið úr ásókn lækna og
annars heilbrigðisstarfsfólks í sam-
keppnissjóði, bæði innan Landspít-
alans og Rannís. Sú skýring sem þar
hefur vegið þyngst er skortur á skiln-
ingi, tíma og aðstöðu til að stunda vís-
indarannsóknir innan þjóðarsjúkra-
hússins. Það er því mikilvægt að þau
sem enn halda uppi merkjum vísinda-
starfs innan Landspítalans fái meiri
stuðning og hvatningu, ekki síst frá
framkvæmdastjóra viðkomandi sviða
eða sjálfrar framkvæmdastjórnar
spítalans.
Einnig hefur í vaxandi mæli borið á
því að fyrir unglækna í framhalds-
námi hafi ekki verið sköpuð aðstaða
eða svigrúm til vísindastarfa, enda
ekki gerð nein sérstök krafa um slíkt í
nýlegri reglugerð um framhalds-
menntun lækna. Því er sá lykilþáttur
sem miðar að vísindalegu uppeldi
lækna í framhaldsnámi á Landspítala
í dag unninn meira af vilja en mætti
þeirra sem að koma og án sjáanlegs
stuðnings eða hvatningar stjórnenda
sviða eða yfirstjórnar. Þessari öf-
ugþróun verður að snúa við. For-
stjóra spítalans hefur orðið tíðrætt
um mikilvægi vísindastarfs fyrir alla
kjarnastarfsemi hans og er það vel.
Þannig hafa verið sett fram markmið
sem hafa miðað að því að framlög til
vísindarannsókna þurfi að aukast úr
þeim sorglegu < 1% af veltu spítalans
í að lágmarki 3%. Þrátt fyrir það hef-
ur engin merkjanleg breyting átt sér
stað. Á sama tíma hefur sama hlutfall
sambærilegra háskólasjúkrahúsa á
Norðurlöndunum verið a.m.k. 6 – 8%.
Þar sem öflugt og gróskumikið vís-
indastarf er ein meginforsenda og
helst í hendur við bætta og öruggari
þjónustu við sjúklinga er ljóst að nú-
verandi staða Landspítala er graf-
alvarleg og krefst tafarlausra úrbóta,
auk gagngerrar endurskoðunar á vís-
inda- og menntastefnu á sviði heil-
brigðisvísinda. Prófessoraráð Land-
spítala er skipað öllum starfandi
prófessorum úr öllum starfsstéttum
og hefur ítrekað bent á ofangreindar
hættur. Mikil og góð vinna hefur átt
sér stað á vegum vísindaráðs Land-
spítala í þessum málaflokki, sem
ítrekað hefur bent á mikilvægi þess
að framlög til vísindarannsókna verði
að stórefla. Einnig hefur ráðið lagt
fram grunn að vísindastefnu 2018-
2020. Þrátt fyrir það hefur engin
markviss vinna hafist á vegum fram-
kvæmdastjórnar til að leggja mat á
mikilvægi tafarlausra endurbóta, og
enn síður þegar horft er til næstu 5 –
10 ára. Við þetta ástand verður ekki
lengur unað og koma þarf í veg fyrir
að flaggskipi íslensks heilbrigð-
iskerfis verði ekki siglt í strand.
Nokkrir lykilþættir í slíkri end-
urreisn væru:
Að innan Rannís yrði komið á fót
sér sjóði fyrir heilbrigðisvísindi
Að styrkja vísindadeild Landspít-
ala svo hún geti starfað sem miðstöð
heilbrigðivísinda
Að kortleggja og styðja við þá
rannsóknarhópa á Landspítala sem
eru virkir í rannsóknum
Að tryggja setu forstöðumanns vís-
indadeildar Landspítalans í stjórn
sjúkrahússins til markmiðasetningar
vísindastarfs við grunnstjórnun
sjúkrahússins
Að styðja þá sem stunda vísinda-
vinnu í nafni þjóðarsjúkrahússins í
verki, með fjármunum og vörðum
vinnutíma
Að komið verði á fót fjölskipaðri
stjórn yfir Landspítala m.a. til eft-
irfylgni á markaðri vísindastefnu
Prófessoraráð Landspítala óskar
eftir að þegar verði hafin vinna til úr-
bóta á því ástandi sem nú ríkir og
sækist eftir að vera mótandi sam-
starfsaðili við endurreisn vísinda-
starfsemi háskólasjúkrahúss þjóð-
arinnar.
Vísinda- og menntastefna
Landspítala á krossgötum
Eftir Björn Rúnar Lúðvíksson,
Helgu Ágústu Sigurjónsdóttur
og Einar Stefán Björnsson
» Við upphaf þessarar
aldar var um þrótt-
mikla vísindastarfsemi
að ræða sem stóðst fylli-
lega samanburð við
sambærileg háskóla-
sjúkrahús á Norð-
urlöndunum …
Björn Rúnar
Lúðvíksson
Dr. Björn Rúnar er yfirlæknir og
prófessor og formaður prófessora-
ráðs Landspítala. Dr. Helga Ágústa
er prófessor og varaformaður pró-
fessoraráðs Landspítala. Dr. Einar
Stefán er yfirlæknir og prófessor.
Einar Stefán
Björnsson
Helga Ágústa
Sigurjónsdóttir
Það er sama hvert
litið er, ákall er um auk-
ið aðgengi að geðheil-
brigðisþjónustu. Á Al-
þingi liggja fyrir tvær
þingsályktunartillögur
sem miða að því að
auka aðgengi fólks að
sálfræðingum, annars
vegar er það ályktun
sem ætlað er að tryggja
framhaldsskólanemum
aðgengi, þeim að kostn-
aðarlausu, og hins vegar er það álykt-
un sem tryggir háskólanemum að-
gengi að sálfræðiþjónustu. Í rauninni
ætti þetta ákall ekki að koma á óvart
þar sem kostnaður vegna sál-
fræðiþjónustu fullorðinna er áfram
undanskilinn almennri greiðsluþátt-
töku sjúkratrygginga og getur verið
mjög mikill. Algengt er að hver með-
ferðartími hjá sjálfstætt starfandi
sálfræðingi kosti á bilinu 12.000 –
15.000 krónur. Nú þegar hafa nokkr-
ir framhaldsskólar brugðist við ákall-
inu og kaupa þjónustuna af einkaað-
ilum eða ráða sálfræðinga inn í
skólana. Samkvæmt
skýrslu Mennta-
málastofnunar um
brotthvarf í framhalds-
skólum réðu tveir skól-
ar sálfræðing í hálft
starf og þar mælist ár-
angurinn af því jákvæð-
ur. Nú er svo komið að
ráðherrar heilbrigðis-
og menntamála hafa
boðað samvinnu í mála-
flokknum enda má
segja að líf liggi við.
En það er hægt að
gera betur. Í Sálfræðingafélagi Ís-
lands eru um 550 sálfræðingar í ýms-
um störfum og á vefsíðu Sjúkra-
trygginga Íslands má sjá að aðeins
sjö sálfræðingar eru með ramma-
samning við Sjúkratryggingar Ís-
lands, sex þeirra eru á höfuðborg-
arsvæðinu og einn á landsbyggðinni.
Það hefur komið skýrt fram að auka
eigi geðheilbrigðisþjónustu innan
heilsugæslunnar en þrátt fyrir það þá
virðist ganga hægt að fjölga stöðu-
gildum til þess að anna eftirspurn.
Biðlistar eru langir og hefur starfs-
fólk heilsugæslunnar bent ein-
staklingum sem þurfa á þjónustunni
að halda á sjálfstætt starfandi aðila.
Samt er sagt að aðgengi að geð-
heilbrigðisþjónustu eigi að vera jafn-
sjálfsagt og aðgengi að annarri heil-
brigðisþjónustu heilsugæslunnar.
Væntanlega verður fólk áfram að
bíða eftir nauðsynlegum úrbótum þar
sem heilsugæslustöðvar landsins
geta rétt svo haldið sjó þó svo að þær
reyni að forgangsraða málum. Eftir
stendur spurningin er verið að flækja
málin um of, eða er um nauðvörn að
ræða? Getur verið að réttast sé að
breyta regluverkinu þannig að öll
heilbrigðisþjónusta verði felld undir
Sjúkratryggingar Íslands, líka sál-
fræðiþjónusta? Þá geti allir sótt sér
viðunandi og sjálfsagða aðstoð án
þess að vera í framhalds- eða há-
skólanámi.
Sjálfsagt aðgengi
Eftir Önnu Kol-
brúnu Árnadóttur
»Eftir stendur spurn-
ingin er verið að
flækja málin um of, eða er
um nauðvörn að ræða?
Anna Kolbrún
Árnadóttir
Höfundur er þingmaður
Miðflokksins.