Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 ✝ Ólafía Aradótt-ir fæddist á Ísafirði 5. apríl 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 22. febrúar 2018 eftir erfið veikindi. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ágústa Steindórs- dóttir, f. 1.8. 1907, d. 24.3. 1946, og Ari Hólmbergsson, f. 14.5. 1897, d. 16.4. 1976. Alsystkini Ólafíu eru: Krist- ján Magnús, f. 31.5. 1925, d. 29.9. 1989, Steindór, f. 1.5. 1930, d. 15.2. 2012, Hólmberg Guðbjartur, f. 11.7. 1932, og Gróa, f. 9.1. 1935. Samfeðra: Magnús Þorlákur Arason, f. 31.12. 1922. Fósturforeldrar: Guðný Guð- jónsdóttir, f. 18.3. 1904, d. 16.11. 1997, og Jón Kristinn Finnsson, f. 14.7. 1899, d. 9.1. 1955. Fóstursystkini: Dóra Fríða Jónsdóttir, f. 1.1. 1932, d. 16.6. rún, f. 17.10. 1962, gift Gunnari Gauki Magnússyni, f. 2.9. 1961. Börn þeirra eru: Aldís, Stein- þór Jón og Egill Ari. Barna- barn: Rakel Eva. Ólafía sem oftast var kölluð Lóa, ólst upp á Ísafirði. Árs- gömul var hún tekin í fóstur hjá hjónunum Guðnýju og Jóni þegar móðir hennar veikist. Eftir gagnfræðapróf vann hún á skrifstofu sýslumanns á Ísa- firði og síðar hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Árið 1958 giftist hún og þau hjónin hófu búskap í Reykjavík og 1966 flytja þau í Kópavog. Hún vann ýmis störf, t.d. sem ráðskona í brúarvinnu og síðar hjá eiginmanni sínum við vegavinnu, þegar unnið var við lagningu vegar um Ísa- fjarðardjúp. 1976 flytja þau til Ísafjarðar, starfar hjá Pólnum í 19 ár og að lokum hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarð- arbæjar. Hún var ötul í starfi við upp- byggingu Bræðratungu, heimili fyrir fatlaða á Ísafirði og síðar í Krabbameinsfélaginu Sig- urvon. Útför Ólafíu fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 3. mars 2018, kl. 14. 2005, og Guð- mundur Óli Miolla, f. 19.1. 1948. Ólafía giftist, 5.4. 1958, Kristni Jóni Jónssyni, f. 25.12. 1934, d. 19.9. 2003. For- eldrar hans voru Halldóra María Kristjánsdóttir, f. 19.3. 1892, og Jón Guðjón Kristján Jónsson, f. 23.8. 1892, d. 30.9. 1943, frá Mýri í Álftafirði. Börn Ólafíu og Kristins Jóns eru: 1) Jón Guðni, f. 6.1. 1958, kvæntur Ragnheiði Gunn- arsdóttur, f. 27.2. 1964. Dætur hans eru Marta og Heiða. Fóst- urbörn: Gunnar Örn, Anna Guðný og Arnar Ingi. Barna- börn: Matthías Hjörtur, Erik Nói, Hekla Björk, Salka Eik og drengur, óskírður. 2) Halldóra, f. 26.2. 1960, í sambúð með Baldri Þóri Jónassyni, f. 11.2. 1960. Börn þeirra eru: Elín Lóa, Erla Björk, Kristinn Jón og Guðmundur Ólafur. 3) Hug- Það má segja að ég hafi dottið í lukkupottinn þegar ég eignaðist hana Lóu mína fyrir tengdamóð- ur, það var alltaf gaman í kringum hana, hrókur alls fagnaðar, hún hafði svo gaman af því að vera í kringum fólk. Lóa var skvísa allt til enda, hún hugsaði svo vel um sig, var alltaf í leikfimi og mátti ekki missa úr tíma, þannig var það bara. Fá sér permó í hárið, varalit og bara hafa sig til áður en farið var út úr húsi, svo varð að skreppa í búðir í bæjarferðum og taka út það sem var í boði hverju sinni. Hún var líka svo mikil hannyrða- kona, það var sama hvað hún var beðin um að prjóna, hekla eða sauma, aldrei neitt mál og liggja margir fallegir munir eftir hana sem við munum passa vel upp á. Við áttum svo margar góðar stundir saman bæði hér heima og líka á erlendri grund og er mér efst í huga síðasta ferðin hennar sem var á Grand Canary þar sem við áttum svo góðan tíma saman. Þrátt fyrir að heilsan hafi ekki verið góð þá kvartaði hún ekki heldur naut þess að vera með okk- ur Jóni Guðna, sem eru ómetan- legar minningar og endaði ferðin á því að við Lóa vorum fastar í flugvélinni á Íslandi í sex klukku- stundir vegna veðurs. Það sem við gátum rifjað upp þá upplifun og haft gaman. Verð að minnast á af- slöppunarferð Lóu í Króksfjarð- arnes, við Jón Guðni vorum ekki með eldhús vegna breytinga, þessa daga komu 6-8 gestir á hverjum degi og ég hef ekki tölu á hvað hún vaskaði oft upp í vask- inum á klósettinu, þarna var Lóa í roknastuði með heimabakaðar kleinur og rúsínubrauð, og sagði: „Þetta er eins og að vera í vega- vinnu, nema hvað aðstaðan er bara miklu betri.“ Lóa var góður vinur, ekki bara minn vinur heldur var hún vin- kona minna vina og barna og brölluðum við margt skemmtilegt saman og ef einhver þeirra kom til Ísafjarðar þá var Lóa mætt til að bjóða í kaffi og með því, já það voru allir svo velkomnir til henn- ar. Elsku vinkona, í dag er komið að kveðjustund og vil ég þakka þér fyrir alla góðvild og kærleik sem ég og börnin mín hafa fengið frá þér á þeim 24 árum sem við vorum samferða í þessu lífi. Ég vil trúa því að þú sért komin á stað þar sem þú finnur hamingju og gleði og hittir alla þá sem eru farnir á undan þér á þessum fal- lega og góða stað. Elsku vinkona og tengdó, ég kveð þig með þakklæti og söknuði. Kveðja, Ragnheiður Gunnarsdóttir. Það er ekki sjálfgefið að fá að eiga fólk eins og hana Lóu ömmu mína að í lífinu og fyrir það verð ég að eilífu þakklát. Ég á ófáar ljúfar minningar úr barnæsku fyr- ir vestan með henni og Nonna afa, en ekki síður þykir mér vænt alla tímana sem við áttum yfir kaffi- bollaspjalli um föt, fólk og ferða- lög. Ömmu var afskaplega annt um fólk og sýndi okkur það á ótal vegu, hvort sem það hafi verið að eiga alltaf nýsteiktar kleinur þeg- ar við systkinin komum í heim- sókn í Brautarholtið, peysurnar sem hún prjónaði á okkur eða hrósið sem hún jós alltaf á okkur fyrir alla þá misgáfulegu hluti sem við höfum tekið okkur fyrir hend- ur. Amma skapaði sér flotta fjöl- skyldu og var svo sannarlega lím- ið sem hélt okkur öllum saman. Elsku amma. Það verður eitt- hvað undarlegt að koma á Ísafjörð án þín. Þú ert ein sú glæsilegasta kona sem ég þekki og ert mér stöðugur innblástur í mínu lífi. Það fylgdi þér alltaf vorið amma og andvari nýs árs. En nú haustið hér er komið, og halda þá ljúfar lóur handan fjallanna aftur heim. En af minningu þinni í mínu hjarta mun ávallt lýsa af, sem bjartan sumardag. Þitt ömmubarn, Erla Björk. Í dag kveðjum við hana Lóu ömmu. Nú hugsa ég til hennar og rifja upp góðar minningar, þakklát fyr- ir að eiga nóg af þeim. Bílferðir í rauðum Volvo, við frænkurnar skiptumst á að vera í miðjunni, stoppað í Djúpmanna- búð og svo yfir kókómjólkurána, áður en við komum að Vonarlandi. Þar voru peningablóm og bú og kindur á túninu sem við þurftum að reka burt. Mjög mikilvægt starf. Lóa amma og Nonni afi í Brautarholtinu, alltaf til ísblóm. Hreiður undir þakskeggi og við fylgdumst með ungunum. Amma og afi alltaf jafn hissa þegar við Bubba komum að selja Morgunblaðið eða klifruðum upp á þak og settum snjókúlur ofan í strompinn. Afi sagði að líklega hefðu einhverjar mýs verið þarna að verki, okkur fannst það líklegt. Jólaball, afi í mörgæsafötunum og amma fín. Við að dansa í kring- um jólatré og borða ofsalega mik- ið nammi. Amma í sólbaði í garðinum, amma í Pólnum, amma á fræðslu- skrifstofunni, amma að vinna fyrir Sigurvon. Amma mín. Amma svo stolt af barnabörnunum. Amma í síman- um „já, varstu búin að heyra hvað þessi er að gera flott, er dugleg/ ur?“ Líka alltaf með smá áhyggj- ur: „Hvert eru þau eiginlega að þvælast alltaf?“ Amma í góðra vina hópi, amma í veislu. Það var svo gaman að vera með ömmu í veislu, sérstak- lega ef hún hafði marga til að tala við, já ömmu fannst gaman að spjalla. Við eigum það sameiginlegt. Amma sem hringdi alltaf á öll- um afmælum og sendi falleg kort. Amma sem hringdi líka alltaf og athugaði hvort pakkinn hefði ekki örugglega skilað sér, það væri nefnilega smáræði í umslagi. Amma sem laumaði alltaf pen- ingi í lófann á langömmudrengn- um, eða smá góðgæti úr poka. Amma mín handavinnusnilling- urinn sem skildi eftir sig dásam- lega falleg teppi og flíkur sem ég varðveiti vel. Takk, amma mín, fyrir að koma í afmælið mitt í nóvember, hress og kát, alveg eins og þú hefur allt- af verið; hressa, spjallglaða amma mín. Takk fyrir allar minningarnar, ég geymi þær eins vel og ég get. Mikið sem hann afi hefur nú verið glaður að sjá þig. Guð geymi þig, elsku Lóa amma. Marta Jónsdóttir, Grétar Björn Halldórsson, Matthías Hjörtur Mörtu- og Grétarsson. Mig langar að minnast frænku minnar og vinkonu, Ólafíu Ara- dóttur, eða Lóu eins og hún var alltaf kölluð. Elsku Lóa lést þann 22. febr. sl. úr erfiðum veikindum sem hún varð að lúta í lægra haldi fyrir. Hún tók veikindum sínum með miklu æðruleysi og ró, hún mátti ekkert vera að því að hugsa um þau, það var svo margt sem hún ætlaði að gera. Hún var svo lífsglöð og félagslynd. Elsku frænka, takk fyrir allar góðu samverustundirnar að ógleymdum vikudvölunum okkar á Vonalandi. Þar nutum við okkar frænkurnar, algjör slökun, göngu- ferðir, sund, handavinna og margt fleira. Nú veit ég að þér líður vel, laus við allar þjáningar, og Nonni hef- ur tekið vel ámóti elskunni sinni. Minningarnar geymi ég í hjarta mínu. Guð blessi þig. Ágústa frænka. Í dag kveðjum við vinkonu okk- ar hana Lóu Ara eins og hún var jafnan kölluð. Í lengri tíma hefur Lóa ekki gengið heil til skógar og hefur eig- inlega hvert áfallið á fætur öðru riðið yfir. En hún var ekkert nema æðruleysið og taldi að þetta væri nú allt að koma hjá sér, eða að þetta hlyti nú að fara að lagast, sama hvað á gekk. Fyrir 40 árum, eða 1977, byrj- aði Lóa að vera með okkur í leik- fimi og var virkur þátttakandi, en reyndar mismikið síðustu ár. Í fyrravetur hvöttum við hana að koma með „kerruna“ sína og gera æfingarnar þannig, því hún þráði að hitta leikfimikonurnar og einnig að fara í gufubaðið á eftir. Fyrir u.þ.b. þremur vikum var hún með okkur í síðasta sinn og var þá vitað að hverju stefndi. Alltaf fyrir jól og í lok vetrar gerum við okkur dagamun og ger- um eitthvað skemmtilegt saman. Okkur er minnisstæð ferð er Lóa bauð okkur inn að Vonalandi í Ísa- fjarðardjúpi þar sem þau hjónin áttu hús. Þetta var frábær og eft- irminnileg ferð þar sem við geng- um inn í Kaldalón, fórum í sund á Laugarási og borðuðum dýrindis- mat að hætti Lóu. Þetta var ógleymanleg ferð í alla staði. En nú er komið að leiðarlokum og viljum við þakka Lóu sam- fylgdina og sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd leikfimikvenna, Rannveig S. Pálsdóttir. Það var vor í lofti hér við Ísa- fjarðardjúp árið 1976. Vegurinn um Djúp nýopnaður, mikil atvinna og almenn bjartsýni ríkjandi. Hér í Skutulsfirði hafði opnast bygg- ingarland í botni fjarðarins og hin- ir nýju landnemar í óðaönn að koma sér fyrir á lóðunum. Á næstu lóð við okkur á Brautar- holti nr. 13 var komin fimm manna fjölskylda að sunnan, hjónin Ólafía Aradóttir og Kristinn Jón Jónsson ásamt börnum sínum. Þau voru bæði Vestfirðingar, hún Ísfirðingur og hann inndjúpsmað- ur og voru nú komin heim aftur eftir áralanga dvöl syðra. Með okkur fjölskyldunum á nr. 11 og 13 tókst strax góð vinátta sem hef- ur haldist æ síðan. Þau voru rúm- um áratug eldri en við sem þótti töluverður aldursmunur á þeim árum. Var gott að leita í reynslu- banka þeirra, einkum í garð- og trjárækt en þar var húsbóndinn á heimavelli. Betri nágranna var vart hægt að hugsa sér. Margar ánægjustundirnar áttum við sam- an við hin ýmsu tækifæri. Í mörg ár nutum við dvalar hjá þeim á Vonalandi á Langadalsströnd við Djúp um verslunarmannahelgi, þar svignuðu veisluborðin jafnt inni sem úti á hlaði. Skötuveisl- urnar hjá þeim fyrir jólin voru fastur liður í tilverunni og veitt af rausn. Kristinn Jón lést fyrir tæp- um 15 árum 69 ára að aldri og var það öllum mikið áfall. Hann var dugmikill leiðtogi í okkar sam- félagi. Síðasta verk hans sem for- maður HSV var að skipuleggja unglingameistaramót UMFÍ sem fram fór hér í bæ með miklum glæsibrag. Eftir að Jón lést flutti Lóa í snotra íbúð í Bræðratungu í nágrenni við golfvöllinn þar sem hún hóf að leika golf með Valdísi Veturliða vinkonu sinni og fleiri góðum konum. Lóa var einstak- lega tryggur og góður vinur. Hafði alla afmælisdaga á hreinu og kom alltaf í heimsókn á afmæl- isdögum okkar færandi hendi, nú síðast í byrjun janúar. Hún átti við vanheilsu að stríða síðustu árin og nú fyrir stuttu lagðist hún inn á sjúkrahúsið hér þar sem hún lést eftir stutta legu. Við fjölskyldan þökkum Lóu fyrir samfylgdina, tryggðina og vináttuna og biðjum henni Guðs blessunar á nýjum slóðum. Samúel (Sammi) og Guðríður. Ólafía Aradóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Elsku bróðir okkar, mágur og frændi, ÞORBJÖRN GARIBALDASON þjónn frá Ísafirði, er látinn. Útförin hefur farið fram. Þökkum sýndan hlýhug. Áslaug Garibaldadóttir Stefán Benediktsson Einar Garibaldason Karin Johansson og frændsystkini Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA SNÆBJÖRNSDÓTTIR, fv. ellimálafulltrúi, Löngulínu 2, Garðabæ, lést að Hrafnistu Hafnarfirði að morgni 28. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Vídalínskirkju 9. mars klukkan 15. Snæbjörn Tr. Össurarson María H. Baldursdóttir Guðrún H. Össurardóttir Brynjólfur Steingrímsson Bjarni S. Össurarson Britt Augustson Birgir Össurarson Ómar Össurarson Steinunn Geirsdóttir Hulda S. Össurardóttir Markús Jóhannesson Margrét Össurarsdóttir Albert Þórðarson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓN GOTTSKÁLKSSON bifreiðarstjóri, Gaukshólum 2, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík 28. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ragnar Bjarnason Gottskálk Jón Bjarnason Arndís Anna Hervinsdóttir Heiða Kristín Þ. Bjarnadóttir Helgi Magnússon Hinrik Daníel Bjarnason Kristín Harðardóttir Jón Erlendsson Anna Ólöf Bjarnadóttir barnabörn og langafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.