Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reykjavíkurborg hefur hætt við þau áform að byggja viðbyggingu norðan við Perluna í Öskjuhlíð en hún átti að hýsa stjörnuver. Eftir nánari skoðun þótti heppilegra að breyta heita- vatnstanki fyrir stjörnuver þar sem Veitur ohf. hafa samþykkt að afhenda annan vatnstank fyrr en áætlað var. Borgarráð heimilaði í september 2017 að byggð yrði viðbygging við Perluna sem gæti hýst hátækni- stjörnuver og var áætlaður kostn- aður Reykjavíkurborgar um 350 milljónir króna. Viðbyggingin átti að vera 85 fermetrar. Samkvæmt samkomulagi við Perlu norðursins, leigutaka Perlunnar, á Reykjavíkurborg að sjá um hönnun og lagfæringar á húsnæðinu þannig að leigutaki geti sett upp sýningar. „Það er verulega vandkvæðum bund- ið og kemur í veg fyrir eðlilega fram- vindu og skapar aukakostnað að breyta tanki fyrir uppsetningu á stjörnuveri leigutaka nema að tekið sé fullt tillit til útfærslu sýningar sem vera á í umræddum tanki,“ segir í greinargerð skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar hjá borginni. Perla norðursins mun sjá um hönnun og uppsetningu stjörnuvers- ins í tanknum, segir í greinargerð- inni. Hringlaga sýningarloft Meðal þess sem sett verður upp í tankinum er um 350 fermetra hring- laga sýningarloft og sýningarbún- aður sem getur sýnt myndir í 8K. Stjörnuverið mun taka um 155 manns í sæti. Um er að ræða flókna framkvæmd sem ekki hefur verið unnin hér á landi áður og verður framkvæmd af erlendum aðilum á vegum leigutaka. Leigutaki mun einnig setja loft í forrými stjörnuvers sem norðurljósa- listaverk til að auka við hughrif gesta. Bygging þessa listaverks, sem er á vegum leigutaka, mun tengjast bygg- ingu lofts í forrými stjörnuvers. Kostnaður Reykjavíkurborgar verð- ur 66 milljónir án vsk. fyrir utan hönnun. Heildarkostnaður við gerð stjörnuvers í tankinum er áætlaður 400 milljónir króna og lendir megnið af kostnaðinum hjá leigutaka, Perlu norðursins. Í dag eru sex hitaveitutankar í Perlunni en þeir tryggja nægt miðl- unarrými hitaveitu í vesturborginni. Tveir tankanna eru fullir af 35-40°C heitu „retúrvatni“ en talið er ósætt- anlegt að geyma vatnið áfram nærri þeim mikla fólksfjölda sem heimsæk- ir Perluna. Því var farið að skoða mögulega staðsetningu fyrir nýjan tank. Heppi- legasti kosturinn var talinn sá að reisa einn tank norðaustan við Perl- una. Um er að ræða tank sem er um 33 metrar að þvermáli og allt að 10 metrar að hæð. Gert er ráð fyrir að mögulega verði tankurinn að hluta til neðanjarðar. Möguleiki er á að nýta tankinn sem áningarstað fyrir útivist, svo sem útsýnispalla eða til klifurs. Æskilegt sé að hafa tankinn í lit sem fellur vel að umhverfinu, t.d. sama lit og sígræni gróðurinn í Öskjuhlíðinni. Tölvuteikning/Landsmótun Perlan Svona hugsuðu menn sér að viðbyggingin liti út. Stjörnuverið verður sett upp í einum af tönkunum. Stjörnuverið verður sett upp í vatnstanki  Reykjavíkurborg hefur hætt við að byggja við Perluna AÐAL FUNDUR Félagið veitir ferða- styrk til þeirra félags- manna sem búa í meira en 40 km fjarlægð frá fundarstað. Félags iðn- og tæknigreina 2018 verður haldinn í Borgartúni 30, 6. hæð, laugardaginn 10 . mars kl. 11.00. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar um starf félagsins á liðnu starfsári. 2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til umræðu og afgreiðslu. 3. Ákvarðanir teknar um ávöxtun sjóða félagsins. 4. Kjöri stjórnar lýst. 5. Kosning trúnaðarráðs, kjörstjórnar, skoðunarmanna reikninga, og uppstillinganefndar. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Tillögur um fulltrúa á ársfundi lífeyrissjóða sem FIT er aðili að. 8. Önnur mál. Hádegismatur í boði félagsins. Stjórnin „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins gefur velferðarráðuneytinu upplýs- ingar um verðbreytingar á ein- stökum þjónustu- og vöruliðum, s.s streptokokkarannsóknum og lykkj- um, sem keyptar eru á hagstæðasta verði á markaði. Vottorð hækka vegna launahækkana lækna, sem fá greitt sérstaklega fyrir útgáfu vott- orðanna,“ segir m.a. í svari frá Jón- asi Guðmundssyni, fjármálastjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH), til Morgunblaðsins. Fram kom í blaðinu í gær að um mánaðamótin hækkuðu ýmis þjón- ustugjöld á heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum. Þá tók gildi ný reglu- gerð um greiðsluþátttöku sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna heilbrigð- isþjónustu. Meðal þess sem hækkar eru gjöld fyrir streptokokkarann- sóknir, vottorð lækna og krabba- meinsleit. Jónas segir að almennt haldist þessar verðbreytingar í hendur við verð- og launabreytingar frá því að reglugerðinni var síðast breytt. Þá hækka námskeiðsgjöld fyrir verðandi foreldra og foreldra barna með ADHD. Að sögn Jónasar má rekja þær hækkanir til þess að fag- fólk telji nauðsynlegt að leggja meira í námskeiðin en áður. „Kostn- aðaráætlun fyrir námskeiðin lá að baki tillögu HH um breytt þátttöku- gjöld fyrir þau. Það er samt ekki svo að námskeiðsgjöldin fjármagni allan kostnað við námskeiðin.“ Eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í gær hefur HH það hlut- verk að gera tillögur um breytingar á reglugerðinni. Jónas segir að sum- ar tillögur séu teknar til greina í ráðuneytinu, en aðrar ekki. „Það er svo rétt að undirstrika að þau gjöld sem skipta almenning langmestu máli og skila heilbrigðis- stofnunum mestum tekjum, svo sem komugjöld og rannsóknagjöld, breytast ekki,“ segir ennfremur í svari Jónasar. Vottorð hækka vegna launa lækna  Heilsugæslan svarar til um gjöldin Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsugæslan Ýmis þjónustugjöld fyrir sjúklinga hafa hækkað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.