Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Framtíðhöfuðborgarsvæðisins Skipulag, innviðir og fjármögnun Ráðstefna í Laugardalshöll, föstudaginn 9. mars kl. 13–16 Ráðstefnan er haldin í tengslum við sýninguna Verk og vit 2018 í samstarfi við Landsbankann og Samtök iðnaðarins. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á framtíð höfuðborgarsvæðisins þegar horft er til skipulags, innviða og fjármögnunar. Farið verður yfir helstu tækifæri og áskoranir sem höfuðborgarsvæðið stendur frammi fyrir næstu ár. Ráðstefnan er öllum opin en þátttökugjald er kr. 6.900. Innifalinn er aðgöngumiði á sýninguna Verk og vit 2018. Skráning á verkogvit.is/radstefna, fyrir 7. mars nk. Athugið að sætafjöldi er takmarkaður. www.verkogvit.is DAGSKRÁ 13:00 Setning ráðstefnu Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans 13:10 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til framtíðar litið Ármann Kr. Ólafsson, formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og bæjarstjóri í Kópavogi 13:30 Heildarsýn og staða verkefna, borgarlína og önnur samgöngumál Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur 13:50 Innviðir – ástand og framtíðarhorfur Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins 14:10 Kaffihlé 14:30 Róast markaðurinn án brotlendingar? Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum 14:50 Uppsöfnuð þörf og áhrif á velferð þjóðar Una Jónsdóttir, hagfræðingur og deildarstjóri leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði 15:10 Skipulagsmál og þarfir íbúðarkaupandans Örn Tryggvi Johnsen, rekstrarstjóri ÞG verktaka 15:30 Frá bæjardyrum fasteignasalans Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali hjá Híbýli fasteignasölu og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala 15:50 Umræður 16:00 Léttar veitingar á sýningarsvæði Landsbankans Fundarstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður „Pantanir eru farnar að streyma inn og þetta verður að veruleika. Það eru hátt í fimmtíu manns búnir að bóka og borga allt upp í topp,“ segir Ásgeir Halldórsson, einn skipuleggj- enda ferjusiglingar með stuðnings- menn íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu á HM í Rússlandi í sumar. Morgunblaðið sagði frá þessum áformum á dögunum. Þá kom fram að ná þyrfti ákveðnum fjölda til að staðfesta bókun á 270 manna ferju. Það náðist ekki fyrir mánaðamót en í staðinn var gripið til þess ráðs að bóka minni ferju. Það er nú frágeng- ið og fyrir liggur að ríflega 150 Ís- lendingar geta siglt með m/s Caesar niður Volgu í sumar. „Ég varð að afpanta 270 manna skipið. Rússinn hefur engan skilning á íslenskum „séraðstæðum“,“ segir Ásgeir í léttum tón. „En nú verður eflaust fljótt uppselt.“ Það er ferðaskrifstofan Bjarma- land sem tekur á móti bókunum í þessa 13 daga siglingu. Siglt verður á milli leikstaða Íslands og geta far- þegar notið lífsins fyrir lítið á meðan ferð stendur. Skipulagt hefur verið leiguflug með ferðaskrifstofunni Trans- Atlantic í tengslum við siglinguna. Flogið er til Moskvu 15. júní og heim frá Rostov hinn 27. júní. hdm@mbl.is 150 sigla með Sesari  Ferjusigling milli leikstaða Íslands Sigling Íslendingum býðst að sigla með m/s Caesar í Rússlandi í sumar. „Ég held að þetta verkefni að tengja saman yndislestur og fót- bolta sé mjög viðeigandi. Við erum með framúrskarandi barnabóka- höfunda sem eru að vinna mjög þarft verk með sínum bókum. Það er um að gera að tengja saman þennan stórviðburð í íþróttasög- unni og efla um leið lestur og les- skilning,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra. Samþykkt var á fundi ríkisstjórn- arinnar í gærmorgun að verja 20 milljónum króna af ráðstöfunarfé hennar í átak varðandi lestur og menningu fram að HM í knatt- spyrnu í Rússlandi í sumar. Átakið felur í fyrsta lagi í sér að efnt verður til vitundarvakningar um yndislestur undir yfirskriftinni Bolti og bækur. Fram að HM verð- ur lögð sérstök áhersla á mikilvægi lesturs og munu rithöfundarnir Gunnar Helgason, Ævar Þór Bene- diktsson og Kristín Ragna Gunn- arsdóttir heimsækja alla grunn- skóla landsins og fræða og skemmta nemendum. Landsliðs- menn okkar munu einnig taka þátt í átakinu og hvetja yngri kynslóðina til lesturs. Þá munu mennta- og menningar- málaráðuneytið, utanríkisráðu- neytið og Íslandsstofa ráðast í sam- stillt kynningarátak í tengslum við þátttöku íslenska karlalandsliðsins á HM í Rússlandi. Daginn fyrir fyrsta leik liðsins gegn Argentínu í Moskvu verður haldin þar mikil menningarkynning. Ber hún yf- irskriftina Menning í Moskvu og þar munu bæði íslenskar bók- menntir og tónlist verða kynnt. hdm@mbl.is 20 milljónir í bolta og bækur Morgunblaðið/Golli Strákarnir okkar Landsliðsmenn taka þátt í átaksverkefni um yndislestur.  Átak varðandi lestur og menningu í tengslum við HM Brennisteinsvetni (H2S) kemur upp með jarðhita. Sú mengun hefur verið í íshellinum í Blágnípujökli þar sem banaslysið varð í vikunni en ekki brennisteinsdíoxíð sem kemur upp með eldgosum, eins og misritaðist í frétt Morgunblaðsins um slysið. Brennisteinsvetnið er algengt í jarðhitagufum og vatni og er það gas sem er að koma upp á Nesjavöllum og Hellisheiði í miklu magni. Það er baneitrað taugagas í háum styrk og veldur meðvitundarleysi, lömun og dauða, samkvæmt upplýsingum Hrefnu Kristmannsdóttur jarðefna- fræðings. Oft verða menn meðvit- undarlausir af þess völdum og kafna svo þar sem kolsýra sem kemur líka upp með jarðhitagasi ryður and- rúmslofti frá þar sem hún er þyngri. Brennisteinsvetnið hefur í lágum styrk mjög megna lykt eins og rotin egg, en lyktin hverfur þegar styrk- urinn eykst. Það fyrsta sem jarð- hitafólki er kennt er að ef það hætti að finna lykt inni á háhitasvæðum við vinnu sína þá skuli það koma sér burt strax ef það geti. helgi@mbl.is Brennisteins- vetni í jarðhita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.