Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
ICQC 2018-20
10%
afsláttur
10% afsláttur af
trúlofunar- og
giftingarhringapörum
Tilboðið gildir til 5. mars 2
.
018
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
Skoðaðu úrvalið á carat.is
Flækingurinn, skáldsaga Kristínar
Ómarsdóttur, hlýtur fimm hjörtu af
sex mögulegum í ritdómi Steffens
Larsen í Politiken.
Að mati Larsen notar Kristín
tungumálið eins og vél sem knýr
áfram söguna af hinum mállausa
Hrafni Frey Hrafnssyni, ungum
útigangsmanni og fíkli. Sagan sé
skrifuð á næmu tungumáli fullu af
málskrúði og jarðbundnum athug-
unum. „Höfundurinn skapar ný orð
sem hefur verið þrautin þyngri að
þýða á dönsku,“ skrifar Larsen, en
þýðinguna gerði Niels Rask Ven-
delbjerg.
Larsen rifjar upp að áður hafi
komið út á dönsku skáldsagan hér
„þar sem fjallað er um eðli stríðs
með sömu naífu rödd sem hún not-
ar til að segja frá fegurð fíknar-
innar. Hún nær alveg inn í myrkur
hjartans og finnur ljós. […] Manni
hlýnar um hjarta yfir því hversu
mikið af góðu fólki er til í Reykja-
vík. Allt frá lögreglufólki til bóka-
safnsfræðinga og heilbrigðis-
starfsfólks. Það er ef maður á að
trúa Hrafni.“
Finnur ljós
í myrkrinu
Lofdómur Kristín Ómarsdóttir.
Morgunblaðið/Ómar
Í hvaða bók á ég heima? er yfir-
skrift ráðstefnu um barna- og ung-
lingabækur sem haldin verður í
Borgarbókasafninu í Gerðubergi í
dag frá kl. 10.30 til 13.30. Á henni
verður sjónum einkum beint að því
hvort raunveruleiki barnabóka sé
annar en raunverulegur raunveru-
leiki, birtingarmyndir kynja og
kynhlutverka verða skoðaðar og
hvort barnabækur séu í takt við
tímann eða hvort þar megi enn
finna staðnaðar staðalmyndir.
Fyrirlesarar eru Árni Matthías-
son blaðamaður, Kolbrún Hrund
Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra
jafnréttismála hjá skóla- og frí-
stundasviði Reykjavíkurborgar,
Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræð-
ingur og Erlingur Sigvaldason
nemi. Fundarstjóri verður Atli
Fannar Bjarkason fjölmiðlamaður.
Ráðstefna um barna- og unglingabækur
Fordómar Árni Matthíasson veltir
m.a. fyrir sér kynþáttafordómum í
erindi sínu Doddi í rasistalandi.
Nýtt íslenskt leikverk verður flutt í
Útvarpsleikhúsinu í dag og næsta
laugardag. Verkið heitir Svín og er
lýst sem kolsvartri kómedíu um
óframfærinn matvælatækni í slát-
urhúsi sem er að ósekju sagt upp
störfum og ákveður því í slagtogi
við vitfirrtan slátrara að knésetja
fyrirtækið.
Höfundur verksins og leikstjóri
er Heiðar Sumarliðason og segir
hann að í grunninn sé umfjöllunar-
efnið bældir ungir karlmenn í krísu
sem kunni ekki að tjá sig og því
brjótist gremja þeirra út á herská-
an máta þegar
þeir fái ekki sínu
framgengt. Leik-
arar eru Jóhann-
es Haukur Jó-
hannesson,
Sigurbjartur
Sturla Atlason,
Stefán Hallur
Stefánsson, Íris
Tanja Flygen-
ryng, Bjartmar
Þórðarson, Sara Mari Guðmunds-
dóttir og Ragnheiður Steindórs-
dóttir.
Ungir karlmenn í krísu í Svínum
Heiðar
Sumarliðason
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Nemendaópera Söngskólans í
Reykjavík flytur óperettuna Leður-
blökuna eftir Jóhann Strauss II í
Norðurljósasal
Hörpu á mánu-
dag og þriðjudag,
5. og 6. mars, kl.
19.30.
Sögusvið
Leðurblökunnar
er Vínarborg ára-
mótin 1874-1875
og á allra vörum
og í öllum blöð-
um að Eisenstein
sé á leiðinni í
fangelsi, eins og segir í tilkynningu
vegna óperettunnar. Fyrsti þátt-
urinn gerist heima hjá hjónunum
Eisenstein og Rosalinde, annar
þátturinn í veislu heima hjá rúss-
neskum prinsi þar sem Eisenstein
fellur fyrir Adele og þriðji og síðasti
þátturinn í fangelsi þar sem hulunni
er svipt af framhjáhaldinu. Deildar-
stjóri Nemendaóperunnar er Ólöf
Kolbrún Harðardóttir og stjórnandi
Garðar Cortes en um leikstjórn,
sviðshreyfingar og dansa sér Sibylle
Köll og Hrönn Þráinsdóttir um tón-
listarstjórn.
Óperupopp
„Þetta er það fólk sem við munum
sjá í framtíðinni í óperuhúsum hér á
landi og erlendis, svo mikið er víst.
Alla vega stóran hluta þeirra. Þetta
eru lengra komnir nemendur í skól-
anum og þeir eru mjög efnilegir,
það er engin spurning,“ segir Si-
bylle þegar hún er spurð að því
hvort þetta sé góður hópur sem hafi
fengið það verkefni að flytja Leður-
blökuna.
–Hvers vegna varð þetta verk fyr-
ir valinu?
„Við þurfum alltaf að skoða hvers
konar hóp við erum með og þetta er
svo ákveðið af stjórnendum. Við
Ólöf Kolbrún Harðardóttir deildar-
stjóri, Garðar Cortes skólastjóri og
Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari
skoðum þetta og vegum og metum
hvað geti passað fyrir hópinn sem
við erum með,“ svarar Sibylle.
Söngur, leikur og dans
Hún segir óperettu Strauss eigin-
lega klassískt popp og jafnvel mætti
kalla hana óperupopp þar sem hún
sé svo létt og skemmtileg. „Hún er
skrifuð í Vínarborg í Austurríki og
það er ofboðslega mikið af vals-
þemum í henni.“
–Og söngvararnir þurfa ekki bara
að kunna að syngja heldur leika og
dansa líka …
Sibylle hlær og segir að það sé
rétt og falli í hennar hlut að kenna
nemendum líka að leika og dansa.
„Ég er svo sem líka söngvari og
söngkennari sem er mjög hentugt
því þá hefur maður skilning á því
hvað er hægt að gera og hvað er erf-
itt að gera en það er akkúrat áskor-
unin hérna, að gera meira en bara
syngja. Og mér finnst svo gaman að
sjá hversu góðir leikarar þau eru
mörg hver orðin og gaman að fylgj-
ast með þeim vaxa og njóta þess að
gera miklu meira en að syngja.“
Morgunblaðið/Hanna
Tilbúin Nemendur í Söngskóla Reykjavíkur á æfingu fyrir Leðurblökuna í Norðurljósum í Hörpu í gær.
„Gaman að fylgjast
með þeim vaxa“
Nemendaópera Söngskólans sýnir Leðurblökuna
Sibylle
Köll