Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra segir að ríkisstjórnin vilji styðja við Landhelgisgæsluna (LHG). Í stjórnarsáttmálanum segi að tryggja þurfi LHG nægilegt fjár- magn til að rækja starf sitt. „Nú stendur yfir vinna við nýja fjármálaáætlun,“ sagði Sigríður í samtali við Morgunblaðið. „Ég hef lagt áherslu á að auka þurfi árlegar fjárveitingar til Landhelgisgæsl- unnar svo hún geti sinnt lögbundn- um skyldum sínum. Við ætlum að sjá hvort við getum ekki kippt þessu í liðinn fljótlega þannig að þetta komist í viðunandi horf innan tíðar.“ Sigríður minnti á að búið væri að ganga frá fjármögnun á þremur nýjum þyrlum sem verða keyptar á næstu árum. Það væri um að gera að manna þær og nýta sem best. Kostar 1-1,5 milljarða Eins og fram hefur komið hefur LHG ekki haft fjárhagslegt bol- magn til að manna tvær þyrlur allan ársins hring. Ein þyrluáhöfn er til taks í um 45% tímans. Nú eru fimm þyrluáhafnir hjá Landhelgisgæsl- unni. Bæta þarf við tveimur áhöfn- um til að fullmanna kerfið. Þetta virðist ekki vera svo stórt stökk? „Það kostar samt 550 milljónir á ári að bæta við tveimur þyrluáhöfn- um,“ sagði Sigríður. Hún sagði að ef vel ætti að vera þyrfti einnig að fjölga varðskipsmönnum. Það kosti annað eins. Landhelgisgæslan telji að það vanti 1-1,5 milljarða á ári til viðbótar inn í reksturinn svo hægt sé að manna þyrlur og varðskip með fullnægjandi hætti og sinna öðrum skyldum stofnunarinnar. Sigríður sagði að varnartengd verk- efni Landhelgisgæslunnar hefðu aukist. Hún sagði að við værum enn að fóta okkur í þeim aðstæðum sem sköpuðust hér eftir að varnarliðið fór. Einnig má minna á þær skuld- bindingar sem Ísland hefur gengist undir vegna leitar- og björgunar- svæðis Íslands á Norður-Atlants- hafi. Það er 1,9 milljónir ferkíló- metra og meira en tvöfalt stærra en íslenska efnahagslögsagan. Landhelgisgæsluáætlun Verið er að leggja lokahönd á Landhelgisgæsluáætlun fyrir árin 2018-2022. Sigríður sagði að skýrsl- an yrði gefin út fljótlega. Þar verð- ur m.a. birt framtíðarsýn og skipu- lag Landhelgisgæslunnar. Hún sagði málið ekki bara snúast um fleiri krónur í málaflokkinn heldur þurfi að nýta fjármagnið sem best. „Landhelgisgæslan stendur sig vel í því og gerir allt sem í hennar valdi stendur til að svo megi verða,“ sagði Sigríður. „Ég legg áherslu á að við lítum heildstætt á þetta og að skipurit Landhelgisgæslunnar taki mið af þessu. Út frá því gengur nýja Landhelgisgæsluáætlunin.“ Sigríður kvaðst leggja áherslu á að nýta fjármagnið vel og benti á að sömu krónurnar gætu komið að not- um á mörgum sviðum eins og við leit, björgun og flutning slasaðra og einnig við varnartengd verkefni. „Ég legg áherslu á það í rík- isstjórninni að það verði þannig bú- ið um hnútana að Landhelgisgæslan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu gagnvart landsmönnum og um leið uppfyllt skyldur okkar í alþjóðlegu samstarfi,“ sagði Sigríður. Auka þarf fé til Landhelgisgæslu  Dómsmálaráðherra leggur áherslu á að fjárveitingar verði auknar til þess að Landhelgisgæslan geti sinnt lögbundnum skyldum sínum  Það kostar 550 milljónir á ári að bæta við tveimur þyrluáhöfnum Morgunblaðið/Eggert Æfing Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar gegnir lykilhlutverki við leitar- og björgunarstörf jafnt á sjó og landi. „Sjómenn eru arfabrjálaðir yfir þessu,“ sagði Valmundur Val- mundsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands (SSÍ), um hvernig búið er að Land- helgisgæslunni. Flest aðildar- félög SSÍ hafa ályktað um fjár- svelti Landhelgisgæslunnar og komið áhyggjum sínum á fram- færi við stjórnvöld. Valmundur sagði að sjómenn lýsi yfir stuðningi við LHG og vilji að hún geti veitt viðunandi öryggisþjónustu við sjófar- endur með þyrlum og varð- skipum. Styður Gæsluna SJÓMANNASAMBANDIÐ BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Með Kjarabílum BL gefst viðskiptavinum kostur á að gera óvenjugóð kaup á völdum nýjum bílum auk þess sem vel með farnir og lítið eknir reynsluakstursbílar eru einnig í boði. GERÐU GÓÐ KAUP Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km. RENAULT MEGANE ZEN Bensín, sjálfskiptur, ekinn 0 km. NISSAN JUKE Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km. Black editionDACIA DUSTER Bensín, sjálfskiptur, ekinn 1.000 km. MINI COOPER Listaverð: 3.050.000 kr. Listaverð: 3.750.000 kr. Listaverð: 3.710.000 kr. Listaverð: 3.990.000 kr. Sérkjör: 2.690.000 kr. Sérkjör: 3.290.000 kr. Sérkjör: 3.450.000 kr. Sérkjör: 3.490.000 kr. m til afhendingar strax! HELGI OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 · VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 0 1 1 B irt m eð fy rir va ra á ve rð br ey tin gu m ,i nn sl át ta rv ill um og m yn db re ng li.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.