Morgunblaðið - 03.03.2018, Side 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð-
herra segir að ríkisstjórnin vilji
styðja við Landhelgisgæsluna
(LHG). Í stjórnarsáttmálanum segi
að tryggja þurfi LHG nægilegt fjár-
magn til að rækja starf sitt.
„Nú stendur yfir vinna við nýja
fjármálaáætlun,“ sagði Sigríður í
samtali við Morgunblaðið. „Ég hef
lagt áherslu á að auka þurfi árlegar
fjárveitingar til Landhelgisgæsl-
unnar svo hún geti sinnt lögbundn-
um skyldum sínum. Við ætlum að
sjá hvort við getum ekki kippt
þessu í liðinn fljótlega þannig að
þetta komist í viðunandi horf innan
tíðar.“
Sigríður minnti á að búið væri að
ganga frá fjármögnun á þremur
nýjum þyrlum sem verða keyptar á
næstu árum. Það væri um að gera
að manna þær og nýta sem best.
Kostar 1-1,5 milljarða
Eins og fram hefur komið hefur
LHG ekki haft fjárhagslegt bol-
magn til að manna tvær þyrlur allan
ársins hring. Ein þyrluáhöfn er til
taks í um 45% tímans. Nú eru fimm
þyrluáhafnir hjá Landhelgisgæsl-
unni. Bæta þarf við tveimur áhöfn-
um til að fullmanna kerfið. Þetta
virðist ekki vera svo stórt stökk?
„Það kostar samt 550 milljónir á
ári að bæta við tveimur þyrluáhöfn-
um,“ sagði Sigríður. Hún sagði að ef
vel ætti að vera þyrfti einnig að
fjölga varðskipsmönnum. Það kosti
annað eins. Landhelgisgæslan telji
að það vanti 1-1,5 milljarða á ári til
viðbótar inn í reksturinn svo hægt
sé að manna þyrlur og varðskip
með fullnægjandi hætti og sinna
öðrum skyldum stofnunarinnar.
Sigríður sagði að varnartengd verk-
efni Landhelgisgæslunnar hefðu
aukist. Hún sagði að við værum enn
að fóta okkur í þeim aðstæðum sem
sköpuðust hér eftir að varnarliðið
fór.
Einnig má minna á þær skuld-
bindingar sem Ísland hefur gengist
undir vegna leitar- og björgunar-
svæðis Íslands á Norður-Atlants-
hafi. Það er 1,9 milljónir ferkíló-
metra og meira en tvöfalt stærra en
íslenska efnahagslögsagan.
Landhelgisgæsluáætlun
Verið er að leggja lokahönd á
Landhelgisgæsluáætlun fyrir árin
2018-2022. Sigríður sagði að skýrsl-
an yrði gefin út fljótlega. Þar verð-
ur m.a. birt framtíðarsýn og skipu-
lag Landhelgisgæslunnar. Hún
sagði málið ekki bara snúast um
fleiri krónur í málaflokkinn heldur
þurfi að nýta fjármagnið sem best.
„Landhelgisgæslan stendur sig
vel í því og gerir allt sem í hennar
valdi stendur til að svo megi verða,“
sagði Sigríður. „Ég legg áherslu á
að við lítum heildstætt á þetta og að
skipurit Landhelgisgæslunnar taki
mið af þessu. Út frá því gengur nýja
Landhelgisgæsluáætlunin.“
Sigríður kvaðst leggja áherslu á
að nýta fjármagnið vel og benti á að
sömu krónurnar gætu komið að not-
um á mörgum sviðum eins og við
leit, björgun og flutning slasaðra og
einnig við varnartengd verkefni.
„Ég legg áherslu á það í rík-
isstjórninni að það verði þannig bú-
ið um hnútana að Landhelgisgæslan
geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu
gagnvart landsmönnum og um leið
uppfyllt skyldur okkar í alþjóðlegu
samstarfi,“ sagði Sigríður.
Auka þarf fé til Landhelgisgæslu
Dómsmálaráðherra leggur áherslu á að fjárveitingar verði auknar til þess að Landhelgisgæslan geti
sinnt lögbundnum skyldum sínum Það kostar 550 milljónir á ári að bæta við tveimur þyrluáhöfnum
Morgunblaðið/Eggert
Æfing Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar gegnir lykilhlutverki við leitar- og björgunarstörf jafnt á sjó og landi.
„Sjómenn eru arfabrjálaðir yfir
þessu,“ sagði Valmundur Val-
mundsson, formaður Sjó-
mannasambands Íslands (SSÍ),
um hvernig búið er að Land-
helgisgæslunni. Flest aðildar-
félög SSÍ hafa ályktað um fjár-
svelti Landhelgisgæslunnar og
komið áhyggjum sínum á fram-
færi við stjórnvöld.
Valmundur sagði að sjómenn
lýsi yfir stuðningi við LHG og
vilji að hún geti veitt viðunandi
öryggisþjónustu við sjófar-
endur með þyrlum og varð-
skipum.
Styður
Gæsluna
SJÓMANNASAMBANDIÐ
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Með Kjarabílum BL gefst viðskiptavinum
kostur á að gera óvenjugóð kaup á
völdum nýjum bílum auk þess
sem vel með farnir og lítið eknir
reynsluakstursbílar eru einnig í boði.
GERÐU GÓÐ KAUP
Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km.
RENAULT MEGANE ZEN
Bensín, sjálfskiptur, ekinn 0 km.
NISSAN JUKE
Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km.
Black editionDACIA DUSTER
Bensín, sjálfskiptur, ekinn 1.000 km.
MINI COOPER
Listaverð: 3.050.000 kr. Listaverð: 3.750.000 kr. Listaverð: 3.710.000 kr. Listaverð: 3.990.000 kr.
Sérkjör: 2.690.000 kr. Sérkjör: 3.290.000 kr. Sérkjör: 3.450.000 kr. Sérkjör: 3.490.000 kr.
m til afhendingar strax!
HELGI
OPIÐ Í DAG FRÁ 12–16 · VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
8
7
0
1
1
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
á
ve
rð
br
ey
tin
gu
m
,i
nn
sl
át
ta
rv
ill
um
og
m
yn
db
re
ng
li.