Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Það vantar mikið þegar hún Ragna mágkona mín er horfin. Hún kom ung inn í fjölskylduna og það var alltaf líf og fjör í kringum hana. Við áttum börn á svipuðum aldri og fylgdust fjölskyldurnar okkar að í sumarbústaða- og utanlands- ferðum í gegnum árin. Einnig fór- um við Ragna saman í nám við Bifröst í Borgarfirði, það var skemmtilegur tími og lagði grunn- inn að því sem við vorum að gera á þeim tíma. Ég í Kópavogi og hún í Bolungarvík. Það var gaman að spjalla við hana og spá og spek- úlera, hún var ráðagóð og með hlýja nærveru. Það er ekki hægt að skrifa minningargrein um Rögnu án þess að minnast á Einarshúsið. Það gerðu þau hjónin upp af mikl- um dugnaði. Nonni smíðaði og lagfærði húsið eins og honum ein- um er lagið og naut Ragna sín vel sem vert. Hún var óþreytandi í að kynna sér sögu hússins og miðla skemmtilegum og áhugaverðum sögum til þeirra sem þar gistu og komu í Einarshús. Ragna var ein- staklega góður sögumaður, þar sem var stutt í húmor og alltaf skein í gegn hversu vænt henni Ragna Jóhanna Magnúsdóttir ✝ Ragna JóhannaMagnúsdóttir fæddist 1. maí 1965. Hún lést 19. febrúar 2018. Ragna Jóhanna var jarðsungin 2. mars 2018. þótti um Vestfirðina. Þó að það væri gott að búa fyrir vestan þá kom fjöl- skyldan sem betur fer reglulega suður í heimsókn. Var þá gist hjá foreldrum mínum í Stífluseli og breyttist þá íbúðin hjá þeim í félagsmið- stöð og var oft mikið fjör. Nonni og Ragna voru dugleg að fara í leik- hús, á tónleika og taka púlsinn á næturlífinu. Við fjölskyldan fórum svo alltaf vestur í fermingar, skírnir, afmæli og bara þegar færi gafst og voru því samskiptin alla tíð náin og góð. Í veikindunum sem hún barðist við síðustu árin kom innri kraftur hennar vel í ljós. Hún gafst aldrei upp og var ótrúlega hugdjörf og jákvæð í erfiðum veikindum, þar sem fjölskyldan stóð eins og klett- ur við bakið á henni. Ég var svo heppin að Ragna og Nonni bjuggu hjá mér áður en þau fundu sér varanlegt húsnæði í bænum og er sá tími nú ómetanlegur. Elsku Nonni, Andri, Þórunn, Kristþór, Elsa, Chris, Lilja, Ant- on, Magni og aðrir vandamenn, sendum okkar innilegustu samúð- arkveðjur til ykkar allra. Magnea Júlía Geirsdóttir og fjölskylda. Hér sit ég og reyni að finna út hvernig hægt er að skrifa minn- ingu um kæra mágkonu mína sem lést 19. febrúar síðastliðinn langt fyrir aldur fram. Ragna kom ung inn í fjölskylduna og varð strax ein af hópnum. Henni var margt til lista lagt, hún var skemmtileg- ur bloggari og fylgdist ég vel með henni sem „Vertinn í Víkinni“ enda frábær penni. Þegar kom að viðburðum í fjölskyldunni var ómissandi að heyra hana koma með heilu ræðurnar í bundnu formi og þær svo skemmtilegar að allir veltust um af hlátri. Já, lífs- gleði Rögnu var mögnuð fram á síðasta dag og sjálfsvorkunn var ekki til í hennar orðabók. Þau hjónin fluttu til heimabæjar henn- ar Bolungarvíkur og settust þar að. Ragna var strax farin að taka þátt í uppbyggingu bæjarins og sat í bæjarstjórn í átta ár. Þegar því lauk ákváðu þau að skapa starf fyrir hana með því að gera upp eitt elsta hús bæjarins, þar sem hún gæti rekið kaffihús. Á þeim tíma skrifaði hún greinar í bæj- arblaðið Víkarann og sá um happ- drætti SÍBS og DAS á staðnum. Einarshúsið, sem í huga margra var óyfirstíganlegt verkefni, var endurnýjað þannig að aðdáun vakti og nýjar hugmyndir um fleiri verkefni í Víkinni komu til umræðu. Ragna var búin að koma með frábærar hugmyndir til að lífga upp á samfélagið og þegar gestir mættu í Einarshúsið sagði hún þeim ótrúlega sögu hússins og skemmti og þjónaði öllum sem þar mættu. En hvað er til ráða þegar vágest ber að garði, hefja nýja baráttu og losa sig við allt sem hægt var. Það var aðdáun- arvert hvernig þau hjón tókust á við verkefnið og gaf Ragna þar ekkert eftir. Fyrirtækið var selt og flutt var til borgarinnar til að vera sem næst læknum og sjúkra- húsi. Lífið hélt áfram og eftir sjúkrahúsheimsókn til Svíþjóðar komu jákvæðar fréttir um að vá- gesturinn hefði lagst til svefns, sem var gleðifrétt fyrir okkur öll. Börnin voru komin í bæinn og all- ir stóðu styrkum fótum með henni. Ný verkefni komu í stað fyrri verkefna og þar kom lista- gyðjan fram. Málverk og handa- vinna voru létt verk og þegar son- ur hennar gekk í hjónaband í sumar tók hún fram heklunálina og ákvað að hekla brúðarkjólinn á brúðina. Það er ekki auðvelt fyrir leikmanninn að gera sér í hugar- lund hvernig niðurstaðan yrði með enga uppskrift, en þegar brúðurin birtist í kjólnum var eina hugsunin hjá mér að þetta lista- verk þyrfti að varðveita vel. Það er margt sem hægt er að rifja upp í minningu um Rögnu en það sem stendur eftir er söknuður og tregi. Hún vann baráttuna við vágestinn en fylgikvillar komu aftan að henni sem ekki var hægt að verj- ast. Elsku mágkona, minningarn- ar eru dýrmætar og missirinn mikill, hvíl í friði, þú varst einstök og þín verður alltaf minnst og saknað. Kæri bróðir, ég og fjöl- skylda mín sendum þér og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur á þessari erfiðu stundu. Hrefna Geirsdóttir og fjölskylda. Elsku lífsglaða, jákvæða æsku- vinkona mín hún Ragna er fallin frá eftir erfið veikindi. Ég og Ragna ólumst upp á Miðstrætinu í Bolungarvík í hús- um hlið við hlið og lékum okkur mikið saman alla okkar æsku. Alltaf kom Ragna við hjá mér og fórum við saman í skólann. Marg- ar góðar minningar skjóta upp í kollinum af okkur að leika saman í snjónum, hoppa ofan af húsþökum og byggja snjóhús. Á sumrin var það í snú snú, hoppað í parís og margir skemmtilegir leikir. Einn- ig vorum við með „búð“ í kofa sem var í garðinum hjá Rögnu, við keyptum kúlur og karamellur og seldum fólki sem átti leið framhjá og var gróðinn svo mikill að við gátum alltaf endurnýjað lagerinn. Ein af mörgum skemmtilegum æskuminningum er þegar við vor- um að hjálpa Gauja afa hennar, sem bjó hjá þeim, að hnýta tauma á öngla, það þótti okkur báðum mjög gaman og launaði hann okk- ur oft fyrir vinnuna með því að lauma að okkur smá pening. Þegar við urðum eldri og stofn- uðum okkar fjölskyldur hélt vin- skapurinn áfram þar sem eigin- mennirnir okkar unnu saman. Eftir að ég flutti til Njarðvíkur og fór í heimsókn vestur til Bolung- arvíkur var Ragna alltaf með mat- arboð fyrir okkur hjónin, enda voru þau Ragna og Jón Bjarni höfðingjar heim að sækja. Rétt áður en Ragna fór í stofn- frumuskiptin dreymdi hana að við fjögur værum að borða kjötsúpu saman og skrifaði hún um það í af- mæliskveðju til Hrannars. Ég hét því þá að þessi draumur myndi rætast og fyrir rúmu ári komu þau hjónin til okkar til Njarðvíkur í kjötsúpu, áttum við notalega stund saman og rifjuðum upp gamla tíma. Ragna tók veikindum sínum með æðruleysi og var aðdá- unarvert að sjá hana takast á við veikindin, oft á tíðum með já- kvæðni og smá kímni í bland. Þar var henni rétt lýst því ég minnist æskuvinkonu minnar sem já- kvæðrar, glaðlyndrar konu með mikla kímnigáfu. Elsku Jón Bjarni og fjölskylda, ég votta ykk- ur mína dýpstu samúð og megi minning um góða eiginkonu, mömmu, tengdamömmu og ömmu lifa um ókomna tíð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) María Elfa Hauksdóttir. Mánudagurinn 19. febrúar síð- astliðinn virtist vera ósköp hefð- bundinn vetrardagur í upphafi góu. En það breyttist skyndilega þegar við fréttum að Ragna bekkjarsystir okkar hefði kvatt þennan jarðneska heim. Það dimmdi einhvern veginn aðeins meira þetta kvöld. Ragna er sú fyrsta úr hópnum sem við missum yfir móðuna miklu og víst er að hópurinn verður aldrei samur. Ragna lagði mest af mörkum til að halda hópnum saman og hvetja til þess að við hittumst til að fagna hverjum áratug sem liðið hefur frá því við, 25 ungir Bolvíkingar, fermdumst í Hólskirkju 20. maí 1979. Fyrst komum við saman vorið 1989 á heimili Rögnu og Jóns Bjarna, sem þá bjuggu í Mó- holtinu, áður en haldið var í fé- lagsheimilið þar sem var borðað og dansað fram á nótt. Á myndum frá þessari samkomu má sjá hóp af ungu og hressu fólki – sumir voru að byrja að fóta sig í for- eldrahlutverkunum á meðan aðrir voru enn uppteknir við að mennta sig og sletta úr klaufunum. Ekki er hægt að segja annað en að vel hafi ræst úr þessum hópi og fólk hafi látið að sér kveða á ýmsum vettvangi. Næst hittist hópurinn formlega árið 1999, þegar m.a. var farið í Vigur og svo árið 2009 þeg- ar samkoman fór fram í Einars- húsi, sem Ragna og Jón Bjarni höfðu tekið í gegn og ráku með miklum myndarbrag. Það verður sannarlega skarð fyrir skildi þeg- ar við hittumst eftir rúmt ár til að fagna 40 ára fermingarafmælinu og engin Ragna til að halda utan um hópinn og vera hrókur alls fagnaðar. Fyrir utan fermingaraf- mælin stóð Ragna fyrir því að við bekkjarsysturnar sem þá bjugg- um fyrir vestan hittumst og heiðr- uðum hver aðra í tilefni fertugsaf- mæla okkar. Skemmtileg uppákoma sem engum okkar hinna hefði dottið í hug. Ekki óraði okkur fyrir því að Ragna væri á förum og má það helst þakka því hversu æðrulaus hún var ávallt í veikindum sínum og lýsti ástandi sínu jafnan þannig á Facebook að þrátt fyrir ógn- vekjandi og skelfilegar lýsingar á erfiðu sjúkdómsstríði gat hún allt- af séð spaugilegu hliðarnar og snúið öllu upp í grín. Best tókst henni upp þegar hún gerði grín að sjálfri sér og hrakförum sínum. Af stöðuuppfærslum og athugasemd- um Rögnu mátti vel sjá hversu góður penni hún var. Hún hefði sómt sér vel sem rithöfundur eða ljóðskáld. Hún samdi líka gaman- vísur fyrir ýmis tilefni og tvisvar var hún í skemmtinefnd þorra- blóts sambúðarfólks í Bol- ungarvík. Sjaldan hafa hinar 10 nefndarkonurnar sloppið jafn vel frá þeim höfuðverk að viða að sér efni því Ragna samdi óumbeðin alla leikþætti og gamanvísur og fórst það listavel úr hendi. Hver veit nema skúffurnar hennar séu fullar af óbirtu efni sem við fáum að njóta fyrr eða síðar. Elsku, Jón Bjarni, Andri, Elsa, Lilja og aðrir aðstandendur, miss- ir ykkar er mikill en minningarn- ar lifa. Megi minningarnar um ykkar yndislegu eiginkonu, mömmu, tengdamömmu og ömmu ylja ykkur um ókomin ár og styrkja í sorginni. Við fermingarsystkinin frá vor- inu 1979 vottum ykkur okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum Rögnu fyrir samfylgdina. Fyrir hönd árgangs 1965 frá Bolungarvík, Sólrún Geirsdóttir. Hvernig ná þrjú þúsund slög utan um minningar mínar um kæra vinkonu? Þau gera það eng- an veginn en hver taktur slær upp myndum frá liðnum dögum. Tvær stúlkur á rölti um þorpið, himin- sælar að hafa komist að því að þær ættu sameiginlegan afmælis- dag, auðvitað, en það var bara fyrsta uppgötvunin um margt annað sem batt okkur saman. Sjóndeildarhringurinn var ein- faldari og einhvern veginn fal- legri, hann náði frá Traðarhyrn- unni og að Grænuhlíð, og jú stundum inn í Sjalla eða á böllin inn í Hnífsdal. Afþreying okkar snerist oftar en ekki um að skemmta okkur yfir sérstökum persónum bæjarins sem við ýkt- um upp með okkar sameiginlega húmor. Allt bara okkar á milli. Með árunum höfum við sjálfar fallið undir þessar skilgreiningar og þá er svo gott að hafa getað hlegið að okkur sjálfum eða hvor að annarri, saman. Við trítluðum svo áfram æviveg og vináttan hélst. Ragna var heppin með lífs- förunaut. Hún og Jón Bjarni voru gott teymi og samstíga með öll verkefni sem þau tóku sér fyrir hendur. Samhent og sterk fjöl- skylda þeirra ber vitni um það. Þegar ég kalla fram minningar kemur upp í hugann ákveðin kona með skap, áræðni og getu. Falleg kona og fylgin sér. Gerði allt með stæl. Hvort sem það var að baka kanilsnúða, hekla brúðarkjól eða að gera upp eitt fallegasta hús sem nú prýðir Bolungarvík, Ein- arshúsið, en það ber líka hand- bragði og þolinmæði Jóns Bjarna vitni. Ragna átti líka frumkvæði að mörgum menningarviðburðum sem hún kom á fót í húsinu og sögu hússins virti hún og kom á framfæri með fallegum hætti. Þar kom í ljós helsta áhugamál henn- ar, sem var sagnir af samferða- fólki lífs og liðnu og áhugaverðir atburðir í sögu Bolungarvíkur. Ragna var í svo mörgu eftirtektarverð og til fyrirmyndar. Þegar hún fór í áfengismeðferð og virtist ekki hafa fyrir því að halda sig frá áfenginu þótt hún stæði bak við barborðið. „Maður á bara að hætta þessum andskota!“ Jú, jú auðvitað, vinkona mín notaði ís- lenskuna og sparaði ekki áhersl- urnar, líka þegar hún lét mann heyra það. Hún gekk í orrustur með beint bak og við sem fylgdumst með þeirri sem hún hefur átt í síðustu sex ár getum ekki annað en hneigt höfuð okkar í virðingu en aldrei sátt. Þegar ég heyrði í henni í síð- asta sinn í síma hafði hún háð erf- iða baráttu við dauðann daginn áður og haft betur. Ég spurði hvernig dagurinn hennar hefði verið. „Hjá mér?“svaraði Ragna. „Frábær, ég fékk lífið aftur til baka í gær og yfir hverju á maður þá að kvarta?“ Nei, ég átti svo sem ekki von á því að hún færi að kvarta á síðustu metrunum, það hafði hún nefnilega sjaldan gert, kona sem alltaf nýtti tækifærin og gerði að sínum. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei tilgangslaust. (GIK) Nú er hún farin „onettir“ og við horfum á eftir, þakklát fyrir hafa átt með henni samleið um stund. Ég bið allar góðar vættir að vaka yfir minningu elsku Rögnu og hugga Jón Bjarna og fjöl- skyldu í þeirra sáru sorg. Halla Signý Kristjánsdóttir. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, afi og bróðir, SÍMON TEITSSON, Álftarima, Selfossi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 27. febrúar. Útför fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 7. mars klukkan 14. Cecilía Heiða Ágústsdóttir Díana M. Símonardóttir Jóhannes Arason Teitur Már Símonarson Sara Heimisdóttir Ingvar Freyr Símonarson Rakel Hjartardóttir Salbjörg Rós Símonardóttir Margrét Jónsdóttir Teitur Símonarson barnabörn og systkini Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRGVIN VILMUNDSSON, Staðarhrauni 23, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 24. febrúar. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 7. mars klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Sigríður Þ. Þórðardóttir Ingibjörg M. Björgvinsdóttir Jón Fanndal Bjarnþórsson Björgvin Björgvinsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERLA DÜRR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 27. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 9. mars klukkan 13. Magnús H. Guðjónsson Ása V. Einarsdóttir Páll R. Guðjónsson Sigurlaug Val Sigvaldadóttir Kristinn Guðjónsson Marianne E. Klinke Hjördís Dürr Anna Sigríður Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁR ÓSKAR GUÐMUNDSSON frá Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, lést í Perth í Ástralíu þriðjudaginn 27. febrúar. Útför hans fer fram þriðjudaginn 6. mars í Perth. Júlía Einarsdóttir Kristinn Kársson Súsan Freydís Kársdóttir Signý Kársdóttir Helga Björg Kársdóttir Benedikt Jóhannes Kársson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.