Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 1
Óþekki Ólafsfirðingurinn Atriðið aðalmálið Unnur A. Valdimarsdóttir sem í dag er ei ódælt barn sem þurfti o kbóndak 4. MARS 2018SUNNUDAGUR ósnortinnilausamjöll Fannar Sveins-son bíðurspenntur eftirúrslitakvöldiSöngvakeppniSjónvarpsinsog segiratriðið í heildskipta mestumáli 2 Í Fjölskyldanofsótt Faðir, systir og mágur Hodu Thabet, sem er íslenskur ríkis- borgari, hafa sætt illri meðferð árum saman í Jemen 16 Fjallaskíðamennskuvex fiskur um hrygg 18 L A U G A R D A G U R 3. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  53. tölublað  106. árgangur  STOFNAÐI VEFMIÐIL FYRIR UNGT FÓLK SÝNIR LEÐUR- BLÖKUNA Í HÖRPU NEMENDAÓPERA 55SÓLRÚN FREYJA 12 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef lagt áherslu á að það þurfi að fjölga þyrluáhöfnum,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra. Eins og fram hefur kom- ið er ein þyrluáhöfn tiltæk hjá Landhelgisgæslunni (LHG) í um 45% tímans. Sigríður sagði LHG áætla að það að fjölga þyrluáhöfnum þannig að ávallt væru tvær þyrlur til taks, að manna varðskipin og mæta öðr- um skyldum kostaði 1-1,5 milljarða á ári til viðbótar við núverandi fjárveitingar. Þá hafa varnartengd verkefni LHG aukist. Utanríkisráðuneytið staðfesti að bandalagsþjóðir NATO, sem sent hafa sveitir til loftrýmisgæslu, hafa gert athuga- semdir í næstum hvert einasta sinn við að ekki sé alltaf hægt að ábyrgjast hér fulla leitar- og björgunargetu með tveimur þyrl- um. „Við þurfum að horfast í augu við að þetta eru skyldur okkar í því samstarfi sem við tökum þátt í,“ sagði Sigríður. Fjármálaáætlun og fjárlög gera ekki ráð fyrir auknum framlögum til Gæslunnar á þessu ári. Unnið er að nýrri fjár- málaáætlun og undirbúningur fjár- laga næsta árs er hafinn. Sigríður kvaðst stefna að því að fjárframlög til LHG yrðu aukin þegar á næsta ári. Einnig þyrfti þess að sjá stað í nýrri fjármálaáætlun. Meira til LHG næsta ár  Loftrýmisgæsluþjóðir NATO hafa gert athugasemdir  Fundið að því að ekki sé hægt að tryggja hér alltaf fulla leitar- og björgunargetu með tveimur þyrlum MAuka þarf fé … »19 Þyrlusveit LHG » Landhelgisgæslan er með fimm þyrluáhafnir. Fimm manns eru í hverri áhöfn. » Sjö áhafnir þarf til að full- manna kerfið til að tvær þyrlur séu alltaf til taks. » Ekki er hægt að sinna björg- unarverkefnum langt úti á hafi nema með tveimur þyrlum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landhelgisgæslan Að undanförnu hefur aðeins ein áhöfn verið til taks á þyrlum Landhelgisgæslunnar. Ráðherra hyggst auka fjármagn til starfseminnar. Logi Már Einarsson og Heiða Björg Hilmisdóttir voru í gær endurkjörin formaður og varaformaður Samfylk- ingarinnar á landsfundi flokksins sem stendur yfir um helgina. Þau voru bæði ein í framboði. Logi sagði í ræðu sinni að flokk- urinn ætlaði sér góðan árangur í komandi sveitarstjórnarkosningum og að verða aftur burðarflokkur í ís- lenskum stjórnmálum. Skaut hann á ríkisstjórn Íslands og sagði henni ókleift að efla félagslegan stöð- ugleika. Þá sagði Logi að á vakt Samfylk- ingarinnar hefði Reykjavík breyst úr umkomulitlum úthverfabæ í ið- andi og nútímalega borg með þétt- ingu byggðar að leiðarljósi. » 6 Logi end- urkjörinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ræðustól Logi Már Einarsson á landsfundi Samfylkingarinnar.  Umboðsaðilar Lindex á Íslandi, þau Lóa Dag- björt Kristjáns- dóttir og Albert Þór Magnússon, segja að ef ný „Smella og sækja“-verslun fyrirtækisins á Laugavegi 7, falli í kramið hjá við- skiptavinum gæti verslunum fjölg- að umtalsvert hér á landi, og nefna allt að 10 nýjar verslanir með þessu fyrirkomulagi. „Þetta mun gera okkur kleift að horfa til annarra bæja,“ segir Lóa. »22 Lindex-búðum fjölgar mögulega Smella sækja Ný tegund verslunar.  Íslandsbanki hefur lækkað vexti á um það bil 600 húsnæðislánum frá árunum 2004-2010 þar sem skulda- bréf lánanna innihalda sams konar ákvæði um vaxtaendurskoðun og fjallað var um í dómi Hæstaréttar í október 2017. Endurgreiðslurnar munu nema um 800 milljónum króna. Viðskiptavinir bankans sem eiga rétt á endurgreiðslum frá Íslands- banka munu á næstunni fá tilkynn- ingu frá bankanum um inneign sína og hvernig þeir geti nálgast hana. Guðmundur Birgisson, forstöðu- maður útlána á einstaklingssviði hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að bankinn hefði áætlað, þegar dómur féll í Hæstarétti í október í fyrra, að kostnaður fyrir bankann gæti num- ið allt að 800 milljónum króna. agnes@mbl.is »6 Íslandsbanki lækkar vexti á 600 húsnæð- islánum og endurgreiðir 800 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg  Ættingjar Hodu Thabet hafa horfið, verið handteknir, pyntaðir og jafnvel dæmdir til dauða í Jem- en. Hoda, sem er íslenskur ríkis- borgari, segir ástæður ofsóknanna trúarlegs eðlis. „Það er ekkert um- burðarlyndi gagnvart bahá’íum meðal valdamanna í Jemen, hvorki meðal opinberra stjórnvalda né hútanna sem fara mestmegnis með völdin í Sanaa,“ segir hún í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Frá því ofsóknirnar hófust árið 2008 hafa tugir þeirra verið hand- teknir, m.a. faðir, systir og mágur Hodu. Oft hefur hún óttast um líf ástvina sinna og segist hafa haldið niðri í sér andanum er þeir gerðu lokatilraun til að flýja. „Við áttum allt eins von á því að í næsta skipti sem síminn hringdi væri verið að segja okkur að einhver væri dáinn. Við vorum óttaslegin hvern dag, hverja mínútu hvers einasta dags.“ Fjölskylda íslenskrar konu ofsótt árum saman í Jemen vegna trúar sinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Örugg Hoda Thabet flutti til Íslands 2006.  Reykjavíkurborg mun fjárfesta í innviðum og þjónustu borgarinnar fyrir um 200 milljarða króna á næstu fimm árum. Samkvæmt upp- lýsingum Dags B. Eggertsson borg- arstjóra er þar um að ræða fjárfest- ingar borgarsjóðs en einnig fyrir- tækja borgarinnar, eins og Orkuveitu Reykjavíkur og Fé- lagsbústaða. Hann segir að þetta séu tvöfalt meiri fjárfestingar en á síðustu fimm árum. „Ég held að það megi fullyrða að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta. Við erum á mesta uppbyggingarskeiði borg- arinnar,“ segir hann. »10 Borgin tvöfaldar fjárfestingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.