Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.03.2018, Qupperneq 1
Óþekki Ólafsfirðingurinn Atriðið aðalmálið Unnur A. Valdimarsdóttir sem í dag er ei ódælt barn sem þurfti o kbóndak 4. MARS 2018SUNNUDAGUR ósnortinnilausamjöll Fannar Sveins-son bíðurspenntur eftirúrslitakvöldiSöngvakeppniSjónvarpsinsog segiratriðið í heildskipta mestumáli 2 Í Fjölskyldanofsótt Faðir, systir og mágur Hodu Thabet, sem er íslenskur ríkis- borgari, hafa sætt illri meðferð árum saman í Jemen 16 Fjallaskíðamennskuvex fiskur um hrygg 18 L A U G A R D A G U R 3. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  53. tölublað  106. árgangur  STOFNAÐI VEFMIÐIL FYRIR UNGT FÓLK SÝNIR LEÐUR- BLÖKUNA Í HÖRPU NEMENDAÓPERA 55SÓLRÚN FREYJA 12 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Ég hef lagt áherslu á að það þurfi að fjölga þyrluáhöfnum,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmála- ráðherra. Eins og fram hefur kom- ið er ein þyrluáhöfn tiltæk hjá Landhelgisgæslunni (LHG) í um 45% tímans. Sigríður sagði LHG áætla að það að fjölga þyrluáhöfnum þannig að ávallt væru tvær þyrlur til taks, að manna varðskipin og mæta öðr- um skyldum kostaði 1-1,5 milljarða á ári til viðbótar við núverandi fjárveitingar. Þá hafa varnartengd verkefni LHG aukist. Utanríkisráðuneytið staðfesti að bandalagsþjóðir NATO, sem sent hafa sveitir til loftrýmisgæslu, hafa gert athuga- semdir í næstum hvert einasta sinn við að ekki sé alltaf hægt að ábyrgjast hér fulla leitar- og björgunargetu með tveimur þyrl- um. „Við þurfum að horfast í augu við að þetta eru skyldur okkar í því samstarfi sem við tökum þátt í,“ sagði Sigríður. Fjármálaáætlun og fjárlög gera ekki ráð fyrir auknum framlögum til Gæslunnar á þessu ári. Unnið er að nýrri fjár- málaáætlun og undirbúningur fjár- laga næsta árs er hafinn. Sigríður kvaðst stefna að því að fjárframlög til LHG yrðu aukin þegar á næsta ári. Einnig þyrfti þess að sjá stað í nýrri fjármálaáætlun. Meira til LHG næsta ár  Loftrýmisgæsluþjóðir NATO hafa gert athugasemdir  Fundið að því að ekki sé hægt að tryggja hér alltaf fulla leitar- og björgunargetu með tveimur þyrlum MAuka þarf fé … »19 Þyrlusveit LHG » Landhelgisgæslan er með fimm þyrluáhafnir. Fimm manns eru í hverri áhöfn. » Sjö áhafnir þarf til að full- manna kerfið til að tvær þyrlur séu alltaf til taks. » Ekki er hægt að sinna björg- unarverkefnum langt úti á hafi nema með tveimur þyrlum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landhelgisgæslan Að undanförnu hefur aðeins ein áhöfn verið til taks á þyrlum Landhelgisgæslunnar. Ráðherra hyggst auka fjármagn til starfseminnar. Logi Már Einarsson og Heiða Björg Hilmisdóttir voru í gær endurkjörin formaður og varaformaður Samfylk- ingarinnar á landsfundi flokksins sem stendur yfir um helgina. Þau voru bæði ein í framboði. Logi sagði í ræðu sinni að flokk- urinn ætlaði sér góðan árangur í komandi sveitarstjórnarkosningum og að verða aftur burðarflokkur í ís- lenskum stjórnmálum. Skaut hann á ríkisstjórn Íslands og sagði henni ókleift að efla félagslegan stöð- ugleika. Þá sagði Logi að á vakt Samfylk- ingarinnar hefði Reykjavík breyst úr umkomulitlum úthverfabæ í ið- andi og nútímalega borg með þétt- ingu byggðar að leiðarljósi. » 6 Logi end- urkjörinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Í ræðustól Logi Már Einarsson á landsfundi Samfylkingarinnar.  Umboðsaðilar Lindex á Íslandi, þau Lóa Dag- björt Kristjáns- dóttir og Albert Þór Magnússon, segja að ef ný „Smella og sækja“-verslun fyrirtækisins á Laugavegi 7, falli í kramið hjá við- skiptavinum gæti verslunum fjölg- að umtalsvert hér á landi, og nefna allt að 10 nýjar verslanir með þessu fyrirkomulagi. „Þetta mun gera okkur kleift að horfa til annarra bæja,“ segir Lóa. »22 Lindex-búðum fjölgar mögulega Smella sækja Ný tegund verslunar.  Íslandsbanki hefur lækkað vexti á um það bil 600 húsnæðislánum frá árunum 2004-2010 þar sem skulda- bréf lánanna innihalda sams konar ákvæði um vaxtaendurskoðun og fjallað var um í dómi Hæstaréttar í október 2017. Endurgreiðslurnar munu nema um 800 milljónum króna. Viðskiptavinir bankans sem eiga rétt á endurgreiðslum frá Íslands- banka munu á næstunni fá tilkynn- ingu frá bankanum um inneign sína og hvernig þeir geti nálgast hana. Guðmundur Birgisson, forstöðu- maður útlána á einstaklingssviði hjá Íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að bankinn hefði áætlað, þegar dómur féll í Hæstarétti í október í fyrra, að kostnaður fyrir bankann gæti num- ið allt að 800 milljónum króna. agnes@mbl.is »6 Íslandsbanki lækkar vexti á 600 húsnæð- islánum og endurgreiðir 800 milljónir Morgunblaðið/Árni Sæberg  Ættingjar Hodu Thabet hafa horfið, verið handteknir, pyntaðir og jafnvel dæmdir til dauða í Jem- en. Hoda, sem er íslenskur ríkis- borgari, segir ástæður ofsóknanna trúarlegs eðlis. „Það er ekkert um- burðarlyndi gagnvart bahá’íum meðal valdamanna í Jemen, hvorki meðal opinberra stjórnvalda né hútanna sem fara mestmegnis með völdin í Sanaa,“ segir hún í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Frá því ofsóknirnar hófust árið 2008 hafa tugir þeirra verið hand- teknir, m.a. faðir, systir og mágur Hodu. Oft hefur hún óttast um líf ástvina sinna og segist hafa haldið niðri í sér andanum er þeir gerðu lokatilraun til að flýja. „Við áttum allt eins von á því að í næsta skipti sem síminn hringdi væri verið að segja okkur að einhver væri dáinn. Við vorum óttaslegin hvern dag, hverja mínútu hvers einasta dags.“ Fjölskylda íslenskrar konu ofsótt árum saman í Jemen vegna trúar sinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg Örugg Hoda Thabet flutti til Íslands 2006.  Reykjavíkurborg mun fjárfesta í innviðum og þjónustu borgarinnar fyrir um 200 milljarða króna á næstu fimm árum. Samkvæmt upp- lýsingum Dags B. Eggertsson borg- arstjóra er þar um að ræða fjárfest- ingar borgarsjóðs en einnig fyrir- tækja borgarinnar, eins og Orkuveitu Reykjavíkur og Fé- lagsbústaða. Hann segir að þetta séu tvöfalt meiri fjárfestingar en á síðustu fimm árum. „Ég held að það megi fullyrða að það komist ekkert í hálfkvisti við þetta. Við erum á mesta uppbyggingarskeiði borg- arinnar,“ segir hann. »10 Borgin tvöfaldar fjárfestingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.