Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 52
900 9901 Fókus hópurinn flytur Battleline eftir Sigurjón Örn, Rósu Björgu, Michael James Down og Primoz Poglajen. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Jæja, byrjum á því jákvæða. Söngvakeppnin er æði. Hún er fyrst og síðast skemmtileg. Spennandi. Fjörug og skapandi. Gleði og glaumur – afþreying númer eitt, tvö og þrjú. En líka á stundum upplyft- andi, gildiseflandi og uppspretta sí- gildra, gullvægra dægurlaga. Þetta er mín blýfasta trú og skoðun og ég ætla að horfa með glennt augu og eyru í kvöld. Vindum okkur þá í hið nei- kvæða. Hvernig sem við reynum að líta á það, þá er þetta ár búið að vera í slappara lagi hvað gæði varð- ar. Já, ég sagði það. Og það er ekki bara ég, það er orðið á götunni, þessum götum sem verða tómar í kvöld. Og ekkert óeðlilegt við það, það eru feit ár og mögur í þessu eins og öðru. En það segir sitthvað að ekki þótti ástæða til að hleypa sjöunda laginu áfram í ár, líkt og gert var í fyrra. En er eitthvað sem veldur þessu? Himinhrópandi þunnildi margra þeirra laga sem kepptu í ár er slíkt að ég get ekki einu sinni Lífið er lag hugsað um það hvernig hin, tæp- lega 200 lögin sem send voru inn, hljóma. Spáið í það! Veit samt ekki hvort ástæða sé til að endurskoða fyrirkomulagið. Ráða vana höfunda til að skila af sér lögum? Treysta á reynsluna? Það heftir þó um leið nýja og vonbjarta höfunda. Þegar Áttan söng sig inn í úr- slit héldu aðalsöngvararnir ekki lagi. Það var voðalegt að hlusta á þetta. Í Músíktilraunum tíðkaðist það oft að heilu rúturnar með stuðningsfólki komu til að kjósa sitt fólk áfram. Í úrslitum voru því oft hljómsveitir sem áttu ekki að vera þar. Þetta var svipað með Áttuna í ár. Það er lítill pönkari í mér sem er samt dálítið skotinn í þessu framtaki þeirra, einmitt af þessum Í kvöld verður spurt að leikslokum í Söngvakeppninni. Förum aðeins yfir stöðuna af því tilefni, endurmetum lögin og spáum aðeins í spilin. 900 9902 Egill Ploder og Sonja Valdin (Áttan) flytja Here for you eftir Egill og Nökkva Fjalar. 900 9903 Ari Ólafsson flytur lagið Our choice eftir Þórunni Ernu Clausen. Söngvakeppnin 2018 52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Sunnudaginn 4. mars kl. 14: Barnaleiðsögn Sunnudaginn 4. mars kl. 14-16: Áttu ljósmynd í fórum þínum? Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sunnudaginn 4. mars: Tveir fyrir einn af aðgangseyri Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi. Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17. ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018 - Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign ORKA 14.9. - 29.4.2018 Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 13.5.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 29.04.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig hefur lengi langað til að prófa að leika Bach með þessum hætti,“ segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari sem ásamt kirkjukórum Breiðaból- staðarprestakalls og Odda- og Þykkvabæjarkirkna stendur fyrir tónleikum í þremur kirkjum í Rang- árþingum eystra og ytra næstu þrjá miðvikudaga. Fyrstu tónleikarnir verða í Oddakirkju á Rangárvöllum 7. mars kl. 20, en síðan í Krosskirkju í Landeyjum 14. mars kl. 20 og í Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð 21. mars kl. 20. Draga fram tengsl verkanna Á tónleikunum leikur Rut Partítu í d-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebastian Bach á milli þess sem kirkjukórarnir, með rúmlega 40 söngvurum, syngja þekkt sálmalög í útsetningu Bachs undir stjórn org- anistanna Kristínar Sigfúsdóttur og Guðjóns Halldórs Óskarssonar. „Sálmarnir sem sungnir verða tengjast þessu meistaraverki Bachs fyrir fiðluna Partítu í d-moll, en síð- asti kafli þess er hin þekkta Ciac- conna.“ Rut segir hugmyndina að tónleikunum hafa kviknað út frá geisladiskinum Morimur frá árinu 2001 þar sem unnið er út frá rann- sóknum þýska tónlistarfræðingsins Helgu Thoene. „Helga Thoene lagði sig eftir að tengja saman einleiksverk Bachs fyrir fiðlu og útsetningar hans á sálmalögum. Sagt er að Bach hafi samið Ciacconnuna, sem er eitt frægasta einleiksverk fyrir fiðlu, í minningu Mariu Barböru, konu sinnar, sem dó ung frá mörgum börnum þeirra. Þetta eru sögusagn- ir, en í fræðistörfum Helgu Thoene er hægt að rekja í línur innan Ciac- connunnar við línur úr vissum sálm- um,“ segir Rut sem á tónleikunum leikur Partítu í d-moll inn á milli sálmaflutningsins auk þess að flytja Ciacconnuna aftur í lokin við ein- söng Aðalheiðar M. Gunnarsdóttur sóprans, Sigríðar Aðalsteinsdóttur alts og Bjarna Guðmundssonar barí- tóns, sem öll eru menntaðir söngv- arar. „Með þessum hættum drögum við fram þessi tengsl verkanna. Þótt Ciacconnan sé ef til vill samin sem minningarljóð skín trúarvissa Bachs í gegnum allt verkið. Hann lofsyng- ur Guð eins og í svo mörgum verkum sínum.“ Mæta velvilja og áhuga Rut segir kirkjukórana hafa tekið hugmynd hennar fagnandi, en verk- efnið hefur verið í undirbúningi í tæpt ár. „Þau þekktu marga sálm- anna fyrir, en þurftu að læra þá í út- setningum Bachs. Kórarnir þrír hafa æft saman sem einn samein- aður kór síðustu tvo mánuði,“ segir Rut og tekur fram að áður hafi þurfti að finna útsetningar Bachs og íslenskar þýðingar sálmanna. „Allir þátttakendur eru búsettir í Rangárþingum,“ segir Rut, sem sjálf er búsett á Kvoslæk þar sem hún hefur ásamt eiginmanni sínum, Birni Bjarnasyni, staðið fyrir menn- ingarstarfi á síðustu árum. „Við höf- um mætt miklum velvilja og áhuga hér í sveitinni,“ segir Rut, en þess má geta að tónleikarnir eru meðal annars styrktir af Samtökum sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS). „Ég hef haldið fleiri tugi tónleika í kirkjum víða um landið og oftast ferðast ein með fiðluna,“ segir Rut og rifjar upp að á efnisskránni hafi verið allt frá Bach til nútíma- tónlistar. „Ég hef ekki haldið tón- leika í kirkjunum á þessu svæði þar sem ég á nú lögheimili og fannst upplagt að fá heimafólk með mér í samstarf,“ segir Rut og tekur fram að aldrei sé að vita nema nýsamein- aði kórinn ráðist í fleiri verkefni á næstu misserum. Þess má að lokum geta að tónleik- arnir taka um klukkutíma í flutningi og er aðgangur ókeypis. Bach í þremur kirkjum í mars  Þrír kirkjukórar í Rangárþingum eystra og ytra sameina krafta sína Ljósmynd/Jón Ragnar Björnsson Tilhlökkunarefni Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari ásamt kórfélögum og organistum sem koma fram á tónleikunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.