Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is „Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár,“ segir Herdís Erlendsdóttir á Sauða- nesi við utanverðan Siglufjörð að vestan, en á dögunum fékk hún loks í hendur sérsmíðaðan hnakk sem gerir hreyfihömluðum auðveldara að stunda hestaíþróttina. Herdís og eiginmaður hennar, Jón, eiga þrjú börn og eru með sauðfjárbú, hestaleigu og reið- námskeið og hafa einnig verið fóst- urforeldrar í rúm 12 ár. Á Sauða- nesvita er að auki vitagæsla og veðurathugunarstöð. Herdís er austan frá Dalatanga, þar sem for- eldrar hennar voru vitaverðir lengi, en Jón er uppalinn á Sauðanesi. Í fjárskiptunum 1992–1994 tóku þau við búskap af foreldrum Jóns, Huldu Jónsdóttur og Trausta Magnússyni. Hestaleigan, sem þau Herdís og Jón eiga og reka, Fjallahestar, býð- ur upp á styttri og lengri útsýnis- og útivistarferðir, bæði fyrir vana og óvana reiðmenn, börn jafnt sem fullorðna. Hestarnir eru sérstaklega þjálfaðir til reiðar í fjalllendi og eru vel kunnugir Tröllaskaga. Sjá nánar um það á vefslóðinni fjallahestar.is. Hugmyndin kviknaði „Hugmyndin kviknaði út af því að ég var með hreyfihamlaðan ein- stakling hjá mér á reiðnámskeiði í hittifyrra og sá þá að ég þyrfti ein- hvern betri útbúnað en venjulegan hnakk, til að geta fest viðkomandi almennilega, til að vera ekki á nál- um um að hann eða einhver annar í þessum sporum hallaðist eða þá dytti af,“ segir Herdís. „Þá fór ég aðeins að vinna í þessu, hugsa um hvernig ég gæti útfært þetta. Svo fór ég á dagsnámskeið í Mosfellsbæ síðasta haust, en þar er einmitt unnið með svona hnakk, og þá var lausnin komin. Ég átti þó eftir að finna hver gæti smíðað svona grip en kona úr Hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ lóðsaði mig í því og leiddi okkur saman, mig og Brynjólf Guðmundsson, bónda og söðlasmið, sem á og rekur Leður- verkstæðið í Hlöðutúni í Stafholt- stungum í Borgarfirði.“ Þess má geta að fyrir þremur ár- um, nánar tiltekið á Handverkshá- tíðinni á Hrafnagili í Eyjafirði í ágúst 2015, fékk Brynjólfur við- urkenningu fyrir sams konar hnakk. Tók valnefndin sérstaklega eftir því, að ekki var slegið af fagurfræðilegum kröfum við gerð hans. Hnakkur fyrir hreyfihamlaða hefur verið í notkun á Akureyri en ekki annars staðar á Tröllaskaga, eftir því sem Herdís veit best. „Þetta er mjög vönduð smíð og falleg,“ segir hún. Svo er þarna reiði líka og fjórar gjarðir. Bakið er síðan hægt að taka af og þá nota hnakkinn á venjulegan hátt. Auk fatlaðra einstaklinga nýtist hann vel einhverfum börnum, sem oft geta verið annars hugar, því hægt er að festa þau niður í hnakkinn með sérstökum böndum sem hon- um fylgja. Á sumrin nýtist hann fyrir litla krakka sem eru kannski ekki alveg með jafnvægið í lagi, þeir geta þá haldið sér framan í hann. Og jafnvel bakveiku fólki líka. Fékk rausnarlega styrki Herdís fékk afar rausnarlegan styrk úr Samfélags- og menning- arsjóði Siglufjarðar í fyrra, til að standa straum af þessum kaupum, en hann er í vörslu Arion banka, og annan frá KEA. „Það er hún Embla, tíu vetra hryssa, sem fær þann heiður að vera með hnakkinn. Hún er alveg einstök þessi hryssa, róleg og yf- irveguð. En ég er líka með fleiri örugga hesta, ef á þarf að halda,“ segir Herdís. Hún er með tvö hesthús í Siglu- firði og í þeim alls 16 hesta. „Ég get boðið upp á meira í vetur en ella, því síðustu ár hef ég alltaf þurft að ríða hingað inneftir einu sinni í viku, frá Sauðanesi, og hef tekið æfingar og allt með trompi, en það hefur verið erfitt og ég hefði ekki boðið í þetta núna eins og veðrið er búið að vera. En við vor- um líka með æfingar heima. Svo er ég í Ólafsfirði líka á sumrin,“ segir hún. Hún var að byrja námskeið vegna hinnar árlegu sýningar Æsk- an og hesturinn, hefur verið með slík námskeið í mörg ár, en á næsta hestanámskeiði verður hún með tvö mjög fötluð börn og fjögur einhverf og hún er spennt að sjá hvernig hnakkurinn eigi eftir að reynast. Hún kveðst reyndar treysta honum 100% og ekki síður henni Emblu. Sá þörfina fyrir betri útbúnað  Lét sérsmíða hnakk fyrir hreyfihamlaða  Embla, tíu vetra hryssa frá Sauðanesi, fær þann heiður að vera með hnakkinn  Auðveldar mörgum að stunda hestaíþróttina, jafnt börnum sem fullorðnum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Sauðanes Hryssan Embla, sem aðallega kemur til með að vera með hnakkinn góða, og eigandi hennar, Herdís Erlendsdóttir á Sauðanesi við Siglufjörð. GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 Bensín, beinskiptur, ekinn 1.000 km. HYUNDAI i10 COMFORT Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km. RENAULT CLIO ZEN Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km. DACIA LOGAN MCV Dísil, beinskiptur, ekinn 0 km. NISSAN PULSAR VISIA Listaverð: 1.990.000 kr. Listaverð: 2.550.000 kr. Listaverð: 2.590.000 kr. Listaverð: 2.850.000 kr. Sérkjör: 1.690.000 kr. Sérkjör: 2.290.000 kr. Sérkjör: 2.290.000 kr. Sérkjör: 2.590.000 kr. Nýir sýningar- og reynsluakstursbílar á sérkjörum KJARABÍLAH A th ug ið að kj ör in gi ld a ei ng ön gu fy rir bí la se m til er u á la ge ro g er u au gl ýs tir á sí ðu nn io g ís um um til fe llu m er ei nu ng is um að ræ ða ei nn bí l.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.