Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 12
TENERIFE Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im s iðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 5. mars í 9 nætur Frá kr. 89.995 Bókaðu sól 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég hef haft áhuga á aðskrifa frá því ég var lítilstelpa. Ég byrjaði aðskrifa sögur þegar ég var um sjö ára og hef gert það allar götur síðan, ég á margar bækur og word- skjöl með þeim afrakstri. En hug- myndin að því að stofna fréttavef fyr- ir ungt fólk kviknaði þegar ég var í ritstjórn framhaldsskólablaðsins 2016 til 2017. Þá var ekki hægt að birta margar af greinunum mínum, svo ég hugsaði með mér: Af hverju stofna ég ekki bara mitt eigið blað, þar sem ég get birt það sem ég vil,“ segir Sólrún Freyja Sen, sem lét verkin tala, en hún er ritstýra nýs fréttavefjar, babl.is, sem hleypt var formlega af stokkunum fyrir rúmri viku. Babl.is er fréttavefur hugsaður fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára. „Það hefur alveg vantað í nokk- ur ár miðil fyrir ungt fólk, enginn slíkur hefur verið frá því Monitor- blaðið á Mogganum var og hét. Slík blöð eru mjög vinsæl hjá ungu fólki og ég vildi bregðast við þessari eftir- spurn. Upphaflega planið var að vera bæði blað og netmiðill, en það er svo dýrt að prenta að við gerum það ekki fyrr en kannski seinna, þegar við er- um komin með meira fjármagn. Upp- haflega stóð til að kalla miðilinn Blabla, en það lén var frátekið, svo næsti bær við var babl, sem mér finnst núna flottara.“ Mikil vinna en skemmtileg Sólrún er með þrjá stráka með sér í ritstjórn, Kristin Ingvarsson, Guðmund Hauksson og Kristján Erni Hölluson, og hún segir þau fjögur hafa unnið að vefmiðlinum allt frá því í fyrrasumar. „Þetta hefur verið mikil vinna, endalaus fundahöld til að marka stefnu og ákveða hvað á að birta og hvernig þetta eigi allt að líta út, safna fólki með okkur í lið og skrifa efnið og setja upp síðuna. Og stofna fyrirtæki, sem kostar pening. En þetta hafðist og það var virkilega gaman að opna vefinn með pomp og prakt að allri þessari vinnu lokinni og fá góð viðbrögð frá fólki. Það skiptir líka máli að miðill- inn sé sjónrænt flottur, en Aron Már Stefánsson sá um útlitshönnun bablsins. “ Á babl.is eru fréttir, pistlar og stutt grínmyndbönd, „sketch“, þar sem þrír félagar fara á kostum undir heitinu Kaupa dót. Sólúlfur er einnig með innlegg í formi myndbanda þar sem hann mun fjalla um andleg mál- efni. „Við erum að þróa innslög í tengslum við skyndibita á Íslandi. Og pælingin er að vera með hlað- varp. Bablið er því enn í mótun og þróun.“ Djammraunveruleikinn og hættulega lyfið Xanax Babl.is er upplýsingamiðill um það sem er á döfinni fyrir ungt fólk, tónleika, leiksýningar, ræðukeppnir og ýmislegt fleira, en líka fréttatengt efni, til dæmis má þar finna fræðandi grein um Xanax, lyf í flokki benzódía- zepína sem virkar á miðtaugakerfið og hefur verið hluti af djamminu hjá mörgu ungu fólki allt niður í 16 ára og valdið dauðsföllum. „Þetta er umfjöllunarefni sem snertir kannski aðra hópa í samfélag- inu ekki eins mikið og ungt fólk, for- eldrar mínir vissu til dæmis ekki að þetta væri vandamál. Pælingin er sem sagt að þótt babl.is sé skemmti- legur og léttur miðill þá tökum við líka fyrir erfiðari mál, og verðum með beitta pistla. Það er ekkert mál að blanda því saman að vera miðill með skemmtanagildi en á sama tíma alvarlegur. Á babl.is er hægt að lesa um það sem ungt fólk er að gera en þetta er líka vettvangur fyrir ungt fólk til að koma fram og birta sínar skoðanir. Við sem erum að vinna að þessu erum 18 til 20 ára og svo bróðir minn Daníel sem á babl.is með mér, en hann er 24 ára,“ segir Sólrún og bætir við að allir sem séu með henni í bablinu séu mjög áhugasamir og komi með sínar eigin góðu hug- myndir fyrir verkefnið. „Páfagaukurinn minn, hún Bella, er oft með á ritstjórnarfundum en hún hermir eftir mannsröddum og talar bullumál. En hún kann að segja halló og mjá, það er hennar innlegg á ritstjórn. Hún getur verið skaðræði, hún beit einn ritstjórnarmeðlim illi- lega í nefið á einum fundinum,“ segir Sólrún sem mun útskrifast frá MS í vor og stefnir á nám í hagfræði eða stjórnmálafræði, jafnvel lögfræði. En hún ætlar líka að einbeita sér að því að halda áfram að bæta bablið, gera það flottara og flottara. Bæði skemmtilegt og alvarlegt Hún gerði sér lítið fyrir og stofnaði sjálf vefmiðil fyrir ungt fólk, þegar henni fannst vanta slíkan. Sól- rún Freyja ritstýrir ba- bl.is, en páfagaukurinn hennar fær að sitja á rit- stjórnarfundum. Morgunblaðið/Hanna Ritstýran og strákarnir Sólrún og félagar hennar sem eru með henni í ritstjórn, Guðmundur Hauksson, Kristinn Ingvarsson og Kristján Ernir Hölluson. Vinir Páfagaukurinn Bella situr rit- stjórnarfundi. Hér á öxl Sólrúnar. Nú þegar birtan minnir á komandi sumar er um að gera að leggja drög að gönguferðum. Ferðafélag Íslands býður upp á ferðakynningarkvöld þar sem fararstjórar kynna nokkrar af fjölmörgum ferðum félagsins næsta sumar, fara yfir skipulag ferða og sýna myndir. Nk. mánudag, 5. mars, verða nokkrar ferðir á Austurlandi kynntar: Lónsöræfi, Víknaslóðir, Fjall- göngur í Lóni og umhverfis Langasjó. Kynning hefst kl. 20 í húsnæði FÍ, Mörkinni 6, Reykjavík. Allir velkomnir. Endilega … … kynnið ykkur ferðaúrvalið Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskylduvænt Gönguferðir eru fyrir fólk á öllum aldri. Góð samvera. Reykjavík Kletthálsi 7. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-16 Reykjanesbær Fuglavík 18. Opið virka daga kl. 8-18, laugard. 10-14 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Flot fyrir fagmenn Weber 4150 Fine Flow Alhliða flot sem hentar á flest gólf Fullþurrt eftir 1-3 vikur Þykktarsvið: 4-30mm Þrýstiþol: 30MPa Þyngd: 25kg Verð:2.290 kr. Weber 4160 Rapid Fine Flow Hraðþornandi flot með auknum styrk Fullþurrt innan 24 klst Þykktarsvið: 2-30mm Þrýstiþol: 35MPa Þyngd: 25kg Verð:2.990 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.