Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 FJÁRMÁLAUMHVERFI HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTUNNAR Málþing á vegum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mánudaginn 5. mars kl. 13.30 DAGSKRÁ 13.30 - 13.40 Setning málþings Pétur Magnússon, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og forstjóri Hrafnistuheimilanna 13.40 - 13.55 Ávarp frá formanni fjárlaganefndar Willum Þór Þórsson 13.55 - 14.10 Greiðslur og kröfur í heilbrigðisþjónustu Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu 14.10 - 14.25 Barnið vex en brókin ekki - þróun eftirspurnar og fjárveitinga María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landspítalans 14.25 - 14.40 Upplýsingar og stefnumótun Ásgerður Th. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ 14.40 - 14.55 Sjúkratryggingar og nýju lögin um opinber fjármál Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands 14.55 - 15.10 Erum við að mæta þörfum sjúklinga með því að fjármagna stofnanir? Svanbjörn Thoroddsen, stjórnarformaður KPMG á Íslandi Að framsögum loknum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri: Erna Indriðadóttir, fjölmiðlakona Málþingið verður haldið á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þingsal 2, mánudaginn 5. mars nk. kl. 13.30-15.45. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Pétur Magnússon Ásgerður Th. Björnsdóttir Willum Þór Þórsson Steingrímur Ari Arason Eybjörg Hauksdóttir Svanbjörn Thoroddsen María Heimisdóttir Erna Indriðadóttir Á grundvelli alþjóðareglna er óheimilt að flytja hergögn um loft- rými ríkis án heimildar viðkomandi ríkis, samkvæmt minnisblaði sem Samgöngustofa sendi frá sér í gær, um leyfisveitingar til flutnings á hergögnum. Þar kemur fram að engin tilmæli hafi borist Samgöngustofu um sér- staka skoðun á ástandi í tilteknum heimshlutum, í tengslum við leyf- isveitingar til vopnaflutninga. Þar kemur enn fremur fram að samþykki þurfi frá ríkjum sem her- gögn eru send frá og til auk þess sem öll ríki sem flogið sé yfir þurfi að veita heimild. „Samgöngustofa veitir leyfi til flutnings hergagna með borg- aralegum loftförum. Forsendur þeirra leyfisveitinga stofnunar- innar er að stuðla að flugöryggi með eftirliti skv. aþjóðlegum kröf- um,“ segir orðrétt í minnisblaðinu. Þar kemur fram að Sádi-Arabía hafi ekki verið flokkuð sem við- kvæmt átakasvæði svo Samgöngu- stofu sé kunnugt um. Vinna við endurskoðun reglu- gerðar nr. 937/2005 hafi hafist í árslok 2017 og standi yfir undir stjórn samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins. Samtök hernaðarandstæðinga lögðu í gær fram kæru á hendur flugfélaginu Atlanta vegna þess sem þau telja brot á lögum um eft- irlit með þjónustu og hlutum sem geta haft hernaðarlega þýðingu, samkvæmt því sem segir í frétta- tilkynningu frá samtökunum. agnes@mbl.is Morgunblaðið/RAX Atlanta Þrjár breiðþotur Air Atlanta samtímis við Leifsstöð. Endurskoða regl- ur um flutningana  Kærðu flugfélagið Atlanta í gær Johann Ólafsson johann@mbl.is Allir fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis, sem ákærður voru í mark- aðsmisnotkunarmáli Glitnis voru fundnir sekir í Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Þrír starfsmenn eigin viðskipta bankans; Jónas Guð- mundsson, Valgarð Már Valgarðs- son og Pétur Jónasson, voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, Jónas í 12 mánuði, Valgarð níu mánuði og Pét- ur sex mánuði. Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, var ekki gerð refsing, en hann hafði þegar hlotið refsihámark vegna brota sem þess- ara. Lárus var ákærður fyrir um- boðssvik og markaðsmisnotkun. Saksóknari fór hins vegar ekki fram á frekari refsingu yfir Lárusi en hann hefur þegar verið dæmdur í sex ára fangelsi í öðrum hrunmálum, sem er hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi. Enginn hinna ákærðu var viðstaddur dómsuppkvaðningu. Allir verjendur kröfðust sýknu yfir sak- borningum. Ársfangelsi framkvæmdastjóra Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsvið- skipta Glitnis, var dæmdur í 12 mán- aða fangelsi, en hann hafði áður hlot- ið 5 ára fangelsi í öðrum hrunmálum. Saksóknari fór fram á eins árs hegningarauka yfir Jóhannesi en við aðalmeðferð sagði hann að ótvíætt væri að brotin hefðu verið framin með vitund og vilja Jóhannesar og Lárusar. Þungir dómar hafa fallið í markaðsmisnotkunarmálum Lands- bankans og Kaupþings þar sem tek- ist hefur verið á um viðskiptavakt bankanna með eigin hlutabréf og hvort starfsmenn hafi haldið verði bréfanna uppi með því að kaupa þau á markaði og svo selja þau til félaga í eigu starfsmanna eða vildarvið- skiptavina með lánveitingum frá bönkunum, og þannig án áhættu fyr- ir kaupendur. Dóminum verður áfrýjað Óttar Pálsson, lögmaður Lárusar Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, vildi ekkert segja eftir að dómur var kveðinn upp. Reimar Pét- ursson, lögmaður Jóhannesar Bald- urssonar, sagðist munu áfrýja 12 mánaða fangelsisdómi yfir Jóhann- esi. Að öðru leyti vildi Reimar ekkert tjá sig um niðurrstöðu dómsins. Allir sakfelldir í mark- aðsmisnotkunarmáli  Glitnismenn dæmdir í héraði  Jóhannes í ársfangelsi Morgunblaðið/Hari Verjendur Enginn sakborninga mætti í dómsal við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Allir verjendur höfðu krafist sýknu. Fangelsisdómar sakborninga » Jónas Guðmundsson, 12 mánuðir skilorðsbundið. » Valgarð Már Valgarðsson, 9 mánuðir skilorðsbundið. » Pétur Jónasson, 6 mánuðir skilorðsbundið. » Jóhannes Baldursson, 12 mánuðir óskilorðsbundið. Samgöngustofa hefur frá árinu 2005 veitt undan- þágur til flutnings hergagna um ís- lenskt yfir- ráðasvæði og til aðila sem óskuðu eftir að flytja her- gögn með íslensk- um loftförum en utan landsins. Ekki var haft samráð við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrr en sl. haust samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins. Frá síðasta hausti hefur ráðuneytið fengið fjórar umsóknir um undan- þágur vegna flutnings hergagna, tveimur var hafnað. Veitt voru leyfi fyrir flutningi hergagna til Sádi-Arabíu og flutning fyrir NATO-ríki á öðrum búnaði en vopnum. Í öllum tilvikum var leitað umsagnar utanríkisráðu- neytisins, áður en afstaða var tekin. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra segir að frá sl. hausti hafi það verklag verið viðhaft að leggja umsóknir fyrir ráðuneytið sem leitar umsagnar utanríkisráðuneytisins. Hann segist ekki þekkja til umsókna sem afgreiddar voru áður. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er að hans ögn að fara yfir farmskrár í flugi sem fengið hafa leyfi íslenskra stjórn- valda. Aðspurður segir ráðherra að samkvæmt upplýsingum um þá flutn- inga sem búið er að skoða sé allt ná- kvæmlega eftir lögum og reglum um gilda um slíka flutninga og al- þjóðaskuldbindingar. Nú er verið að fara yfir verklagið og verða ekki frek- ari undanþágur veittar í bili. Nýtt verk- lag vegna hergagna- flutninga  Tveimur umsókn- um hafnað í vetur Sigurður Ingi Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.