Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.03.2018, Blaðsíða 48
48 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2018 Þorvaldur Ingi Jóns-son, þróunarstjórihjá Sjúkratrygg- ingum Íslands, á 60 ára af- mæli í dag, en hann er við- skiptafræðingur að mennt með meistarapróf í stjórn- un og stefnumótun. „Við eigum í samskiptum við alla Íslendinga hjá Sjúkra- tryggingum og erum á hverri einustu nóttu að uppreikna stöðu og rétt- indi þeirra. Hvað og hve mikið hver og einn á að borga í komugjöld þegar hann fer til sjúkraþjálfara, sérfræðings eða inn á spít- ala. Stundum er ekki skiln- ingur á að þetta þurfi að kosta eitthvað, en við leggjum okkur fram um að vinna vel og ætlum að gera betur. Í fyrra voru 310.000 Íslendingar sem áttu í við- skiptum við apótek, sérfræðinga og aðra þjónustu sem fer í gegnum Sjúkratryggingar og við reynum að þjóna þeim í rauntíma. Til að hafa orku og úthald í þetta þá stunda ég Qigong, en í því er lögð áhersla á að byggja upp innri styrk og bæta heilsuna til að vera kærleiksrík og góð manneskja. Ég lærði Qigong-lífsorkuæfingarnar fyrst hjá meistara Gunnari Eyjólfssyni leikara og hef síðan farið á fjölda námskeiða með kínverskum meisturum.“ Þorvaldur heldur í dag námskeið tengd Qigong-lífsorkunni, fyrir almenning og stjórn- endur. „Ég er einnig mikill áhugamaður um jákvæða leiðtogastjórn- un, golf og veiði, útivist og berjatínslu.“ Eiginkona Þorvaldar er Sigurborg Hrönn Sævaldsdóttir, kennari í Hvaleyrarskóla, Þorvaldur á einn son, Inga Má, sex stjúpbörn og tíu afa- og stjúpafabörn. Þorvaldur er staddur úti í Verona ásamt eiginkonu, systrum sínum tveimur og mökum og vinum, samtals tólf manns. „Það er íslenskt veður hérna í Verona, smá slydda en allir kátir samt. Í dag ætlum við út að borða á elsta veitingastað á Ítalíu, og jafnvel Evrópu, frá fyrri hluta 17. aldar. Þannig að það stendur mikið til hér í borg Rómeós og Júlíu. Ég skila góðri kveðju til Íslands og við hjónin ætlum síðan að halda giftingarveislu á Íslandi í júní.“ Hjónin Þorvaldur og Sigurborg. Staddur í borg Rómeós og Júlíu Þorvaldur Ingi Jónsson er sextugur í dag Ó mar Vignir Lúðvíksson fæddist á Hellissandi 5.2. 1948, ólst þar upp og hefur átt þar heima lengst af. Hann var í barna- og gagnfræðaskóla á Hellis- sandi, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði trésmíði hjá Smára, bróður sínum, lauk sveinsprófi í þeirri grein 1968, öðlaðist meistararéttindi 1972 og stundaði nám við Meist- araskólann. Ómar stundaði fiskvinnslu á Hellis- sandi á unglingsárunum en hefur stundað trésmíðar frá því hann lauk sveinsprófinu, fyrst með bróður sín- um en síðar lengst af á eigin vegum. Þá var hann slökkviliðsstjóri á Hellis- sandi í 17 ár. Ómar var umsjónarmaður fast- eigna í Snæfellsbæ á árunum 2007- 2016. Hann sat í hreppsnefnd Nes- hrepps utan Ennis í 12 ár og var síð- asti oddviti hreppsins fyrir sam- Ómar Vignir Lúðvíksson, trésmíðameistari á Hellissandi – 70 ára Við Hólmkelsá Ómar rennir fyrir lax í sumarblíðunni. Svöðufoss fyrir miðri mynd og Snæfellsjökull í baksýn. Ræktar sumarblómin sín og rennir fyrir fisk Afastrákar Ómar með lítinn lax en Sigmar og Gunnar fylgjast grannt með. Ásdís Helga Agnarsdóttir og Damian Daniel Eisermann giftu sig 7. janúar 2018 í Selfosskirkju. Árnað heilla Brúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.