Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 ÞINGVELLIR – Heiðarbær Sérlega notalegt, fallegt og veglegt 4ra herbergja sumarhús á einni hæð með glæsilegu útsýni yfir Þingvallavatn. Húsið var endurbyggt árið 2008 og er mjög skemmtilega skipulagt. Húsið stendur á mjög rólegum stað á leigulóð í eigu ríkisins í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Framhjá húsinu rennur Móakotsá. Útsýninu frá húsinu má líkja við málverk sem skiptir litum á hverjum degi. Sjón er sögu ríkari! Herbergi: 4 Stærð: 83 fm. Endurbyggt: 2008 Verð: 39.700.000 Skipholt 50b | 105 Reykjavík | s 510 3500 | www.eignatorg.is Björgvin Guðjónsson lg.fs. s 615-1020 / bjorgvin@eignatorg.is s 510-3500 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Ferðametið gæti verið fallið  Tugþúsundir Íslendinga á ferðalagi erlendis um páskana  Fjölmargir í skíðabrekkunum um allt land  Aldrei fór ég suður í fimmtánda sinn á Ísafirði Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Íslendingar hafa streymt frá landinu undanfarna viku í páskafrí á suðlæg- ari slóðir. Langtíma- og skamm- tímabílastæði Isavia við Keflavík- urflugvöll voru orðin full strax á fimmtudag og til viðbótar eru tæp- lega 1.000 bílar í stæðum fyrirtæk- isins Basecamping á Ásbrú. Líklegt er að aldrei hafi verið fleiri Íslendingar á erlendri grundu á sama tíma en um þessa páska, en tölur um fjölda íslenskra ferðalanga í marsmánuði verða ekki aðgengi- legar fyrr en eftir páska. Um 60.000 Íslendingar fóru úr landi páskana 2017 og það met er í hættu. Margir eru líka á ferðinni innan- lands um páskana og trekkja helstu skíðasvæði landsins fólk að, enda margir sem vilja ekki verja pásk- unum annars staðar en í brekk- unum. Ekki skemmir fyrir að nokk- uð vel hefur viðrað til skíðaiðkunar og ekkert páskahret í kortunum út helgina. Rokkað fyrir vestan að venju Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suð- ur er haldin í fimmtánda sinn á Ísa- firði og segir rokkstjórinn Kristján Freyr Halldórsson að í bænum sé múgur og margmenni. „Við erum bara farin að tvöfalda íbúatöluna með því fólki sem kemur hérna akandi vestur,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið, en þar sem frítt er inn á tónleikana nota að- standendur m.a. tölur frá Vegagerð- inni og Air Iceland Connect til að meta fjölda þeirra sem sækja hátíð- ina heim. Kristján segir að á Ísafirði séu íbúar með gesti í nánast hverju einasta húsi og allt gistirými fullt. Þegar orðið sé fullbókað á Ísafirði færist leikar svo í næstu byggðir. „Fólk gistir í Bolungarvík, á Suð- ureyri og Flateyri og jafnvel Þing- eyri og í Súðavík,“ segir Kristján og bætir við að fólk njóti þess að vera á skíðum á daginn og haldi svo á tón- leika er kvölda tekur. Fjölmennt í Hlíðarfjalli Páskahelgin er alltaf stærsta helgi ársins í Hlíðarfjalli og segir Guð- mundur Karl Jónsson, forstöðu- maður skíðasvæðisins, að á skírdag hafi um 3.000 manns verið í fjallinu í gríðarlega góðu veðri og um 2.500 manns í gær, en þá var öllu skýjaðra. „Gárungarnir sögðu að þá hefðu Ak- ureyringarnir verið heima,“ segir Guðmundur. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Bárðarson Bílar Krökkt er af bifreiðum umhverfis Keflavíkurflugvöll, rétt eins og síðustu páska. Langtíma- og skamm- tímastæði eru að mestu leyti full og Isavia bendir farþegum á að koma sér í flugið með öðrum samgönguleiðum. Ekki eru upplýsingar á stöðumæla- vélum í miðborg Reykjavíkurborgar um að eigi sé gjaldskylda á helgidög- um. Dæmi eru um að borgarar og er- lendir ferðamenn hafi greitt fyrir bílastæði grunlausir um að þeir greiddu í raun fyrir daginn eftir. Kolbrún Jónatansdóttir, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, segir að víða um borgina séu skilti til upp- lýsingar um það hvenær gjaldskylda sé. Þar sé þó ekki kveðið á um að gjaldfrjálst sé á „rauðum dögum“. „Við viljum auðvitað ekki að fólk sé að borga þegar það er ekki gjald- skylda,“ segir hún og nefnir að á mælunum komi fram að greitt sé fyr- ir stæði daginn eftir, þar sé dagsetn- ing, og að mælirinn telji frá því klukkan tíu að morgni. Nýir stöðumælar væntanlegir Spurð hvort merkja megi mun á tekjum Bílastæðasjóðs dagana eftir helgidaga samanborið við tekjur að jafnaði segir Kolbrún að það hafi ekki verið athugað sérstaklega. „Það er kannski spurning um að líta eftir þessu í gögnunum, við þekkjum þetta ekki,“ segir hún. Aðspurð segir hún að ekki sé mögulegt að bæta við upplýsingum um helgidaga á skjái vélanna, þeir séu litlir og ekki sé boðið upp á að bæta við upplýsingum. „Skjáirnir eru litlir og á þeim eru takmarkaðar upplýsingar. Við höf- um reynt að koma þessu á framfæri á Facebook-síðunni okkar,“ segir Kolbrún. „Ég er alveg viss um að einhverjir ferðamenn hafa sett einhverja hundraðkalla í mælana. Þó koma upp á skjánum upplýsingar um dag- setningu og þar er hægt að velja ensku,“ segir hún. Bílastæðasjóður mun uppfæra stöðumæla sína í maí nk. og á skjám hinna nýju mæla verður hægt að birta ítarlegri upplýsingar, að sögn Kolbrúnar. jbe@mbl.is Greiða of mikið í stöðumæla  Litlar upplýsingar um að frítt sé í stæði á „rauðum dögum“ Morgunblaðið/Eggert Stöðumælir Á skiltum eru ekki upplýsingar um „rauðu dagana“. 100% stuðningur var meðal fé- lagsmanna stétt- arfélaganna Framsýnar og Þingiðnar við sér- kjarasamning við PCC Bakki- Silicon hf. á Bakka. Að- alsteinn Á. Bald- ursson, formaður Framsýnar, kveðst mjög ánægður með samninginn. Hann kveður m.a. á um að starfsmönnum innan Fram- sýnar verði raðað í 17. launaflokk launatöflu SA og SGS, hæsta mögu- lega launaflokk. „Við höfðum lengi farið fram á að gera samning við fyrirtækið um þessi störf og það fór á endum svo að það náðist,“ segir Aðalsteinn og bætir við að útlit sé fyrir að verk- smiðjan taki til starfa í apríl eða maí. „Við gerum til að byrja með skammtímasamning því kjarasamn- ingar eru almennt lausir næstu ára- mót,“ segir Aðalsteinn. Í samningnum er einnig kveðið á um að allir starfsmenn fái 45% vaktaálag á alla unna tíma upp að 173,33 tímum. Vinna umfram það greiðist sem yfirvinna. Einnig er kveðið á um sérstaka eingreiðslu í desember sem nemur einum mán- aðarlaunum fyrir þá sem hafa starf- að í 20 vikur eða meira á árinu. 100% kusu með samningi Bakki Verksmiðjan verður brátt ræst.  Nýr kjarasamn- ingur í kísilverinu Þrettán ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítalanum síðustu daga. Ein þeirra segir ljósmæður ekki ætla í verkfall, frekar leiti þær á önnur mið. Þetta kom fram í kvöld- fréttum RÚV í gærkvöldi. Hvorki gengur né rekur í rúmlega sex mánaða kjaraviðræðum Ljós- mæðrafélags Íslands við ríkið. Næsti fundur í deilunni verður eftir páska en ljósmæður segja að ábyrgð þeirra og menntun sé ekki metin til launa. 257 ljósmæður eru starfandi hér á landi, þar af tæplega 150 á Landspít- alanum. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga lýsti á dögunum yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljós- mæðra og kröfur þeirra. Ljósmæður segja upp Hljómsveitin Ateria úr vesturbæ Reykjavíkur steig fyrst á svið í Kampaskemmunni á Ísafirði í gærkvöldi og opnaði þar með tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. Ateria vann Músíktilraunir fyrir sléttri viku síðan, en sú skemmtilega hefð hefur myndast vestra að nýkrýndir sigurvegarar Músíktilrauna séu á meðal þeirra tónlistarmanna sem troða upp á hátíðinni á Ísafirði. Ateria er skipuð þremur ungum stúlkum, systr- unum Ásu og Eir Ólafsdætrum sem eru 16 og 17 ára gamlar og frænku þeirra, Fönn Fannarsdóttur, sem er 13 ára trommuleikari. Frá Músíktilraunum á Aldrei fór ég suður Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.