Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.03.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áformað er að hefja uppbyggingu Rauða lónsins, nýs náttúrulegs bað- staðar á Snæfellsnesi, næsta vor. Tillaga arkitekta að baðstað og hót- eli fékk nýverið alþjóðleg hönn- unarverðlaun. Baðlónið verður á jörðinni Eið- húsum á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jörðin er við gatnamótin á þjóðveg- inum með útsýni til sjávar og fjalla. Þaðan má aka lengra vestur út á nes, eða norður að Stykkishólmi. Fasteignafélagið Festir undirbýr framkvæmdina. Athafnahjónin Ólaf- ur Ólafsson, gjarnan kenndur við Samskip, og Ingibjörg Kristjáns- dóttir eru aðaleigendur félagsins. Jónas Þór Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Festis, segir áformað að hefja framkvæmdir á næsta ári. Hugmyndin sé að útbúa lón, bún- ingsklefa og veitingaaðstöðu. Svo taki við undirbúningur að hótel- byggingu. Reiknað sé með allt að 100 þúsund gestum í lónið fyrsta ár- ið. Frekari rannsókna er þörf Rætt hefur verið um 150 her- bergja lúxushótel við Rauða lónið. Líkt og í Bláa lóninu mundi gist- ing koma í kjölfar náttúrulóns. Jónas Þór segir að rannsaka þurfi betur hitaorku svæðisins áður en stærð lónsins verður ákveðin. Nú- verandi gögn bendi til að á svæðinu sé ekki jafn mikil hitageta og t.d. í Bláa lóninu. Þó sé ekkert því til fyrirstöðu að vera með lón og hótel. „Það er síðasta púslið í for- sendum hönnunar. Síðan þarf að velja hönnuði. Þegar staðsetning liggur fyrir þarf að breyta deili- skipulagi og þess háttar. Ætlunin er að koma þessu af stað á næstu mán- uðum með það fyrir augum að hefja framkvæmdir vorið 2019,“ segir Jónas Þór. Hönnunin fær verðlaun Jónas Þór segir marga koma að undirbúningi verkefnisins. Tvær arkitektastofur, Johannes Torpe og Gláma Kím, hafi skilað tillögum. „Áður en Festir bauð til til- lögugerðarinnar lagði félagið í mikla undirbúningsvinnu til að ramma inn hugmyndafræðina um verkefnið. Magnús Guðmundsson vann frum- drög að hugmyndaramma en Ingi- björg Kristjánsdóttir, landslags- arkitekt og annar eigandi Festis, og Birta Ólafsdóttir, sem hefur há- skólagráðu í frumkvöðlafræði og nýsköpun, auk listasögu, leiddu hugmyndavinnuna til lykta. Arkitektastofan Johannes Torpe vann nýverið verðlaun tímaritsins Architectural Review í flokki framtíðarverkefna í verslun og af- þreyingu. Tillaga stofunnar var unnin á grunni þessarar undirbún- ingsvinnu,“ segir Jónas Þór. Hann bætir svo aðspurður við að það muni skýrast á næstu vikum hvor tillagan verður valin. „Við höfum haldið því opnu hvar á jörðinni þetta gæti orðið. Það verður væntanlega sunnarlega því nyrsti hlutinn er nær þjóðveginum. Þeir sem tóku þátt í samkeppninni völdu sitthvorn staðinn.“ Reikna með 100 þúsund gestum  Nýr baðstaður og lúxushótel á Snæfellsnesi  Framkvæmdir við Rauða lónið áætlaðar vorið 2019 Teikning/Johannes Torpe Studios Rauða lónið Drög að lóni og veitingastað sem á ekki að gefa Bláa lóninu neitt eftir. Festir er í mörgum verkefnum í ferðaþjónustu. Marsmánuður var tvískiptur hvað veðurfar varðar, en landsmeðalhiti var undir frostmarki fyrstu 13 daga mánaðarins og undir með- allagi þar að auki. Norðaustlægar vindáttir voru ríkjandi þessa daga, sérlega sólríkt og úrkomulaust á Suður- og Vesturlandi. Þetta kem- ur fram á vefsíðu Trausta Jóns- sonar, veðurfræðings, trj.blog.is. Síðari hluta mánaðarins fór hiti yfir frostmark á landsvísu og hélst ofan þess. Vindátt var oftast sunn- an við austur, en illviðri voru sér- lega fátíð í mars. Meðalhiti í Reykjavík var 2,3 stig, 1,7 stigum ofan meðallags á árunum 1961 til 1990 og 0,7 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Mánuðurinn er því sá sjöundi hlýj- asti af 18 á öldinni og í 32. sæti sé tekið mið af síðustu 144 árum. Úrkoma í Reykjavík mældist 25,4 mm, næstminnst á öldinni, en árið 2001 var úrkoma þó ögn minni. Sólríkt hefur verið í Reykja- vík, en sólskinsstundir voru mun fleiri en í meðalári, 140,1, mun fleiri en í með- alári í Reykja- vík eða í 13. sæti lista sem nær til 106 ára. Á Akureyri er meðalhiti það sem af er 0,6 stig, 0,2 stigum ofan meðallags síð- ustu tíu ár. Hiti í mars var hæstur á Raufarhöfn í sögulegu samhengi, 1,2 stigum of- an meðallags síðustu tíu ára. Kald- ast var við Skarðsfjöruvita, -0,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í dag er útlit fyrir austlægan vind og smám saman léttir til á Norðurlandi. Áfram verða dálitlar skúrir eða él sunnantil á landinu. Hægari vindur verður í kvöld. Á morgun er útlit fyrir kólnandi veð- ur, hæga breytilega átt, dálitla snjókomu eða él norðvestan- og vestanlands, en annars verður þurrt að mestu. Marsmánuður var tvískiptur, sólríkur og illviðri sérlega fátíð í sögulegu ljósi Sólríkt Sólin lét sjá sig í mars. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verktakar á vegum HS Orku eru að útbúa nýjan borteig við gígaröðina Eldvörp í landi Grindavíkur. Er það annar borteigurinn á svæðinu en alls eru fyrirhugaðir þrír til fimm teigar. Fyrir er á svæðinu borhola frá ní- unda áratugnum. Að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra HS Orku, er hún tengd við prófunarbúnað. Svolítið austar er nýi borteigurinn en þar er búið að bora fyrsta hlutann af tilraunaholu. HS Orka hefur feng- ið framkvæmdaleyfi til að bora nokkrar rannsóknarholur og var gert sérstakt umhverfismat vegna þeirra. Vegir sem liggja um svæðið eru nýttir. Áhrif á upplifun ferðafólks Í áliti Skipulagsstofnunar á um- hverfisáhrifum borplananna á sínum tíma kom fram að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði sjónræns eðlis og vegna hávaða á framkvæmdatíma. Það muni hafa áhrif á upplifun ferðamanna sem sækja svæðið heim. Þessi áhrif eru metin talsverð neikvæð vegna um- fangs teiganna og staðsetningar þeirra í og við þá landslagsheild sem gígaröðin Eldvörp er. Einnig telur stofnunin að áhrif framkvæmdanna á jarðmyndanir séu staðbundin en talsvert neikvæð vegna rasks á eld- hrauni. Sama gildi um gróður þar sem um er að ræða nokkuð umfangs- mikið, óafturkræft rask á vel grón- um, óröskuðum svæðum, meðal ann- ars mosagrónum nútímahraunum sem hafi ákveðna sérstöðu vegna fá- gætis á heimsvísu. Nýting orkunnar er í nýtingar- flokki rammaáætlunar. Sérstakt um- hverfismat verður að gera um hana, ef af verður. Ásgeir segir að svæðið verði metið þegar búið verður að bora rannsóknarholurnar. Ekki standi til að virkja þar heldur nýta heita vatnið í hitaveitu fyrir Suður- nesin og gufuna til rafmagnsfram- leiðslu í öðrum virkjunum, annað hvort í Svartsengi eða á iðnaðar- svæðinu vestan Grindavíkur. Nýr borteigur gerður við gígaröðina Eldvörp  Boraðar rannsóknarholur vegna nýtingar jarðhitans Ljósmynd/Ellert Grétarsson Eldvörp Myndir sem Ellert Grétarsson tók af framkvæmdunum í fyrradag hafa farið sem eldur í sinu um Facebook. Síðdegis í gær höfðu 700 deilt þeim. Sögufrægur viðkomustaður í Reykhólasveit, Hótel Bjarkarlund- ur, er til sölu. Fasteignasalinn seg- ir að viðræður séu í gangi um söl- una og vonast hann til að eignin seljist á næstunni. Töluverðar húseignir fylgja Hót- el Bjarkarlundi. Það er einkum hótelið sjálft með 19 hótelher- bergjum, veitingasal, eldhúsi, setu- stofu, bar, sjoppu, verslun og sal- ernisaðstöðu fyrir ferðafólk. Þá eru sex gestahús á lóðinni og þjón- ustuskáli við tjaldsvæði. Þá fylgir með tæplega 60 hektara land. Von á aukinni umferð Hótelið hefur verið rekið frá árinu 1946, oft sem sumarhótel. Enginn rekstur er þar núna eftir að samningur eigenda við rekstr- araðila rann út. Þá komst stað- urinn í sviðsljósið þegar sýndir voru sjónvarpsþættirnir Dagvaktin sem þar voru teknir upp. Júlíus Jó- hannsson, fasteignasali hjá Kaup- sýslunni, segir að tækifæri séu að aukast í ferðaþjónustu á svæðinu. Nefnir að Suðurlandið sé að verða uppselt og ferðamenn sæki meira í aðra landshluta. Þá muni umferð aukast þegar lagður verður nýr kafli á Vestfjarðavegi um Gufu- dalssveit. Eigendurnir óska eftir tilboðum í eignina. helgi@mbl.is Bjarkarlundur auglýstur til sölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.