Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Suðræn sveifla í Provence sp ör eh f. Sumar 7 Ekki er að undra að helstu listamenn sögunnar hafi sótt sér innblástur á frönsku rivíerunni eða Côte d’Azur í Provence héraðinu, slík er fegurðin. Komið verður til Cannes, Mónakó og St.Tropez á leið okkar um frönsku ríverunnar og heimsækjum allar helstu perlur Suður- Frakklands og frönsku Alpanna. 16. - 27. júní Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 266.200 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tæpur helmingur kjósenda í Reykja- vík vill að Dagur B. Eggertsson, odd- viti Samfylkingarinnar, verði áfram borgarstjóri. Um 30% vilja að Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, leysi hann af hólmi. Talsverður mun- ur er á stuðningi við oddvitana tvo eftir kynjum, aldri, menntun, búsetu í borginni og stöðu á vinnumarkaði. Lítill stuðningur er við oddvita ann- arra flokka í embætti borgarstjóra. Þetta sýnir ný skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið dag- ana 21. til 27. mars. Dagur og Eyþór vinsælastir Þegar spurt var hver þátttakendur í könnuninni vildu helst að gegndi embætti borgarstjóra eftir kosning- arnar 26. maí næstkomandi nefndu 46,4% þeirra sem afstöðu tóku Dag B. Eggertsson. Eyþór Arnalds nefndu 29,5%. Í þriðja sæti er Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins. Vildu 7,1% þátt- takenda sem afstöðu tóku sjá hana sem borgarstjóra. 6,3% nefndu Líf Magneudóttur, oddvita VG, 3,4% Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, og 1,4% Ingvar Mar Jóns- son, oddvita Framsóknarflokksins. 5,9% vildu einhvern annan. Fjöldi þátttakenda í könnuninni, eða 27,6%, svaraði spurningunni með „veit ekki“. Í könnuninni voru ein- göngu birt nöfn þeirra oddvita sem framboðin hafa tilkynnt. Nöfn voru birt í slembiröð. Hallar á Eyþór meðal kvenna Allnokkur munur er á afstöðu kynjanna til oddvita Sjálfstæð- isflokksins, Eyþórs Arnalds. Hann nýtur mun meiri stuðnings meðal karla en kvenna, Vilja 34,9% karla sjá hann sem borgarstjóra en 22,6% kvenna. Dagur B. Eggertsson nýtur aftur á móti meiri stuðnings kvenna en karla, 49,8% á móti 43,8%. Þegar horft er til aldurs þátttakenda reynist minnstur stuðningur við Eyþór sem borgarstjóra meðal fólks á aldrinum 18 til 29 ára, eða 18,5%. Í þessum ald- urshópi nýtur Dagur aftur á móti stuðnings 54,6% kjósenda. Búseta í borginni spilar einnig inn í. Í Vesturbænum vilja aðeins 14,4% Eyþór fyrir borgarstjóra en tæplega 60% Dag. Viðhorfin eru önnur í Graf- arvogi. Þar nýtur Eyþór stuðnings 40,2% kjósenda en Dagur aðeins stuðnings 34,8% kjósenda. Eyþór er líka sterkari en Dagur meðal kjós- enda í Grafarholti, Úlfarsárdal og Kjalarnesi þar sem 42,4% vilja hann sem borgarstjóra, og í Breiðholti þar sem 38,2% kjósa hann. 60% námsmanna vilja Dag Menntun hefur ennfremur áhrif. Meira en helmingur háskólamennt- aðra kjósenda vill Dag en aðeins 24% þeirra nefna Eyþór. Atvinnurek- endur og sjálfstætt starfandi eru fá- mennastir meðal stuðningsmanna Dags, en aftur á móti fjölmennasti kjósendahópur Eyþórs. Innan við fimmtungur námsmanna styður Ey- þór en tæp 60% Dag. 10% eldra fólks vilja Vigdísi Stuðningur við Dag er minnstur meðal fólks sem aðeins hefur grunn- skólamenntun, 34,9%. Aftur á móti styðja 51,6% háskólamenntaðra hann. Eyþór á mest fylgi meðal fólks sem lokið hefur framhaldsskóla- menntun en aðeins 24% háskóla- menntaðra vilja hann sem borg- arstjóra. Þegar horft er til annarra oddvita sem komust á blað vekur athygli að stuðningur við Vigdísi Hauksdóttur er mestur meðal elstu kjósendanna, 60 ára og eldri. Tæp 10% þeirra vilja hana sem borgarstjóra. Mestur stuðningur við hana er í Grafarvogi, 14,7%. Þegar horft er til menntunar kjósenda er stuðningur við hana mestur meðal fólks með grunnskóla- próf, 19,3%. Meðal háskólafólks er hann aðeins 4,1%. Ennfremur vilja yfir 10% fólks með lægstu tekjurnar sjá hana sem borgarstjóra. Fylgið ólíkt eftir borgarhlutum  Fylgi við borgarstjóraefni flokkanna kannað  Flestir vilja Dag sem borgarstjóra  Eyþór nýtur meiri stuðnings en Dagur í Breiðholti, Grafarvogi og Grafarholti  7,1% vilja Vigdísi Hauksdóttur Hvern vill fólk sjá sem borgarstjóra? Heimild: Könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið 21.-27. mars sl. 3,4% 1,4% 6,3% 7,1% 29,5% 46,4% Ingvar Mar Jónsson Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir Vigdís Hauksdóttir Eyþór Arnalds Dagur B. Eggertsson Hver vilt þú helst að gegni embætti borgarstjóra Reykjavíkur eftir borgarstjórnar- kosningarnar 26. maí næstkomandi? 5,9% svarenda nefndu aðra einstaklinga Samgöngumál eru sá málaflokkur sem flestir sem afstöðu taka nefna þegar spurt er í könnun Fé- lagsvísindastofnunar hvaða mál muni ráða mestu um hvaða flokk þeir kjósi í borgarstjórnarkosn- ingunum í vor. Samgöngumálin eru nefnd af 25,7% þátttakenda og velferðar- og jafnréttismál af 23,6%. Í þriðja sæti eru húsnæðismál sem 18,4% þátttakenda nefna, þá skólamál sem nefnd eru af 15,8% og fjármál borgarinnar eru nefnd af 9,9%. Minni áhugi er á lýðræðismálum (2,4%), skipulagsmálum (1,6%) og umhverfismálum (0,8%). Nokkur munur er á afstöðu kynjanna. 32,5% karla leggja áherslu á samgöngumál en aðeins 19,2% kvenna. Konur nefna oftast skólamál og velferðarmál. Samgöngumálin brenna mis- munandi á íbúum eftir búsetu. Um 30% íbúa í Grafarvogi og Grafarholti hafa þau í forgangi en 21% í Vesturbæ. Íbúar í Miðborg hafa mestan áhuga á velferðar- og jafnréttismálum. Þá hefur ald- ur sitt að segja. Aðeins 17% þátt- takenda á aldrinum 18 til 29 ára nefna samgöngumálin, en hús- næðismál eru langefst á blaði hjá þeim; 42% nefna þau sem for- gangsmál. Húsnæðismál eru einn- ig langoftast nefnd af náms- mönnum, 46,5%.Tekjur spila einnig inn í afstöðu fólks. Hinir lægstlaunuðu hafa minnstan áhuga á samgöngumálum en mestan á velferðarmálum og hús- næðismálum. Samgöngumálin efst á blaði  Um 24% nefna velferðarmál og um 18% húsnæðismál Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við viljum sýna alvöru málsins og að málið fái þann framgang að sem fyrst verði hægt að fara í framkvæmdir. Við óttumst að þetta dragist frekar en orðið er,“ segir Haraldur Bene- diktsson alþingismaður sem lagt hef- ur fram á Alþingi frumvarp um að Vegagerðin fái leyfi til framkvæmda við nýjan kafla á Vestfjarðavegi, á milli Bjarkarlundar og Skálaness. Með samþykkt frumvarpsins er sneitt hjá útgáfu sveitarfélagsins á framkvæmdaleyfi og þeim kæruleið- um sem því fylgja. Flutningsmenn rifja upp í grein- argerð að liðin eru 20 ár frá Alþingi samþykkt fyrst áætlun um uppbygg- ingu heilsársvegar á milli Reykjavík- ur og Patreksfjarðar og 18 ár frá því framkvæmdir áttu að hefjast á um- deildum kafla í Gufudalssveit. Bent er á að núverandi vegur er kominn til ára sinna og uppfyllir ekki kröfur um umferðaröryggi. Langvarandi deilur Deilur hafa verið um leiðina í mörg ár. Þær hafa síðustu árin einkum snúist um láglendisleið þar sem ósar tveggja fjarða eru þveraðir og farið um Teigsskóg eða gömlu leiðina með jarðgöngum undir Hjallaháls. Vega- gerðin vill fara fyrrnefndu leiðin, ekki síst vegna þess hversu miklu munar á kostnaði. Hún hefur hinsvegar meiri umhverfisáhrif en jarðgangaleiðin. Sveitarstjórn Reykhólahrepps vinn- ur nú að frágangi skipulags sem gerir ráð fyrir nýrri útfærslu á Teigsskóg- arleiðinni og er Skipulagsstofnun með hana til umfjöllunar. Sveit- arstjórinn kveðst vongóður um að framkvæmdaleyfi verði gefið út á haustdögum en í greinargerð með frumvarpi þingmannanna kemur fram það álit að útgáfa leyfisins gæti dregist fram á vor 2019, ef allir kæru- frestir verði nýttir. Það sé óásætt- anlegt að íbúarnir þurfi að bíða í heilt ár til viðbótar vegna flækjustigs í stjórnsýslunni. Fimm þingmenn Norðvest- urkjördæmis standa að frumvarpinu. Haraldur segir að samstaða sé í þing- mannahópnum um að flýta þessu máli. Ef frumvarpið fáist ekki af- greitt fyrir vorið verði það lagt aftur fram í haust og þá sé hugsanlegt að fleiri þingmenn verði með. Leiðin ákveðin með lögum  Fimm þingmenn Norðvesturkjördæmis vilja komast hjá kæruferli vegna legu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þverun Tveir firðir verða þveraðir og farið í gegn um Teigsskóg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.