Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 8
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa-dóttir, ráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, skrifar athyglisverða hugleiðingu um skatta og ríkisút- gjöld í nýjasta tölublað Þjóð- mála.    Hún segir aðstjórn- málamenn komi sárasjaldan til móts við skattgreiðendur. „Skatt- ana má aldrei lækka. Í þenslu er það ekki skynsamlegt og í kreppu er það ekki hægt,“ skrifar Þórdís Kolbrún, og bætir við að stundum sé „nánast eins og verið sé að beita klækjum, eins og þegar tímabundn- ir skattar öðlast dularfullt fram- haldslíf.“    Og hún bendir á að hin hliðin ásama peningi sé „tímabundin útgjöld sem festast síðan í sessi án þess að renna sitt skeið á enda eins og til stóð. Hvort tveggja stuðlar að stöðugri útþenslu báknsins, sem er nógu mikið fyrir.“    Hún nefnir einnig að ekki sélaust við að hún finni fyrir því úr mörgum áttum að ætlast sé til þess af sér sem ráðherra að hún freisti þess að auka útgjöld til mála- flokka sem undir hana heyra sem allra mest. „En Ísland er há- skattaríki og við verðum að skapa skilyrði til að draga úr hlutfalli skattheimtu af landsframleiðslu. Við erum sammála um að skapa þarf atvinnulífinu samkeppnishæf skilyrði og þar getum við gert bet- ur. Við þurfum að vinda ofan af tímabundum skattahækkunum eins fljótt og auðið er,“ segir Þórdís Kol- brún.    Undir þetta má taka, enda komaýmis dæmi um skattahækk- anir síðustu ára upp í hugann í þessu sambandi. Háskattalandið Ísland STAKSTEINAR 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Vinnuvettlingar PU-Flex Öflugar Volcan malarskóflur á frábæru verði Ruslapokar 120L Ruslapokar 140L Sterkir 10/50stk Greina Strákústar á tannbursta verði Garðklóra/Garðskófla Öflug stungu- skófla Garðverkfæri í miklu úrvali Garðslöngur í miklu úrvali Fötur í miklu úrvali Hakar, hrífur, járnkarlar, kínverjar, sköfur, skröpur, fíflajárn, fötur, balar, vatnstengi, úðarar, stauraborar......... Léttar og góðar hjólbörur með 100 kg burðargetu Úðabrúsar í mörgum stærðum Barna- garðverk- færi Sláttuorf Ruslatínur Veður víða um heim 30.3., kl. 18.00 Reykjavík 6 skýjað Bolungarvík 2 skýjað Akureyri 2 alskýjað Nuuk 2 alskýjað Þórshöfn 2 skýjað Ósló 4 heiðskírt Kaupmannahöfn 2 skýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 heiðskírt Lúxemborg 6 rigning Brussel 11 rigning Dublin 6 skýjað Glasgow 5 rigning London 5 súld París 9 skúrir Amsterdam 11 heiðskírt Hamborg 6 heiðskírt Berlín 10 heiðskírt Vín 11 léttskýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 15 léttskýjað Madríd 9 léttskýjað Barcelona 16 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 rigning Aþena 16 heiðskírt Winnipeg -13 léttskýjað Montreal 5 alskýjað New York 10 þoka Chicago 3 skýjað Orlando 26 heiðskírt VEÐUR KL. 12 Í DAG 31. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:49 20:16 ÍSAFJÖRÐUR 6:50 20:25 SIGLUFJÖRÐUR 6:33 20:08 DJÚPIVOGUR 6:18 19:46 Utankjörfund- aratkvæða- greiðsla á höf- uðborgarsvæðinu vegna komandi sveitarstjórn- arkosninga hefst í dag kl. 12:00. Atkvæða- greiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins Sýslumanns- ins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíða- smára 1 í Kópavogi á afgreiðslutíma embættisins, eða frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum. Einnig verður opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00. Lokað er páskadag 1. apríl, annan í páskum 2. apríl, sumardaginn fyrsta 19. apríl, 1. maí, uppstigning- ardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí, en kosningar til sveitarstjórna fara fram 26. maí. Þrátt fyrir að ut- ankjörfundaratkvæðagreiðslan hefj- ist í dag er enn rúmur mánuður í að framboðsfrestur renni út, en það gerist ekki fyrr en þremur vikum fyrir kosningar, eða þann 5. maí næstkomandi. athi@mbl.is Atkvæða- greiðsla hefst í dag  Framboðsfrestur rennur út þann 5. maí Kosningar Hægt er að kjósa í dag. Betur fór en á horfðist þegar vinnu- vél valt við sveitabæ í nágrenni Hvolsvallar í fyrrakvöld. Maður varð undir vélinni og var hann fluttur með þyrlu á spítala í Reykjavík. Slysið varð þegar tveir menn voru að færa átján tonna beltagröfu af vélaflutningavagni. Grafan valt út af vagninum, á hliðina, og ofan á annan mannanna. Var hann fastur undir gröfunni þar til félagi hans fékk hjálp til að lyfta vélinni. Slysið varð við bóndabæ skammt utan Hvols- vallar. Samkvæmt upplýsingum Brunavarna Rangárvallasýslu var liðið kallað út á ellefta tímanum um kvöldið. Var fjölmennt lið lögreglu, björg- unarsveita og Brunavarna Rang- árvallasýslu sent á staðinn. Alls að minnsta kosti tíu bílar þessara við- bragðsaðila fóru, auk dráttarvéla og annarra tækja. Einnig þyrla Land- helgisgæslunnar. Betur fór en á horfðist Maðurinn lá enn á sjúkrahúsi í gær. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði að hann hefði hlotið einhver beinbrot við óhappið en hann væri við góða meðvitund og vel settur miðað við aðstæður. Lenti undir 18 tonna beltagröfu  Slys varð þegar grafa var færð af vélaflutningavagni í Rangárvallasýslu Morgunblaðið/Hari Flykki Beltagrafan valt á mann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.