Morgunblaðið - 31.03.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Lykilverslun við Laugaveg – Áratuga þekking og reynsla
INNRÉTTINGA- OG SKÁPAHÖLDUR
Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
UM 400 gerðir að velja úr
Ný
vefverslun
brynja.is
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Það er ekki amalegt fyrir þásem langar prófa aðrækta matjurtir inni hjásér að njóta leiðsagnar
Zia Allaway, skref fyrir skref. Al-
laway er kona sem kann sitt fag.
Alveg upp á sínar tíu grænu fingur.
Hún er menntaður garðyrkjufræð-
ingur, garðhönnuður, ritstjóri
Beautiful Gardens Magazine, skrif-
ar reglulega í Homes & Gardens,
Garden Design Journal, The Gu-
ardian og ýmis kvennatímarit og
vefsíður. Þá hefur hún skrifað bæk-
ur um garðrækt þar sem hún legg-
ur sérstaka áherslu á að allir geti
ræktað nánast hvað sem þeim dett-
ur í hug. Svipað er uppi á ten-
ingnum í nýjustu bókinni, Inni-
ræktun matjurta, sem nýkomin er
út hjá Forlaginu. Bókin kann því að
vera eins og himnasending fyrir þá
sem hefur skort ráð og kannski dáð
til þess að koma sér upp inni-
matjurtagarði sem bragð er að.
Leiðbeiningarnar eru svo skil-
merkilegar að tæpast er hægt að
fara út af sporinu. Fjölbreytnin á
sér líka fá takmörk og samkvæmt
bókinni virðist vera leikur einn að
rækta ótrúlega margar tegundir –
einnig í litlum blokkaríbúðum ef
því er að skipta, enda aðalatriðið að
plönturnar njóti góðs atlætis svo
þær vaxi og dafni. Á ljósmyndum í
bókinni má svo sjá hversu salatið,
kryddjurtirnar og ávaxtatrén taka
sig ljómandi vel út og lífga upp á
heimilið í misstórum krukkum,
Inniræktun er
krydd í tilveruna
Borgarlandbúnaður er sú iðja borgar- og þéttbýlisbúa stundum kölluð að rækta
matjurtir innandyra heima hjá sér. Breski garðyrkjufræðingurinn Zia Allaway,
höfundur nýútkominnar bókar, Inniræktun matjurta, segir flesta hafa græna fing-
ur og geta ræktað jafnt krydd sem ávexti og grænmeti innan veggja heimilisins.
Lítil blokkaríbúð sé enginn þröskuldur.
Minta
Fjólur
Steinselja
Rósmarín
Fjólur
Á Ísafirði og í nágrenni er engin logn-
molla um páskana þetta árið frekar
en þau fyrri. Rokkhátíð alþýðunnar
Aldrei fór ég suður, sem lýkur í kvöld,
ber þar jafnan hæst, og áratugahefð
er fyrir skíðaviku Ísfirðinga. Dag-
skráin á göngu- og svigskíðasvæð-
unum er að vanda býsna þétt og
sömuleiðis er ýmislegt fleira um að
vera í bænum.
Á vefsíðunni www.westfjords.is
kemur m.a. fram að milli kl. 10 og 12 í
dag, laugardag 31. mars, verður
páskaeggjamót HG í Tungudal fyrir
börn fædd 2006 eða síðar, kl. 11-16
furðufataball fjölskyldunnar á Selja-
landsdal og síðdegis, eða kl. 14, er
páskabingó í Félagsheimilinu Hnífs-
dal. Og fjörið heldur áfram því undir
miðnætti byrja böllin, en þá spila Ba-
bies flokkurinn í Krúsinni, 200.000
naglbítar á Vagninum og Made in
sveitin í Edinborg. Páskadagur er
heldur ekki viðburðalaus fyrir vestan
eins og lesa má á fyrrnefndri vefsíðu.
Vefsíðan www.westfjords.is
Morgunblaðið/ Halldór Sveinbjörnsson
Skíðagarpar Skíðavikan á Ísafirði hefur verið haldin hátíðleg um páska í 70 ár.
Viðburðaríkt fyrir vestan
Veðurguðirnir virðast ætla að leika við hvern sinn
fingur um páskana, eða að vera víðast hvar mestan
part til friðs. Fyrir þá sem ekki eru upp um fjöll og
firnindi um helgina er upplagt að taka sér heilsubót-
argöngu í sínu nærumhverfi. Sumir vilja ganga einir
og hlusta þá gjarnan á tónlist eða sögur, á meðan
aðrir kjósa félagsskap. Grafarvogsbúar geta til
dæmis slegist í gönguhóp sem Safnaðarfélag Graf-
arvogskirkju gengst fyrir kl. 11 í dag, laugardaginn
31. mars, og síðan annað slagið, næst 14. apríl.
Farið verður rólega af stað og gönguferðirnar að-
lagaðar þörfum fólks, færð og veðri. Auk heilsubót-
arinnar er markmiðið að þátttakendur fái tækifæri
til að kynnast grönnum sínum og meira að segja
hundunum þeirra líka, en séu þeir í bandi eru þeir
velkomnir með. Fólk með börn í kerrum og vögnum
getur líka tekið þátt í göngunni, sem hefst við Graf-
arvogskirkju.
Endilega …
… farið í göngutúr
Morgunblaðið/Ómar
Í göngutúr Með voffa í
göngutúr á góðum degi.
Rithöfundurinn og sagnamaðurinn
Einar Kárason stígur á svið á Sögu-
loftinu í Landnámssetrinu í Borg-
arnesi kl. 20 í kvöld, laugardags-
kvöldið 31. mars, og flytur Grettis-
sögu. Sagan um ógæfumanninn
Gretti Ásmundarson er trúlega ein af
vinsælustu Íslendingasögunum.
Grettir var mikill óeirðamaður og
skapstór. „Ódæll í uppvexti sínum,
fátalaður og óþýður, bellinn bæði í
orðum og tiltektum … fríður maður
sýnum, breiðleitur og skammleitur,
rauðhærður og næsta freknóttur,
ekki bráðger meðan hann var á
barnsaldri,“ eins og sagt var um
hann.
Þetta er sjötti flutningur Einars í
Landnámssetrinu, en mörgum er enn
í fersku minni flutningur hans á
Skáldinu Sturlu og Óvinafagnaði.
Hægt er að kaupa miða á www.land-
nam.is.
Einar Kárason stígur á svið í Landnámssetrinu í Borgarnesi
Sagan af ógæfumanninum
Gretti sterka Ásmundarsyni
Gamla pakkhúsið Landnámssetrið er í tveimur af elstu húsum Borgarness
sem tengd eru með tengibyggingu. Söguloftið er í risinu á gamla pakkhúsinu.
Morgunblaðið/Kristinn
Sagnamaður Einar Kárason.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.