Morgunblaðið - 31.03.2018, Page 24

Morgunblaðið - 31.03.2018, Page 24
FRÉTTASKÝRING Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Dómari í undirrétti í Los Angeles úrskurðaði á miðvikudag að merkja þyrfti allt kaffi í Kaliforníu með krabbameinsviðvörun. Er þetta niðurstaða dómsmáls sem höfðað var árið 2010 af samtök- unum Council for Education and Research in Toxics (CERT) gegn hópi um 90 kaffisala í Kaliforníu, þar á meðal gegn bandaríska kaffirisaum Starbucks, sem rekur stærstu kaffihúsakeðju heims. Dómstóllinn mun ákveða síðar hvort, og þá hve háar bætur selj- endur kaffis þurfa að greiða vegna málsins. Að sögn Reuters hefur CERT farið fram á að seljendurnir greiði bætur sem nemi 2.500 döl- um fyrir hvern einasta dag á átta ára tímabili sem hver við- skiptavinur kann að hafa innbyrt akrílamíð. Þykir mjög ólíklegt að fallist verði á svo himinháa sekt en þó er hefð fyrir því í sambæri- legum málum að dómstólar í Kali- forníu ákveði greiðslu mjög hárra bóta. Akrilamíð myndast þegar kaffi- baunir eru ristaðar en verjendur í málinu hafa haldið því fram að magn efnisins sé svo lítið að það hafi hverfandi áhrif á heilsu kaffi- drykkjufólks, og að heilt á litið hafi kaffi jákvæð áhrif. Að sögn Guardi- an þótti dómaranum verjendur ekki hafa náð að sýna með óyggj- andi hætti fram á að kaffi sé skað- laus eða heilsubætandi drykkur. Kaffi tekið af lista WHO Málsóknin byggist á lögum sem gilda í Kaliforníu um að seljendum beri að upplýsa neytendur um mögulega krabbameinshættu af völdum tiltekinna efna, akrílamíðs þar á meðal. Kaffigeirinn lítur svo á að þar sem magn akrílamíðs í kaffi sé hverfandi, og þar sem efnið myndist á náttúrulegan hátt við ristun kaffibauna, þá eigi að und- anskilja kaffi kröfum laganna. Árið 2016 ákvað krabbameins- rannsóknasvið Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinar (WHO) að taka kaffi af lista yfir efni sem kunna að auka hættu á krabbameini. Sagði stofnunin þá að rannsóknir sýndu að kaffi hefði ekki áhrif á krabba- mein í brjósti, blöðruhálskirtli eða brisi, virtist draga úr líkunum á lifrar- og leghálskrabbameini, og að ekki væri hægt að fullyrða um áhrifin á aðrar tegundir krabba- meina. Mörg fyrirtæki, þeirra á meðal dagvöruverslanakeðjan 7-Eleven höfðu þegar samið við CERT um að ljúka málinu með greiðslu bóta upp á margar milljónir dala og með því að birta viðvaranir um mögu- lega krabbameinshættu á sölustöð- um. Verjendur hafa frest til 10. apríl til að andmæla úrskurðinum. Starbucks vildi ekki tjá sig við fjölmiðla um málið, en vísaði til yf- irlýsingar hagsmunasamtaka bandaríska kaffiiðnaðarins, NCA, þar sem segir að það væri villandi að setja krabbameinsviðvörun á kaffi og að samkvæmt bandarísk- um manneldisviðmiðum geti kaffi- drykkja verið hluti af heilbrigðu líferni. Úrskurðurinn varðar einnig fyrirtæki á borð við Dunkin‘ Do- nuts, McDonalds, og Peet‘s Coffee. Setji viðvörun á kaffi  Kaffisalar í Kaliforníu skikkaðir til að greina frá krabba- meinshættu vegna akrílamíðs og gætu þurft að greiða bætur Skellur Kevin Johnson, forstjóri Starbucks, á hluthafafundi fyrr í mánuðinum. Samtökin sem höfðuðu akrílamíð- málið hafa farið fram á himinháar bætur og m.a. náð að knýja verslanakeðjuna 7-Eleven að samningaborðinu. AFP 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Tjarnargata 4 | 101 Reykjavík | Sími 546 1100 | investis@investis.is HVERS VIRÐI er fyrirtækið þitt? Investis ehf annast verðmat fyrirtækja. Matið byggir á faglegri greiningu og viðurkenndum matsaðferðum. Sjá nánar á www.investis.is Föst verð – Ítarleg greining Faglegt verðmat – Fjárfestakynningar Verð frá 89.500,- Samkeppniseftirlitið í Singapúr (CCS) hefur hafið rannsókn á kaupum skutlþjónustunnar Grab á starf- semi Uber í SA-Asíu. Greint var frá kaupunum í byrjun vikunnar en CCS segir að samruni fyrirtækjanna kunni að stangast á við samkeppnislög í Singapúr, þar sem Grab er með höfuðstöðvar sínar. Hefur samkeppniseftirlitið farið fram á að Uber og Grab geri hlé á frekari samruna fyrirtækjanna í Singa- púr, og að verðskrá þeirra haldist óbreytt frá því sem var fyrir kaupin. Að sögn Reuters er þetta í fyrsta skipti sem CCS hefur gripið til bráðabirgðaráðstafana af þessu tagi gegn nokkru fyrirtæki í landinu. Stjórnandi Grab í Singapúr sagði fyrirtækið ætla að verða við tilmælum CCS og að stjórnvöldum yrði send formleg tilkynning um samrunann ekki seinna en um miðjan apríl. Í Singapúr gilda reglur sem kveða á um að tilkynningar um samruna til CCS séu valkvæðar. Með samrunanum mun Uber eiga 27,5% hlut í Grab, sem mun þá hafa ráðandi stöðu á markaðssvæði þar sem búa um 640 milljón manns. Markaðsgreinendur telja að með því að selja rekstur sinn í SA-Asíu geti Uber sótt af meiri krafti inn á markaði á borð við Ind- land og búið í haginn fyrir hlutafjárútboð sem gæti far- ið fram árið 2019. ai@mbl.is AFP Vafi Með sölunni getur Uber einbeitt sér að svæðum eins og Indlandi. Samruninn er til skoðunar í Singapúr. Samruni Grab og Uber mögulega ólöglegur Fasteignasjóð- urinn FAST-1, sem meðal ann- ars á Höfðatorg, hagnaðist um 832 milljónir króna árið 2017 sem er 98% aukning á milli ára. Arð- semi eigin fjár var 9% á árinu. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins en sjóðurinn er einkum í eigu lífeyrissjóða. Fasteignafélagið Reginn undirrit- aði í nóvember samning um fyr- irhuguð kaup á dótturfélögum fast- eignasjóðsins, FAST-2 og HTO. Helstu eignir félaganna eru Katr- ínartún 2, þ.e. Höfðatorg, og Borg- artún 8-16. Þá eiga félögin einnig Skúlagötu 21, Vegmúla 3 og Skútu- vog 1. Aðrar fasteignir á sjóðurinn ekki. Miðað er við að heildarvirði kaup- anna sé 23,2 milljarðar króna. Gangi salan eftir mun fasteignasjóðurinn fá 10,5 milljarða í reiðufé, 6,9 millj- arða í skuldabréfum útgefnum af Regin og 5,8 milljarða í hlutabréfum Regins. Tekjur dótturfélaganna stóðu í stað á milli ára og voru 1,6 millj- arðar króna. Rekstrarhagnaður fyr- ir matsbreytingar dróst saman um 13% í einn milljarð en rekstrarkostn- aður jókst um 141 milljón króna. Hagnaður FAST-1 tvöfaldast á milli ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.