Morgunblaðið - 31.03.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 31.03.2018, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Páskarnir eru meðal gleði-ríkra atburða almanaks-ins. Þeir sem líta á sig sem kristna menn, hvort sem þeir sækja guðshús fast eða laust, eru meðvitaðir um helgi páska. En almanakið er nefnt því að með því göngum við að páskunum vísum. Við höfum heyrt um formúluna sem segir að páska beri upp á fyrsta sunnudag eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori. Þótt jafndægur sé vanafast þá er tunglið reikulla í ráði. Páskar geta því orðið á tíma- bilinu 22. mars til svo seint sem 25. apríl. Þeir eru snemma í ár en verða seint á því næsta. Mars-mánuður er dálítið ólíkindatól líka. Birta dags sem lengist er bending um að vorið komi senn. En mars er dynt- óttur og meðalhiti hans getur verið svipaður og gerist í jan- úar hvað sem birtu líður. Þessi mars hefur verið prýðilegur, enda mátti hann vera það eftir rysjóttan febrúar. Samt var lóan sein fyrir í þetta sinn. Það skiptir máli því það er hún sem kveður burt leiðindin. En hvar sem páskana ber niður í hvert eitt sinn þá koma þeir þegar landið er að rísa og sú upprisa gildir um menn, dýr, gróður og landið þeirra. Upprisuhátíðin, fullgilding fyrirheita Krists, fellur því vel að okkar að- stæðum. Það er reyndar tönnlast á því að trúin og er þá átt við kenni- setningar Krists, sé ekki „inn lengur“ enda hún gamaldags og hallærisleg. Og þeir eru til sem úrskurða að hún fari illa í bland við heilbrigða skysemi. Sífellt fleirum virðist þykja fínt að merkja sig trúleysinu og sumir með því að abbast upp á aðra í leiðinni. Þessa gætir víðar en hér og er töluvert áberandi í löndum velmegunarinnar hið næsta okkur. En samt fer kristnu fólki fjölgandi í heim- inum, sem er merkilegt, því að þeir sem vinna við að kort- leggja tilveruna segja að eng- inn trúarhópur sæti meiri of- sóknum um þessar mundir en sá kristni. Nýlega mátti sjá í ýmsum sjónvarpsstöðvum fróðlegan og hófstilltan þátt þar sem farið var um slóðir Péturs postula. Jesús Kristur bað þennan „frækna fiskimann“ að fylgja sér, og veiða með sér menn upp frá því. Sá, sem fetaði hina fornu slóð Símons Péturs í sjónvarpsþætt- inum var leikarinn David Suchet. Hann er með fremstu mönnum í sinni stétt og þekkt- ur fyrir afburða leik í klass- ískum verkum á sviði og í mynd. En kannski varð hann frægastur fyrir útsjónarsaman leik í hlutverki Hercule Poirot, sem var, að eigin sögn, fremsti rannsakandi glæpamála í heim- inum. Það þarf nokkra leiklist- arlega kúnst til að koma slíkri sjálfslýsingu út úr sér án þess að breytast í oflátungslegan monthana sem enginn umber. En á slóðum Péturs postula var David Suchet tilgerðarlaus áhugamaður um hina miklu sögu og hlut Péturs í henni, eftir að hann tók við „keflinu“ eins og það heitir. Pétur birtist ekkert ólíkur „okkur“ Jóni og Gunnu. En ólíkur dýrlingum sem aldrei fellur minnsti bletur á. Hann svaraði kalli Krists, sannfærður um að þar færi Messías gyðinga sem myndi í samræmi við spádóma létta oki Rómverja af þeim og setjast í hásætið í Jerúsalem. En meist- ari hans vildi að lærisveinarnir gerðu allar þjóðir að liðs- mönnum Krists. Pétur vildi ekki að Jesús færi til Jerúsalem á páskum. Það væri háskaspil. Honum fannst óhugsandi að ferðin með Kristi endaði þar og á krossi dauðans. Honum var fyrirmunað að sjá að í því fælist upphaf en ekki endir alls. En frá og með hvíta- sunnu má segja að hin formlega „kirkja“ hafi orðið til, þótt hún gæti varla formlausari verið en hún var og leidd af Pétri. Hann var kletturinn, eða trú hans á Krist var kletturinn sem sú kirkja skyldi byggð á. Þeir eru til sem gangast upp í hrópum um að Kristur hafi aldrei verið til. Engir sagn- fræðingar sem ná máli taka undir það. Enda væri það ekki lítið afrek að stofna til stærsta trúfélags sögunnar, sem fært hefur sínum söfnuði blessun í þúsundir ára og það án þess að hafa verið til. Leikarinn, David Suchet sem nefndur var, vegna þáttar hans um slóðir Péturs postula, hafði áður gert góðan þátt um Pál postula. Leikarinn kom til Bretlands frá Suður-Afríku og honum var lengi ekki fullljóst um allt sem varðaði ætt sína og uppruna. En tók því þátt í sjón- varpsþætti sem rannsakar slíkt. Hann var í meginefnum kominn af gyðingum frá Lithá- en í föðurætt og móðir hans frá rússneskum gyðingum annars vegar og fólki úr ensku bisk- upakirkjunni hins vegar. Suc- het ólst upp í trúleysi. En hann snerist til kristni eftir að hafa lesið bréf Páls postula, áttunda kapítula Rómverjabréfs, á hót- elherbergi. Þeir eru til sem telja sig eiga kröfu til þess að trúaðir menn „sanni trúarefni sín“, svo frá- leitt sem það er. Orðið trú vísar slíku á bug. Sama er að segja um vonina. Þú sannar ekki von- ina sem þú berð í brjósti. En í Rómverjabréfinu, sem David Suchet las, segir: „Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir, en von, er sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér? En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði.“ Gleðilega páska. Gleðilega páska S júkraflutningar eru mikilvægur hlekkur í góðri heilbrigðisþjón- ustu. Fyrsta snerting ein- staklinga við heilbrigðiskerfið er í mörgum tilvikum í gegnum fyrstu hjálp á vettvangi slyss eða sjúkraflutninga og á síðustu árum hafa sjúkraflutningar aukist mjög í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Á Suðurnesjum hefur umfang sjúkraflutninga til dæmis aukist um 25% á milli áranna 2014 og 2017 og um 17% á sama árabili á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru sjúklingar oft keyrðir um lengri veg nú en áður. Breyttar aðstæður á landsbyggðinni hafa einnig áhrif á kröfur til utanspítalaþjónustu um land allt. Eftir sem áður þarf að tryggja íbúum landsbyggðarinnar örugga fyrstu hjálp á vettvangi og öruggan sjúkraflutning á sérhæfð sjúkrahús þegar aðstæður krefjast. Breytingar á þjónustu heilbrigðisstofnana í dreifbýli, fjölgun ferðamanna, meiri ferðamennska á hálendinu, breytt fæðingarþjónusta á landinu öllu og fleira kalla á endurskipulagningu utanspítalaþjónustu á landinu öllu. Þá kalla breyttar aðstæður á annars konar og meiri kröfur um færni og menntun sjúkraflutningamanna. Nauðsynlegt er að endurskoða stefnu í sjúkraflutn- ingum sem samþykkt var í heilbrigðisráðuneytinu árið 2008 og endurskoðuð árið 2012. Ríkisendurskoðun hef- ur bent á það í úttektarskýrslum sínum að heildarstefnu í sjúkraflutningum skorti. Að mínu mati þurfum við að endurskoða og uppfæra þær tillögur sem settar voru fram í skýrslum um skipulag sjúkraflutninga frá 2008 og 2012 . Sú vinna er raunar þegar hafin í heilbrigðisráðuneytinu, en nú er að störfum starfshópur sem vinnur að tillögum vegna endurskipulagningar sjúkraflugs. Þegar starfshópur um sjúkraflug hefur skil- að tillögum sínum, nú fljótlega eftir páska, hyggst ég hefja vinnu við endurskipulagn- ingu sjúkraflutninga um land allt. Und- irbúningur að því samráði er þegar hafinn og í þeirri vinnu hyggst ég kalla alla að borðinu sem tengjast sjúkraflutningum, með það að markmiði að marka heild- arstefnu í málaflokknum. Þegar slys ber að höndum getur skjótt viðbragð á vettvangi skipt sköpum. Því skiptir miklu að tryggja gæði og öryggi þeirrar heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vettvangi, og einnig að sjá til þess að flutningar á næstu heilbrigðisstofnun séu skjótir og öruggir. Utan- spítalaþjónusta er ómissandi þáttur í bráðri heilbrigð- isþjónustu og marka þarf heildarstefnu í málaflokkn- um sem tekur mið af breyttum aðstæðum hérlendis. Það munum við gera. Svandís Svavarsdóttir Pistill Örugg utanspítalaþjónusta Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ídag verður afhjúpaður í Kaup-mannahöfn minnisvarði semkynntur hefur verið sem ein-stakur í sinni röð þar í landi. Hann er hinn fyrsti sem gerður er til að minnast þess tíma þegar Danmörk var nýlenduveldi, rak þrælaverslun og drottnaði yfir fjarlægum löndum. Beint tilefni verksins er að í fyrra voru liðin hundrað ár frá því að dönsk stjórnvöld sáu sig tilneydd til að losa sig við síðustu leifar nýlendutímans, þrjár eyjar í Vestur-Indíum; Banda- ríkjamenn keyptu þær fyrir 25 millj- ónir dala og heita þar nú Jómfrúa- eyjar. Tveir listamenn, Jeanette Ehlers og La Vaughn Belle, töldu ærna ástæðu til að Danir gleymdu ekki þessum tíma sem þeim finnst skammarlegur í sögu landsins. Ehlers á danska móður en föður sem er frá þessum heimshluta; La Vaughn Belle er frá St. Croix, einni eyjanna þriggja í Vestur-Indíum sem Danir drottnuðu yfir. Minnisvarðinn sem þær hafa gert er einkaframtak þeirra og án stuðnings opinberra stofnana. Hann er engin smásmíði, 7 metra hár skúlptúr sem sýnir konu með klút vafðan um höfuðið sitjandi í páfuglssæti með kyndil í ann- arri hendi og sveðju í hinni. Hún á að tákna „Maríu drottningu“ sem svo var kölluð, svertingjakonu sem var einn helsti leiðtogi blóðugrar uppreisnar á sykurekrum Dana á St. Croix árið 1878. Í þeim átökum féllu um eitt hundrað svartir verkamenn, karlar og konur, og þrír hvítir Evrópumenn. „Drottningin“, sem hét Mary Thomas, var dæmd í lífstíðarfangelsi sem hún afplánaði fyrst í áratug í kvennafang- elsi í Kaupmannahöfn en síðan á St. Croix. Þar er minning hennar og stall- systra í uppreisninni enn í hávegum höfð. Minnisvarðanum hefur verið valinn staður við hæfi, hann mun standa sjávarmegin við hina gömlu vöru- skemmu danska Vestur-Indíafélagsins í Tollbúðargötu þar sem nú er lista- safn. Þarna var afrakstri þrælanna í Vestur-Indíum, sykri og rommi, skip- að í land forðum daga. Fyrir er á staðnum afsteypa af frægu verki Michelangelo, Davíð. „Hann er tákn evrópskrar menningarsögu,“ segir Jeanette Ehlers í samtali við Politiken á dögunum. „María er aftur á móti tákn andófs gegn þessari arfleifð.“ Hún segir verkið vera uppreisn gegn sagnfræði sem sé Evrópumiðuð og samtímis hylli það uppreisn gegn kyn- þáttastefnu og öðrum birtingar- myndum kúgunar sem rætur eigi í ný- lendutímanum og enn í dag valdi skaða. Engar samtímamyndir eru til af Mary Thomas og hafa listakonurnar farið þá leið að móta hana í eigin mynd, látið gera þrívíddarmódel af andlitum sínum og líkömum og steypa verkið upp úr þeirri bræðslu. Þannig samein- ast þær, önnur frá Danmörku og hin frá Vestur-Indíum, í minnisvarðanum um María drottningu. Sveðjan í hendi Maríu táknar verkfærið sem notað var til skurðar á sykurekrunum en breytt- ist í vopn í uppreisninni. Og kyndillinn í hinni hendinni á að minna á eldana sem kveiktir voru í átökunum. Með því að hafa hana þannig með vopn í báðum höndum í páfuglssæti kallast verkið á við íkoníska mynd af Huey Newton, einum helsta leiðtoga Svörtu hlébarð- anna, bandarískra baráttusamtaka fyrir réttindum svertingja, þar sem hann situr með riffil í annarri hendi og spjót í hinni. Þannig er minnisvarðinn nýi uppfullur af sögulegum tilvísunum. Minnisvarði um ný- lendutíma Danmerkur Minnisvarðinn Listakonurnar Jeanette Ehlers og La Vaughn Belle. Fyrirmyndin Huey Newton, leiðtogi Svörtu hlébarðanna bandarísku. „María drottning“ Skúlptúrinn kallast á við myndina af Newton.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.