Morgunblaðið - 31.03.2018, Síða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Starfsmannafatnaðu
fyrir hótel og veitingahú
Höfðabakka 9,
110 Reykjavík
Sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is
www.eddaehf.is
Allt lín fyrir:
Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb
Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina
Rúmföt og handklæð
fyrir ferðaþjónustuna
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Vikapiltinn
• Hótelstjór
r
s
i
nandann 86
ÁRA
Heimilislæknastöðin Uppsölum,
Kringlunni, hættir starfsemi
Læknarnir Einar Rúnar Axelsson, Oddur Steinars-
son og Ragnar Victor Gunnarsson, sérfræðingar
í heimilislækningum, hafa flutt læknastofur sínar
í Heilsugæsluna Lágmúla, Lágmúla 4 Reykjavík.
Tímapantanir alla virka daga í síma 595 1300.“
Heimstrúarbrögðin,
sem ég hef tilheyrt frá
unga aldri, voru í byrj-
un fámennur sér-
trúarflokkur í andstöðu
við ríkjandi trúar-
brögð. Hann var bæði
lítils metinn og ofsótt-
ur. En þessi fámenni
sértrúarsöfnuður óx og
er með stærri trúar-
brögðum heimsins í
dag.
Andlegt líf manna og trúveldis-
stofnana veraldar þarf reglulega end-
urskoðun, vegna mannlegs eðlis og
tilslakana í siðferði af völdum synd-
arinnar. Hún er það lúmsk, að oft
verða menn þess ekki varir þegar þá
ber af réttri leið.
Það er ekki fyrr en rödd spámanns-
ins fer að æra hina „rétttrúuðu“ að
margir fara að vakna til meðvitundar
um veginn, sannleikann og lífið.
Reglulega sendir Guð spámenn,
svona eins og til að áminna fólk og
sérstaklega trúarleiðtoga, sem borið
hefur af leið í stormi lífsins. Taki
trúarleiðtogar ekki tiltali sendiboða
Drottins gefur Guð blessun sína nýj-
um lýð, eða hópi manna, sem nefndur
hefur verið hinn nýi Ísrael í gegnum
tíðina.
Vegna tilslökunarstefnu mann-
kynsins við guðleg lög situr mann-
kynið uppi með mörg mismunandi
trúarbrögð og hundruð sértrúar-
flokka, sem gera lítið annað en að
rugla fólk í ríminu, þótt tilgangur
þeirra sé í raun og veru allt annar.
Sannleikurinn hefur verið skýr frá
upphafi og er þessi:
„Óttastu Guð og haltu
hans boðorð, því að það
á hver maður að gjöra.“
(Prédikarinn 12:13)
Þetta er það sem Guð
ætlast til af mönnum
þessarar jarðar. Burtséð
frá öllu öðru, þá eru
þetta niðurlagsorð pré-
dikarans og spámanns-
ins um tilgang mann-
kynsins og breytni þess í
lífinu. Nokkuð sem er
svo óskylt hegðun
manna í dag, sem forritaðir eru með
græðgisforriti og neyslumynstri hins
vestræna nútímasamfélags. Leið-
arvísirinn hefur í aldir staðið í heilagri
ritningu kristinna manna, sem þjóð-
félagi nútímans er í nöp við af skilj-
anlegum ástæðum.
„Maður, þér hefur verið sagt hvað
gott er og hvers Drottinn væntir af
þér: þess eins að þú gerir rétt,
ástundir kærleika og þjónir Guði í
hógværð.“
(Míka 6:8)
Rétttrúnaður
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi
Magnússon
»Reglulega sendir
Guð spámenn, svona
eins og til að áminna
fólk og sérstaklega
trúarleiðtoga, sem
borið hefur af leið
í stormi lífsins.
Höfundur er áhugamaður
um trú- og samfélagsmál.
einar_ingvi@hotmail.com
Þegar undirritaður
áttaði sig á því í júlí í
fyrra að það ætti að
fara að drepa 922
hreindýrakýr frá
tveggja mánaða kálf-
um þeirra reyndi
hann – og síðar fé-
lagasamtökin Jarðar-
vinir – að hlutast til
um að veiðitíma
hreindýrakúa yrði
seinkað um a.m.k. mánuð og griða-
tími kálfa þar með lengdur, en við
töldum það óhæfu og hreint dýr-
aníð að fella mæðurnar frá því
bjargarlitla ungviði sem tveggja
mánaða kálfar eru.
Því miður töluðum við fyrir
daufum eyrum þáverandi
umhverfisráðherra.
Í millitíðinni höfum við barist
fyrir því að griðatíminn yrði lengd-
ur og teljum við að alls ekki sé við
hæfi að fella kýrnar fyrr en kálf-
arnir eru orðnir a.m.k. 4-5 mánaða,
en rannsóknir sýna að kálfar eru
enn að drekka móðurmjólk marg-
sinnis á dag á þessum aldri. Það er
ekki óalgengt að kálfar sjúgi
reglulega í 8-10 mánuði; fram á
næsta vor.
Rannsóknir á hreindýrakúm
sýna að fimm mánuðum eftir burð
er næringargildi mjólkur enn 60%
af því sem var við burð þó að
mjólkurmagn hafi minnkað nokkru
meir. Fita er þá enn 60% og pró-
tein 40%. Móðurmjólkin er því
náttúruleg grundvallarnæring
hreindýrakálfa fyrstu 5-6 mán-
uðina eða lengur. Við bætist að
þroski tanna og bits tekur marga
mánuði hjá hreindýrakálfum eins
og öðru ungviði.
Þegar vetrar, og snjóalög þekja
landið, er næringarrík móður-
mjólkin kálfunum ekki aðeins mik-
ilvæg, heldur eru leiðbeiningar
móður við fæðuleit kálfunum brýn-
ar og nota kálfar sér
krafsholur mæðra
fram eftir vetri.
Matvælastofnun tók
þá afstöðu í desember
sl. að lengja bæri
griðatíma kálfa en við
höfðum kært málið til
þeirra. Umhverf-
isstofnun segist líka
hafa mælt með lengd-
um griðatíma við um-
hverfisráðuneytið.
Ráðherrar hafa hins
vegar hingað til –
væntanlega vegna þrýstings veiði-
manna, sem skipta mörgum þús-
undum og eru öflugur þrýstihópur
– virt þessi tilmæli að vettugi.
Hér að ofan er fjallað um efnis-
lega þætti – um næringu og líkam-
lega afkomu kálfa – en ekki farið
inn á tilfinningalega líðan – streitu,
ótta, óvissu og sorg – vegna móð-
urmissis.
Góðir menn settu lög 55/2013
með þessu markmiði: „Markmið
laga þessara er að stuðla að vel-
ferð dýra, þ.e. að þau séu laus við
vanlíðan, hungur og þorsta, ótta
og þjáningu, sársauka, meiðsli og
sjúkdóma í ljósi þess að dýr eru
skyni gæddar verur. Enn fremur
er það markmið laganna að þau
geti sýnt sitt eðlilega atferli eins
og frekast er unnt.“
Ráðherrar margra síðustu ára
hafa með leyfum sínum til dráps á
hreindýrakúm frá tveggja mánaða
kálfum þeirra þverbrotið nefnd lög
Alþingis.
Ný ríkisstjórn setti skýr ákvæði
um aukna dýra-, náttúru- og um-
hverfisvernd í stjórnarsáttmálann.
Bindum við vonir við að hún beiti
sér nú fyrir bættri velferð
hreindýrakálfa með lengingu
griðatíma til 1. nóvember, en í
október er feng- og griðatími allra
hreindýra.
Það myndi minnka angist og
kvöl hreindýrakálfa og auka vel-
ferð þeirra þannig að þeir gætu
lifað veturinn af í stað þess – í
besta falli – að tóra hann í eymd
og kvalræði.
Endanleg velferð hreindýrakálfa
verður þó ekki að fullu tryggð
nema friðun hreindýra skv. lögum
nr. 64/1994 komi til.
Skv. 6 grein þeirra laga eru öll
villt dýr friðuð. Skv. 14. grein
„getur ráðherra heimilað veiðar úr
hreindýrastofninum enda telji Um-
hverfisstofnun (a) að stofninn þoli
veiði og (b) æskilegt sé að veiða úr
honum“. Í huga undirritaðs hlýtur
(b) – að æskilegt sé að veiða úr
honum – að þýða að alvarlegur
sjúkdómsfaraldur herji á stofninn,
að beitilandi sé ofboðið eða eitt-
hvað annað afgerandi og sérstakt
komi til. Verður ekki séð að sú for-
senda fyrir veiðum að þær séu
„æskilegar“ liggi fyrir.
Hinn 9. mars skrifaði undirrit-
aður grein í blaðið þar sem hann
hvatti til þess að friðun hreindýra
væri virt enda eru dýrin ekki
nema 6.500 talsins á sama tíma og
t.a.m. hestar, margir villtir á heið-
um landsins, eru 80.000 og fé á
fjalli um 600.000.
Þetta væru vandræðalaus og
tignarleg dýr og myndi útbreiðsla
þeirra prýða og auðga lífríki lands-
ins og draga að ferðamenn, en fyr-
ir mörgum útlendingnum eru
hreindýr tengd jólaævintýrinu og
öðrum skemmtilegheitum.
Væri ekki fallist á friðun yrði að
lengja griðatíma kálfa og tryggja
aukna velferð þeirra.
Formaður Skotvíss, Áki Ármann
Jónsson, gerir athugasemd við mín
skrif í blaðinu 21. mars. Telur
hann hreindýrakálfa 10 vikna, ekki
átta, þegar farið er að fella mæður
þeirra og er þetta veiðifyr-
irkomulag í hans huga gott og
blessað. Segir hann 10 vikna kálfa
sjálfbjarga og „ekkert hafi komið
fram sem bendir til annars“.
Okkar rannsóknir og nið-
urstöður brjóta auðvitað alfarið í
bága við þessa útfærslu formanns
veiðimanna enda rekast hér á gjör-
ólík sjónarmið og hagsmunir;
hagsmunir og velferð dýranna og
veiðigleði og veiðiþægindi veiði-
manna.
Áki Ármann telur brýnt að
veiðitíminn sé sem lengstur svo að
hjörðin fái frið til að nærast á
veiðitíma en þetta lýsir auðvitað
best þeim djöfulgangi sem gengur
yfir dýrin þegar fjórða hvert dýr
er murkað niður; þetta eru hópdýr
sem auðvitað þrýsta sér saman í
leit að skjóli og vernd þegar skot-
hríð veiðimanna dynur á þeim.
Er þetta athæfi allt ómann-
úðlegt og fyrir mér mannskemm-
andi og að auki óþarft.
Mat okkar er að veita eigi hrein-
dýrahjörðinni fullan frið og grið
yfir sumarið og ef veiðar standist
lög þá megi veiða tarfa frá 1. til
30. september og kýr frá 1. nóv-
ember til 15. desember. Auðvitað
yrði þá að fækka drepnum dýrum
en með þessu væri velferð og lífs-
gæði þessara fallegu og friðsömu
dýra stórbætt og lífríki landsins
auðgað.
Þjáningar, sorg og harðræði
móðurlausra hreindýrakálfa
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Það myndi minnka
angist og kvöl hrein-
dýrakálfa og auka vel-
ferð þeirra þannig að
þeir gætu lifað veturinn
af í stað þess að tóra í
eymd og kvalræði.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn. Atvinna