Morgunblaðið - 31.03.2018, Side 50
50 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is
Heildarlausnir
í umbúðum og öðrum rekstrarvörum
fyrir sjó- og landvinnslu
u KASSAR
u ÖSKJUR
u ARKIR
u POKAR
u FILMUR
u VETLINGAR
u HANSKAR
u SKÓR
u STÍGVÉL
u HNÍFAR
u BRÝNI
u BAKKAR
u EINNOTA VÖRUR
u HREINGERNINGAVÖRUR
Allt á
einum
stað
S
igurður Þórir Sigurðsson
fæddist í bragga í Reykja-
vík 31. mars 1948, nálægt
þar sem Hamrahlíð-
arskólinn stendur í dag.
Bragginn brann og fjölskyldan flutt-
ist á Grímsstaðaholt og síðan átti hún
eftir að flytja margoft. Sigurður Þór-
ir fór í sveit á sumrin að Búrfelli í
Miðfirði þar sem föðuramma hans
var ráðskona.
Listrænt atgervi Sigurðar Þóris
kom snemma í ljós. „Ég man eftir að
ég lagði á mig að stela afleggjurum í
Alaska þegar ég var tólf ára og gróð-
ursetja þá til að fylgjast með litunum
þeirra þegar þeir uxu upp.“
Sigurður Þórir stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
1968-70, hóf nám við Listaakadem-
íuna í Kaupmannahöfn 1974 og var
við nám hjá prófessor Dan Sterup-
Hansen í fjögur ár eða til 1978.
Sigurður Þórir kenndi við Grunn-
skólann í Þorlákshöfn 1972-74, við
Kvennaskólann í Reykjavík 1979-82
og Myndlistarskólann í Reykjavík
1979-85. Hann hefur helgað sig
myndlistinni óskipt síðan. Hann hef-
ur haldið 70 einkasýningar frá 1976
og annað eins af samsýningum, bæði
hérlendis og erlendis. Sigurður Þórir
tók virkan þátt í félagsmálum mynd-
listarmanna 1979-84 og sat í stjórn og
fulltrúaráði SÍM og FÍM um árabil.
Fyrsta sýning Sigurðar Þóris var
afar pólitísk en verk hans urðu síðar
fígúratíf abstraktmálverk. Síðustu ár
hafa málverk hans þróast út í hrein
abstraktverk. „Ég tek samt þrívídd-
ina með í verkin en gömlu abstrakt-
málararnir höfnuðu þrívíddinni og ég
er að kanna af hverju þeir gerðu það.
Verkin hjá mér verða því optísk, þ.e.
Sigurður Þórir Sigurðsson listmálari – 70 ára
Ljósmynd/GSM
Listamaðurinn Sigurður Þórir á vinnustofu sinni, en hann hefur haldið um 70 einkasýningar.
Frá pólitískum verkum
yfir í abstraktmálverk
Systkinin og makar Sigurður Þórir og Jenný ferðuðust mikið saman með
systur Sigurðar, Þórunni, og eiginmanni hennar, Ólafi Ármanni Sigurðssyni.
Ágúst Marinó Ágústsson, sauðfjárbóndi og tamningamaður áSauðanesi á Langanesi, á 40 ára afmæli í dag. Hann er fæddurog uppalinn á Sauðanesi og er búfræðingur og reiðkennari að
mennt. Ágúst rekur 800 kinda sauðfjárbú og er með 70 til 80 hross.
„Ég á þau nú ekki öll og það stendur til að skera eitthvað af þessu
niður. Ég hef verið ágætlega heppinn með hryssur, hef verið með
fyrstuverðlaunahryssur og það hefur verið vinsælt að kaupa trippi
undan þeim.“ Ein þeirra, Sóllilja, varð þriðja á þarsíðasta landsmóti,
sem haldið var á Hellu. „Hún var móvindótt á litinn og vakti nokkra at-
hygli.“
Ágúst er frekar svartsýnn á sauðfjárrækt í landinu. „Það fer að
verða sjálfhætt í þessu ef verð hækkar ekki á afurðum. Mér stendur
þrenns konar vinna til boða þegar ég kem út á hlað og tvennt af því
vinn ég kauplaust; hrossin og rollurnar. Svo er ég með rekaviðar-
vinnslu, en hún hefur verið á hliðarlínunni og ég hef verið að smíða í
ígripum. En ég er búinn að fá loforð fyrir styrk hjá Uppbyggingarsjóði
Norðurlands eystra og ef það gengur eftir býst ég við að setja meira
púður í rekaviðarvinnsluna. Ég hakka bolina niður í spæni og þurrka
spænina og sel til hestamanna til undirburðar. Ég á líka bandsög sem
sagar sex metra tré og nota til eigin nota. Svo erum við með æðarvarp,
1.200-1.500 hreiður á hverju ári, og dálítið upp úr því að hafa.
Það er engin veisla auglýst,“ segir Ágúst, spurður út í afmælið.
„Dætur mínar, sem búa í Borgarnesi, eru hérna hjá mér um páskana
og við munum fara í útreiðartúra og jafnvel renna fyrir silung.“ Dætur
Ágústar eru Dagrún Sunna, sem verður 13 ára í vor, og Viðja Sóllilja,
sem er nýorðin 11 ára. Sambýliskona Ágústar er Steinunn Anna Hall-
dórsdóttir, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Dóttir
hennar er Katrín Sif, sjö ára.
Hjónaleysin Steinunn og Ágúst á góðri stund í fjárhúsunum.
Engin veisla auglýst
Ágúst Marinó Ágústsson er fertugur í dag
Vogar Baldur
Freyr Sindrason
fæddist 22. mars
2017 í Reykjavík.
Hann vó 4.258 g og
var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru
Hulda Birna Blön-
dal og Sindri Jens
Freysson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Markús Möller hagfræðingur er
ekki sonur Birgis heitins Thorlacius-
ar ráðuneytisstjóra eins og mis-
hermt var í grein um 85 ára afmæli
Kristínar Thorlacius hér í blaðinu á
fimmtudaginn. Markús er sonur
Baldur heitins Möllers. Morgun-
blaðið biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
LEIÐRÉTT
Sonur Baldurs
en ekki Birgis
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frámerkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
stórafmælum,hjónavígslum,barns-
fæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón