Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.03.2018, Blaðsíða 57
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Atari, fyrsta plata Rari Boys, kom út í rafrænu formi 19. mars sl. og varð strax aðgengileg á tónlistarveitunni Spotify. Ísleifur Eldur Illugason, einn liðsmanna Rari Boys, segir hópinn hafa verið í mótun í um það bil ár en þó með hléum. Rari Boys komu fram á Iceland Airwaves og segir Ísleifur að eftir það hafi hóp- urinn farið að sinna verkefninu af meiri alvöru. „Fyrst var þetta bara algjört flipp,“ segir hann. Úr ólíkum áttum Rari Boys eru allir fæddir árið 1999 og því á nítjánda aldursári. Spurður að því hvernig þeir hafi kynnst segir Ísleifur að þeir hafi komið úr ólíkum og mörgum áttum. „Við erum hver úr sínum bæjarhlut- anum og það eru flóknar tengingar. Einn er úr Mosó, einn úr Hafnar- firði, ég er úr 101 …“ telur Ísleifur upp. Hópurinn geti því ekki kennt sig við eitt bæjarfélag eða hverfi eins og svo margar hipphopp-sveitir. „Sumir hittust af því þeir vissu að þeir væru að gera tónlist, aðrir voru vinir, það eru alls konar tengingar og allar mismunandi,“ segir Ísleifur sem gengur undir listamannsnafn- inu Izleifur en auk hans skipa Rari Boys þeir Andri Gunnarsson sem kallar sig Hlandra, Funi Kun eða Bleachekid, Gabríel Gísli sem kallar sig Icy G, Máni sem kallar sig $leazy og Dagur sem notar listamanns- nafnið Moscigo. „Við erum sex en það er samt eng- in hljómsveitarpæling þannig að þetta er eiginlega allt í lausu lofti með lög, það þurfa ekkert allir að vera að öllu, þetta er meira svona „collective“,“ útskýrir Ísleifur. „Við erum fáránlega ólíkir en náum að púsla þessu saman í einhverja skemmtilega útkomu.“ Þurftu að finna nafn með hraði Ísleifur segir tónlist Rari Boys hipphopp en um leið mjög poppaða og R&B-kennda. „Sumt er líka bara eitthvað allt annað sem ég veit ekki hvað á að kalla. Þannig að þetta er- um bara við að leika okkur og ekkert að reyna að heilla neinn ákveðinn hóp.“ –Það virðist ekki vera nein föst verkaskipting hjá ykkur? „Nei, ekki nema að við Andri vinnum í „production“, gerum tón- listina undir, mixum allt og svoleið- is,“ svarar Ísleifur og bætir við að þeir Andri taki líka lögin upp. –Þetta nafn, Rari Boys, hvaðan kemur það? „Það er skondin saga. Í stuttu máli er hún þannig að við áttum að fara að spila á fyrstu tónleikunum okkar fyrir ári og nokkrum tímum áður þurftum við að finna eitthvert nafn, vorum ekki með neitt nafn og þurftum að velja eitthvað einn, tveir og þrír. Þetta er lína úr einhverju lagi, við erum ekkert að keyra um á Ferrari,“ segir Ísleifur sposkur. Atari-tölvu leitað „Ein af stóru ástæðunum fyrir því að við erum að gefa út þessi lög er að fólk hefur heyrt einhverja búta úr lögum og vill heyra meira. Við setj- um alltaf demóin okkar inn á Sound- cloud og svo endar sá linkur úti um allt. Þannig verður þetta alltaf til, við gerum eitthvert demó að kvöldi og næsta dag er allt í einu búið að spila það 300 sinnum, án þess að við höfum vitað af því,“ segir Ísleifur. Prufuupptökurnar verði oftar en ekki að lögum og nú hafi sjö þeirra ratað á plötuna Atari. Blaðamaður minnist með hlýhug Atari-leikjatölvunnar sálugu, enda fæddur árið 1974, og spyr Ísleif hvort hann eða einhver annar í Rari Boys eigi slíka tölvu. „Við erum að vinna í því,“ svarar hann kíminn. „Heyrst hefur að við séum að fara að spila á Atari-tölvuna á Prikinu, við erum að fara að spila þar. Það er ein- hver pæling að Prikið sé að fara að redda Atari-tölvu og það væri gam- an. En nafnið er bara eitthvert orða- glens og það er hægt að líkja tónlist- inni okkar við eitthvað svona tölvuleikjadót. Mér finnst tölvu- leikjasánd lýsa ágætlega stílnum okkar.“ Þess ber að geta að þegar þetta viðtal birtist eru tónleikarnir á Prikinu liðnir. Líf unga fólksins –Hvað eruð þið að rappa um? „Það er bara alls konar, líf ung- dómsins í dag. Það er fullt af rugli í gangi og líka öðru sem er ekki rugl. Við erum ekkert feimnir við að tjá okkur um erfið mál en erum ekkert að fara út í eitthvað brútal, alls ekki,“ svarar Ísleifur. Hvað næstu tónleika varðar segir Ísleifur að vonandi muni Rari Boys koma fram á Secret Solstice-hátíð- inni í sumar en það liggur ekki fyrir, enn sem komið er. Þeir sem vilja kynna sér Rari Boys geta meðal annars gert það á Facebook, Instagram og Spotify og myndbönd við lög þeirra má finna á YouTube. „Bara við að leika okkur“  Rari Boys senda frá sér fyrstu plötuna, Atari  „Við erum fáránlega ólíkir en náum að púsla þessu saman í einhverja skemmtilega útkomu,“ segir einn Rari Boys, Ísleifur Eldur Illugason, um hópinn Morgunblaðið/Hari Afslappaðir Rari-drengir létu fara vel um sig í æfingahúsnæði sínu þegar ljósmyndara bar að garði. Sú fyrsta Plata Rari Boys, Atari, er nú aðgengileg í stafrænu formi. MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2018 Leikrit Svövu Jakobsdóttur, Loka- æfing, var frumsýnt á sviði í Moskvu 10. mars síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Olgu Alexandersdóttur Markelova, þýðanda og bókmenntafræðingi, er þetta í þriðja skiptið sem leikverk eftir íslenskan höfund hefur verið sviðsett í Rússlandi. Leikhópurinn Svojo vremja (Sinn eigin tími) sýnir Lokaæfingu en verkið þýddi Olga fyrir nokkrum árum. Segir hún því hafa verið vel tekið á frumsýningu og hafi í kjöl- farið verið sýnt áfram. „Þess ber að geta,“ skrifar Olga í pistli, „að íslensk leikrit sem hafa verið sviðsett í Rússlandi eru miklu færri en rússnesk leikrit sem nokk- urntíma hafa borist til íslenskra áhorfenda.“ Fyrst var sýnt Silfur- tunglið eftir Halldór Kiljan Laxness í Malyj teatr árið 1955, undir heit- inu Vögguvísan sem hefur verið seld. Þá leið rúmlega hálf öld þang- að til næsta íslenska leikrit var fært á svið en það var gamanleikurinn Að eilífu eftir Árna Ibsen sem var færður á svið árið 2004 í Æskulýðs- leikhúsinu (RAMT) undir leikstjórn Raivo Trass frá Eistlandi. Olga segir að bæði sviðsetning og stemningin hafi verið nauðalík því sem fólk á að venjast á íslenskum leiksýningum, en hafi hins vegar ekki verið dæmigerð fyrir sýningar í Moskvu. Sýningin fékk mjög mis- munandi dóma hjá gagnrýnendum en féll ungum áhorfendum vel í geð. Hvað varðar nýju uppfærsluna á leikriti Svövu Jakobsdóttur þá hafa bæði leikrit hennar sem gefin hafa verið út á bók, Hvað er í blýhólkn- um? og Lokaæfing, verið þýdd á rússnesku á síðustu árum. Um leikhópinn Svojo vremja seg- ir Olga hann hafa verið stofnaðan í Moskvu árið 2010. Tekst hópurinn á við ólík verk og einkennast sýn- ingar hans af mikilli fagmennsku og áberandi innblæstri allra sem eiga í hlut. Lokaæfing Svövu sýnd í Moskvu Vel tekið Frá uppfærslu Svojo vremja á Lokaæfingu Svövu. ICQC 2018-20 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is LÍKA FYRIR STÓRU HUNDANA – fyrir dýrin þín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.